Lokað fyrir umferð að gosstöðvunum í dag Vegna veðurs verður lokað fyrir umferð að gosstöðvunum í Geldingadölum í dag. Þetta kom fram í tilkynningu frá lögreglunni á Suðurnesjum í gær og stendur enn, að sögn Gunnars Schram yfirlögregluþjóns. Innlent 3. apríl 2021 08:02
Fyrsta marktæka gjóskufallið frá Norðra Ákveðin kaflaskipti urðu í eldgosinu í Geldingadölum í dag þegar fyrsta marktæka gjóskufallið frá Norðra mældist. Að sögn Eldfjallafræði- og náttúruvárhópi Háskóla Íslands mun gjóskan hafa fallið í gær eða í dag. Innlent 2. apríl 2021 22:16
Lokuðu á streymið frá eldstöðvunum eftir að skilti var sett fyrir myndavélina Lokað var tímabundið á streymi Ríkisútvarpsins sem sýnt hefur eldsumbrotin í Geldingadölum síðustu daga. Búið var að koma skilti með skilaboðunum „No deportations“ eða „Engar brottvísanir“ andspænis myndavélinni, þannig að lítið sem ekkert sást í gosið. Í kjölfarið var útsendingin rofin. Þegar útsending hófst aftur var skiltið farið. Innlent 2. apríl 2021 15:23
Lokað að gosstöðvunum á morgun Ekki verður heimilt að fara að gosstöðvunum á morgun vegna veðurs, að sögn Gunnars Schram, yfirlögregluþjóns á Suðurnesjum. Gul veðurviðvörun hefur verið gefin út fyrir svæðið en stefnt er að því að opna það að nýju klukkan sex á páskadagsmorgun. Innlent 2. apríl 2021 13:51
Vísuðu ferðamönnum sem áttu að vera í sóttkví frá gossvæðinu Lögregla vísaði í gær fjórum ferðamönnum frá gönguleiðinni að Geldingadölum þegar í ljós kom að þeir áttu að vera í sóttkví. Innlent 2. apríl 2021 13:28
„Eins og að vera með kanarífugl í kolanámu“ Þrátt fyrir að Matvælastofnun ráðleggi fólki að taka ekki með sér hunda á gosstöðvarnar í Geldingadölum eru enn brögð að því að fólk taki hunda með sér. Aðstoðaryfirlögregluþjónn segir það vera líkt og kanarífugl í kolanámu. Innlent 2. apríl 2021 10:18
Mættu fyrir opnun til að sjá gosið í góða veðrinu Þó nokkur fjöldi manns, þó ekki jafn mikill og í gærmorgun, var mættur í biðröð til að komast að gosinu í Geldingadölum þegar lögregla opnaði fyrir umferð um gönguleiðina klukkan sex í morgun. Gunnar Schram, yfirlögregluþjónn á Suðurnesjum, segir veðrið gott og daginn lofa góðu. Innlent 2. apríl 2021 08:25
Fyrstu rúturnar að eldgosinu voru vel nýttar Stríður straumur fólks barst að gosstöðvunum í Geldingadölum í dag. Fjöldi var þegar mættur áður en svæðið var opnað af viðbragðsaðilum klukkan sex og segir aðalvarðstjóri lögreglunnar í Grindavík að vel hafi gengið á svæðinu í dag. Innlent 1. apríl 2021 19:37
Festu heitin í stein við eldgosið Par sem staðfesti trúlofunarheit sín við eldgosið í Geldingadölum í morgun segir það hafa verið einstaka stund. Prestur sem átti leið hjá þar sem þau voru uppábúinn bauðst til að gefa þau saman. Þau voru ekki alveg til í það en fengu blessun. Innlent 1. apríl 2021 18:17
Suðri gefur eftir en Norðri gefur í Lítið lát virðist á hraunrennsli úr gosstöðvunum í Geldingadölum. Mesta breytingin upp á síðkastið er sú að meiri kraftmunur er á virkni úr gígunum tveimur en áður. Gígarnir hafa fengið viðurnefnin Norðri og Suðri, til aðgreiningar. Innlent 1. apríl 2021 12:14
