Páskabíltúrinn Lengsta skyldufrí ársins er framundan. Nú eru góð ráð dýr fyrir fólk sem hefur ekki haft vaðið fyrir neðan sig og keypt sér skíðaferð til útlanda og á ekki heldur sælureit á landsbyggðinni. Í staðinn fyrir að dorma í fimmdaga súkkulaðimóki yfir dramatískum biblíuþáttum sting ég upp á gamla góða bíltúrnum. Það er ágæt leið til að drepa tímann fyrst maður getur ekki verið í vinnunni. Bakþankar 5. apríl 2007 06:00
,,En nú tókst henni það" Þegar ég var ritstjóri Mannlífs hringdi til mín kona sem hafði verið misnotuð af bróður sínum frá 6 til 14 ára aldurs. Oftast þegar konur sem orðið hafa fyrir þess háttar ofbeldi birtast í fjölmiðlum eru þær sterkar og fastar fyrir en þessi var það ekki. Bakþankar 4. apríl 2007 00:01
Blessuð skepnan Eitt þeirra hugtaka sem öðlast hafa nýtt líf í umræðunni er ofdekur. Hér áður fyrr átti það einkum við frekjudósina í bekknum sem fór alltaf að grenja ef ekki var látið undan öllum kröfum. Eftirlátssemi forríkra foreldranna var yfirleitt á allra vitorði. Bakþankar 3. apríl 2007 00:01
88 og 300 Hafnfirðingar (fyrir utan álfa og huldufólk) eru 23.275 talsins og búa (eins og nafnið bendir til) í Hafnarfirði. Alcan er fjölþjóðlegt fyrirtæki með 53.000 starfsmenn í 41 landi. Hafnarfjarðar er fyrst getið í heimildum um 1400, þó er minnst á Hafnarfjörð í Landnámabók. Bjarni Sívertsen sem nefndur er faðir Hafnarfjarðar hóf að versla í Firðinum árið 1794. Alcan var stofnað rúmri öld síðar, árið 1902, sem kanadískt dótturfyrirtæki málmiðnaðarrisans Pittsburgh Reduction Company. Bakþankar 2. apríl 2007 05:45
Fátækt er ekki lögmál Ég hitti einu sinni konu frá El Salvador. Hún sagði mér að landið væri sannkölluð matarkista en samt væri eymd og fátækt landlæg þar, sem ætti að vera algjör óþarfi. Vegna fríverslunarsamnings Ameríkuríkja væri hins vegar nánast allur matur fluttur úr landinu til Bandaríkjanna þar sem landeigendur fá betra verð fyrir hann. Bakþankar 1. apríl 2007 05:45
Að láta vaða Ef ég ætti að velja eitt slagorð, þekkt úr bransanum, sem myndi lýsa Íslendingum best og fanga hugarfarið sem einkennir mörlandann af hvað mestri nákvæmni, þá myndi ég líklega velja slagorðið sem íþróttavöruframleiðandinn Nike hefur notast við á undanförnum árum: Just do it. Bakþankar 31. mars 2007 05:30
„Normalísering andskotans“ Ef maður setur upp gleraugun sem skipta hlutum í svart og hvítt, gott og vont, Guð og Andskotann stendur Guð fyrir það sem er gott. Þið vitið, að hjálpa bágstöddum, segja alltaf satt, vera góður við börn og allt það. Andskotinn er vondur. Þeir sem fylgja andskotanum drekka, dópa, hórast, nauðga og myrða. Andskotinn er samviskulaus og þeir sem kunna að setja upp svarthvítu gleraugun hafa flestir vit á því að vera ekkert að abbast uppá hann. Bakþankar 30. mars 2007 00:01
Gerviöryggisrugl Fyrir 11. september létu flugvallastarfsmenn það gjarnan nægja að spyrja: Fékkstu hjálp við að pakka? Við þessu var flest annað en „Já, síðskeggjaður maður með lambhúshettu lét mig hafa pakka sem ég held að sé vekjaraklukka," rétt svar. Bakþankar 29. mars 2007 00:01
Billjónsdagbók 28.3 ICEX 7.516,56, þegar ég steig inn í nýju túrbósturtuna í morgun, og Dow Jones 12.481,01 þegar ég fékk í mig straum af steríógræjunum í sturtunni. Það er ókyrrð á markaðnum. Tekur á taugarnar. Bakþankar 28. mars 2007 05:45
Forrest Gump og ég Síðasta haust gerði ég samning við sjálfa mig um að hlaupa 10 kílómetra í einni lotu á næstu menningarnótt. Sumum finnst það auðvitað algjört prump, þá væntanlega þeim sem sjálfir skreppa milli landshluta á fæti án þess að blása úr nös eða þá hinum sem hreyfa sig einkum milli ísskáps og sófa. Fyrir mig sem vill en ekki getur hljómaði vegalengdin sem mikils háttar afrek. Bakþankar 27. mars 2007 05:45
