Sjálfbærni: Tökum stökk í upplýsingagjöf en erum langt á eftir í öðru Niðurstöður viðamikillar úttektar KMPG á heimsvísu um sjálfbærni fyrirtækja sýnir að íslensk fyrirtæki hafa tekið risastórt stökk í upplýsingagjöf um sjálfbærni. Atvinnulíf 7. nóvember 2022 07:00
75 ára í IKEA: Trúði því alltaf að hún væri kraftaverkabarn „Nei ég var ekkert að hugsa um að hætta þegar að ég varð sjötug. Við fórum til Los Angeles og vorum þar, ég og börnin, í heimsókn hjá dóttur minni sem er búsett þar. Ég fékk líka 70 rósir í gjöf frá IKEA,“ segir Guðrún Hlín Þórarinsdóttir sem nú er 75 ára og enn í 100% starfi hjá IKEA. Atvinnulíf 6. nóvember 2022 08:01
Tekur úr uppþvottavélinni og eldar en er meinaður aðgangur að þvottahúsinu Ólafur Jóhann Ólafsson segir mestan sinn tíma fara í skriftir. Heima fyrir er hann ágætlega duglegur; eldar, er góður í að raða í hillur og skúffur og hita kaffi, en jafn vonlaus í að raða í uppþvottavélina eða þvo þvott. Atvinnulíf 5. nóvember 2022 10:00
Að segja sannleikann: „Við vælum pínu mikið í lúxuslandi“ „En fyrst við erum að tala um þriðja æviskeiðið er kannski líka tilefni til að nefna að það er ekkert endilega eldra fólkið sem kemur verra út í mælingum. Því við fáum stundum til okkar fjölskyldur og þá er það oftar en ekki foreldrarnir sem eru að koma betur út í lífgildum en ungmennin,“ segir Lukka Pálsdóttir hjá Greenfit og vísar þar til heilsu fólks sem er 25 ára og yngra. Atvinnulíf 3. nóvember 2022 07:00
Vilja breytt viðhorf: „Við erum eins og sett upp í hillu“ „Við erum eins og sett upp í hillu. Allur þessi mannauður verður að hilluvöru í neðstu hillunni þótt þarna sé á ferðinni fjölmennur og fjölbreyttur hópur sem fyrst og fremst vill lifa innihaldsríku og skemmtilegu lífi. Enda á þriðja æviskeiðið að vera besta æviskeiðið,“ segir Guðfinna S. Bjarnadóttir einn af stofnendum Magnavita. Atvinnulíf 2. nóvember 2022 07:00
Markaðsstjórinn sem missir sig á hrekkjavökunni og yfir hryllingsmyndum Andrea Sif Þorvaldsdóttir markaðsstjóri Krambúða og Kjörbúða Samkaupa er ekki aðeins hrekkjavökuaðdáandi. Heldur einnig aðdáandi hryllingsmynda. Atvinnulíf 31. október 2022 07:01
Hafnar því alfarið að vakna snemma vegna gráu háranna Björn Ingi Hrafnsson blaðamaður hafnar því alfarið að það hafi eitthvað með gráu hárin eða aldurinn að gera, hversu snemma hann vaknar á morgnana. Þó í átaki að reyna að sofna fyrr á kvöldin enda B-týpa að eðlisfari. Atvinnulíf 29. október 2022 10:01
Þegar Bjarni hættir: Verður auglýst í starf forstjóra/forstýru? „Ensk starfsheiti endurspegla oftast vel hvert hlutverk starfsins er á meðan þau íslensku eru oft frekar karllæg og tákn um stöðu viðkomandi. Við viljum komast út úr þessu og færa okkur frá stöðutitlum til starfsheita þannig að fólk sé ekki skilgreint eftir því að ,,vera“ starfið sitt, heldur frekar hvað starfið felur í sér,“ segir Ellen Ýr Aðalsteinsdóttir framkvæmdastýra Mannauðs og menningar hjá Orkuveitu Reykjavíkur. Atvinnulíf 28. október 2022 07:00
Íslenskan stundum hamlandi: „Leiðtogi er einstaklingur en ekki starfsheiti“ „Leiðtogi er einstaklingur en ekki starfsheiti. Við erum í raun öll leiðtogar; getum verið leiðtogar í eigin starfi, leiðtogar í okkar lífi og svo framvegis,“ segir Ingunn Björk Vilhjálmsdóttir ráðgjafi og einn eigandi Attentus. Atvinnulíf 27. október 2022 07:00
Erum við hætt að skilja sum starfsheiti? Veistu hvað Partner Success Manager gerir? En Global Engagment & Cultural Manager? Hvað gerir sá sem er titlaður Leiðtogi? Atvinnulíf 26. október 2022 07:00
„Ég sagðist vera hjartalæknir sem þýðir að nú er ég kallaður doktor þar“ „Ég á erfitt með þetta. Finnst ég kannski ekki nógu merkilegur. Þetta er svona feimnistilfinning,“ segir Snæbjörn Arngrímsson þegar hann reynir að skýra út hvers vegna honum finnst erfitt að kalla sig rithöfund. Atvinnulíf 24. október 2022 07:02
