Zo-On fær ekki krónu: Kveikt á rafsuðutæki þegar eldurinn kviknaði Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 5. janúar 2026 20:08 Zo-On varð fyrir miklu tjóni í brunanum. Vísir ZO-International, eigandi útivistarvöruverslunarinnar Zo-On, fær tjón sem hlaust af bruna í húsnæði verslunarinnar árið 2023 ekki bætt. Forsvarsmaður fyrirtækisins var talinn hafa sýnt af sér svo stórfellt gáleysi í aðdraganda brunans að réttur til bóta taldist ekki fyrir hendi. Eldur kviknaði í húsakynnum Zo-On í Urðarhvarfi í Kópavogi þann 11. september 2023. Varaslökkviliðsstjóri sagði í viðtali við fréttastofu á vettvangi að mikill fjöldi eldfimra efna, svo sem úlpna og flíspeysa, gerði að verkum að eldur blossaði upp aftur og aftur. ZO-International krafði vátryggingafélagið Sjóvá um 334 milljónir í skaðabætur úr eignatryggingu lausafjár og rekstrarstöðvunartryggingu félagsins fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur. Málsatvik eru rakin í dóminum, en þar segir að í húsnæðinu hafi vörur verið geymdar í rekkum í allt að átta metra hæð. Til þess að koma vörum upp í efri hillur hafi starfsmenn klifrað upp færanlegan stiga. Hugðist laga bilaðan stiga Umræddan dag hafi stiginn verið bilaður þar sem stuðningsstoðir hefðu brotnað með þeim afleiðingum að varasamt var að nota hann. Forsvarsmaður Zo-On hafi því verið fenginn til að laga stigann en til þess þurfti rafsuðutæki. Forsvarsmaðurinn, sem hafði um árabil öðlast haldbæra reynslu í að rafsjóða, hafi athafnað sig í sama rými og vörurekkarnir voru staðsettir. Hann hafi hafist handa um fjögurleytið og hætt á sjöunda tímanum, skömmu eftir lokun verslunarinnar, án þess að ljúka verkinu þar sem hann taldi tveggja manna verk að snúa stiganum við. Maðurinn hafi verið síðasti maður úr húsi. Á heimleið hafi hann fengið meldingu um að öryggiskerfi verslunarinnar hefði farið í gang. Þegar hann mætti aftur í Urðarhvarf höfðu slökkviliðsmenn þegar hafist handa við að slökkva eld sem hafði kviknað í húsnæðinu. Nokkrum dögum eftir brunann opnaði lögregla sakamálarannsókn og boðaði forsvarsmanninn í nokkrar skýrslutökur, þar sem honum var tjáð að hann hefði réttarstöðu sakbornings í málinu. Hann var grunaður um að hafa valdið brunanum af ásetningi eða stórkostlegu gáleysi. Í lok ársins var sakamálarannsóknin látin niður falla án ákæru þar sem ákæruvaldið taldi rannsóknargögn ekki nægjanleg til sakfellingar í málinu. Eldsupptök í fatarekka Við skýrslutöku fyrir dómi taldi forsvarsmaðurinn sig hafa slökkt á rafsuðutækinu eftir að hann hætti að nota það umrætt kvöld. Hann sagði það venjulegt vinnulag af sinni hálfu á lagernum að taka framlengingarsnúru sem nýtt væri við tilfallandi verkefni eins og þetta úr sambandi og taldi sig hafa gert það. Í skýrslu tæknideildar lögreglu er tilgreint að eldsupptök hafi verið í fatarekka og að um hafi verið að ræða opinn eld, íkveikju eða glóð. Þá var ályktað að glóð frá rafsuðutæki hefði komist í eldsmat í geymslunni. Við rannsókn lögreglu hafi undir brunnum fatnaði fundist rafsuðutæki og athygli hafi vakið að hnappurinn var stilltur á on. Því var talið líklegt að tækið hafi verið í gangi fyrir brunann. Þá kom fram að rafmagnssnúra tækisins hafi verið föst undir bráðnum fatnaði við gólf og því ógerlegt að sjá hvort það hefði verið tengt rafmagni. Takkinn ekki færst til Eldsupptök voru ekki staðfest í endanlegri skýrslu lögreglu um brunarannsókn. Mögulegar orsakir séu sem fyrr segir opinn eldur, íkveikja eða glóð. Líklegast var talið að glóð frá rafsuðutæki hefði komist í eldsmat í geymslunni. Fyrir dómi greindi forsvarsmönnum ZO-International og Sjóvá á um hvort forsvarsmaðurinn hafi kveikt eldinn annaðhvort af