Um trúarstyrk þjóðarinnar Í nýstofnuðu lýðveldi dreymdi mig eins og fleiri ungmenni um að verða einhvern tímann milljónamæringur. Sá draumur hefur ræst en samt er ég alltaf jafnblankur. Draumar virðast hafa tilhneigingu til að rætast á annan hátt en maður gerir ráð fyrir. Bakþankar 26. mars 2007 05:45
Dauðar sálir? Afnám fyrningarfrests í grófum kynferðisbrotamálum er áfangasigur fyrir þolendur slíkra ódæðisverka og vafalítið heillaskref fyrir íslenskt réttarkerfi. Í byrjun nýliðinnar viku hlustaði ég á nokkra þingmenn í útvarpinu gera upp nýlokið þing og voru þeir allir sammála um hér væri á ferð mikil réttarbót. Bakþankar 25. mars 2007 05:30
Straumsvík Nú skilst mér að fjölskylduboðin suður í Hafnarfirði logi í rökræðum á milli stuðningsmanna stækkunar í Straumsvík og þeirra sem eru alfarið á móti. Sjálfur er ég á móti þessari stækkun af alls kyns ástæðum og þar sem ég er jafnframt í framboði í kjördæminu hef ég fengið minn skerf af heitum umræðum í heimahúsum, sem sjálfsagt eiga eftir að færast í vöxt á næstu dögum, því eftir viku verður kosið. Bakþankar 24. mars 2007 00:01
Maður er fermdur Það hefur víst ekki farið framhjá neinum að fermingarvertíðin nálgast. Þó ekki væri nema vegna uppþotsins út af stúlkunni sem var vænd um að stilla sér upp eins og klámstjarna á forsíðu fermingarbæklings Smáralindar - bæklings sem reyndar var frekar hallærislegur í auglýsingum sínum á brúnkuspreyi fyrir fermingarbörnin, en enginn tók eftir því af því að allir voru svo uppteknir við að sverja það af sér að hafa séð nokkuð kynferðislegt við forsíðumyndina. Bakþankar 23. mars 2007 00:01
Íslenska stéttaskiptingin Til eru menn á 100 sinnum betri launum en næsti maður. Stéttaskipting fyrirfinnst þó varla á Íslandi og forríkt fólk býr við það vandamál vegna smæðar landsins að lítil tækifæri gefast til að láta ljós sitt skína með alla peningana. Hér vantar allt háklassa snobb, búðir sem selja dót á geðveiku verði og veitingahús sem rukka tíu þúsund kall fyrir kaffibollann. Bakþankar 22. mars 2007 05:30
Krækt í Kvennaskólapíu Þegar ég var krakki voru sýndar afar óhugnanlegar myndir um skaðsemi reykinga í niðurgröfnum bíósal Álftamýrarskóla þar sem fólk, hægfara sem hemúlar, dró á eftir sér súrefniskúta á milli þess sem það var ambúterað. Ég vissi að hvorugt myndi auðvelda mér lífið og lét því sígaretturnar eiga sig. Bakþankar 21. mars 2007 00:01
Blindu börnin hennar Evu Eitt af því sem ég hef lært á óralangri ævi er, að öll burðumst við með einhverja þá fötlun sem í frjálslyndara samfélagi væri hægt að kalla eiginleika. Hjá sumum eru skorðurnar augljósar eins og til dæmis heyrnarleysi eða blinda á meðan þær eru duldari hjá flestum. Bakþankar 20. mars 2007 00:01
Neytandinn sem auðlind Botnlaus viðskiptahalli þjóðarinnar bendir til þess að verðmætasta auðlind hennar, neytendastofninn, sé gróflega ofnýttur, enda hefur hvaða sótraftur sem er ótakmarkað veiðileyfi á hinn íslenska neytanda. Því væri skynsamlegt að koma hér á kerfi til að vernda neytandann og tryggja að ekki verði svo nærri honum gengið að hann og þjóðin öll verði gjaldþrota. Bakþankar 19. mars 2007 05:30
Fagri Hafnarfjörður? Senn taka Hafnfirðingar afdrifaríkustu ákvörðunina sem tekin hefur verið um framtíð bæjarins síðan Hansakaupmenn réðu þar ríkjum. Spurt er hvort bæjarbúar vilji að stærsta álbræðsla Evrópu rísi í hjarta Hafnarfjarðar. Bakþankar 18. mars 2007 00:01
Stríðið Nú eru um það bil fjögur ár síðan að ég rölti ásamt Tóta félaga mínum niður á Lækjartorg í mildu veðri á föstudegi, í kaffipásu frá vinnu, til þess að mótmæla stuðningi Íslands við innrásina í Írak. Þarna var talsvert af fólki. Búið var að setja upp pall og þar voru ræður haldnar. Bakþankar 17. mars 2007 05:45
