Fastir pennar

Fastir pennar

Fréttamynd

Föst í sama farinu

Vissulega er hægt að segja að nágrannalöndin séu keppinautar okkar. Þar er Íslendingum oft boðið betra líf og þægilegra en virðist mögulegt hér á landi. Það er missir að öllu góðu fólki og þegar fréttist að fólk hafi það að jafnaði betra í nýju landi en hér virkar það hvetjandi á það fólk sem hefur hugleitt að flytja.

Fastir pennar
Fréttamynd

Heimurinn og hann

Forsætisráðherra nennti ekki til Parísar í stóru gönguna og enginn úr aðstoðarmannahirð hans hafði döngun í sér til að rífa hann út úr híði sínu og útskýra fyrir honum mikilvægi þessa augnabliks, telja í hann kjark eða hvað það nú var sem hann þurfti á að halda. Við getum þakkað Sigmundi Davíð það að þennan dag var Ísland ekki til í samfélagi þjóðanna…

Fastir pennar
Fréttamynd

"Hva, ertu eitthvað pirruð eða?“

Á þessum orðum hófst fyrsta símtal vinnudagsins. Hafði stuttu áður sent hringjanda póst þar sem ég gerði grein fyrir því hvernig mætti bæta samskipti okkar við ákveðinn viðskiptavin, spara tíma fyrir okkur og peninga fyrir hann.

Bakþankar
Fréttamynd

Skuldirnar eyða byggð í Grímsey

Vandi Grímseyinga virðist óyfirstíganlegur, að óbreyttu. Útgerðarfyrirtækin þrjú, sem framtíð byggðarinnar byggist á, skulda Íslandsbanka þrjá milljarða króna. Með öllu er vonlaust að jafn fámennt sveitarfélag geti aflað tekna fyrir afborgunum og öllu öðru, svo sem launum, útgerðarkostnaði, uppbyggingu og nauðsynlegu viðhaldi. Mestar skuldirnar eru tilkomnar vegna kvótakaupa.

Fastir pennar
Fréttamynd

Pælt í afnámi jafnréttis

Tjáningarfrelsið er ekki rétturinn til að segja hvað sem er án þess að nokkur andmæli því. Í stjórnarskránni segir: "Hver maður á rétt á að láta í ljós hugsanir sínar, en ábyrgjast verður hann þær fyrir dómi.“ Síðan tilgreinir stjórnarskráin nokkur afmörkuð undantekningartilvik þar sem heimilt er að setja tjáningarfrelsinu skorður.

Fastir pennar
Fréttamynd

Hver á jafnréttisbaráttuna?

Í vikunni birtist frétt um áhugaverða greiningu Eiríks Bergmann, prófessors í stjórnmálafræði, á pólitísku ásunum í íslensku samfélagi. Hann segir að hugmyndin um að skilgreina flokkspólitískar línur út frá klassískum vinstri/hægri ás sé gengin sér til húðar,

Bakþankar
Fréttamynd

Eru allar krónur jafn hættulegar?

Getur verið að þeir peningar sem koma frá launafólki séu hagkerfinu hættulegri en þeir peningar sem koma annars staðar frá, til dæmis frá atvinnufyrirtækjum eða því opinbera? Getur verið að launafólk beri ekki meiri ábyrgð á að viðhalda stöðugleika og lágri verðbólgu en allir aðrir?

Fastir pennar
Fréttamynd

Je suis Kalli – leikþáttur í þremur hlutum

Hluti I: Bessastaðir, föstudagurinn 9. janúar ÓLAFUR RAGNAR GRÍMSSON: Hvað get ég gert fyrir þig í dag, Guðni minn? GUÐNI ÁGÚSTSSON: Ja, sko það er hót vandræðalegt, Ólafur. ÓRG: Varstu nokkuð að mynnast við hana Búkollu aftur? GÁ: Hún hét Skrauta frá Stóra-Ármóti. Og nei. Það er þessi Innsta-brók.

Fastir pennar
Fréttamynd

Besta gjöf í heimi

Þótt ég sé afar sáttur við líf mitt hingað til og vilji litlu sem engu breyta í heildaratburðarásinni eru einstaka augnablik þar sem ég vildi að ég hefði haft meira frumkvæði. Synt á móti straumnum. Gert það sem ég vildi gera óháð því sem allir aðrir gerðu.

Bakþankar
Fréttamynd

Stöðugleikinn

Það var sem kunnugt er samið við lækna á dögunum. Allir hljóta að fagna því að samningar hafi náðst, vonandi og líklegast með þeim hætti að læknar muni sætta sig við launahækkunina sem í þeim felst. Og síðan að fleiri í þeirra hópi sjái sér fært að setjast hér að við vinnu sína.

Fastir pennar
Fréttamynd

Hinn vanginn

Margvísleg óhæfuverk eru unnin í nafni trúar, trúarbragða og bábilju. Valið stendur á milli upplýsingar og hindurvitna.

Fastir pennar
Fréttamynd

Virðingin og viskan

Snemma á lífsleiðinni var mér kennd sú göfuga dyggð að bera alltaf virðingu fyrir þeim sem mér væru eldri. Þetta er auðvitað mjög góð regla sem reyndist mér fullkomlega eðlilegt að fara eftir lengstum framan af.

Bakþankar
Fréttamynd

Þingmaður óttast um þjóðaröryggið

Erum við örugg á Íslandi? spyr þingmaðurinn Ásmundur Friðriksson. Stórt er spurt. Nei, það erum við ekki, frekar en allt annað fólk. Mismikið þó. Minnihlutahópar kunna að vera í meiri hættu en við hin.

