Búr bjarnarins mikla Einhverntíma hefði það eflaust þótt óviðeigandi að Íslendingar þyrftu á sjálfan lýðveldisdaginn að fá aðstoð Dana við að fella óboðinn þjóðhátíðargest. Sú var þó raunin í ár. Meðan þorri þjóðarinnar sleikti ís og keypti blöðrur steig fulltrúi hinnar áður drottnandi herraþjóðar á land eins og frelsandi hetja, vopnaður deyfibyssu og ísbjarnarbúri til að bjarga Íslendingum úr bjarnarklóm. Þar fór sjálfstæði þjóðarinnar fyrir lítið. Bakþankar 20. júní 2008 05:00
19. júní Dagurinn í dag er kvenna. Forleikur hans var í hæsta máta viðeigandi. Fyrst snerust bloggheimar um undratækið sjálfsfróunarmúffu fyrir karlmenn. Í fyrradag spígsporaði fjallkona um Austurvöll með risavaxið reðurtákn á hausnum og loks var ellimóð birna skotin á flótta. Við kunnum vissulega að meta hið fríðara kyn. Bakþankar 19. júní 2008 03:30
Krydd í kynlífið Nokkuð lengi hefur verið móðins að kvarta undan tímaskorti. Þar er ég sjálf engin undantekning, byrja yfirleitt að væla yfir þessu hátt og í hljóði strax á morgnana. Bakþankar 18. júní 2008 06:00
Rostahjöðnun Rostahjöðnun er óhjákvæmilegur fylgifiskur verðbólgu. Hún lýsir sér þannig að þegar sjóðir tæmast og efnahagskerfi veikist þykir þjóðinni hún síður hafa efni á að vera með rosta. Bakþankar 17. júní 2008 06:00
Þægilegasti ferðamátinn Dr. Gunni segir frá því í sunnudagsblaði Fréttablaðsins að þriggja daga ferðalag til Íslands fyrir bandarískt par mundi kosta 300 þúsund krónur, eða fyrir þá sem eru góðir í deilingu, 100 þúsund kall á dag. Bakþankar 16. júní 2008 07:00
Kvennaslóðir Fimmtudagskvöldin voru heilög á meðan Sex and the City var í sjónvarpinu hjá mér eins og svo mörgum konum. Við vinkonurnar fórum svo í bíó um daginn til þess að kveðja þessar vinkonur okkar í New York fjórum árum eftir að sjónvarpsþættirnir runnu skeið sitt á enda. Bakþankar 15. júní 2008 06:00
Bölið Nú þegar ég er í útlöndum, á flandri - ekki nokkrum manni til gagns - tók ég upp á því í vikunni, eins og gengur og gerist, að hringja heim og leita frétta. Reyndar var ég orðinn nokkuð undrandi á því að hafa ekki fengið hringingu að heiman frá nokkrum manni, eftir ríflega 10 daga ferðalag. Hefðin er nefnilega, svona að sumarlagi, að allir Íslendingar fái tiltekið símtal að heiman - þegar þeir eru í útlöndum - hvers markmið er aðeins eitt: Að spyrja hvernig veðrið er í útlöndum og koma því svo á framfæri, lymskulega en hnitmiðað, að veðrið sé mjög gott heima. Bakþankar 14. júní 2008 06:00
Dýr dropi Hvað rekur sjötugan hollenskan ferðamann á húsbíl til að smygla 190 kílóum af eiturlyfjum til Íslands? Mér finnst ekki ólíklegt að sá hollenski hafi kynnt sér bensínverðið á Íslandi áður en hann lagði í hann og komist að þeirri niðurstöðu að ef hann ætlaði að keyra hringveginn kæmi hann með þessu móti kannski út á sléttu. Bakþankar 13. júní 2008 06:00
Að móðgast fyrir hönd annarra Það var vandræðagangur á blaðinu þegar frétt um hommana á Hæðinni átti að birtast daginn eftir. Fyrirsögnin var Hommarnir á Hæðinni reknir úr vinnu, en hinir gagnkynhneigðu blaðamenn voru tvístígandi yfir þessu. Var fyrirsögnin móðgandi? Úr varð að hringt var í Begga og Pacas og auðvitað var þetta ekkert - Við erum hommar, hvað er málið? Bakþankar 12. júní 2008 06:00
Hættulegt hættumat Vegvilltur túristi á unglingsaldri var í síðustu viku skotinn á færi í fjallshlíð í Skagafirði. Alfriðaður og hopandi inn í þoku undan kúrekum norðursins sem ekki datt í hug friðsöm leið að lausn málsins. Bakþankar 11. júní 2008 06:00