ásetningi eða stórfelldu gáleysi. Í 27. gr. laga um vátryggingarsamninga segir að ef vátryggður veldur vátryggingaratburði losni vátryggingafélag undan ábyrgð að heild eða að hluta. Sjóvá krafðist sýknu af 334 milljón króna kröfu ZO-International á þeim grundvelli að brunanum hafi verið valdið af ásetningi, en til vara af stórfelldu gáleysi. Héraðsdómur taldi að af fyrirliggjandi gögnum yrði ráðið að forsvarsmaðurinn hefði látið undir höfuð leggjast að slökkva á rafsuðutækinu kvöldið sem kviknaði í. Dómurinn útilokaði að staða on-takkans hefði breyst í brunanum þar sem takkinn hafi verið á skammhlið tækisins en ekki ofan á því. Leggja yrði til grundvallar að það hvíldi á forsvarsmanninum að sanna að tjónið mætti ekki rekja til stórfellds gáleysis en það hafi ekki tekist. Sjóvá var því sýknað af bótakröfu ZO-International. Dómsmál Slökkvilið Tryggingar Tengdar fréttir Eldur í iðnaðarhúsnæði í Kópavogi Slökkvilið berst nú við eld í iðnaðarhúsnæði í Urðarhvarfi í Kópavogi. 11. september 2023 19:27 „Þá sprakk bara veggurinn“ Kona sem var inni á veitingastaðnum Pure Deli í Ögurhvarfi í Kópavogi í kvöld þegar eldur kom upp segir litlu hafa munað að stórslys yrði þegar veggur veitingastaðarins sprakk að hluta til. Eldurinn kom upp í húsnæði Zo-On, við hlið Pure Deli. 11. september 2023 21:14 Mikill eldsmatur á fatalagernum þar sem eldurinn kom upp Slökkvilið telur að eldurinn sem kom upp í Urðarhvarfi í Kópavogi hafi átt upptök sín í lager- og verslunarhúsnæði Zo-On. Búið er að slökkva eldinn að mestu en hann hefur blossað nokkrum sinnum upp að nýju, þar sem mikill eldsmatur er inni á lagernum. 11. september 2023 20:11 Mest lesið Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Erlent „Mjög áhugaverð umræða“ Innlent Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Innlent Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Erlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Jói Fel málar með puttunum Innlent Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Innlent Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Erlent Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Innlent Fleiri fréttir „Mjög áhugaverð umræða“ Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Breki Atlason gefur kost á sér á lista Miðflokksins Skjálfti fannst í Hveragerði Jói Fel málar með puttunum „Voðalega eru Íslendingarnir peppaðir“ Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Handboltaveisla í beinni, málsvörn olíufélaga og fögnuður leigubílstjóra Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Betri að innleiða tilskipanir en verri að innleiða reglugerðir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Stórleikurinn riðlar dagskrá margra Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Kristrún ræðir verðbólguna og allt á suðupunkti fyrir leikinn í kvöld Aldrei verið gefnar út fleiri rauðar viðvaranir Finnist hvergi eins sterk skilyrði til umhverfisverndar í lagareldi Streymi: Heilsan okkar: Meðferð offitu hjá fullorðnum Burðardýr hlaut þungan dóm fyrir vökvasmygl Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Ráðhús Árborgar sprungið – 10 starfsmenn fluttir í annað húsnæði Streymi: Málþing um stöðu fatlaðra barna í íþróttum Lögregla eltist við afbrotamenn Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ Sjá meira