Missir sig þegar kemur að lakkrís og öllu með lakkrísbragði A manneskjan Anna Katrín Halldórsdóttir, framkvæmdastjóri Alfreðs, segir það stundum reyna á samningatæknina að vera með unglinga á heimilinu þegar allir vilja fara í sturtu á morgnana. Anna viðurkennir að hreinlega elska lakkrís og allt sem honum tengist. Atvinnulíf 22. október 2022 10:01
Sóðarnir í vinnunni: Oft sama fólkið sem lætur ekki segjast Það heyrir nánast til undantekninga að sjá ekki einhverja hvatningu á vinnustöðum til starfsmanna um að ganga vel um. Til dæmis að ganga frá í eldhúsinu. Atvinnulíf 21. október 2022 07:00
Algeng mistök sem fólk gerir þegar það sækir um starf og góð ráð Það getur verið hægara sagt en gert að skara fram úr í vænum bunka af umsóknum um frábært starf. Og þá skiptir máli að gera ekki mistök. Atvinnulíf 20. október 2022 07:00
Atvinnuviðtalið: „Mikilvægt að spá vel í söguna sem maður er að selja“ „Að komast í atvinnuviðtalið eða draumastarfið snýst oft um undirbúninginn. Því sá sem situr hinum megin við borðið er kannski aðili að lesa hundrað ferilskrár og þín ferilskrá er því aðeins að fara að fá nokkrar sekúndur til að ná í gegn,“ segir Sturla Jóhann Hreinsson framkvæmdastjóri Vertu Betri ráðningaráðgjafar og vinnusálfræðingur. Atvinnulíf 19. október 2022 07:01
„Ég man hvað sjokkið var mikið, að sjá hvað hafði raunverulega átt sér stað“ „Ég man mjög vel eftir fyrsta vinnudeginum. Við vorum nokkur að byrja og embættið byrjað að skoða nokkur mál þótt það væri ekki opinbert enn. En ég man hvað sjokkið var mikið, að sjá hvað hafði raunverulega átt sér stað og hversu stórar upphæðir þetta voru,“ segir Eiríkur Rafn Rafnsson þegar hann rifjar upp fyrsta vinnudaginn sinn sem lögreglufulltrúi hjá Embætti sérstaks saksóknara. Atvinnulíf 17. október 2022 07:00
„Upplifði mig frekar miðaldra þegar ég byrjaði að bíða eftir að börnin færu í háttinn“ A-týpan Ari Fenger, forstjóri 1912 og formaður Viðskiptaráðs, viðurkennir að betri helmingnum finnst ekkert alltaf gaman hvað hann vaknar snemma á morgnana; líka um helgar! Ein besta fjárfesting Ara er kaffivél keypt í Covid. Atvinnulíf 15. október 2022 10:00
Ellefu vísbendingar um að jafnvægið sé í klúðri Í hinum fullkomna heimi væri jafnvægið á milli heimilis og vinnu ekkert mál. Þótt starfsframinn sé á fullri ferð samhliða því að reka heimili, ala upp börn og stunda jafnvel áhugamálin. Atvinnulíf 14. október 2022 07:00
Kulnun eftir Covid áberandi hjá 18-24 ára og sölu- og markaðsfólki „Það sem gerir niðurstöðurnar fyrir 18 til 24 ára sláandi er hversu mikil breyting er á milli ára. Kulnun hjá þessum aldurshópi mælist 6 til 7% fyrir og í Covid en eykst hratt og mælist 17% eftir Covid. Sú starfsgrein þar sem kulnun mælist líka mjög há er til dæmis hjá sölu- og markaðsfólki,“ segir Trausti Heiðar Haraldsson framkvæmdastjóri Prósent. Atvinnulíf 12. október 2022 07:00
Fjarvinna og fyrirtækjarekstur: „Okkur langaði til að lifa lífinu öðruvísi en í hasarnum heima“ „Við vorum að horfa á þáttinn Hvar er best að búa? með Lóu Pind, um hjónin sem fluttu til Danmerkur og fóru að reka hótel í Lálandi þegar Torfi lítur allt í einu á mig og spyr: En hvað með Danmörk?“ segir Lóa Dís Finnsdóttir, grafískur hönnuður búsett í Maribo með eiginmanninum Torfa Agnarsyni auglýsingaljósmyndara. Atvinnulíf 11. október 2022 07:01
Hlakkar til á kvöldin að drekka kaffið í góðu skapi á morgnana Morgunhaninn Sigríður Dögg Auðunsdóttir fréttamaður á RÚV og formaður Blaðamannafélags Íslands, viðurkennir að hafa forðast ljósvakamiðla í mörg ár af ótta við að mistakast í beinni útsendingu. Öryggið kom þó á endanum en að fara í sjónvarp var áskorun. Atvinnulíf 8. október 2022 10:01