Jón Sigurðsson og olíuhreinsun Lengi trúðu Íslendingar að umheimurinn teldi okkur sannfærða umhverfisverndarsinna. Í útlöndum væri Ólafur Ragnar Grímsson, skapari hitaveitunnar, á hvers manns vörum; hér ækju allir á vetnisbílum, hús væru kynt með heitu vatni fyrst og fremst af umhverfisástæðum og sótbölvandi ýtustjórar, með þriggja daga skegg og sigggrónar hendur, legðu lykkju á leið sína til að hlífa álfum og huldufólki. Já, Íslendingar eru bragðarefir. Bakþankar 10. júní 2008 00:01
Nauðsynlegar „viðbragðsáætlanir“ Nú er í mörg horn að líta hjá yfirvöldum. Meðal annars þarf að setja upp „viðbragðsáætlun“ við innrás hungraðra hvítabjarna, heimskautarefa, rostunga og jafnvel vaxtahækkana og verðbólgu í landið. Bakþankar 9. júní 2008 06:00
Uggur Börn hræðast oft ótrúlegustu hluti. Sem krakki var ég til dæmis svolítið hrædd um detta ofan í klósettið og skolast niður, ég þorði ekki að snúa mér í of marga hringi í rólunni af ótta við að fá garnaflækju og á aðventunni var ég smeyk um að rekast á jólaköttinn á förnum vegi. Bakþankar 8. júní 2008 06:00
Æran hans Geira Héraðsdómur Reykjavíkur skar úr um í vikunni að umfjöllun tímaritsins Ísafoldar um Geira á Goldfinger hefði vegið að æru hans. Ekki hefðu verið færðar sönnur á ásakanir um að á Goldfinger færi fram mansal og vændi. Geiri fékk milljón til að jafna sig. Bakþankar 7. júní 2008 03:00
Pjatla fyrir píku Þegar Krúttkynslóðin tók að vekja athygli fjölmiðla nefndi hún engar steikur þegar hún var spurð um uppáhaldsmatinn sinn. Henni þótti súkkulaðikaka og mjólk best. Eins og hlédrægt sveitafólk nýkomið til byggða vildi það ómögulega láta hafa neitt fyrir sér og hvíslaði óöruggt í hljóðnemann. Þetta hæfileikaríka fólk virtist of gott fyrir þennan heim og af frásögnum þess sjálfs að dæma virtist því líða best á árabáti á leiðinni út í afskekktan vita þar sem það gat sinnt list sinni í friði, ekki ólíkt Múmínpabba. Bakþankar 6. júní 2008 05:00
En þetta er bara mín trú Nýlega reyndi guðfræðinemi að færa rök fyrir því hér á þessum vettvangi að fullorðið fólk, t.a.m. í umönnunarstéttum, ætti að vera hreinskiptið í samræðum við börn um álitamál eins og trúmál. Ef barn spyrði kristinn kennara spurningar á borð við: „Hvar er mamma þín?“ þá væri hreinlega eðlilegt að svara „Hún er hjá Guði,“ svo lengi sem sá varnagli fylgdi að einhver gæti verið annarrar skoðunar. Þannig lærði barnið smám saman að kennarinn héldi mömmu sína vera hjá Guði, Abdullah í 5.G héldi hana hjá Skrattanum og Ella náttúrufræðikennari fullyrti að hún væri hjá ormunum. Með þessu móti myndi barnið vera eggjað til að taka eigin afstöðu sjálfstætt og eðlilega. Bakþankar 5. júní 2008 04:00
Ísbirni bjargað frá drukknun Lögreglan hefur legið undir nokkru ámæli að undanförnu. Fólk hefur ítrekað tuðað undan harðræði nokkurra lögregluþjóna. Lögreglan hefur svo ávallt brugðist við slíkum fregnum með því að ræða um aukið álag innan lögreglunnar, glæponar séu harðsvíraðri, hingað streymi stórhættulegir erlendir glæpahópar og ég veit ekki hvað og hvað. Bakþankar 4. júní 2008 07:00
Ferðalag í hundana Nákvæmlega klukkan 06.50 hvern virkan dag pípir síminn minn undur blíðlegt lag. Ekki þarf nema eitt skilvirkt handtak til að þagga niður í kvikindinu en nákvæmlega tíu mínútum seinna upphefur hann annað og grimmdarlegra garg sem kostar undantekningarlaust dálítið einvígi. Ég hamast við að reyna að sofa yfir mig en hann reynir staðfastlega að svipta heimilið næturkyrrðinni. Enn hefur mér því miður ekki tekist að kenna börnunum hversu unaðslegt það er að lúra lengur undir hlýrri sæng, heldur spretta þau upp eins og stálfjaðrir. Þar með er áreiti dagsins hafið fyrir alvöru. Bakþankar 3. júní 2008 05:00