Eldur kviknaði í húsakynnum Zo-On í Urðarhvarfi í Kópavogi þann 11. september 2023. Varaslökkviliðsstjóri sagði í viðtali við fréttastofu á vettvangi að mikill fjöldi eldfimra efna, svo sem úlpna og flíspeysa, gerði að verkum að eldur blossaði upp aftur og aftur. ZO-International krafði vátryggingafélagið Sjóvá um 334 milljónir í skaðabætur úr eignatryggingu lausafjár og rekstrarstöðvunartryggingu félagsins fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur. Málsatvik eru rakin í dóminum, en þar segir að í húsnæðinu hafi vörur verið geymdar í rekkum í allt að átta metra hæð. Til þess að koma vörum upp í efri hillur hafi starfsmenn klifrað upp færanlegan stiga. Hugðist laga bilaðan stiga Umræddan dag hafi stiginn verið bilaður þar sem stuðningsstoðir hefðu brotnað með þeim afleiðingum að varasamt var að nota hann. Forsvarsmaður Zo-On hafi því verið fenginn til að laga stigann en til þess þurfti rafsuðutæki. Forsvarsmaðurinn, sem hafði um árabil öðlast haldbæra reynslu í að rafsjóða, hafi athafnað sig í sama rými og vörurekkarnir voru staðsettir. Hann hafi hafist handa um fjögurleytið og hætt á sjöunda tímanum, skömmu eftir lokun verslunarinnar, án þess að ljúka verkinu þar sem hann taldi tveggja manna verk að snúa stiganum við. Maðurinn hafi verið síðasti maður úr húsi. Á heimleið hafi hann fengið meldingu um að öryggiskerfi verslunarinnar hefði farið í gang. Þegar hann mætti aftur í Urðarhvarf höfðu slökkviliðsmenn þegar hafist handa við að slökkva eld sem hafði kviknað í húsnæðinu. Nokkrum dögum eftir brunann opnaði lögregla sakamálarannsókn og boðaði forsvarsmanninn í nokkrar skýrslutökur, þar sem honum var tjáð að hann hefði réttarstöðu sakbornings í málinu. Hann var grunaður um að hafa valdið brunanum af ásetningi eða stórkostlegu gáleysi. Í lok ársins var sakamálarannsóknin látin niður falla án ákæru þar sem ákæruvaldið taldi rannsóknargögn ekki nægjanleg til sakfellingar í málinu. Eldsupptök í fatarekka Við skýrslutöku fyrir dómi taldi forsvarsmaðurinn sig hafa slökkt á rafsuðutækinu eftir að hann hætti að nota það umrætt kvöld. Hann sagði það venjulegt vinnulag af sinni hálfu á lagernum að taka framlengingarsnúru sem nýtt væri við tilfallandi verkefni eins og þetta úr sambandi og taldi sig hafa gert það. Í skýrslu tæknideildar lögreglu er tilgreint að eldsupptök hafi verið í fatarekka og að um hafi verið að ræða opinn eld, íkveikju eða glóð. Þá var ályktað að glóð frá rafsuðutæki hefði komist í eldsmat í geymslunni. Við rannsókn lögreglu hafi undir brunnum fatnaði fundist rafsuðutæki og athygli hafi vakið að hnappurinn var stilltur á on. Því var talið líklegt að tækið hafi verið í gangi fyrir brunann. Þá kom fram að rafmagnssnúra tækisins hafi verið föst undir bráðnum fatnaði við gólf og því ógerlegt að sjá hvort það hefði verið tengt rafmagni. Takkinn ekki færst til Eldsupptök voru ekki staðfest í endanlegri skýrslu lögreglu um brunarannsókn. Mögulegar orsakir séu sem fyrr segir opinn eldur, íkveikja eða glóð. Líklegast var talið að glóð frá rafsuðutæki hefði komist í eldsmat í geymslunni. Fyrir dómi greindi forsvarsmönnum ZO-International og Sjóvá á um hvort forsvarsmaðurinn hafi kveikt eldinn annaðhvort af ásetningi eða stórfelldu gáleysi. Í 27. gr. laga um vátryggingarsamninga segir að ef vátryggður veldur vátryggingaratburði losni vátryggingafélag undan ábyrgð að heild eða að hluta. Sjóvá krafðist sýknu af 334 milljón króna kröfu ZO-International á þeim grundvelli að brunanum hafi verið valdið af ásetningi, en til vara af stórfelldu gáleysi. Héraðsdómur taldi að af fyrirliggjandi gögnum yrði ráðið að forsvarsmaðurinn hefði látið undir höfuð leggjast að slökkva á rafsuðutækinu kvöldið sem kviknaði í. Dómurinn útilokaði að staða on-takkans hefði breyst í brunanum þar sem takkinn hafi verið á skammhlið tækisins en ekki ofan á því. Leggja yrði til grundvallar að það hvíldi á forsvarsmanninum að sanna að tjónið mætti ekki rekja til stórfellds gáleysis en það hafi ekki tekist. Sjóvá var því sýknað af bótakröfu ZO-International.