Dularfulla fólkið Einu sinni var ég að leita að saumastofu í Hafnarfirði. Ég hringdi dyrabjöllu í húsi sem ég hélt að væri rétta heimilisfangið og til dyra kom feitur, tattúeraður maður á sextugsaldri á pínulitlum, fjólubláum nærbuxum einum fata. Klukkan var þrjú að degi til. Bakþankar 16. mars 2007 00:01
Þegar Guð reddaði mér Nú er hátíð í bæ hjá prestum og verslunarfólki. Akkorð. Enda heill árgangur á leið í ,,fullorðinna manna tölu”. Þrátt fyrir áfangann munu krakkarnir hanga lengi enn á Hótel Mömmu, vel nærðir og ánægðir með fermingaruppskeruna, að lágmarki 5000 kall á hvern ættingja, en mun meira frá náskyldum. Bakþankar 15. mars 2007 00:01
Billjónsdagbók 14,3 ICEX 7.573 þegar ég færði Mallí morgunkaffið, og Dow Jones 12.276 þegar Mallí leit upp frá því að lesa Fréttablaðið og sagði sisona að sig vantaði einhvern innri pörpós með lífinu. „Sjáðu femínistana,“ sagði hún. „Þær hafa svo mikinn innri pörpós að þær geta séð eitthvað dónalegt út úr Dimmalimm.“ Bakþankar 14. mars 2007 05:30
Öfgar sem eyðileggja alla umræðu Vegna þess að tungumálið okkar er svo lifandi breytist merking sumra orða jafnvel á skömmum tíma. Margir þora að viðurkenna að orð sem lýsa kvenkyni eru frekar notuð sem skammaryrði - eins og píka og kelling - á meðan enginn myndi lýsa karlkyns hálfvita honum til háðungar sem tippi og kalli. Bakþankar 13. mars 2007 05:00
Ótímabærar áhyggjur Gamall skólabróðir minn fær svartsýnisköst öðru hverju. Fyrir helgina klifaði hann á því að konur muni „ráða því hvaða ríkisstjórn verður mynduð“. Bölsýnismaðurinn lét ekki huggast þótt honum væri bent á að komandi kosningar snúist fyrst og fremst um hefðbundið framsal þjóðarinnar á ákvörðunarrétti sínum til handa fjórflokknum sem svo dyggilega hefur staðið vörð um hin karllægu gildi hingað til. Bakþankar 12. mars 2007 10:53
Efnislegt Pólitík er oft skrýtin skrúfa eins og sést til dæmis í hinu sérstaka auðlindaákvæðismáli. Framsóknarmenn hótuðu semsagt að sprengja ríkisstjórn ef ákvæði um sameign þjóðarinnar á sjávarauðlindum yrði ekki fest í stjórnarskrá. Bakþankar 11. mars 2007 05:45
Í bíó Ég vann í tvö ár í kvikmyndahúsi með skóla. Það var að flestu leyti mjög óspennandi upplifun, en átti sín móment. Stundum gat ég hlustað heilt kvöld á Gufuna. Einu sinni heyrði ég viðtal við búfræðikennara sem tókst að vitna sex sinnum í Halldór Laxness á tuttugu mínútum, þar á meðal sagði hann „lífið er saltfiskur“. Bakþankar 9. mars 2007 05:15
Fagra kvenveröld Það er allt í steik. Þetta vitum við öll, og stundum eftir að maður hefur hlustað á fréttirnar finnst manni óhugsandi að hér verði mannapar á kreiki eftir tvö hundruð ár. Að minnsta kosti ekki mannapar í jakkafötum. Græðgi, gróðurhúsa-áhrif og almenn vitleysa verður örugglega búin að útrýma tegundinni, eða breyta í stökkbreytt grey sem vafra um leifar stórborga veifandi frumstæðum kylfum. Bakþankar 8. mars 2007 05:00
Það var barn í dalnum Nýlega flutti Ríkissjónvarpið frétt af manni sem steyptist á höfuðið ofan í brunn svo hann rotaðist. Slysið varð að nóttu til utan alfaraleiðar en þangað hafði maðurinn flúið undan hópi manna sem ógnaði honum. Bakþankar 7. mars 2007 05:30
Celeb Loks hefur það ræst sem marga grunaði: Angeline Jolie vill eignast eitt barn í viðbót við þau þrjú sem hún á fyrir. Það virðist ekki meira en vika síðan hún var ólétt, í gær var hún í flóttamannabúðum í Súdan og í dag er hún sem sagt komin til Víetnam til að ættleiða fjórða barnið. Röskari manneskja er vandfundin. Bakþankar 6. mars 2007 06:00
Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal Skoðun