Tvö til þrjú hundruð manns mættir klukkan sjö í morgun Áætlað er að tvö til þrjú hundruð manns hafi verið mættir á gossvæðið klukkan sjö í morgun. Reglubundnar rútuferðir frá Grindavík upp að stikuðu gönguleiðinni að gosinu í Geldingadölum hófust í morgun. Innlent 1. apríl 2021 10:24
„Það kann enginn að bregðast við eldgosi“ Eldgos virðist vera heitasta umræðuefnið hér á landi þessa dagana. En hvernig er best að bregðast við eldgosi? Lífið 1. apríl 2021 09:00
Fólk mætt klukkutíma fyrir opnun til að skoða gosið í ró og næði Yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á Suðurnesjum segir dæmi þess að fólk mæti klukkutíma fyrir opnun Suðurstrandarvegar til þess að geta gengið í Geldingadali og séð eldgosið án þess að þar sé múgur og margmenni. Innlent 1. apríl 2021 08:51
Rauðglóandi hraunið í rökkrinu Færri komust að en vildu til að berja eldgosið í Geldingadölum á Reykjanesi augum í gærkvöldi. Þeir sem þangað komu fengu að njóta náttúruaflanna og fylgjast með rauðglóandi hrauninu vella upp úr eldkeilunni sem hefur verið að myndast. Innlent 31. mars 2021 23:37
Ræða grímuskyldu við gosstöðvarnar Almannavarnir skoða nú hvort tekin verði upp grímuskylda við gosstöðvarnar í Geldingadölum. Tugir þúsunda manna hafa lagt leið sína að gosinu undanfarna viku en engin grunur hefur komið upp um að kórónuveira hafi smitast á milli fólks þar enn sem komið er. Innlent 31. mars 2021 18:43
RAX yfir eldgosinu í 360° myndbandi Þegar náttúran lætur til sín taka er ljósmyndarinn Ragnar Axelsson, best þekktur sem RAX, ekki langt undan. Hann hefur flogið fjórum sinnum yfir eldgosinu í Geldingadal til að mynda en gosið tekur stöðugum breytingum. Innlent 31. mars 2021 15:46
Breyttur opnunartími að eldgosinu í Geldingadölum: „Við getum ekki vaktað þetta svona lengi“ Ákveðið hefur verið að breyta opnunartíma að gosstöðvunum í Geldingadölum til þess að koma í veg fyrir umferðaröngþveiti og til þess að auka öryggi þeirra sem gosstöðvarnar sækja. Dæmi eru um að fólk sem beðið hafi í bílum sínum í allt að þrjár klukkustundir eftir að komast inn á svæðið í gær hafi verið snúið frá þegar svæðinu var lokað. Innlent 31. mars 2021 11:51
Efnamengun á gossvæðinu getur haft skaðleg áhrif á hunda Mikil mengun er á gossvæðinu í Geldingadölum sem getur haft skaðleg áhrif á hunda og jafnframt hætta á ýmis konar slysum. Matvælastofnun mælir eindregið gegn því að hundar séu teknir með að gossvæðinu. Innlent 31. mars 2021 10:37
„Fjarstæðukennt er fyrir flesta að hefja gosgöngu í Grindavík“ Opnað verður fyrir umferð að gosstöðvum klukkan sex að morgni fram yfir páska, að því gefnu að það viðri vel til útivistar. Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglustjóranum á Suðurnesjum sem minnir einnig á að sóttvarnalæknir hefur hvatt fólk til að fara ekki að gosinu vegna útbreiðslu kórónuveirunnar. Innlent 31. mars 2021 09:39
Fólk á gosstöðvunum fram á nótt og óljóst hvenær verður opnað í dag Fólk var á gosstöðvunum fram á nótt og voru síðustu gestirnir ekki farnir af svæðinu fyrr en um tvöleytið að sögn lögreglunnar á Suðurnesjum. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglu er óljóst hvenær gossvæðið verður opnað í dag en líkt og í fyrrakvöld var því lokað á miðnætti og hófst þá rýming. Innlent 31. mars 2021 06:46
