Bakþankar

Bakþankar

Fréttamynd

Víst frelsi einstaklinga

Í umræðum um vínfrumvarpið á þingi sagði Katrín Jakobsdóttir að málið snerist ekki um einstaklingsfrelsi, heldur verslunarfrelsi. Svipuð rök hefur heimspekingurinn Róbert H. Haraldsson sett fram. Hugmyndin er nokkurn veginn þessi: "Áfengi er lögleg vara. Einstaklingar geta keypt áfengi ef þeir vilja. Einstaklingsfrelsi er ekki skert.“ Vandinn er bara að þessi skilgreining á "einstaklingsfrelsi“ er ansi þröng.

Bakþankar
Fréttamynd

Grátt í höllinni

Málefni flóttamanna og innflytjenda eru í algleymingi og stór hluti umræðunnar snýst um hvernig búa megi í haginn til þess að þeim sem náðarsamlegast fá hingað að flytja líði vel.

Bakþankar
Fréttamynd

Það er veisla!

Á Vesturlöndum gerast nú víða spennandi hlutir í stjórnmálum. Í Bandaríkjunum fer eldri borgarinn Bernie Sanders um sem öskrandi byltingarmaður, boðar nýjar áherslur sem hingað til hafa þótt helgispjöll þar í landi. Mannsæmandi kjör fyrir almúgann á kostnað hinna moldríku.

Bakþankar
Fréttamynd

Klikkuð körfuboltakvöld

Barátta sjónvarpsstöðvanna er hörð á föstudagskvöldum þar sem félagarnir Gísli Marteinn og Logi Bergmann bjóða þekktum Íslendingum í sófana sína og reyna að keppa við raunveruleikaþáttinn The Voice á Skjá einum. Sjálfur er ég hvorki aðdáandi raunveruleikaþátta né spjallþátta og átti þar til síðastliðinn föstudag ekki von á því að föstudagskvöld yrðu sjónvarpskvöld.

Bakþankar
Fréttamynd

Þvottadagur

Frá því ég flutti úr foreldrahúsum hef ég þurft að þvo sjálfur af mér spjarirnar. Mér hefur aldrei þótt það neitt tiltökumál, enda er 21. öldin gengin í garð og enginn þarf lengur að kjaga með stútfullt vaskafat af óhreinum naríum niður í Laugardal til þess að viðhalda sæmilegum hreinlætisstuðli.

Bakþankar
Fréttamynd

Hún kallaði þetta yfir sig

Lögbókin Grágás er merkileg heimild um afstöðu forfeðranna til ýmiss konar afbrota. Í Festarþætti er rætt um hörð viðurlög við nauðgun, sem talin var andstyggilegur glæpur.

Bakþankar
Fréttamynd

Verkfall í mjólkurbúðinni

Bein útsending kvöldfrétta í fyrrakvöld frá Vínbúð ríkisins var dálítið retró. Neytendur flykktust í Ríkið að birgja sig upp áður en skellt yrði í lás vegna verkfalls SFR. Þetta minnti einna helst á gamlar fréttamyndir frá áttunda áratugnum af fólki í biðröðum við mjólkurbúðir að hamstra mjólk vegna boðaðs verkfalls.

Bakþankar
Fréttamynd

Það sem við lærðum af hollenska burðardýrinu

Samstarfsvilji borgar sig ekki. Þrátt fyrir að hafa sýnt lögreglunni á Íslandi mikinn samstarfsvilja var það ekki metið. Hin hollenska Mirjam van Twuyver fékk 11 ára dóm sem var einn sá þyngsti sem fallið hefur á Íslandi í tengslum við fíkniefnamál. Hún benti lögreglunni á fólk og tók þátt í tálbeituaðgerð.

Bakþankar
Fréttamynd

Meistarakokkur inn við bein

Ég hef fyrir löngu áttað mig á því að hæfileikar mínir liggja annars staðar en í matargerð. Í gegnum tíðina hef ég gert margar heiðarlegar tilraunir til þess að reyna að virkja þennan hæfileika en þær enda yfirleitt á einn hátt, með algjörlega óætum mat.

Bakþankar
Fréttamynd

Ráðunautur rétthugsunar

Innra með mér býr rétthugsunar ráðunautur sem ég hef hingað til verið nokkuð ánægður með. Hann hefur hneykslast með mér í hvert sinn sem við höfum orðið vitni að rasisma, óréttlæti og bestíuskap. Svo römm er réttlætiskennd þessa eftirlitsmanns að hann bregður upp fyrir mér mynd af þeim sem gera sig seka um ómennsku undir fallöxi.

Bakþankar
Fréttamynd

Veistu hvað mig dreymdi?

Að segja öðru fólki frá draumum sínum er tilvalin leið til að einangra sig. Flesta dreymir eitthvað skrítið og ekkert er óáhugaverðara en löng saga um eitthvað sem gerðist alls ekki.

Bakþankar
Fréttamynd

Afglæpavæðing er milliskref

Þeir sem eru teknir með meira en 30 grömm af kókaíni í Singapúr hljóta sjálfkrafa dauðarefsingu. Sama gildir um þá sem gripnir eru með meira en hálft kíló af hassi í fórum sér. Þá er einfaldlega gert ráð fyrir að efnið sé til sölu og hendur dómara bundnar.

