Dómsmál

Dómsmál

Fréttir af málum sem rata fyrir dómstóla.

Fréttamynd

Myndi misbjóða réttlætiskennd almennings gangi hann laus

Landsréttur hefur staðfest úrskurð héraðsdóms um gæsluvarðhald yfir Shpetim Qerimi, sem dæmdur var í 14 ára fangelsi fyrir samkverknað í morði Angjelin Sterkaj á Armando Bequirai. Fyrir liggur að Shpetim hyggist áfrýja dómi Landsréttar til Hæstaréttar. Telur Landsréttur að það myndi misbjóða réttlætiskennd almennings, gangi hann laus meðan beðið er endanlegs dóms í málinu.

Innlent
Fréttamynd

Sex sakfelldir fyrir svik úr Ábyrgðasjóði launa

Sex íslenskir karlmenn hafa verið sakfelldir fyrir umfangsmikil og nokkuð flókin svik úr Ábyrgðasjóði launa. Sjóðurinn virðist hafa verið blekktur til að halda að mennirnir hafi starfað hjá fyirtækjum sem urðu gjaldþrota.

Innlent
Fréttamynd

Endur­upp­töku­dómur lætur ekki segjast: Sak­borningar í hrun­málum fá vægari dóma

Endurupptökudómur hefur fallist á beiðni Ívars Guðjónssonar, fyrrverandi forstöðumanns eigin fjárfestinga Landsbankans, um endurupptöku og vísað málinu til Hæstaréttar. Hæstiréttur hafði áður vísað sambærilegu máli frá réttinum þar sem dómarar töldu málinu ranglega vísað til réttarins. Endurupptökudómur lætur ekki segjast og heldur áfram að vísa málum til réttarins. Dósent við lagadeild HÍ telur þau vinnubrögð ótæk.

Innlent
Fréttamynd

„Þetta er alveg gífurlegt óréttlæti hvernig komið er fram við okkur“

Kona sem höfðaði mál geng íslenska ríkinu og Tryggingastofnun vegna skerðingar í almannatryggingakerfinu segir gífurlega óréttlátt hvernig komið er fram við eldri borgara. Hún ásamt félögum sínum í Gráa hernum tapaði máli sínu í Hæstarétti í dag og íhugar nú að leita til Mannréttindadómsstóls Evrópu.

Innlent
Fréttamynd

Seldi fyrst, stal svo en afhenti aldrei góssið

Rúmlega tvítugur karlmaður var á mánudaginn dæmdur í 45 daga fangelsi fyrir þjófnað, fjársvik og peningaþvætti. Einkaréttarkrafa Íslenskra aðalverktaka var felld niður þar sem enginn á þeirra vegum sótti þing við þingfestingu málsins.

Innlent
Fréttamynd

Grái herinn tapaði í Hæstarétti

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í málum Gráa hersins gegn Tryggingastofnun og íslenska ríkinu skulu vera óraskaðir. Þetta er niðurstaða Hæstiréttar sem kvað upp dóm í málunum í dag.

Innlent
Fréttamynd

Letti sem kvaðst hafa snúið við blaðinu hér á landi fram­seldur heim

Landsréttur hefur staðfest ákvörðun ríkissaksóknara um að verða við beiðni lettneskra yfirvalda um framsal á lettneskum ríkisborgara sem búsettur hefur verið hér á landi í þrjú ár. Þarlend yfirvöld vilja að maðurinn afpláni fimm ára dóm fyrir að hafa verslað með átján grömm af amfetamíni. Maðurinn kvaðst hafa snúið við blaðinu hér á landi.

Innlent
Fréttamynd

Sakaður um trygginga­svik en hafði betur og fær bætur

Ökumaður sem tryggingafélagið Vörður sakaði um tryggingasvindl, án árangurs, á rétt á greiðslu bóta úr slysatryggingu sem maðurinn var með hjá félaginu. Ökumaðurinn hafði betur gegn tryggingafélaginu í Landsrétti og í héraðsdómi.

Innlent
Fréttamynd

Segir þunga dóma endur­spegla breytingu í undir­heimum

Afbrotafræðingur segir Rauðagerðismálið ólíkt öllu því sem sést hefur áður hér á landi. Í því ljósi sé skiljanlegt að dómur Landsréttar yfir sakborningum hafi verið þyngri en sést hefur áður. Dómur yfir Angjelin Sterkaj, sem skaut Armando Beqirai til bana, var þyngdur í tuttugu ár og sýknu þriggja samverkamanna hans var snúið við og þeir dæmdir til fjórtán ára fangelsisvistar.

Innlent
Fréttamynd

Tókst ekki að sanna meint ein­elti af hálfu Írisar

Vestmannaeyjabær var í gær sýknaður af öllum kröfum fyrrverandi yfirhafnsögumanns Vestmannaeyjahafnar vegna þess að hann var ekki ráðinn í stöðu hafnarstjóra. Hann bar Írisi Róbertsdóttur bæjarstjóra Vestmannaeyjabæjar þungum sökum vegna meints eineltis í hans garð. Vestmannaeyjahöfn var hins vegar dæmd til að greiða manninum bætur vegna ágalla á ráðningarferlinu.

