Besta deild kvenna

Besta deild kvenna

Leikirnir




    Fréttamynd

    Þrenna Nínu í sigri Vals

    Valsstúlkur unnu sinn fjórða leik í röð í Landsbankadeild kvenna í gær þegar þær tóku á móti stöllum sínum í Þór/KA/KS á Hlíðarenda. Lokatölur leiksins urðu, 4-0, Valsstúlkum í vil og það var eingöngu fyrir þeirra eigin klaufaskap sem sigurinn varð ekki stærri.

    Sport
    Fréttamynd

    Þóra Björg til Kolbotn

    Aðalmarkvörður íslenska kvennalandsliðsins í knattspyrnu, Þóra Björg Helgadóttir, gerði rétt fyrir helgi samning við norska úrvalsdeildarliðið Kolbotn. Til stóð að ganga frá samningnum mun fyrr en ýmis vandkvæði gerðu það að verkum að ekki var skrifað undir fyrr en nú.

    Sport
    Fréttamynd

    Góð byrjun tryggði Blikum sigur

    Breiðablik bar sigurorð af Fjölni, 1-0, í Landsbankadeild kvenna í kvöld. Það var Anna Þorsteinsdóttir sem skoraði sigurmark Breiðabliksstúlkna strax á 6. mínútu.

    Sport
    Fréttamynd

    Valsstúlkur á toppinn

    Valskonur komust á topp Landsbankadeildar kvenna með stórsigri, 8-0, á FH í Kaplakrika í gær en þetta var frestaður leikur frá því í fyrstu umferð.

    Sport
    Fréttamynd

    Gengur illa að skora á móti KR

    Hinni 17 ára Margréti Láru Viðarsdóttur leikmanni ÍBV í Landsbankadeild kvenna í knattspyrnu gengur illa að finna netmöskvana hjá KR.

    Sport
    Fréttamynd

    11 mörk og nýtt markamet hjá ÍBV

    Eyjastúlkur unnu sinn stærsta deildarsigur frá upphafi þegar þær lögðu Stjörnustúlkur, 11-0, í fjórðu umferð Landsbankadeildar kvenna í kvöld. Elín Anna Steinarsdóttir og Margrét Lára Viðarsdóttir skoruðu báðar þrennu fyrir ÍBV og hefur Margrét Lára nú skorað tíu mörk í fyrstu fjórum leikjunum.

    Sport
    Fréttamynd

    ÍBV heppið að ná stigi

    Kvennalið ÍBV, sem hafði fullt hús og 16 mörk út úr tveimur fyrstu leikjum sínum, tapaði sínum fyrstu stigum í gær og voru í raun heppnar að ná 1–1 jafntefli við KR í Vesturbænum

    Sport