Sameining sem eflir íslenskan landbúnað Egill Gautason skrifar 30. september 2025 08:31 Nýverið kom fram að háskólaráðuneytið vinni að því að Landbúnaðarháskóli Íslands (LbhÍ) verði hluti af háskólasamstæðu Háskóla Íslands. Vafalaust eru talsverð tækifæri fólgin bæði í rannsóknum og kennslu með sameiningu. En í upphafi skal endirinn skoða. Það er hætta á því að málefni hinna dreifðu byggða, sem er viðfangsefni LbhÍ, verði utanveltu innan Háskóla Íslands. Þá má velta fyrir sér hvort heppilegt sé að búfræðinám, sem er nám á framhaldsskólastigi á Íslandi eins og í öðrum löndum, sé hluti af starfsemi Háskóla Íslands. Ég leyfi mér að fullyrða að búfræðinámið sé einn af hornsteinum íslensks landbúnaðar og fjöregg LbhÍ. Ég er ekki einn um að hafa þungar áhyggjur af framtíð búfræðinámsins ef sjálfstæði skólans minnkar. Landbúnaðarháskóli Íslands varð til með sameiningu Landbúnaðarháskólans á Hvanneyri (fyrrum Bændaskólans á Hvanneyri), Rannsóknastofnunar Landbúnaðarins (RALA) og Garðyrkjuskólans á Reykjum árið 2005. Garðyrkjuskólinn sleit sig frá LbhÍ fyrir fjórum árum síðan og nú hefur heyrst þaðan að skólinn verði líklega lagður niður á næstu árum, enda sé húsnæði skólans að mestu ónýtt. Það er raunar reiðarslag fyrir íslenska garðyrkju að málum sé svona komið og viðlíka hörmung má ekki endurtaka sig með búfræðinámið. Fækkun starfsfólks í landbúnaðarrannsóknum Mannauður á háskólastigi á sviði landbúnaðar hefur dregist verulega saman frá því LbhÍ var stofnaður. Nýlega var þróun í mannauðsmálum á sviði landbúnaðar við LbhÍ tekin saman. Þegar skólinn varð til voru 26 manns með akademískt hæfði eða doktorsgráðu á fagsviði landbúnaðar. Að auki voru sex sérfræðingar í rannsóknum. Á þessu ári er fjöldi starfsmanna með akademískt hæfi á þessu sviði eða doktorsgráðu níu og tveir sérfræðingar. Því hefur fækkað að meðaltali um einn starfsmann í rannsóknum á ári og miðað við áframhaldandi þróun verður enginn eftir árið 2036. Búvísindanám á Íslandi yrði þá líklega sjálfhætt eftir 5-10 ár. Árið 2006 sinntu 14 manns rannsóknum í jarðrækt. Í dag eru fjórir sem sinna slíkum rannsóknum. Hvað varðar búfjárrækt er staðan enn verri. Einungis þrír sinna rannsóknum á búfé. Áskoranir framundan Framundan eru miklar áskoranir í landbúnaðarmálum, bæði hérlendis og á heimsvísu. Áskoranirnar lúta ekki síst að umhverfismálum, jarðvegsgæðum hnignar víða, loftslag er að breytast, losun kolefnis úr landbúnaði er mikil, skortur er á ræktunarlandi, og þetta bætist ofan á óvissu í alþjóðamálum. Fyrirséð er að eftirspurn eftir mat og einkum búfjárafurðum aukist á næstu áratugum með tilheyrandi álagi á umhverfið. Stjórnvöld ættu að huga að því að nú styttist í að búvörusamningar renni út. Nýir samningar ættu að mínu mati að fela í sér stóreflingu rannsókna og menntunar á sviði landbúnaðar. Ný nálgun Ég legg til, í ljósi þessarar stöðu, að skoðað verði vandlega hvort til greina komi að fara aðra leið með LbhÍ en sameiningu við Háskóla Íslands. Víða erlendis eru til opinberar rannsókna-, kennslu-, og ráðgjafarstofnanir á sviði landbúnaðar. Ein slík er Scotland‘s Rural College (SRUC), opinber stofnun sem sinnir menntun, rannsóknum og ráðgjöf á sviði landbúnaðar í víðum skilningi. Meðal annars reiknar deild innan SRUC kynbótamat fyrir nautgripi, sauðfé og geitur í Bretlandi. Teagasc er svipuð stofnun á Írlandi þar sem boðin er menntun á framhaldsskólastigi, bakkalár, meistara og doktorsstigi. Það má einnig nefna að til dæmis í Austurríki er ráðgjafarþjónusta í landbúnaði á höndum opinberra aðila. Í Bandaríkjunum er hið opinbera einnig fyrirferðarmikið í landbúnaðarráðgjöf og rannsóknum. Bandaríska landbúnaðarráðuneytið (US Department of