Fastir pennar
Fréttamynd

Sunnudagskvöld í september

Það fer nú að líða að heimboðinu, er það ekki?“ Hún sagði þetta og hló. Ég hló líka en horfði vandræðalega niður á tærnar á mér. Heimboðið hafði lengi staðið til, reyndar síðan síðsumars.

Bakþankar
Fréttamynd

Glæpir gegn mannkyni

Við búum í opnu samfélagi. Hér má segja og tjá næstum hvað sem er, hvað sem líður fornfálegum og óvirkum lagabókstaf um guðlast. Á hinu opinbera svæði hefur nánast allt verið afhelgað. Það táknar að þótt einhverjum sé eitthvað heilagt verður viðkomandi að una því að öðrum þyki lítið til þess helgidóms koma.

Fastir pennar
Fréttamynd

Mig langar til að trúa þér, trúa, …

Til þess að íslensk yfirvöld verji jafn miklum peningum á einstakling og Norðurlöndin að meðaltali vegna heilbrigðismála, þarf framlag Íslands að hækka um 33 milljarða til að jafnast á við meðaltalið, 44 milljarða til þess að ná Danmörku og 98 milljarða til að ná Noregi.

Fastir pennar
Fréttamynd

Ungt og leikur sér

Sómakærir Íslendingar signdu sig þegar fregnir bárust í síðustu viku af Snapchat–reikningnum Saurlífi. Þar deildi aragrúi ungs fólks vafasömum ljósmyndum og myndskeiðum af sér og sínum nánustu með umheiminum.

Bakþankar
Fréttamynd

Löt og værukær stjórnarandstaða

Hvar er pólitíkin? Um hvað er tekist á í landinu? Svarið er að það er bara ekkert. Hreint ótrúlegt er að enginn í stjórnarandstöðunni geri eina einustu athugasemd við yfirlýsingu ríkisstjórnarinnar og lækna tengda kjarasamningunum.

Fastir pennar
Fréttamynd

Það er ódýrt í NATO

Ímyndum okkur eftirfarandi senu: Bjallan hringir. Fyrir utan standa tveir einkennisklæddir menn. Þeir spyrja hvort við séum við. Við erum við. Þeir segja: "Þú hefur verið kvaddur í herinn. Þú hefur viku til að ganga frá þínum málum.

Fastir pennar
Fréttamynd

Hóruhúsin í Fuengirola

Ef eitthvað er heilagt hér á Spáni þá er það miðdegisverðurinn um tvöleytið. Hann er svo vel úti látinn að hver hnúfubakur væri vel sæmdur af skammtinum. Þessi hefð er Spánverjum svo geðgróin að ef eitthvað misferst við máltíð þessa

Bakþankar
Fréttamynd

Meiri mannúð

Nú er jafn brýnt að svara illsku ekki með mannvonsku og hatri – heldur með ást og kærleika. Aðeins þannig getum við sýnt öfgamönnum heimsins að aðgerðir þeirra hafi ekki tilætluð áhrif. Enn meira lýðræði – enn meiri mannúð.

Fastir pennar
Fréttamynd

Penninn og sverðið

Ég er orðlaus. Það sem ég vil sagt hafa situr fast einhvers staðar milli höfuðs, hjarta og fingra í klístraðri mixtúru undrunar, heiftar og tára. Ég ætla því að byrja bara í kýrhausnum. Því margt er skrýtið í kýrhausnum. Stundum jafnvel bókstaflega.

Fastir pennar
Fréttamynd

Endurtekið efni

Á Íslandi eru ákveðnar fréttir sem birtast síendurtekið líkt og náttúrulögmál. Þetta eru fréttir á borð við að Baltasar Kormákur hafi mörg járn í eldinum og að tökur á víkingamyndinni hans séu við það að hefjast.

Bakþankar
Fréttamynd

Þetta fannst mér um skaupið

Ég andaði léttar þegar það var samið við lækna enda vil ég að þeir séu með frábær laun og stórkostlega vinnuaðstöðu. Mér finnst hins vegar ósanngjarnt af þeim að bera kjör sín saman við kjör kollega sinna í nágrannaríkjunum. Við erum öll í sömu stöðu.

Bakþankar
Fréttamynd

Gleðilegt nýtt átak

Besta hátíð ársins er liðin. Vellystingar jólanna með allri sinni gleði og glans, ljósum og skrauti, hafa siglt sinn veg og nú tekur alvaran við. Jólatrén dauð, jólakökurnar orðnar gamlar og bara vondu molarnir eftir í Macintosh-dollunni.

Bakþankar
Fréttamynd

Með krumlurnar á kafi í krúsinni

Innanríkisráðherrann, Ólöf Nordal, vill að markaðurinn sjálfur sjái um að verðlagsbreytingar skili sér til neytenda. Miklir hagsmunir eru í húfi. Nánast er ógjörningur fyrir venjulegt fólk, hinn almenna neytanda, að fylgjast með hvort afnám vörugjalda og lækkun virðisaukaskatts skili sér í vöruverði eða ekki.

Fastir pennar
Fréttamynd

Hámark huggulegheitanna

Ég eyddi áramótunum norður í landi. Nánar tiltekið á Akureyri. Ég átti einstaklega huggulega viku í Eyjafirðinum og mig langar mikið að fara aftur og vera dálítið lengur. Miklu lengur – Akureyri er bara svo déskoti laglegur og kósí bær.

Bakþankar
Fréttamynd

Hentistefna

Fyrir dómi eiga allir að vera jafnir, líka þegar kemur að birtingu héraðsdóma á netinu. Hentistefna einstaka dómara í þessum efnum býður heim spillingu og grefur undan trausti á dómstólunum.

Fastir pennar