Einkavæðing banka og ábyrgð ráðherra Oddný G. Harðardóttir skrifar 22. nóvember 2022 13:30 Það má öllum vera ljóst að stjórnarsamstarfið er undir þegar ráðherrar tjá sig um bankasöluna og ábyrgð fjármálaráðherrans. Ef þau viðurkenna ábyrgð hans þá verður krafan eindregnari um að hann segi af sér, fari þau ekki fram á það sjálf. En hversu langt ætla þau að ganga? Fyrst þóttust þau hólpin og hafa haldreipi í einhverju sem þau kölluðu armslengd, að fjármálaráðherra hefði ekki mátt skipta sér af framkvæmdinni. Svo gera þau sér flest grein fyrir að það átti ekki við. Þá tala þau um að stjórnsýslan hafi ekki verið nógu góð en minnast ekkert á ábyrgð ráðherrans í þeim efnum. Umgjörðin var ekki nógu góð segja þau sum og eiga þá væntanlega við lögin sem gilda um söluna, þó ég efist um að þau hafi öll lesið þau. Lögin eru hvorki flókin né torskilin og þar er ekkert svigrúm til að senda ábyrgðina eitthvert annað - í burtu frá fjármálaráðherranum. Að selja banka sé ekki líkt og að selja prívateign segir forsætisráðherrann og hefur áhyggjur af rýrnandi trausti eftir bankasöluna. Lausnin sé að leggja Bankasýsluna niður og setja alla framkvæmd til fjármálaráðherrans. Ætli hún haldi að það sé til þess fallið að auka traustið? Út á við lítur út fyrir að hér sé spillt stjórnkerfi þar sem ráðherrar nýta sér stöðu sína til að gæta að sérhagsmunum. Forsætisráðherra segir mikilvægt að taka skýrslu Ríkisendurskoðanda alvarlega. Ætli hún vilji líka taka það alvarlega sem skrifað er á blaðsíðu 26 í skýrslunni?: „Þótt ekki sé gert ráð fyrir aðkomu ráðherra að framkvæmd sölunnar ber hann engu að síður ábyrgð á því að söluferlið sé í samræmi við þær forsendur og þau skilyrði sem lögð voru til grundvallar í greinargerð hans. Honum ber því að hafa eftirlit með söluferlinu og ganga í skugga um að það hafi verið í samræmi við greinargerðina áður en hann tekur ákvörðun um sölu.“. Ráðherranum er með öðrum orðum ætlað samkvæmt lögum að hafa virkt hlutverk í ákvarðanatöku um sölumeðferðina. Lagaleg og pólitísk ábyrgð Lögin um bankasöluna eru skýr . Myndin sem fylgir er myndræn skýring á lögunum nr.155/2012 um sölu á hlutum ríkisins í fjármálafyrirtækjum. Hér er slóð á lagatextann: https://www.althingi.is/lagas/nuna/2012155.html Lögunum var ætlað að skapa trausta umgjörð ef og þegar til þess kæmi að selja hluti ríkisins. Leiðarstef laganna eru gagnsæi, hlutlægni, jafnræði og hagkvæmni. Þar átti að draga lærdóm af bankahruninu. Salan í höndum fjármála- og efnahagsráðherrans vekur upp spurningar um hvort ráðherrann hafi ekkert lært af bankahruninu og aðdraganda þess. Almenn óánægja ríkir um söluna og traust til ráðherrans og ríkisstjórnarinnar hefur beðið hnekki. Ásakanir um spillingu og vanrækslu eru háværar og um að lögin um söluna hafi verið brotin. Ráðherrar í ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur og þingmenn Vinstri grænna, Framsóknar og að sjálfsögðu Sjálfstæðisflokksins, slá skjaldborg um fjármála- og efnahagsráðherra. Þau láta eins og ábyrgð hans á sölunni og söluferlinu sé engin, hvorki lagaleg né pólitísk. Því ef þau verja hann ekki er ríkisstjórnin fallin. En væri það svo slæmt? Höfundur er þingmaður Samfylkingarinnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Oddný G. Harðardóttir Samfylkingin Salan á Íslandsbanka Íslandsbanki Íslenskir bankar Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Takk Sigurður Ingi Helgi Héðinsson Skoðun Krónan býr sig ekki til sjálf Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Fyrrverandi lögreglumaður heyrir enn röddina Sigurður Árni Reynisson Skoðun Stöndum saman fyrir íslenskan flugrekstur Bogi Nils Bogason Skoðun Íslensk fátækt er bara kjaftæði Unnur Hrefna Jóhannsdóttir Skoðun Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir Skoðun Baráttan heldur áfram! Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Af hverju hafa Danir það svona óþolandi gott? Björn Teitsson Skoðun Bætum lífsgæði þeirra sem lifa með krabbameini Sigríður Gunnarsdóttir Skoðun Hömpum morðingjunum sem hetjum Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir. Skoðun Skoðun Skoðun Takk Sigurður Ingi Helgi Héðinsson skrifar Skoðun Krónan býr sig ekki til sjálf Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Stöndum saman fyrir íslenskan flugrekstur Bogi Nils Bogason skrifar Skoðun ,,Gallaður" hundur - söluhluturinn hundur - um úrskurð Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Baráttan heldur áfram! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvers virði er líf barns? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hvernig hljómar tilboðið einn fyrir þrjá? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Fyrrverandi lögreglumaður heyrir enn röddina Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Bætum lífsgæði þeirra sem lifa með krabbameini Sigríður Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Offita á krossgötum Guðrún Þuríður Höskuldsdóttir,Tryggvi Helgason skrifar Skoðun Fórnir verið færðar fyrir okkur Björn Ólafsson skrifar Skoðun Launaþjófaður – vanmetinn glæpur á vinnumarkaði Kristjana Fenger skrifar Skoðun Áfram veginn í Reykjavík Gísli Garðarsson,Steinunn Rögnvaldsdóttir skrifar Skoðun Fjölgun kennara er allra hagur Haraldur Freyr Gíslason skrifar Skoðun Deilt og drottnað í umræðu um leikskólamál Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Af hverju hafa Danir það svona óþolandi gott? Björn Teitsson skrifar Skoðun Fjárfestum í framtíðinni Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Togstreita, sveigjanleiki og fjölskyldur Sólveig Rán Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hvað kostar gjaldtakan? Hildur Hauksdóttir skrifar Skoðun Víðerni verndar og virkjana Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Blóðpeningar vestrænna yfirvalda Bergljót T. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Eigindlegar rannsóknir og umræðan um jafnrétti Stefan C. Hardonk skrifar Skoðun Þegar heilbrigðiskerfið molnar og ráðherrann horfir bara á Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Íslensk fátækt er bara kjaftæði Unnur Hrefna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Börn í fangelsi við landamærin Inger Erla Thomsen skrifar Skoðun Tíminn er núna, fjarheilbrigðisþjónusta sem lykill að jafnræði og sjálfbærni í heilbrigðiskerfinu Helga Dagný Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Breytum fánalögunum og notum fánann meira Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Samtal um launajafnrétti og virðismat starfa í tilefni af Kvennaári Helga Björg O. Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Með góðri menntun eru börn líklegri til að ná árangri Sigurður Sigurjónsson skrifar Sjá meira