Dómsmál Slökkvilið Tryggingar Tengdar fréttir Eldur í iðnaðarhúsnæði í Kópavogi Slökkvilið berst nú við eld í iðnaðarhúsnæði í Urðarhvarfi í Kópavogi. 11. september 2023 19:27 „Þá sprakk bara veggurinn“ Kona sem var inni á veitingastaðnum Pure Deli í Ögurhvarfi í Kópavogi í kvöld þegar eldur kom upp segir litlu hafa munað að stórslys yrði þegar veggur veitingastaðarins sprakk að hluta til. Eldurinn kom upp í húsnæði Zo-On, við hlið Pure Deli. 11. september 2023 21:14 Mikill eldsmatur á fatalagernum þar sem eldurinn kom upp Slökkvilið telur að eldurinn sem kom upp í Urðarhvarfi í Kópavogi hafi átt upptök sín í lager- og verslunarhúsnæði Zo-On. Búið er að slökkva eldinn að mestu en hann hefur blossað nokkrum sinnum upp að nýju, þar sem mikill eldsmatur er inni á lagernum. 11. september 2023 20:11 Mest lesið Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Erlent „Mjög áhugaverð umræða“ Innlent Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Innlent Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Erlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Jói Fel málar með puttunum Innlent Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Innlent Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Erlent Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Innlent Fleiri fréttir „Mjög áhugaverð umræða“ Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Breki Atlason gefur kost á sér á lista Miðflokksins Skjálfti fannst í Hveragerði Jói Fel málar með puttunum „Voðalega eru Íslendingarnir peppaðir“ Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Handboltaveisla í beinni, málsvörn olíufélaga og fögnuður leigubílstjóra Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Betri að innleiða tilskipanir en verri að innleiða reglugerðir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Stórleikurinn riðlar dagskrá margra Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Kristrún ræðir verðbólguna og allt á suðupunkti fyrir leikinn í kvöld Aldrei verið gefnar út fleiri rauðar viðvaranir Finnist hvergi eins sterk skilyrði til umhverfisverndar í lagareldi Streymi: Heilsan okkar: Meðferð offitu hjá fullorðnum Burðardýr hlaut þungan dóm fyrir vökvasmygl Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Ráðhús Árborgar sprungið – 10 starfsmenn fluttir í annað húsnæði Streymi: Málþing um stöðu fatlaðra barna í íþróttum Lögregla eltist við afbrotamenn Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ Sjá meira
Eldur í iðnaðarhúsnæði í Kópavogi Slökkvilið berst nú við eld í iðnaðarhúsnæði í Urðarhvarfi í Kópavogi. 11. september 2023 19:27
„Þá sprakk bara veggurinn“ Kona sem var inni á veitingastaðnum Pure Deli í Ögurhvarfi í Kópavogi í kvöld þegar eldur kom upp segir litlu hafa munað að stórslys yrði þegar veggur veitingastaðarins sprakk að hluta til. Eldurinn kom upp í húsnæði Zo-On, við hlið Pure Deli. 11. september 2023 21:14
Mikill eldsmatur á fatalagernum þar sem eldurinn kom upp Slökkvilið telur að eldurinn sem kom upp í Urðarhvarfi í Kópavogi hafi átt upptök sín í lager- og verslunarhúsnæði Zo-On. Búið er að slökkva eldinn að mestu en hann hefur blossað nokkrum sinnum upp að nýju, þar sem mikill eldsmatur er inni á lagernum. 11. september 2023 20:11