Innlent
Fréttamynd

Sýknuð af lyfjaakstri vegna ávísunar fra lækni

Kona hefur verið sýknuð af því að aka undir áhrifjum slævandi lyfja. Konan var sýknuð á þeim grundvelli að læknir hafði ávísað lyfinu, hún hafi byggt upp þol gagnvart því og að ósannað væri að konan hafi verið undir áhrifum umræddra lyfja við aksturinn.

Innlent
Fréttamynd

Verða að láta duga að horfa á upp­tökuna hjá lög­reglu

Landsréttur hefur staðfest niðurstöðu Héraðsdóms Reykjavíkur þess efnis að lögregla þurfi ekki að afhenda manni, sem ákærður er fyrir líkamsárás, og lögmanni hans upptöku úr öryggismyndavél. Þeim stendur hins vegar til boða að skoða upptökurnar hjá lögreglu.

Innlent
Fréttamynd

Gripin með mikið magn af OxyContin í leg­göngunum

Pólsk kona var gripin í Leifsstöð með tæplega fimm hundruð töflur af ávana- og fíknilyfinu OxyContin í leggöngunum í apríl síðastliðnum. Fíkniefnasmyglið fór fram í félagi við annan mann og voru þau bæði dæmd í nokkurra mánaða fangelsi.

Innlent
Fréttamynd

Icelandair mátti reka Ólöfu Helgu

Félagsdómur telur að Ólöf Helga Adolfsdóttir hafi ekki notið sérstakrar verndar sem trúnaðarmaður þegar Icelandair sagði henni upp störfum í fyrra. Ólöf Helga bauð sig fram til forseta Alþýðusambands Íslands og hefur verið í miðpunkti hatrammra deilna innan Eflingar.

Innlent
Fréttamynd

Dyngjan gefst upp og lokar áfangaheimili sínu

Áfangaheimili Dyngjunnar, hið eina sinnar tegundar sem tekur á móti og veitir konum athvarf sem koma úr vímuefnameðferð og eiga hvergi höfði sínu að halla, mun að öllu óbreyttu hætta starfsemi um næstu áramót.

Innlent
Fréttamynd

Hæsti­réttur tekur bana­­slys í Plast­­gerðar­málinu til með­­ferðar

Hæstiréttur hefur fallist á að taka dóm Landsréttar í Plastgerðarmálinu til meðferðar. Landsréttur staðfesti í júní dóm fyrir manndráp af gáleysi yfir tveimur yfirmönnum Plastgerðar Suðurnesja vegna banaslyss sem varð á vinnustaðnum sumarið 2017. Hæstiréttur telur að dómur réttarins kunni að hafa verulega almenna þýðingu.

Innlent
Fréttamynd

Gloppótt löggjöf um brottkast?

Nokkur umræða hefur farið fram að undanförnu um drónaeftirlit Fiskistofu með brottkasti fiskveiðiskipa á Íslandsmiðum. Í framhaldinu hafa svo heyrst ýmsar gagnrýnisraddir á framkvæmd eftirlitsins. 

Skoðun
Fréttamynd

Dómar þyngdir vegna stórtæks lyfjasmygls

Landsréttur þyngdi í dag fangelsisdóma yfir þremur sakborningum, einum karlmanni og tveimur konum sem fluttu inn mikið magn fíkniefna. Efnin fluttu þau frá Wroclaw í Póllandi. Hlaut maðurinn þriggja ára fangelsisdóm og konurnar tveggja ára fangelsisdóm. 

Innlent
Fréttamynd

Telur ó­lík­legt að höfuð­paurarnir sleppi mikið betur í Lands­rétti

Afbrotafræðingur telur ólíklegt að þungir dómar höfuðpaura í sögulegu fíkniefnamáli verði mildaðir að ráði. Þá telur hún ekki ástæðu til að rýmka refsirammann, þó að umfang og tíðni fíkniefnabrota færist í aukana. Næstum tvöfalt fleiri fíkniefnabrot hafa verið skráð á Keflavíkurflugvelli það sem af er ári en allt árið í fyrra.

Innlent
Fréttamynd

Tveggja ára dómur fyrir vændiskaup og alvarlegar líkamsárásir

Karlmaður var í dag dæmdur í tveggja ára fangelsi fyrir að hafa greitt fyrir vændi, beitt tvær konur alvarlegu ofbeldi og brotið gegn valdstjórninni.  Landsréttur sneri hins vegar við niðurstöðu héraðsdóms sem hafði sakfellt manninn fyrir tilraun til nauðgunar vegna óskýrleika í ákæru. Aukinheldur féllst rétturinn ekki á niðurstöðu héraðsdóms um að ofbeldi hans gagnvart kærustu sinni teldist til ofbeldis í nánu sambandi. 

Innlent
Fréttamynd

Þungir dómar í salt­dreifara­máli

Sakborningar í Saltdreifaramálinu svokallaða fengu þyngstu mögulegu refsingu í Héraðsdómi Reykjavíkur þegar dómur í málinu var kveðinn upp í dag. Tveir hlutu tólf ára fangelsi sem er þyngsti dómur sem fallið hefur í fíkniefnamáli hér á landi. Refsiramminn var því verið fullnýttur.

Innlent