Bakþankar
Fréttamynd

Leikur að lífum

Vandræði Volkswagen bílaframleiðandans hafa ekki farið framhjá neinum og umfjöllun um stjarnfræðilegar sektargreiðslur og hrókeringar í stjórnendastöðum tröllríða fjölmiðlum. Einn stærsti bílaframleiðandi í heimi riðar til falls með ófyrirséðum afleiðingum.

Bakþankar
Fréttamynd

Grafreitur guðanna

Samviskufrelsi presta og hönnunarkeppni um mörg hundruð milljóna króna mosku eru alvarlegar áminningar um íslenskt samfélag. Hugmyndin um tilvist yfirnáttúrulegs guðs lifir greinilega enn góðu lífi hjá fjölmörgu vel upplýstu fólki.

Bakþankar
Fréttamynd

Frændsemi á Tinder

Ég ákvað að sýna gífurlegt hugrekki og þroskaða stefnumótaviðleitni með því að prófa ­Tinder. Hélt ég væri að demba mér út í djúpa laug rómantíkur og spennandi skilaboða.

Bakþankar
Fréttamynd

Fyrsti Íslendingurinn

Hann er óheflaður og hávær. Hann heldur að allur heimurinn snúst í kringum hann og freku börnin hans. Hann er einkennilega fölur en um leið rauðþrútinn af bjórsulli síðustu daga. Við þekkjum hann öll og við hötum hann.

Bakþankar
Fréttamynd

Samkenndarhnappurinn

Facebook mun brátt kynna tækninýjung. Eftir að hafa um árabil fengið ábendingar um að læk-hnappurinn sé í sumum tilfellum óviðeigandi ætlar Facebook að bregðast við með viðbótarhnappi.

Bakþankar
Fréttamynd

Burt með túrskatt og skömm

Yfirleitt fagna ég ákaft því hlutskipti mínu í lífinu að hafa fæðst sem kona. Ég viðurkenni að þetta kvenkyns hlutskipti mitt pirraði mig eilítið í vikunni þegar sagt var frá því á RÚV að íslenskar konur borguðu um 230 þúsund í skatt yfir ævina fyrir dömubindi og túrtappa.

Bakþankar
Fréttamynd

Kallarnir í klefanum

Við félagarnir spilum körfubolta í íþróttasal Háskóla Íslands á hverjum laugardegi. Þetta höfum við gert síðustu ár og fyrir tveimur árum tókum við skrefið og skráðum okkur í utandeild Breiðabliks. Þar spila lið sem eru yfirleitt skipuð vinahópum og félögum — allavega náungum sem hafa hvorki getu né tíma til spila í efri deildum.

Bakþankar
Fréttamynd

Að virða mörkin

Þingmaður Framsóknarflokks ætlar að leggja fram þingsályktunartillögu um að gúmmíkurl á fótboltavöllum verði fjarlægt. Ekki veit ég hvernig sú tillaga mun hljóma en hún mun eflaust fela í sér íhlutun gagnvart sveitarfélögum.

Bakþankar
Fréttamynd

Lax í Þróttara- búningi

Þú getur "verið“ það sem þú vilt. Þú getur "verið“ réttlátur án þess að þurfa nokkurn tíma að taka afleiðingunum sem fylgja slíku eðlisfari.

Bakþankar
Fréttamynd

Ber miðja

Magabolir eru loksins komnir aftur í tísku. Fólk sem ólst upp í næntís fagnar af ákefð og finnst gott að láta haustgoluna leika um miðjuna. Sjálf er ég búin að klippa neðan af öllum bolum sem ég fann í skápnum og geng um götur bæjarins með naflann á undan mér.

Bakþankar
Fréttamynd

Lærum að segja nei

Þáttarstjórnandinn John Oliver tók nýlega fyrir bandaríska íþróttaleikvanga í þætti sínum. Einn var með VIP-sundlaug á áhorfendapöllunum, annar hafði fiskabúr hringinn í kringum hafnaboltaflötinn og svo framvegis.

Bakþankar
Fréttamynd

Alveg rétt!

Margir kannast eflaust við tilfinninguna að vakna eftir að hafa verið úti á lífinu kvöldið áður og endað í partíi þar sem mátti reykja inni.

Bakþankar
Fréttamynd

Leiðin til heljar

Það eru hvort sem er engar hugsjónir í pólitík, engin prinsipp, bara viðbjóður eins og einhver snillingurinn sagði um árið.

Bakþankar
Fréttamynd

Mamma manneskjumenni

Í fjörutíu ár hefur mamma mín farið í vinnuna á kvöldin og á nóttinni. Um helgar og á páskunum. Á afmælinu mínu og þegar það er opið hús í skólanum.

Bakþankar
Fréttamynd

Svampgryfjan

Hvað finnst mér að Ísland eigi að taka á móti mörgum flóttamönnum? Finnst mér að Dagur B. Eggertsson eigi að segja af sér vegna Ísraelsmálsins? Treysti ég múslimum? Svo margar spurningar og ég hef ekki svar við neinni þeirra.

Bakþankar
Fréttamynd

Að drepa tímann

Ég er stundum gáttaður á meintri heimsku fólks hér og þar og pæli mikið í “vondum skoðunum” og rugli sem sett er fram.

Bakþankar