Sameining sem eflir íslenskan landbúnað Egill Gautason skrifar 30. september 2025 08:31 Nýverið kom fram að háskólaráðuneytið vinni að því að Landbúnaðarháskóli Íslands (LbhÍ) verði hluti af háskólasamstæðu Háskóla Íslands. Vafalaust eru talsverð tækifæri fólgin bæði í rannsóknum og kennslu með sameiningu. En í upphafi skal endirinn skoða. Það er hætta á því að málefni hinna dreifðu byggða, sem er viðfangsefni LbhÍ, verði utanveltu innan Háskóla Íslands. Þá má velta fyrir sér hvort heppilegt sé að búfræðinám, sem er nám á framhaldsskólastigi á Íslandi eins og í öðrum löndum, sé hluti af starfsemi Háskóla Íslands. Ég leyfi mér að fullyrða að búfræðinámið sé einn af hornsteinum íslensks landbúnaðar og fjöregg LbhÍ. Ég er ekki einn um að hafa þungar áhyggjur af framtíð búfræðinámsins ef sjálfstæði skólans minnkar. Landbúnaðarháskóli Íslands varð til með sameiningu Landbúnaðarháskólans á Hvanneyri (fyrrum Bændaskólans á Hvanneyri), Rannsóknastofnunar Landbúnaðarins (RALA) og Garðyrkjuskólans á Reykjum árið 2005. Garðyrkjuskólinn sleit sig frá LbhÍ fyrir fjórum árum síðan og nú hefur heyrst þaðan að skólinn verði líklega lagður niður á næstu árum, enda sé húsnæði skólans að mestu ónýtt. Það er raunar reiðarslag fyrir íslenska garðyrkju að málum sé svona komið og viðlíka hörmung má ekki endurtaka sig með búfræðinámið. Fækkun starfsfólks í landbúnaðarrannsóknum Mannauður á háskólastigi á sviði landbúnaðar hefur dregist verulega saman frá því LbhÍ var stofnaður. Nýlega var þróun í mannauðsmálum á sviði landbúnaðar við LbhÍ tekin saman. Þegar skólinn varð til voru 26 manns með akademískt hæfði eða doktorsgráðu á fagsviði landbúnaðar. Að auki voru sex sérfræðingar í rannsóknum. Á þessu ári er fjöldi starfsmanna með akademískt hæfi á þessu sviði eða doktorsgráðu níu og tveir sérfræðingar. Því hefur fækkað að meðaltali um einn starfsmann í rannsóknum á ári og miðað við áframhaldandi þróun verður enginn eftir árið 2036. Búvísindanám á Íslandi yrði þá líklega sjálfhætt eftir 5-10 ár. Árið 2006 sinntu 14 manns rannsóknum í jarðrækt. Í dag eru fjórir sem sinna slíkum rannsóknum. Hvað varðar búfjárrækt er staðan enn verri. Einungis þrír sinna rannsóknum á búfé. Áskoranir framundan Framundan eru miklar áskoranir í landbúnaðarmálum, bæði hérlendis og á heimsvísu. Áskoranirnar lúta ekki síst að umhverfismálum, jarðvegsgæðum hnignar víða, loftslag er að breytast, losun kolefnis úr landbúnaði er mikil, skortur er á ræktunarlandi, og þetta bætist ofan á óvissu í alþjóðamálum. Fyrirséð er að eftirspurn eftir mat og einkum búfjárafurðum aukist á næstu áratugum með tilheyrandi álagi á umhverfið. Stjórnvöld ættu að huga að því að nú styttist í að búvörusamningar renni út. Nýir samningar ættu að mínu mati að fela í sér stóreflingu rannsókna og menntunar á sviði landbúnaðar. Ný nálgun Ég legg til, í ljósi þessarar stöðu, að skoðað verði vandlega hvort til greina komi að fara aðra leið með LbhÍ en sameiningu við Háskóla Íslands. Víða erlendis eru til opinberar rannsókna-, kennslu-, og ráðgjafarstofnanir á sviði landbúnaðar. Ein slík er Scotland‘s Rural College (SRUC), opinber stofnun sem sinnir menntun, rannsóknum og ráðgjöf á sviði landbúnaðar í víðum skilningi. Meðal annars reiknar deild innan SRUC kynbótamat fyrir nautgripi, sauðfé og geitur í Bretlandi. Teagasc er svipuð stofnun á Írlandi þar sem boðin er menntun á framhaldsskólastigi, bakkalár, meistara og doktorsstigi. Það má einnig nefna að til dæmis í Austurríki er ráðgjafarþjónusta í landbúnaði á höndum opinberra aðila. Í Bandaríkjunum er hið opinbera einnig fyrirferðarmikið í landbúnaðarráðgjöf og rannsóknum. Bandaríska landbúnaðarráðuneytið (US Department of Agriculture) býður upp á ráðgjafaþjónustu í gegnum stofnunina National Institute of Food and Agriculture í samvinnu við þarlendar menntastofnanir. Á Norðurlöndum er ráðgjöf í landbúnaði að mestu í höndum einkaaðila, að verulegu leyti á vegum samvinnufélaga í landbúnaði. Sú leið hefur einnig verið farin hér á landi, þar sem Bændasamtök Íslands eru