Það má öllum vera ljóst að stjórnarsamstarfið er undir þegar ráðherrar tjá sig um bankasöluna og ábyrgð fjármálaráðherrans. Ef þau viðurkenna ábyrgð hans þá verður krafan eindregnari um að hann segi af sér, fari þau ekki fram á það sjálf. En hversu langt ætla þau að ganga? Fyrst þóttust þau hólpin og hafa haldreipi í einhverju sem þau kölluðu armslengd, að fjármálaráðherra hefði ekki mátt skipta sér af framkvæmdinni. Svo gera þau sér flest grein fyrir að það átti ekki við. Þá tala þau um að stjórnsýslan hafi ekki verið nógu góð en minnast ekkert á ábyrgð ráðherrans í þeim efnum. Umgjörðin var ekki nógu góð segja þau sum og eiga þá væntanlega við lögin sem gilda um söluna, þó ég efist um að þau hafi öll lesið þau. Lögin eru hvorki flókin né torskilin og þar er ekkert svigrúm til að senda ábyrgðina eitthvert annað - í burtu frá fjármálaráðherranum. Að selja banka sé ekki líkt og að selja prívateign segir forsætisráðherrann og hefur áhyggjur af rýrnandi trausti eftir bankasöluna. Lausnin sé að leggja Bankasýsluna niður og setja alla framkvæmd til fjármálaráðherrans. Ætli hún haldi að það sé til þess fallið að auka traustið? Út á við lítur út fyrir að hér sé spillt stjórnkerfi þar sem ráðherrar nýta sér stöðu sína til að gæta að sérhagsmunum. Forsætisráðherra segir mikilvægt að taka skýrslu Ríkisendurskoðanda alvarlega. Ætli hún vilji líka taka það alvarlega sem skrifað er á blaðsíðu 26 í skýrslunni?: „Þótt ekki sé gert ráð fyrir aðkomu ráðherra að framkvæmd sölunnar ber hann engu að síður ábyrgð á því að söluferlið sé í samræmi við þær forsendur og þau skilyrði sem lögð voru til grundvallar í greinargerð hans. Honum ber því að hafa eftirlit með söluferlinu og ganga í skugga um að það hafi verið í samræmi við greinargerðina áður en hann tekur ákvörðun um sölu.“. Ráðherranum er með öðrum orðum ætlað samkvæmt lögum að hafa virkt hlutverk í ákvarðanatöku um sölumeðferðina. Lagaleg og pólitísk ábyrgð Lögin um bankasöluna eru skýr . Myndin sem fylgir er myndræn skýring á lögunum nr.155/2012 um sölu á hlutum ríkisins í fjármálafyrirtækjum. Hér er slóð á lagatextann: https://www.althingi.is/lagas/nuna/2012155.html Lögunum var ætlað að skapa trausta umgjörð ef og þegar til þess kæmi að selja hluti ríkisins. Leiðarstef laganna eru gagnsæi, hlutlægni, jafnræði og hagkvæmni. Þar átti að draga lærdóm af bankahruninu. Salan í höndum fjármála- og efnahagsráðherrans vekur upp spurningar um hvort ráðherrann hafi ekkert lært af bankahruninu og aðdraganda þess. Almenn óánægja ríkir um söluna og traust til ráðherrans og ríkisstjórnarinnar hefur beðið hnekki. Ásakanir um spillingu og vanrækslu eru háværar og um að lögin um söluna hafi verið brotin. Ráðherrar í ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur og þingmenn Vinstri grænna, Framsóknar og að sjálfsögðu Sjálfstæðisflokksins, slá skjaldborg um fjármála- og efnahagsráðherra. Þau láta eins og ábyrgð hans á sölunni og söluferlinu sé engin, hvorki lagaleg né pólitísk. Því ef þau verja hann ekki er ríkisstjórnin fallin. En væri það svo slæmt? Höfundur er þingmaður Samfylkingarinnar.
Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir Skoðun
Skoðun ,,Gallaður" hundur - söluhluturinn hundur - um úrskurð Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar
Skoðun Þegar heilbrigðiskerfið molnar og ráðherrann horfir bara á Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Tíminn er núna, fjarheilbrigðisþjónusta sem lykill að jafnræði og sjálfbærni í heilbrigðiskerfinu Helga Dagný Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Samtal um launajafnrétti og virðismat starfa í tilefni af Kvennaári Helga Björg O. Ragnarsdóttir skrifar
Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir Skoðun