Bakþankar

Bakþankar

Fréttamynd

Rok og rokk í Reykjavík og draumar miðaldra manns

Þótt veðrið sé leiðinlegt er ekki sami gráminn yfir haustinu nú þegar Reykjavík hefur tekið við árlegu tímabundnu hlutverki sínu sem rokkhöfuðborg heimsins. Iceland Airwaves-hátíðin er hafin með öllum sínum mögnuðu viðburðum og fólk klæðir bara af sér rokið en er samt smart, þökk sé tískuhönnuðum.

Bakþankar
Fréttamynd

Vetur sjálfsánægjunnar

Þessi vetur lítur út fyrir að verða óvenju harður. Ekki endilega hvað veðurfar varðar heldur eru það kosningarnar í vor sem hörkunni valda. Frambjóðendur eru nú þegar, í upphafi nóvembermánaðar, komnir í skotgrafirnar fyrir prófkjörin. Flíka sínu eigin ágæti á kostnað annarra frambjóðenda og bombardera blásaklausa kjósendur með Facebook-síðum, vefsíðum, tilkynningum, fjölskyldumyndum og innihaldslausum viðtölum í fjölmiðlum. Hver og einn reynir að sannfæra okkur um yfirburði sína fram yfir aðra valkosti til að gegna þessu fyrirlitnasta starfi á landinu. Hnútukastið er hafið og hér eru menn þó að keppa við samherja sína. Hjálpi okkur allar vættir þegar prófkjörunum lýkur og menn fara að snúa sér að því að níða skóinn af pólitískum andstæðingum.

Bakþankar
Fréttamynd

Hverjir eru bestir?!

Ég var nýlega stödd á stað þar sem börn og unglingar æfa krefjandi íþrótt. Foreldrar og fylgdarlið getur fylgst með æfingunni gegnum gler og þar sátu nokkrir og horfðu. Það mátti þekkja þá úr sem voru heimavanir við glerið. Þeir höfðu með sér lesefni til að drepa tímann þar til æfingunni lyki meðan nýliðarnir sátu með nefin við rúðurnar og misstu ekki af einni einustu hreyfingu sinna í salnum. Ég var í nýliðahópnum en reyndi að fara bil beggja. Átti þó bágt með að halda mig frá rúðunni.

Bakþankar
Fréttamynd

Að gefast ekki upp

Frá því ég man eftir mér hefur það verið hluti af minni tilveru að tjá skoðanir og berjast fyrir málstað. Það átti við um sjálfan mig og aðra í kringum mig. Starf í stjórnmálaflokkum kenndi rökræður við þá sem voru manni ósammála og starf í ýmsum félagasamtökum beindi kraftinum í að vinna málstaðnum gagn, vekja athygli á honum í mótmælum eða hvers konar aðgerðum.

Bakþankar
Fréttamynd

H2Og – fyrir lífið

Hvað var í kringum þig þegar þú varst fóstur í móðurkviði? Það var vatn. Þú svamlaðir og fórst kollhnísa í legvökva. Hátíðnihljóðin, sem bárust eyrum þínum alla daga, voru frá hinu hraða rennsli blóðsins, vökvans, í æðum móður þinnar og í takti við slátt hjartans sem dældi. Svo þegar legvatnið fór var ekki lengur hægt að lifa inni í mömmu – þá fæddist þú. Þegar þú varst komin(n) í heiminn varstu þrifin(n) í vatni. Síðan varstu baðaður eða lauguð í vatni. Móðurmjólkin var að

Bakþankar
Fréttamynd

Þessir mættu

Á fimmtudagskvöldið var sögulegur knattspyrnuleikur háður á Laugardalsvellinum. Aldrei fyrr hafa jafn margir mætt á völlinn til að hvetja kvennalandsliðið í knattspyrnu til dáða. Um sjö þúsund áhorfendur létu sig hafa það að sitja eða standa úti að kvöldlagi um haust, í kaldri rigningu/slyddu, til að sýna stolt, tiltrú og samstöðu með þessu frábæra fótboltaliði.