eigendur Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins (RML). Ég er ekki sannfærður um að þessi nálgun sé sú besta fyrir íslenskan landbúnað. Íslenskur landbúnaður er of lítill til þess að markaður fyrir þjónustuna sé skilvirkur og það eru einfaldlega of fáir sérfræðingar á þessu sviði. Ég legg því til breytta nálgun í ráðgjafaþjónustu og að farin verði leið sem svipar meira til okkar keltnesku frænda vestan Norðursjávar. LbhÍ og Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins verði þannig sameinuð í stofnun svipaða Teagasc eða SRUC. Þá tel ég að stofnunin Land og skógur (Fyrrum Skógrækt og Landgræðsla Ríkisins) ætti heima í slíkri stofnun. Hlutverk stofnunarinnar yrði menntun, rannsóknir og ráðgjöf á sviði landbúnaðar, skógræktar og landgræðslu. Stofnunin væri undir stjórn ráðuneytis en með mikið frelsi, líkt og Hafrannsóknastofnun til að mynda, til að skilgreina sín viðfangsefni. Þá þyrfti einnig að gæta þess að ráðgjafarþjónustan og rannsóknarhlutinn væri aðgreindur, en þó þannig að niðurstöður rannsókna séu nýttar beint í ráðgjafarhlutanum. Einn augljós vandi við þetta líkan er að RML er ekki opinber stofnun heldur einkafyrirtæki í eigu Bændasamtakanna. Því yrði það ákvörðun íslenskra bænda að fara þessa leið. En núverandi staða er að mínu mati ekki nógu góð, hvorki í menntunar-, ráðgjafar-, né rannsóknarmálum. Þegar hugað er að sameiningu á háskólastiginu verður að skoða leið er best til þess fallin að efla fræðastarf, kennslu og ráðgjöf í íslenskum landbúnaði. Höfundur er lektor í kynbótafræði við Landbúnaðarháskóla Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skóla- og menntamál Háskólar Landbúnaður Mest lesið Til hamingju Víkingur Heiðar! Halla Hrund Logadóttir Skoðun Stóriðjutíminn á Íslandi er að renna sitt skeið Guðmundur Franklin Jónsson Skoðun Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson Skoðun Túrverkir og hitakóf – má ræða það í vinnunni? Já endilega! Katrín Björg Ríkarðsdóttir Skoðun Hvernig léttum við daglega lífið þitt? Einar Geir Þorsteinsson Skoðun Glerbrotin í ryksugupokanum Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir Skoðun Sjálfbærni með í för – Vegagerðin stígur skref í átt að loftslagsvænni framkvæmdum Hólmfríður Bjarnadóttir Skoðun Bakslag í opinberri þróunarsamvinnu Gunnar Salvarsson Skoðun Jöfn skipting skulda og eigna í sambúð Sævar Þór Jónsson Skoðun Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Til hamingju Víkingur Heiðar! Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Sjálfbærni með í för – Vegagerðin stígur skref í átt að loftslagsvænni framkvæmdum Hólmfríður Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar krónur skipta meira máli en velferð barna: Ástæður þess að enginn bauð í skólamáltíðir í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Líf eftir afplánun – þegar stuðningur gerir frelsið raunverulegt Steinunn Ósk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Á hvorum endanum viljum við byrja að skera af? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Þegar krónur skipta meira máli en velferð barna Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Bakslag í opinberri þróunarsamvinnu Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Fyrirmyndar forvarnarstefna í Mosfellsbæ Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun Hvernig léttum við daglega lífið þitt? Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Kína mun ekki bjarga Vesturlöndum að þessu sinni Sæþór Randalsson skrifar Skoðun Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Átta mýtur klesstar inn í raunveruleikann - hvað er satt og hvað er logið um gervigreindina? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Glerbrotin í ryksugupokanum Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Túrverkir og hitakóf – má ræða það í vinnunni? Já endilega! Katrín Björg Ríkarðsdóttir skrifar Skoðun Draghi-skýrslan og veikleikar Íslands Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Nokkur orð um sérlausn í flugi Birna Sigrún Hallsdóttir,Hrafnhildur Bragadóttir skrifar Skoðun Geta öll dýrin í skóginum verið vinir? Steinar Bragi Sigurjónsson skrifar Skoðun Iðjuþjálfun í verki Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Mannfræðingar á atvinnumarkaði: opið bréf til íslenskra atvinnuveitenda Elísabet Dröfn Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íbúðalán Landsbankans og fyrstu kaupendur Helgi Teitur Helgason skrifar Skoðun Að læra íslensku sem annað mál: ný brú milli íslensku og ensku Guðrún Nordal skrifar Skoðun Hamona Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Ógn og ofbeldi á vinnustöðum – hvað er til ráða Gísli Níls Einarsson skrifar Skoðun Lesum meira með börnunum okkar Steinn Jóhannsson skrifar Skoðun Kynjajafnrétti á ekki að stöðvast við hurð heilbrigðiskerfisins Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Stóriðjutíminn á Íslandi er að renna sitt skeið Guðmundur Franklin Jónsson skrifar Skoðun Núll mínútur og þrjátíuogeittþúsund Grétar Birgisson skrifar Skoðun Barnvæn borg byggist á traustu leikskólakerfi Stefán Pettersson skrifar Skoðun Kirkjur og kynfræðsla Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Ójöfnuður í fjármögnun nýsköpunarverkefna Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar Sjá meira
Nýverið kom fram að háskólaráðuneytið vinni að því að Landbúnaðarháskóli Íslands (LbhÍ) verði hluti af háskólasamstæðu Háskóla Íslands. Vafalaust eru talsverð tækifæri fólgin bæði í rannsóknum og kennslu með sameiningu. En í upphafi skal endirinn skoða. Það er hætta á því að málefni hinna dreifðu byggða, sem er viðfangsefni LbhÍ, verði utanveltu innan Háskóla Íslands. Þá má velta fyrir sér hvort heppilegt sé að búfræðinám, sem er nám á framhaldsskólastigi á Íslandi eins og í öðrum löndum, sé hluti af starfsemi Háskóla Íslands. Ég leyfi mér að fullyrða að búfræðinámið sé einn af hornsteinum íslensks landbúnaðar og fjöregg LbhÍ. Ég er ekki einn um að hafa þungar áhyggjur af framtíð búfræðinámsins ef sjálfstæði skólans minnkar. Landbúnaðarháskóli Íslands varð til með sameiningu Landbúnaðarháskólans á Hvanneyri (fyrrum Bændaskólans á Hvanneyri), Rannsóknastofnunar Landbúnaðarins (RALA) og Garðyrkjuskólans á Reykjum árið 2005. Garðyrkjuskólinn sleit sig frá LbhÍ fyrir fjórum árum síðan og nú hefur heyrst þaðan að skólinn verði líklega lagður niður á næstu árum, enda sé húsnæði skólans að mestu ónýtt. Það er raunar reiðarslag fyrir íslenska garðyrkju að málum sé svona komið og viðlíka hörmung má ekki endurtaka sig með búfræðinámið. Fækkun starfsfólks í landbúnaðarrannsóknum Mannauður á háskólastigi á sviði landbúnaðar hefur dregist verulega saman frá því LbhÍ var stofnaður. Nýlega var þróun í mannauðsmálum á sviði landbúnaðar við LbhÍ tekin saman. Þegar skólinn varð til voru 26 manns með akademískt hæfði eða doktorsgráðu á fagsviði landbúnaðar. Að auki voru sex sérfræðingar í rannsóknum. Á þessu ári er fjöldi starfsmanna með akademískt hæfi á þessu sviði eða doktorsgráðu níu og tveir sérfræðingar. Því hefur fækkað að meðaltali um einn starfsmann í rannsóknum á ári og miðað við áframhaldandi þróun verður enginn eftir árið 2036. Búvísindanám á Íslandi yrði þá líklega sjálfhætt eftir 5-10 ár. Árið 2006 sinntu 14 manns rannsóknum í jarðrækt. Í dag eru fjórir sem sinna slíkum rannsóknum. Hvað varðar búfjárrækt er staðan enn verri. Einungis þrír sinna rannsóknum á búfé. Áskoranir framundan Framundan eru miklar áskoranir í landbúnaðarmálum, bæði hérlendis og á heimsvísu. Áskoranirnar lúta ekki síst að umhverfismálum, jarðvegsgæðum hnignar víða, loftslag er að breytast, losun kolefnis úr landbúnaði er mikil, skortur er á ræktunarlandi, og þetta bætist ofan á óvissu í alþjóðamálum. Fyrirséð er að eftirspurn eftir mat og einkum búfjárafurðum aukist á næstu áratugum með tilheyrandi álagi á umhverfið. Stjórnvöld ættu að huga að því að nú styttist í að búvörusamningar renni út. Nýir samningar ættu að mínu mati að fela í sér stóreflingu rannsókna og menntunar á sviði landbúnaðar. Ný nálgun Ég legg til, í ljósi þessarar stöðu, að skoðað verði vandlega hvort til greina komi að fara aðra leið með LbhÍ en sameiningu við Háskóla Íslands. Víða erlendis eru til opinberar rannsókna-, kennslu-, og ráðgjafarstofnanir á sviði landbúnaðar. Ein slík er Scotland‘s Rural College (SRUC), opinber stofnun sem sinnir menntun, rannsóknum og ráðgjöf á sviði landbúnaðar í víðum skilningi. Meðal annars reiknar deild innan SRUC kynbótamat fyrir nautgripi, sauðfé og geitur í Bretlandi. Teagasc er svipuð stofnun á Írlandi þar sem boðin er menntun á framhaldsskólastigi, bakkalár, meistara og doktorsstigi. Það má einnig nefna að til dæmis í Austurríki er ráðgjafarþjónusta í landbúnaði á höndum opinberra aðila. Í Bandaríkjunum er hið opinbera einnig fyrirferðarmikið í landbúnaðarráðgjöf og rannsóknum. Bandaríska landbúnaðarráðuneytið (US Department of Agriculture) býður upp á ráðgjafaþjónustu í gegnum stofnunina National Institute of Food and Agriculture í samvinnu við þarlendar menntastofnanir. Á Norðurlöndum er ráðgjöf í landbúnaði að mestu í höndum einkaaðila, að verulegu leyti á vegum samvinnufélaga í landbúnaði. Sú leið hefur einnig verið farin hér á landi, þar sem Bændasamtök Íslands eru eigendur Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins (RML). Ég er ekki sannfærður um að þessi nálgun sé sú besta fyrir íslenskan landbúnað. Íslenskur landbúnaður er of lítill til þess að markaður fyrir þjónustuna sé skilvirkur og það eru einfaldlega of fáir sérfræðingar á þessu sviði. Ég legg því til breytta nálgun í ráðgjafaþjónustu og að farin verði leið sem svipar meira til okkar keltnesku frænda vestan Norðursjávar. LbhÍ og Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins verði þannig sameinuð í stofnun svipaða Teagasc eða SRUC. Þá tel ég að stofnunin Land og skógur (Fyrrum Skógrækt og Landgræðsla Ríkisins) ætti heima í slíkri stofnun. Hlutverk stofnunarinnar yrði menntun, rannsóknir og ráðgjöf á sviði landbúnaðar, skógræktar og landgræðslu. Stofnunin væri undir stjórn ráðuneytis en með mikið frelsi, líkt og Hafrannsóknastofnun til að mynda, til að skilgreina sín viðfangsefni. Þá þyrfti einnig að gæta þess að ráðgjafarþjónustan og rannsóknarhlutinn væri aðgreindur, en þó þannig að niðurstöður rannsókna séu nýttar beint í ráðgjafarhlutanum. Einn augljós vandi við þetta líkan er að RML er ekki opinber stofnun heldur einkafyrirtæki í eigu Bændasamtakanna. Því yrði það ákvörðun íslenskra bænda að fara þessa leið. En núverandi staða er að mínu mati ekki nógu góð, hvorki í menntunar-, ráðgjafar-, né rannsóknarmálum. Þegar hugað er að sameiningu á háskólastiginu verður að skoða leið er best til þess fallin að efla fræðastarf, kennslu og ráðgjöf í íslenskum landbúnaði. Höfundur er lektor í kynbótafræði við Landbúnaðarháskóla Íslands.
Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson Skoðun
Sjálfbærni með í för – Vegagerðin stígur skref í átt að loftslagsvænni framkvæmdum Hólmfríður Bjarnadóttir Skoðun
Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir Skoðun
Skoðun Sjálfbærni með í för – Vegagerðin stígur skref í átt að loftslagsvænni framkvæmdum Hólmfríður Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Þegar krónur skipta meira máli en velferð barna: Ástæður þess að enginn bauð í skólamáltíðir í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar
Skoðun Líf eftir afplánun – þegar stuðningur gerir frelsið raunverulegt Steinunn Ósk Óskarsdóttir skrifar
Skoðun Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Átta mýtur klesstar inn í raunveruleikann - hvað er satt og hvað er logið um gervigreindina? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Túrverkir og hitakóf – má ræða það í vinnunni? Já endilega! Katrín Björg Ríkarðsdóttir skrifar
Skoðun Mannfræðingar á atvinnumarkaði: opið bréf til íslenskra atvinnuveitenda Elísabet Dröfn Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Kynjajafnrétti á ekki að stöðvast við hurð heilbrigðiskerfisins Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson Skoðun
Sjálfbærni með í för – Vegagerðin stígur skref í átt að loftslagsvænni framkvæmdum Hólmfríður Bjarnadóttir Skoðun
Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir Skoðun