Að losna undan kjaftaglaða samstarfsfélaganum Við höfum flest lent í þessu: Þekkjum einhvern sem við kunnum mjög vel við en á það til að tala of mikið. Og of oft og of lengi í senn. Sem getur verið mjög truflandi í vinnu. Atvinnulíf 7. október 2022 07:00
Stjórnvöld verða að fara að hlusta og atvinnulífið að verða háværara „Við þurfum að taka meira pláss og verða háværari. Það er hreinlega orðið aðkallandi fyrir atvinnulífið að menntastefnan og þarfir atvinnulífsins fari að falla betur saman,“ segir Hildur Elín Vignir stjórnarkona í Mannauði, félags mannauðsfólks á Íslandi. Atvinnulíf 6. október 2022 07:00
Þurfum að breyta stjórnun og skipulagi til að halda í rétta starfsfólkið „Það er ekki langt síðan að hinn dæmigerði starfsmannastjóri var karlmaður á miðjum aldri með lögfræðimenntun. Í dag eru mannauðsstjórar með mun fjölbreyttari bakgrunn og oft með lengri menntun og meiri krafa gerð til mannauðsfólks hvað varðar samskiptafærni, tilfinningagreind og annarra hæfniþátta sem snúa að mannlegri hegðun,“ segir Sigrún Kjartansdóttir framkvæmdastjóri Mannauðs, félags mannauðsfólks á Íslandi. Atvinnulíf 5. október 2022 07:02
40 ára plús: Myndir þú fá starfið þitt í dag ef það væri auglýst? „Eftir fertugt getur myndast ákveðin hætta á að fólk festist í ákveðnu fari eða fari að líða of vel í þægindahringnum, án þess að velta því fyrir sér hvort eitthvað þarfnist skoðunar, upp á framtíðar atvinnuhæfni“ segir Herdís Pála Pálsdóttir stjórnendaráðgjafi og margreyndur mannauðstjóri, til skýringar á því hvers vegna örnámskeiðið Ferillinn eftir fertugt miðast við fólk sem er fertugt eða eldri og vill skoða starfsferil sinn. Atvinnulíf 4. október 2022 07:00
„Það sem kemur mér endalaust á óvart aftur og aftur eru hæfileikar fólks.“ „Þegar talað er um nýsköpun hugsar fólk oftast til sprotafyrirtækja og þessara snillinga sem eru að gera svo frábæra hluti víða. Í stórum og rótgrónum fyrirtækjum fer líka mikil nýsköpun fram og það sem við erum að gera er að virkja þennan kraft,“ segir Ægir Már Þórisson, forstjóri Advania. Atvinnulíf 3. október 2022 07:02
Kynntist konunni dansandi við lagið „Killing in the Name“ Aðalsteinn Leifsson ríkissáttasemjari segir að í einhverjum brjálæðislegum draumi sæi hann frekar fyrir sér að vera rokkari en poppari. Aðalsteinn segist vakna seint og syfjaður enda fari hann of seint að sofa. Í skipulagi reynir hann að afgreiða flóknari mál á morgnana. Atvinnulíf 1. október 2022 10:01
Ísland í 22.sæti: „Komum okkur upp listann til hinna Norðurlandanna“ „Við þurfum að fara að líta á úrgang sem gull eða í það minnsta hráefni til nýtingar. Samkvæmt skýrslunni þurfum við Íslendingar til að mynda að ná tökum á raftækjaúrgangi. Við þurfum að endurnýta raftæki, láta gera við þau í stað þess að henda þeim og kaupa ný,“ segir Eva Magnúsdóttir ráðgjafi hjá Podium meðal annars um það hvað þarf að fara að gerast hraðar á Íslandi svo Ísland standi ekki svona aftarlega á merinni þegar kemur að Heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna. Atvinnulíf 30. september 2022 07:01
„Dæmi eru til um að læknir sé að skúra“ „Mér finnst svo mikil synd að við séum ekki að nýta þann mannauð sem kemur til Íslands. Árið 2018 sáum við til dæmis á niðurstöðum könnunar sem gerð var meðal starfsfólks velferðarsviðs Reykjavíkurborgar að 48% starfsfólks af erlendum uppruna starfar í ófaglærðum störfum en er háskólamenntað ,“ segir Irina S. Ogurtsova mannauðsráðgjafi hjá Reykjavíkurborg. Atvinnulíf 29. september 2022 07:01
Algengt að fólk breyti nöfnum sínum eða taki útlenskt nafn af ferilskrá „Mér finnst of algengt að vinnuveitendur horfi framhjá umsóknum fólks með útlenskt nafn og ákveði hreinlega fyrirfram að þetta sé einhver sem talar ekki ensku eða íslensku. Þetta á sérstaklega við um umsóknir fyrir stærri störf eða skrifstofustörf,“ segir Monika K. Waleszczynska ráðgjafi hjá Attentus. Atvinnulíf 28. september 2022 07:00