Bakþankar
Fréttamynd

Skjálfandi spádómar

Sex ítalskir vísindamenn og fyrrverandi embættismaður voru í vikunni dæmdir í sex ára fangelsi fyrir manndráp af gáleysi. Sök þeirra var að hafa í aðdraganda jarðskjálftans við L'Aquila á Ítalíu í apríl 2009, sem varð 297 að bana, látið hafa eftir sér að stór jarðskjálfti væri ólíklegur til að eiga sér stað þrátt fyrir jarðhræringar á svæðinu.

Bakþankar
Fréttamynd

Að deyja úr kulda

Fyrir ekki svo löngu rakst ég á gamlan félaga minn að austan. Leiðir höfðu skilið fyrir margt löngu en ég kallaði til hans í léttum tón eins og ég var vanur. Það var á þeim nótunum að ef hann gerði ekkert í sínum málum þá dræpi hann sig á þessu helvítis fylleríi alltaf hreint. "Sömuleiðis, helvítis Stöddarinn þinn,“ var svarið. Hann hló við – en við vissum báðir hvað klukkan sló. Við áttum síðan gott spjall áður en við kvöddumst. Auðvitað ætluðum við að hittast aftur fljótlega, þó við vissum báðir að það stæði í rauninni ekki til. Einhverjum vikum seinna varð hann úti. Hann lagðist til svefns á víðavangi og dó úr kulda.

Bakþankar
Fréttamynd

Ást er allt í kringum okkur

Mín fyrsta minning um Kiirtan var þegar ég sá þetta orð skrifað stórum stöfum á krítartöflu í Menntaskólanum við Hamrahlíð, og nemendur boðnir velkomnir. Mér skildist að sá sem stýrði þessu væri karlmaður með gítar og sítt hár, og fannst þetta allt heldur furðulegt. Á sama tíma vissi ég fátt meira heillandi en harða rokkara með sítt hár sem sungu um dauða og djöful. Þetta Kiirtan virtist samt eitthvað einum of.

Bakþankar
Fréttamynd

Karlarnir á blæjubílunum

Ég hef aðeins einu sinni verið útilokaður frá allri umræðu á Azahara kránni í bænum Priego de Cordoba á Suður- Spáni. Sú reynsla olli mér reyndar miklum vangaveltum um lífsins gang. Það kvöld hafði ég komið til að leita félagsskapar en svo illa vildi til að Pedro barþjónn var að fylla á kæliskápana og hann því í engum umræðuham. Aðeins einn kúnni sat við barborðið en

Bakþankar
Fréttamynd

Dýrðin í Hálsaskógi

Marteinn skógarmús er erkisósíaldemókrat á skandinavíska vísu, þurr reglugerðarpési sem vill njörva umhverfi sitt niður í lagabálka. Eins konar forræðishyggjumús. Lilli klifurmús hins vegar, hann er listelski skýjaglópurinn og letiblóðið, tórir dag frá degi á litlu öðru en kænskunni, alls kyns dútli og íhlaupavinnu og þiggur fyrir ávexti annarra strits. Hann er afæta á samfélagi dýra.

Bakþankar
Fréttamynd

Klám er klám er klám

Erótíska bókabylgjan sem 50 gráir skuggar hrundu af stað er sögð munu hafa áhrif á bókmenntir eftir og fyrir konur næstu árin. Sölutölur eru svimandi háar og forleggjarar jafnt sem höfundar dansa um með dollaramerki í augum við tilhugsunina um allt það fjármagn sem klámsveltar konur munu færa þeim. Setja upp kryppu ef minnst er á klám í þessu samhengi og veifa orðinu erótík – sem enginn skilur, rétti kvenna til að tjá sig út frá kynferði sínu og ég veit ekki hverju og hverju.

Bakþankar
Fréttamynd

Blessaðar kleinurnar

Það skrjáfar í yfirhöfnum meðan fólk kemur sér fyrir. Það dregur upp möppur og skriffæri og dreifir úr pappírum á borðin fyrir framan sig. Flestir eru með bókina. Margir með eldri útgáfur, innbundnar með gyllingu og gulnaðar síður, lúnar af notkun. Það eru nokkrar mínútur þangað til tíminn hefst og fólk blaðar í bókunum. Lesgleraugun eru komin á nefið og einhverjir skrafa saman, þarna þekkist annar hver maður, að mér virðist.