Agriculture) býður upp á ráðgjafaþjónustu í gegnum stofnunina National Institute of Food and Agriculture í samvinnu við þarlendar menntastofnanir. Á Norðurlöndum er ráðgjöf í landbúnaði að mestu í höndum einkaaðila, að verulegu leyti á vegum samvinnufélaga í landbúnaði. Sú leið hefur einnig verið farin hér á landi, þar sem Bændasamtök Íslands eru eigendur Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins (RML). Ég er ekki sannfærður um að þessi nálgun sé sú besta fyrir íslenskan landbúnað. Íslenskur landbúnaður er of lítill til þess að markaður fyrir þjónustuna sé skilvirkur og það eru einfaldlega of fáir sérfræðingar á þessu sviði. Ég legg því til breytta nálgun í ráðgjafaþjónustu og að farin verði leið sem svipar meira til okkar keltnesku frænda vestan Norðursjávar. LbhÍ og Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins verði þannig sameinuð í stofnun svipaða Teagasc eða SRUC. Þá tel ég að stofnunin Land og skógur (Fyrrum Skógrækt og Landgræðsla Ríkisins) ætti heima í slíkri stofnun. Hlutverk stofnunarinnar yrði menntun, rannsóknir og ráðgjöf á sviði landbúnaðar, skógræktar og landgræðslu. Stofnunin væri undir stjórn ráðuneytis en með mikið frelsi, líkt og Hafrannsóknastofnun til að mynda, til að skilgreina sín viðfangsefni. Þá þyrfti einnig að gæta þess að ráðgjafarþjónustan og rannsóknarhlutinn væri aðgreindur, en þó þannig að niðurstöður rannsókna séu nýttar beint í ráðgjafarhlutanum. Einn augljós vandi við þetta líkan er að RML er ekki opinber stofnun heldur einkafyrirtæki í eigu Bændasamtakanna. Því yrði það ákvörðun íslenskra bænda að fara þessa leið. En núverandi staða er að mínu mati ekki nógu góð, hvorki í menntunar-, ráðgjafar-, né rannsóknarmálum. Þegar hugað er að sameiningu á háskólastiginu verður að skoða leið er best til þess fallin að efla fræðastarf, kennslu og ráðgjöf í íslenskum landbúnaði. Höfundur er lektor í kynbótafræði við Landbúnaðarháskóla Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skóla- og menntamál Háskólar Landbúnaður Mest lesið Þolinmæði Hafnfirðinga er á þrotum! Kristín Thoroddsen Skoðun Glæpamenn í glerhúsi Ólafur Stephensen Skoðun Það ber allt að sama brunni. – Mín kenning. Björn Ólafsson Skoðun „Við lofum að gera þetta ekki aftur“ Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Gæludýraákvæðin eru gallagripur Árni Stefán Árnason Skoðun Erum við í ofbeldissambandi við ESB? Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun „Friðartillögur“ Bandaríkjamanna eru svik við Úkraínu Arnór Sigurjónsson Skoðun Alvöru tækifæri í gervigreind Halldór Kári Sigurðarson Skoðun Dagur mannréttinda (sumra) barna Vigdís Gunnarsdóttir Skoðun Hægagangur í samskiptum við bæjaryfirvöld Hilmar Freyr Gunnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Mannréttindi eða plakat á vegg? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Friðartillögur“ Bandaríkjamanna eru svik við Úkraínu Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Styrkur Íslands liggur í grænni orku Sverrir Falur Björnsson skrifar Skoðun Eftir hverju er verið að bíða? Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Fjölmenningarborgin Reykjavík - með stóru Effi Sabine Leskopf skrifar Skoðun Á öllum tímum í sögunni hafa verið til Pönkarar Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Hlutverk hverfa í borgarstefnu Óskar Dýrmundur Ólafsson skrifar Skoðun Gæludýraákvæðin eru gallagripur Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Glæpamenn í glerhúsi Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Það kostar að menga, þú sparar á að menga minna Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Þolinmæði Hafnfirðinga er á þrotum! Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun Hægagangur í samskiptum við bæjaryfirvöld Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Dagur mannréttinda (sumra) barna Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Sterk ferðaþjónusta skapar sterkara samfélag Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir skrifar Skoðun Alvöru tækifæri í gervigreind Halldór Kári Sigurðarson skrifar Skoðun Erum við í ofbeldissambandi við ESB? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun „Við lofum að gera þetta ekki aftur“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Það ber allt að sama brunni. – Mín kenning. Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hver mun stjórna heiminum eftir hundrað ár? Sigurður Árni Þórðarson skrifar Skoðun Íbúðir með froðu til sölu Björn Sigurðsson skrifar Skoðun Að hafa eða að vera Guðrún Schmidt skrifar Skoðun Mikilvægar kjarabætur fyrir aldraða Inga Sæland skrifar Skoðun Kerfisbundin villa – Af hverju þurfa börn innflytjenda að læra íslensku sem annað mál? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Tryggðu þér bíl fyrir áramótin! Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Formúlu fyrir sigri? Nei takk. Guðmundur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Norræn samstaða skapar tækifæri fyrir græna framtíð Nótt Thorberg skrifar Skoðun Má umskera dreng í heimahúsi? Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Viðskiptafrelsi og hátækniiðnaður Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Hver er virðingin fyrir skólaskyldunni? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir skrifar Sjá meira
Nýverið kom fram að háskólaráðuneytið vinni að því að Landbúnaðarháskóli Íslands (LbhÍ) verði hluti af háskólasamstæðu Háskóla Íslands. Vafalaust eru talsverð tækifæri fólgin bæði í rannsóknum og kennslu með sameiningu. En í upphafi skal endirinn skoða. Það er hætta á því að málefni hinna dreifðu byggða, sem er viðfangsefni LbhÍ, verði utanveltu innan Háskóla Íslands. Þá má velta fyrir sér hvort heppilegt sé að búfræðinám, sem er nám á framhaldsskólastigi á Íslandi eins og í öðrum löndum, sé hluti af starfsemi Háskóla Íslands. Ég leyfi mér að fullyrða að búfræðinámið sé einn af hornsteinum íslensks landbúnaðar og fjöregg LbhÍ. Ég er ekki einn um að hafa þungar áhyggjur af framtíð búfræðinámsins ef sjálfstæði skólans minnkar. Landbúnaðarháskóli Íslands varð til með sameiningu Landbúnaðarháskólans á Hvanneyri (fyrrum Bændaskólans á Hvanneyri), Rannsóknastofnunar Landbúnaðarins (RALA) og Garðyrkjuskólans á Reykjum árið 2005. Garðyrkjuskólinn sleit sig frá LbhÍ fyrir fjórum árum síðan og nú hefur heyrst þaðan að skólinn verði líklega lagður niður á næstu árum, enda sé húsnæði skólans að mestu ónýtt. Það er raunar reiðarslag fyrir íslenska garðyrkju að málum sé svona komið og viðlíka hörmung má ekki endurtaka sig með búfræðinámið. Fækkun starfsfólks í landbúnaðarrannsóknum Mannauður á háskólastigi á sviði landbúnaðar hefur dregist verulega saman frá því LbhÍ var stofnaður. Nýlega var þróun í mannauðsmálum á sviði landbúnaðar við LbhÍ tekin saman. Þegar skólinn varð til voru 26 manns með akademískt hæfði eða doktorsgráðu á fagsviði landbúnaðar. Að auki voru sex sérfræðingar í rannsóknum. Á þessu ári er fjöldi starfsmanna með akademískt hæfi á þessu sviði eða doktorsgráðu níu og tveir sérfræðingar. Því hefur fækkað að meðaltali um einn starfsmann í rannsóknum á ári og miðað við áframhaldandi þróun verður enginn eftir árið 2036. Búvísindanám á Íslandi yrði þá líklega sjálfhætt eftir 5-10 ár. Árið 2006 sinntu 14 manns rannsóknum í jarðrækt. Í dag eru fjórir sem sinna slíkum rannsóknum. Hvað varðar búfjárrækt er staðan enn