Tíndu upp leifar af hundruðum mannbrodda við eldstöðina Átta sjálfboðaliðar frá sjö löndum tíndu upp rusl við eldstöðina í Geldingadölum í dag. Fyrir utan sígarettustubba, munntóbakspoka, dósir og annað smálegt hirtu þeir upp leifar hundraða mannbrodda frá göngufólki. Innlent 30. mars 2021 22:03
Hleypa ekki fleiri bílum að gossvæðinu Lokað hefur verið fyrir bílaumferð að gossvæðinu í Geldingadölum. Mikil bílaröð myndaðist síðdegis og náði hún alla leiðina að afleggjaranum að Bláa lóninu á Grindavíkurvegi. Innlent 30. mars 2021 19:30
Gosið gæti varað í mánuði eða ár Eldgos í Geldingadölum gæti varað í marga mánuði ef ekki nokkur ár, að mati Þorvalds Þórðarsonar, prófessors í eldfjallafræði. Hann segir að enn sé nóg í tankinum. Innlent 30. mars 2021 19:12
Ferðamannastraumurinn hefst líklega ekki fyrr en í haust Sex sinnum fleiri komur og brottfarir verða um Keflavíkurflugvöll um páskana en í fyrra. Þær eru þó tífalt færri en árið 2019. Ferðamálastjóri telur eldgosið í Geldingadölum verða fjölfarnasta ferðamannastað landsins næstu misseri en er ekki bjartsýnn á sumarið. Innlent 30. mars 2021 19:00
Röð bíla klýfur Grindavík í tvennt: Lokað fyrir umferð að gosstöðvunum tímabundið Ákveðið hefur verið að loka fyrir umferð að eldstöðinni í Geldingadali tímabundið og óvíst er hvort að opnað verði aftur í kvöld. Gríðarleg bílaröð hefur myndast frá bílastæðum við upphaf gönguleiðarinnar og í gegnum Grindavík. Innlent 30. mars 2021 17:56
Segir fjölmarga telja myndbandið vera falsað Þegar Thelma Dögg Grétarsdóttir, landsliðskona í blaki og félagar hennar í landsliðshópnum gerðu sér leið að gosstöðvunum í Geldingadölum var lítil spurning um að taka með sér blakboltann. Lífið 30. mars 2021 16:56
Grindvíkingar rafmagnslausir í tuttugu mínútur „Þetta var nú bara stutt rafmagnsleysi núna,“ segir Fannar Jónasson, bæjarstjóri í Grindavík, en nú fyrir stundu sló rafmagninu út í bænum í um 20 mínútur. Orsakirnar eru ókunnar en heppilegt að það gerðist ekki seinna í dag, þegar fjarbæjarstjórnarfundur er á dagskrá, segir Fannar. Innlent 30. mars 2021 15:34
Aukafjárveiting til lögreglu vegna eldgossins Mikið mæðir nú á viðbragðsaðilum á Suðurnesjum. Nú þegar hafa 16 þúsund manns komið að sjá gosið í Geldingadölum og það hefur kallað á mikla viðveru við umferðarstjórnun og almenna gæslu. Skoðun 30. mars 2021 14:30
Mikilvægi mannbrodda: „Ég skil ekki að enginn hafi drepist“ Mannbroddar hafa verið nefndir sem nauðsynlegur búnaður fyrir göngu inn í Geldingadali. Og ekki að ástæðulausu. Fjölmargir hafa slasast á leið sinni til og frá gosstöðvunum og virðast flestir hafa slasast í hálku. Innlent 30. mars 2021 13:50
Hefur sölu á „fish and chips“ á stikuðu gönguleiðinni Jóhann Issi Hallgrímsson, veitingamaður og eigandi Issi Fish and Chips, mun hefja sölu á veitingum á bílastæði í Nátthagakrika við stikuðu gönguleiðina að gosstöðvunum í Geldingadal síðar í dag. Viðskipti innlent 30. mars 2021 12:30