Bakþankar
Fréttamynd

Kúldrast í kreddum

Fordómar. Við höfum þá öll. Þeir eru hluti af eðli okkar, gera okkur kleift að meta aðstæður á örskotsstundu og hegða okkur í samræmi við það mat sem hugur okkar hefur lagt á aðstæður, meðvitað sem ómeðvitað. Þeir geta birst í sérviskulegri andúð, til dæmis á því sem nýtt er, eða vali okkar á gönguleið á síðkvöldum. Þeir geta birst í jákvæðum væntingum til einhvers, en auðvitað einnig neikvæðum. Fordómar, sleggjudómar, hleypidómar, öll þessi orð lýsa því sama; ógrunduðum dómum.

Bakþankar
Fréttamynd

Borðaði Jesús pitsu?

Ilmurinn var dásamlegur og lagði út á götu og Hagatorg. Lykt af krosskúmeni og kanil fléttaðist hvítlauks-, salvíu- og sítrusilmi. Á borðum safnaðarheimilis Neskirkju á föstudag var kjúklingaréttur, eldaður að hætti Maríu móður Jesú í Nasaret. Næstu föstudaga verður biblíumatur borinn fram og matarmenning Biblíunnar kynnt.

Bakþankar
Fréttamynd

Glötuð tækifæri

Nú þegar fjögur ár eru liðin frá Hruni er rétt að líta um öxl og gráta það sem ekki var gert á meðan samfélagið öslaði peningana upp að hnjám og Íslendingar voru öðrum þjóðum fremri í flestu.

Bakþankar
Fréttamynd

Hreðjar Sjálfstæðisflokksins

Hver skaut JFK? Gekk maðurinn í alvörunni á tunglinu? Hver stóð í raun og veru fyrir árásunum á tvíburaturnana í New York? Samsæriskenningar eru góð skemmtun. Þeir eru þó fáir sem leggja trú á þær aðrir en einstaka einfari sem hírist í kjallaranum hjá mömmu umkringdur ofurhetjufígúrum og óhreinataui. Eða hvað?

Bakþankar
Fréttamynd

Að eyðileggja manneskju

Ekki er langt liðið frá því að þingmaður var dæmdur til greiðslu miskabóta fyrir að bendla háskólaprófessor við óeðlileg tengsl við hagsmunasamtök. Orðin kosta þingmanninn 300 þúsund krónur en ég ætla ekki að hafa neitt af þeim eftir. Ég hef einfaldlega ekki efni á því. Látum líka liggja á milli hluta hvort niðurstaða héraðsdóms telst réttmæt. Sjálfur hef ég ekki tilfinningu fyrir því hvernig á að meta æru manns til fjár. Hitt er annað mál að þessi niðurstaða vekur upp spurningar um önnur mál þar sem þolendum eru dæmdar bætur fyrir miska.

Bakþankar
Fréttamynd

1 + 1 + 2000 + 398

Það er undantekning að ég gefi pening þegar ég er beðin um styrk til bágstaddra eða fjársveltra félagasamtaka. Kannski er það þess vegna sem ég fékk smá hnút í magann þegar ég var komin með söfnunarbaukinn frá Rauða krossinum í hendurnar og var við það að hringja bjöllunni á fyrsta húsinu. Mér til eilítillar undrunar tóku nánast allir

Bakþankar
Fréttamynd

Óskalag show-manna

Eitt laugardagskvöld fyrir um það bil ári síðan sat ég ölkátur á barnum Azahara í bænum Priego de Kordóva þegar fagur söngur barst inn um dyrnar frá götunni við glimrandi gítarundirspil, tamborínuslátt, flautuleik og bjölluklingur. Ég stökk út til að bera tónlistarfólkið augum og hlýða á þetta fagra lag sem hljómaði eins rússneskt þjóðlag en textinn var spænskur og kristilegur. Að hljómflutningi loknum kom flautuleikarinn að mér með krukku í hendi og lagði ég auðfús evru í hana en lofsorð í eyru. Hélt ég síðan fjörinu áfram á næsta bar.

Bakþankar
Fréttamynd

Ísland, eyjan í norðri!

Joey í Friends orðaði það vel með ódauðlegum orðum sínum "London baby!“ Greyið varð þó fyrir miklum vonbrigðum þegar yfir hafið var komið og vildi helst komast aftur heim til Bandaríkjanna þar sem allt var svo miklu betra.

