Bíó og sjónvarp

Bíó og sjónvarp

Fréttir af íslenskum og erlendum kvikmyndum og þáttum, bíóbransanum og sjónvarpsframleiðslu.

Fréttamynd

Slást um að verða framlag Íslands

Kvikmyndirnar Í takt við tímann, sem Ágúst Guðmundsson leikstýrði, og Strákarnir okkar, í leikstjórn Róberts Douglas, munu á næstu dögum berjast um að verða framlag íslenskra kvikmynda til Óskarsverðlaunanna. Það eru meðlimir Íslensku kvikmynda- og sjónvarpsakademíunnar sem munu ákveða hvor myndanna verður framlag Íslands. Um 850 manns hafa atkvæðisrrétt en kosið verður daganna 26. og 27. september.

Bíó og sjónvarp
Fréttamynd

Ríflega 12 þúsund á Star Wars

Alls sáu 12.382 manns þriðju Stjörnustríðsmyndina, Hefnd Sith, hér á landi um síðustu helgi og voru tekjur af myndinni tæpar 10 milljónir íslenskra króna. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Senu. Þetta mun vera langstærsta opnun ársins og er myndin langvinsælust í bíó með yfir 70% af heildaraðsókninni. Uppselt var á nánast allar sýningar á föstudag og sunnudag og dagsýningarnar á laugardag.

Bíó og sjónvarp
Fréttamynd

Aldrei fleiri á kvikmyndahátíð

Um sextán þúsund manns hafa sótt Íslensku kvikmyndahátíðina, IIFF, á fyrstu tíu sýningardögunum. Í tilkynningu frá hátíðahöldurum segir að hún hafi þar með slegið öll aðsóknarmet fyrri kvikmyndahátíða hérlendis.

Bíó og sjónvarp
Fréttamynd

Segir Nine Songs ekki klámmynd

Nakið og ódulið kynlíf er rauði þráðurinn í kvikmyndinni <em>Nine Songs</em> sem sýnd verður í kvöld á alþjóðlegu kvikmyndahátíðinni í Reykjavík. Aðalleikari myndarinnar segir þetta engan veginn klámmynd heldur raunsæja mynd af sambandi karls og konu og býst hann við að íslenskir áhorfendur taki myndinni vel.

Bíó og sjónvarp
Fréttamynd

Kvikmyndahátíð sett í kvöld

Alþjóðleg kvikmyndahátíð verður sett formlega í Háskólabíói í kvöld og verður opnunarmynd hátíðarinnar <em>Motorcycle Diaries</em> eftir Brasilíumanninn Walter Salles, en hann er kominn sérstaklega til landsins til að vera viðstaddur sýninguna. Myndin var tilnefnd til þrennra Óskarsverðlauna í ár og hlaut verðlaun fyrir bestu tónlistina.

Bíó og sjónvarp
Fréttamynd

Börkur undirbýr Karfann

Fyrsta kvikmynd leikstjórans Barkar Gunnarssonar, hin íslensk-tékkneska Sterkt kaffi, er í sjöunda sæti yfir það mikilvægasta sem gerðist árið 2004 á kvikmyndasviðinu, samkvæmt hinu víðlesna tékkneska dagblaði Nedélní svet. Í efsta sæti er tilnefning tékknesku myndarinnar Zelary til Óskarsverðlauna fyrr á árinu.

Bíó og sjónvarp
Fréttamynd

Stuðmenn frumsýna

Stuðmannamyndin "Í takt við tímann" var frumsýnd í dag í Smárabíói. Myndin er sjálfstætt framhald af vinsælustu íslensku kvikmynd sem gerð hefur verið, "Með allt á hreinu". Persónurnar eru þær sömu, en þær eru orðnar tuttugu árum eldri og búnar að taka ýmsum breytingum.

Bíó og sjónvarp
Fréttamynd

Kaldaljós kom sá og sigraði

Kvikmyndin Kaldaljós eftir Hilmar Oddsson krækti í fimm verðlaun á Edduverðlaunahátíðinni sem haldin var á Hótel Nordica. Kaldaljós var valin mynd ársins, Ingvar E. Sigurðsson var valinn besti leikarinn og Kristbjörg Kjeld besta leikkonan í aukahlutverki. Hilmar Oddsson fékk einnig verðlaun fyrir leikstjórn Kaldaljóss og Sigurður Sverrir Pálsson fyrir besta hljóð og mynd.

Bíó og sjónvarp
Fréttamynd

Tilnefnd og ótilnefndur

Stórleikkonan Helga Braga og sjónvarpsmaðurinn Kristján Kristjánsson úr Kastljósinu eru kynnar Edduverðlaunanna sem afhent verða á Nordica Hóteli sunnudagskvöldið 14. nóvember.

Bíó og sjónvarp
Fréttamynd

Góð þátttaka í kosningu til Edduverðlaunanna

Kosning til Edduverðlaunanna stendur nú sem hæst en kosningu lýkur á laugardag. Íslenska kvikmynda- og sjónvarpsakademían (ÍKSA) kynnti tilnefningar til Edduverðlaunanna í lok október og hófst þá einnig Netkosning hér á Vísi. Almenningi gefst eingöngu kostur á að kjósa á Vísi. Þátttaka hefur verið mjög góð, á sjötta þúsund manns hafa tekið þátt í kosningunni.

Bíó og sjónvarp
Fréttamynd

Norrænir bíódagar

Norrænir bíódagar standa nú yfir í Háskólabíói og í Sambíóunum í Keflavík. Sýndar verða sex úrvalsmyndir frá Svíþjóð, Noregi Danmörku. Þeirra á meðal er sænska gamanmyndin Kops, í leikstjórn Josef Fares, þess hins sama og gerði síðast smellinn "Jalla Jalla". Þá er sjálfstætt framhald myndarinnar Elling sýnt á norrænum bíódögum, Mors Elling.

Bíó og sjónvarp
Fréttamynd

Sögurnar eru þemað í ár

"Hátíðin verður með hefðbundnu sniði enda ekki þörf á að breyta strúktúrnum. Þó má upplýsa að þemað í þetta sinn er "sögurnar". Þessi bransi gengur út á að segja sögur í ýmsu formi og innslögin segja okkur sögurnar á bak við tjöldin; hvaða hlutverki hver og einn gegnir," segir Pétur Óli Gíslason framkvæmdastjóri Storm, sem sér um Eddu-verðlaunahátíðina.

Bíó og sjónvarp
Fréttamynd

Ætlar að kaupa sér nýja skyrtu

"Þetta kom mér mjög á óvart og ég átti alls ekki von á þessu. Fékk bullandi hjartslátt við tilnefninguna en er búinn að jafna mig. Það er allt í fínu lagi núna," segir kvikmyndagerðarmaðurinn Páll Steingrímsson þegar hann er spurður út í stóru tíðindin; að fá heiðursverðlaun Eddu þetta árið.

Bíó og sjónvarp
Fréttamynd

Helmingur frá stöðvum Norðurljósa

Sjónvarpsmaður ársins verður krýndur á Edduverðlaunahátíðinni sunnudaginn 14. nóvember. Almenningur getur valið úr hópi 38 sjónvarpsmanna á Vísi en auk þess mun Gallup spyrja um hug almennings í skoðanakönnun. Atkvæðagreiðslan á <a href="http://www.visir.is/?pageid=506"><strong>vísir.is</strong></a> stendur til miðnættis 13. nóvember.

Bíó og sjónvarp