Um hollan og óhollan félagsskap Í Bandaríkjunum er sagt að ekkert vandamál sé svo stórt að stjórnmálamenn í Washington geti ekki fundið leið til að slá því á frest. Þar vestra er líka sagt að maður geti séð hvenær stjórnmálamaður sé að segja ósatt, því að þá hreyfi hann/hún varirnar. Bakþankar 2. júní 2008 06:00
Grenjað á Bifröst Ég fór á Kvennaráðstefnu í vikunni með vinkonum mínum, nánar tiltekið á tengslanet á Bifröst þar sem um fjögur hundruð konur komu saman. Fyrst fór ég á þessa ráðstefnu fyrir þremur árum, með mömmu og yngri dóttur minni sem þá var næstum sex vikna. Bakþankar 1. júní 2008 06:00
Skjálftinn Þegar skjálftinn reið yfir á fimmtudaginn lá ég á nuddbekk. Nuddarinn hafði rétt þá nýverið lagst til atlögu við ógurlegan stirðleika í vöðvum á milli herðarblaðanna, með slíkum tilheyrandi sársauka að mér fannst það hreint og beint eðlilegt að allt skyldi fara af stað inni í herberginu, húsið skjálfa og gólfið ganga í bylgjum. Bakþankar 31. maí 2008 06:00
Krafin svars Í vetur spjallaði ég við leikskólakennara sem tjáði mér að hún ætti stundum í stökustu vandræðum með að svara spurningum barnanna þegar eilífðarmálin bæri á góma. Bakþankar 30. maí 2008 06:00
Að stimpla sig út Í viku átti ég þess kost að lifa lífinu án þess að þurfa svo mikið sem einu sinni að leiða hugann að ruglinu í borgarstjórn, Ingibjörgu og Geir, sem eru ægilega sár að Stöð 2 skuli minna þau á gömul loforð, og öllu íslenska rausinu, tuðinu og vælinu sem hér flýtur hvarvetna um eins og notaðir smokkar í skítalæk. Bakþankar 29. maí 2008 06:00
Verðlagskönnun Þeir sem segja að ekki sé hægt að kaupa allt fyrir peninga eru að vanmeta mátt peninganna gróflega. Það er lafhægt að kaupa dauða yfir bæði einstaklinga og þjóðir. Bakþankar 26. maí 2008 10:00
Skömm Skagans Ég er alinn upp við að þar sem sé hjartarúm sé húsrúm. Að okkur beri að hjálpa hvert öðru. Að enginn sé svo aumur að hann geti ekki hjálpað þeim sem eru enn aumari og að öllum beri að leggja sitt af mörkum til að gera heiminn að aðeins betri stað fyrir alla menn. Bakþankar 25. maí 2008 06:00
Þjóð á vergangi Um leið og blásið er til Listahátíðar lifnar borgin við eins og í ljóði eftir Tómas. Óteljandi barnsandlit horfa glaðleg, undirleit eða varfærin til vegfarenda í Lækjargötunni og úti í Tjörninni marar hús í hálfu kafi. Bakþankar 24. maí 2008 06:00
Vonbrigði Hafi eitthvað valdið mér vonbrigðum undanfarið þá er það kreppan sem allir eru að tala um. Eftir kreppuspár undanfarinna mánaða var ég orðin svolítið spennt og sá fram á að loks ætti það fyrir mér að liggja að lifa spennandi tíma. Bakþankar 23. maí 2008 06:00
Verið hrædd! Á sunnudaginn sat ungur lyfjafræðinemi og steytti hnefana framan í sjónvarpskerm. Það sauð á honum gremjan. Hvernig dirfðust þau? Hann var að horfa á grillveislu. Grillkjötið var átrúnaðargoð unga mannsins, sjálfur Luftstürmmeister Magnús Þór Hafsteinsson. Bakþankar 22. maí 2008 06:00
Massa hress, megabeib Sígild skemmtun er að gramsa upp úrelt viðhorf og njóta þess hagstæða samanburðar sem okkur finnst tíminn hafa fært. Þannig komst ég eitt sinn yfir gamla bók sem kenndi kvenleika. Bakþankar 21. maí 2008 00:01
Samfylkingin hafnar einkavæðingu í skólakerfinu Arnór Heiðar Benónýsson,Anna María Jónsdóttir Skoðun