verri. Einungis þrír sinna rannsóknum á búfé. Áskoranir framundan Framundan eru miklar áskoranir í landbúnaðarmálum, bæði hérlendis og á heimsvísu. Áskoranirnar lúta ekki síst að umhverfismálum, jarðvegsgæðum hnignar víða, loftslag er að breytast, losun kolefnis úr landbúnaði er mikil, skortur er á ræktunarlandi, og þetta bætist ofan á óvissu í alþjóðamálum. Fyrirséð er að eftirspurn eftir mat og einkum búfjárafurðum aukist á næstu áratugum með tilheyrandi álagi á umhverfið. Stjórnvöld ættu að huga að því að nú styttist í að búvörusamningar renni út. Nýir samningar ættu að mínu mati að fela í sér stóreflingu rannsókna og menntunar á sviði landbúnaðar. Ný nálgun Ég legg til, í ljósi þessarar stöðu, að skoðað verði vandlega hvort til greina komi að fara aðra leið með LbhÍ en sameiningu við Háskóla Íslands. Víða erlendis eru til opinberar rannsókna-, kennslu-, og ráðgjafarstofnanir á sviði landbúnaðar. Ein slík er Scotland‘s Rural College (SRUC), opinber stofnun sem sinnir menntun, rannsóknum og ráðgjöf á sviði landbúnaðar í víðum skilningi. Meðal annars reiknar deild innan SRUC kynbótamat fyrir nautgripi, sauðfé og geitur í Bretlandi. Teagasc er svipuð stofnun á Írlandi þar sem boðin er menntun á framhaldsskólastigi, bakkalár, meistara og doktorsstigi. Það má einnig nefna að til dæmis í Austurríki er ráðgjafarþjónusta í landbúnaði á höndum opinberra aðila. Í Bandaríkjunum er hið opinbera einnig fyrirferðarmikið í landbúnaðarráðgjöf og rannsóknum. Bandaríska landbúnaðarráðuneytið (US Department of Agriculture) býður upp á ráðgjafaþjónustu í gegnum stofnunina National Institute of Food and Agriculture í samvinnu við þarlendar menntastofnanir. Á Norðurlöndum er ráðgjöf í landbúnaði að mestu í höndum einkaaðila, að verulegu leyti á vegum samvinnufélaga í landbúnaði. Sú leið hefur einnig verið farin hér á landi, þar sem Bændasamtök Íslands eru eigendur Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins (RML). Ég er ekki sannfærður um að þessi nálgun sé sú besta fyrir íslenskan landbúnað. Íslenskur landbúnaður er of lítill til þess að markaður fyrir þjónustuna sé skilvirkur og það eru einfaldlega of fáir sérfræðingar á þessu sviði. Ég legg því til breytta nálgun í ráðgjafaþjónustu og að farin verði leið sem svipar meira til okkar keltnesku frænda vestan Norðursjávar. LbhÍ og Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins verði þannig sameinuð í stofnun svipaða Teagasc eða SRUC. Þá tel ég að stofnunin Land og skógur (Fyrrum Skógrækt og Landgræðsla Ríkisins) ætti heima í slíkri stofnun. Hlutverk stofnunarinnar yrði menntun, rannsóknir og ráðgjöf á sviði landbúnaðar, skógræktar og landgræðslu. Stofnunin væri undir stjórn ráðuneytis en með mikið frelsi, líkt og Hafrannsóknastofnun til að mynda, til að skilgreina sín viðfangsefni. Þá þyrfti einnig að gæta þess að ráðgjafarþjónustan og rannsóknarhlutinn væri aðgreindur, en þó þannig að niðurstöður rannsókna séu nýttar beint í ráðgjafarhlutanum. Einn augljós vandi við þetta líkan er að RML er ekki opinber stofnun heldur einkafyrirtæki í eigu Bændasamtakanna. Því yrði það ákvörðun íslenskra bænda að fara þessa leið. En núverandi staða er að mínu mati ekki nógu góð, hvorki í menntunar-, ráðgjafar-, né rannsóknarmálum. Þegar hugað er að sameiningu á háskólastiginu verður að skoða leið er best til þess fallin að efla fræðastarf, kennslu og ráðgjöf í íslenskum landbúnaði. Höfundur er lektor í kynbótafræði við Landbúnaðarháskóla Íslands.
Skoðun Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir skrifar
Skoðun Kerfisbundin villa – Af hverju þurfa börn innflytjenda að læra íslensku sem annað mál? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar