Reif í hár konu svo hún féll í gólfið og samdi svo við hana Kona hefur verið dæmd til eins mánaðar skilorðsbundinnar fangelsisvistar fyrir líkamsárás gegn annarri konu. Undir rekstri málsins sömdu konurnar um bætur og konan játaði sök. Innlent 9. desember 2024 14:04
Grunaður um að kvelja og pína konu dögum saman Kristján Markús Sívarsson er grunaður um að hafa beitt konu miklu ofbeldi á tveggja vikna tímabili á heimili hans. Hann situr í gæsluvarðhaldi á meðan lögregla rannsakar málið. Innlent 9. desember 2024 07:02
Sagðist ekki eiga að stoppa þegar maðurinn bað hann um að stoppa Aron Már Aðalsteinsson, 22 ára gamall karlmaður, hefur verið dæmdur í tveggja ára fangelsi fyrir nauðgun. Það er niðurstaða Landsréttar, en áður hafði Héraðsdómur Reykjavíkur dæmt hann í tveggja ára fangelsi þar sem refsingin var skilorðsbundin, nema þrír mánuðir. Innlent 6. desember 2024 10:54
ÁTVR hafi haldið dýrari og sterkari bjór að neytendum Lögmaður innflutningsfyrirtækisins Dista, sem lagði Áfengis- og tóbaksverslun ríkisins í Hæstarétti á dögunum, segir ÁTVR hafa haldið dýrari og mögulega sterkari vörum að neytendum með ólögmætum viðmiðum um hvað rataði í hillur verslunarinnar og hvað ekki. Hann gerir ráð fyrir að Ríkið sé bótaskylt gagnvart umbjóðanda sínum. Neytendur 6. desember 2024 08:37
Þyngri refsing fyrir hnífstungu fæli ekki endilega frá Margrét Valdimarsdóttir dósent í félags- og afbrotafræði við HÍ segir fjögurra ára fangelsisdóm Daníels Arnar Unnarssonar í samræmi við önnur sambærileg mál þar sem dæmt var fyrir tilraun til manndráps. Þá segir hún þyngri refsingar ekki endilega hafa meiri fælingarmátt. Innlent 5. desember 2024 20:57
Þriggja ára dómur fyrir að hópnauðga 18 ára stúlku Landsréttur sneri í dag við ákvörðun héraðsdóms og dæmdi tvo karlmenn, Ásbjörn Þórarinn Sigurðsson og Bessa Karlsson, til þriggja ára fangelsis fyrir að nauðga 18 ára stúlku. Mennirnir eru báðir um tíu árum eldri en stúlkan. Nauðgunin átti sér stað á heimili Ásbjörns. Innlent 5. desember 2024 19:22
Fjögur ár fyrir að reyna að myrða lækninn Daníel Örn Unnarsson, þrítugur, hefur verið dæmdur til fjögurra ára fangelsisvistar fyrir tilraun til manndráps. Hann stakk lækni á kvöldgöngu ásamt konu sinni og vinahjónum ítekað í Lundi í Kópavogi í sumar. Innlent 5. desember 2024 14:45
Kjálkabraut mann með einu höggi Karlmaður hefur verið dæmdur til þriggja mánaða skilorðsbundinnar refsingar fyrir líkamsárás. Hann játaði að hafa veitt brotaþola eitt hökk í andlitið með þeim afleiðingum að hann kjálkabrotnaði, ein tönn datt úr honum og önnur losnaði. Innlent 5. desember 2024 14:05
„Snappaði“ eftir að snjóbolti hafnaði á bílrúðunni Karlmaður hefur verið sakfelldur í Héraðsdómi Reykjavíkur fyrir að brjóta barnaverndarlög vegna framkomu sinnar gagnvart tveimur ellefu ára drengjum. Manninum er þó ekki gerð refsing í málinu. Innlent 5. desember 2024 13:49
Þung bankhljóð heyrðust kvöldið áður en hjónin fundust látin Norðfirðingur á fimmtugsaldri sem er grunaður um að hafa myrt hjón á áttræðisaldri á heimili þeirra í Neskaupstað í ágúst fannst blóðugur í bíl hjónanna að aka um Snorrabraut í Reykjavík. Þar var hann handtekinn af sérsveitinni, en hann mun hafa verið með ýmsa muni í eigu hinna látnu með sér. Innlent 5. desember 2024 08:05
Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Atli Viðar Þorsteinsson, betur þekktur sem plötusnúðurinn Atli kanill, fagnar sigri í minningargreinarmáli sínu gegn Reyni Traustasyni ritstjóra Mannlífs. Hann upplýsir að Reynir ætli ekki að sækja um áfrýjunarleyfi til Hæstaréttar. Innlent 4. desember 2024 16:51
Var að reyna að hjálpa en sýndi af sér stórfellt gáleysi Steina Árnadóttir hjúkrunarfræðingur sýndi af sér stórfellt gáleysi þegar hún hellti næringardrykk upp í sjúkling með þeim afleiðingum að hann kafnaði. Innlent 4. desember 2024 16:11
Mátti ekki taka bjór úr hillum eftir allt saman Hæstiréttur hefur fellt ákvörðun ÁTVR um að taka tvær tegundir bjórs, sem innflutningsfyrirtækið Dista flytur inn, úr hillum vínbúða úr gildi. Viðskipti innlent 4. desember 2024 14:32
Afturkalla átta friðlýsingar Friðlýsingar átta svæða á Íslandi hafa verið afturkallaðar. Var það gert vegna úrskurðar Hæstaréttar Íslands frá því í mars um að friðlýsing verndarsvæðis Jökulsár á Fjöllum frá árinu 2019 hefði verið ólögmæt. Innlent 3. desember 2024 20:01
Jón Ingi dæmdur í sex ára fangelsi í Sólheimajökulsmálinu Jón Ingi Sveinsson, grunaður höfuðpaur umfangsmikils fíkniefnahóps, hefur verið dæmdur í sex ára fangelsi í Sólheimajökulsmálinu svokallaða. Innlent 3. desember 2024 13:58
Ungir menn grunaðir um langa brotahrinu Tveir ungir menn um tvítugt sem eru grunaðir um að ræna drengi, hóta þeim og beita ofbeldi, voru líka ákærðir fyrir brot í nánu sambandi í máli sem varðaði heiðursofbeldi. Í því máli voru átta fjölskyldumeðlimir konu ákærðir fyrir ýmis brot gagnvart henni, en einungis fjórir þeirra hlutu dóm, það voru foreldrar hennar, mágur og systir. Innlent 3. desember 2024 09:02
Borgaði barni fyrir kynferðislega mynd en sleppur Karlmaður hefur verið sýknaður af ákæru fyrir kynferðisbrot gegn barni með því að afla sér kynferðislegrar ljósmyndar af fimmtán ára stúlku. Dómurinn taldi sannað að hann hefði framið brotið en miðað við þágildandi hegningarlög hefði hann aðeins fengið sekt fyrir athæfi sitt. Brot sem aðeins sekt liggur við fyrnast á tveimur árum og fyrningarfrestur rann út í málinu. Innlent 2. desember 2024 16:58
Áfrýjar búvörulagamálinu til Hæstaréttar Samkeppniseftirlitið hefur ákveðið að óska eftir leyfi til að áfrýja dómi Héraðsdóms Reykjavíkur, í máli sem varðar gildi breytinga á búvörulögum, beint til Hæstaréttar. Óbreyttur kemur dómurinn í veg fyrir að kjötafurðastöðvar séu undanþegnar samkeppnislögum. Innlent 2. desember 2024 15:51
Réðst á konuna því hún var ekki búin að elda Karlmaður hefur hlotið sextíu daga fangelsisdóm, skilorðsbundinn til tveggja ára, í Héraðsdómi Reykjaness vegna líkamsárásar gegn eiginkonu sinni. Innlent 2. desember 2024 14:13
Steina sakfelld fyrir manndráp af gáleysi Steina Árnadóttir hjúkrunarfræðingur hefur verið sakfelld fyrir manndráp af gáleysi fyrir hlut sinn í andláti sjúklings á geðdeild Landspítalans árið 2021. Henni er ekki gerð refsing. Innlent 2. desember 2024 10:54
„Ég get ekki hugsað mér að fleiri börn lendi í honum“ Kara Rós Kristinsdóttir var sex ára gömul þegar eldri strákur lokkaði hana og vinkonu hennar inn í bílakjallara og braut á þeim kynferðislega með grófum hætti. Sökum ungs aldurs piltsins hlaut hann ekki refsingu og Kara kveðst ekki vita til að hann hafi fengið nokkurs konar aðstoð eða meðferð. Hann hélt áfram að ganga í sama skóla og Kara þrátt fyrir að skólayfirvöld hafi verið látin vita af málinu. Innlent 30. nóvember 2024 11:41
Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Sakborningur í Elko-málinu svokallaða er grunaður um fjölda annarra afbrota, þar eru átta þjófnaðarbrot og sex umferðarlagabrot. Hann er einnig grunaður um heimilisofbeldi og hlaut dóm fyrir ýmis brot í haust. Innlent 29. nóvember 2024 09:01
Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum Finnur Ingi Einarsson hefur verið dæmdur í tveggja og hálfs árs fangelsi fyrir að nauðga samstarfskonu eiginkonu sinnar. Það er niðurstaða Landsréttar, en áður hafði Héraðsdómur Reykjavíkur sýknað hann. Innlent 28. nóvember 2024 17:48
„Ég mun deyja á þessari hæð“ Dagur B. Eggertsson, frambjóðandi Samfylkingarinnar, hefur verið kærður til héraðssaksóknara fyrir að hafa með ummælum sínum í orðaskaki á Facebook-síðu Baldvins Jónssonar reynt að villa um fyrir Sjálfstæðismönnum í kjörklefanum. Innlent 28. nóvember 2024 17:39
Ákærður fyrir morð og tvær tilraunir til manndráps Sextán ára drengur sem er grunaður um að hafa stungið sautján ára stúlku til bana á Menningarnótt hefur verið ákærður fyrir manndráp og tvær tilraunir til manndráps, fyrir að hafa stungið tvö önnur ungmenni í sömu árás. Innlent 28. nóvember 2024 17:29
Sýkna Þórðar Más og Sólveigar Guðrúnar í milljarðamáli staðfest Landsréttur hefur staðfest sýknudóm í máli félagsins Lyfjablóms ehf. á hendur þeim Þórði Má Jóhannessyni og Sólveigu Guðrúnu Pétursdóttur. Lyfjablóm krafðist 2,3 milljarða króna skaðabóta vegna tjóns sem félagið taldi sig hafa orðið fyrir í viðskiptum með hlutafé í fjárfestingafélaginu Gnúpi í aðdraganda efnahagshrunsins. Innlent 28. nóvember 2024 16:09
Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Lögreglan rannsakar nú tvo menn vegna meints ljúgvitnis fyrir dómi í máli félagsins Lyfjablóms gegn Þórði Má Jóhannessyni og Sólveigu G. Pétursdóttur, fyrrverandi dóms- og kirkjumálaráðherra, segir Björn Thorsteinsson, framkvæmdastjóri Lyfjablóms. Viðskipti innlent 28. nóvember 2024 11:25
Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Hæstiréttur hefur skorið á hnútinn í deilu Lífeyrissjóðs Verslunarmanna og sjóðfélaga vegna meintrar eignafærslu milli kynslóða, með mismikilli lækkun mánaðarlegra greiðslna eftir aldri. Eignafærslan er lögmæt. Innlent 27. nóvember 2024 14:02
Settu bílslys á svið Karlmaður hefur hlotið tveggja mánaða fangelsisdóm, skilorðsbundinn til tveggja ára, í Héraðsdómi Reykjavíkur fyrir að sviðsetja bílslys í Hafnarfirði árið 2021. Innlent 27. nóvember 2024 10:36
Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur stórfellt fíkniefnamál til rannsóknar þar sem lagt hefur verið hald á tæplega þrjú kíló af MDMA-kristöllum og 1781 stykki af MDMA-töflum. Innlent 27. nóvember 2024 08:01