Bakþankar
Fréttamynd

Einvígi við sjálfan sig

Franska heimspekingnum René Descartes þótti gott að sofa út og vaknaði hann sjaldnast fyrr en um hádegi. Þegar hann var 53 ára falaðist Kristín Svíadrottning eftir einkakennslu frá meistaranum. Descartes samþykkti en komst brátt að því, sér til skelfingar, að Kristín vildi að kennslan færi fram eldsnemma á morgnana. Descartes var tilneyddur að verða við óskum drottningarinnar en fljótt varð ljóst að nýju svefnvenjurnar hentuðu honum engan veginn. Innan þriggja mánaða var hann dáinn úr lungnabólgu og telja læknar seinni tíma að þessi skyndilega breyting á svefnmynstri hafi veikt ónæmiskerfi hans og þannig átt hlut að máli.

Bakþankar
Fréttamynd

Kássast upp á jússur

Einelti er skelfilegt. Um það erum við öll sammála. En þrátt fyrir mikla umræðu og markvissar aðgerðir virðist ganga illa að ráða niðurlögum þess. Hver einstaklingurinn á fætur öðrum kemur fram í fjölmiðlum og lýsir sárri reynslu af einelti skólafélaga, vinnufélaga eða annarra. Og við jesúsum okkur og hryllum í kór yfir þessum sögum; skiljum ekki hvaðan þessi grimmd og mannfyrirlitning kemur. Kannski við ættum að líta okkur nær.

Bakþankar
Fréttamynd

Ekki er öll vitleysan eins

Ég stjákla milli herbergja án þess að eira við neitt. Kem ekki nokkru í verk af viti og því litla sem ég kem í verk sinni ég með hangandi hendi. Það liggja eftir mig hálfkláruð verk um allt hús. Ég er komin í útiskóna og úlpuermi þegar ég hætti skyndilega við og fer inn aftur, held stjáklinu áfram. Kveiki á sjónvarpinu aðeins til að slökkva á því og helli upp á kaffi sem kólnar á könnunni. "Hvaða ráp er þetta eiginlega á þér manneskja?!“ myndi sjálfsagt einhver hreyta í mig þegar honum ofbyði ranglandahátturinn, en ég er ein heima. Ég er í fríi.

Bakþankar
Fréttamynd

Sannleikur í hættu

Oft er sagt að fyrsta fórnarlambið í stríði sé sannleikurinn. Það má til sanns vegar færa og á við í fleiri tilvikum en beinhörðum stríðsátökum. Raunar má segja að afskaplega margt í mannlegri tilveru byggi á því að hnika sannleikanum til, skreyta og fegra. Við þykjumst betri í einhverju en við erum, hissa á einhverju sem við bjuggumst við eða gumum af því á Facebook að hafa sko vel vitað eitthvað á undan öllum öðrum sem enginn gat vitað með vissu. Svo er það blessuð pólitíkin.

Bakþankar
Fréttamynd

Já og allt í +

Áttu erfitt með að svara já eða nei? Nei. En hvort ætlar þú að krossa við já eða nei varðandi spurninguna um þjóðkirkjuákvæði í stjórnarskrá? Þá flækist málið. Fólk sem hefur svipaðar skoðanir greinir á um hvort það eigi að merkja við já eða nei vegna þess að spurningin er óskýr og jafnvel misvísandi.

Bakþankar
Fréttamynd

Íslendingar eru klikk

Árið er fjögur eftir hrun. Öll Evrópa er komin undir einn hatt…, æ, afsakið öll. Ein lítil eyja á hjara veraldar unir enn farsæl, fróð og frjáls við ysta haf. Eyjarskeggjar eru eins misjafnir og þeir eru margir, eins og gerist með þjóðir en þeir búa yfir leynivopni sem gerir þá alveg ósigrandi. Þeir eru nefnilega klikk!

Bakþankar
Fréttamynd

230 lítrar af ógn

Ég get ekki beðið eftir að ganga í Evrópusambandið. Mér er alveg sama um myntsamstarf og álitaefni sem varða sjávarútveg og landbúnað – ég er bara svo spenntur að fylgjast með fólki rogast með sprengfull koffort af rauðvíni um flugvelli í útlöndum og heyra svo vodkaflöskurnar rúlla hverja á eftir annarri úr bakpokunum í handfarangursrýminu á leið yfir hafið.

Bakþankar