Hagstjórnarspaðarnir Hagspár gefa stundum góða vísbendingu um það sem koma skal í efnahagsmálum. En ekki alltaf. Lars Christiansen, hagfræðingur hjá Danske Bank, kom hingað til lands í fyrra og birti spá fyrir þróun efnahagsmála. Fastir pennar 29. júní 2012 17:30
Til hamingju með sigurinn, Ástþór Þegar sitjandi forseti var fyrst kosinn í embætti hafði ég ekki kosningarétt og hafði raunar einungis haft íslenskan ríkisborgararétt í sex vikur. Í þeim kosningum buðu sig annars vegar fram fjórir frambjóðendur sem kepptust við að máta sig við hlutverk forseta sem "sameiningartákn þjóðarinnar“ og hins vegar einn sem hafði öllu róttækari hugmyndir um embættið. Sá ætlaði að berjast fyrir friði í heiminum og vísa umdeildum lögum hiklaust í þjóðaratkvæði. Hann hét Ástþór Magnússon og endaði með 2,7% atkvæða. Fastir pennar 29. júní 2012 10:00
Umræðan um umræðuna Íslendingar eru ekki sammála um margt en ég hugsa að 99 prósent landsmanna séu sammála um það að íslensk umræðuhefð sé ömurleg. Ég hef ekki tölu á öllum þeim pistlum, statusum og kommentum sem ég hef lesið um hvað umræðan sé vond; að við séum sífellt að karpa um aukaatriði, fara í boltann en ekki manninn, færa ekki rök fyrir máli okkar og svo er smiðshöggið rekið með tilvitnun í það sem Halldór Laxness sagði um kjarna málsins. Allt má þetta sjálfsagt til sanns vegar færa. Hins vegar er umhugsunarefni hvers vegna umræðuhefð sem svo mikil og víðtæk óánægja ríkir um er stunduð af jafn miklu kappi og raun ber vitni. Bakþankar 29. júní 2012 06:00
Fatlað fólk geti kosið með reisn Rétturinn til að kjósa telst til grundvallarréttinda borgara í lýðræðisríki. Miklu skiptir því að staðið sé að kosningum þannig að hver einasti borgari með kosningarétt geti nýtt kosningarétt sinn með fullri reisn. Fastir pennar 29. júní 2012 06:00
Íhald og fullveldi Hófsamir íhalds- og hægriflokkar á Norðurlöndum eru undantekningarlítið hlynntir Evrópusambandsaðild og hafa barizt eindregið fyrir henni. Þar kemur ýmislegt til; hagsmunir viðskipta- og athafnalífs sem þessir flokkar hafa löngum haft í fyrirrúmi, tengsl Evrópusamstarfsins og annars vestræns öryggis- og varnarsamstarfs, sem þeir hafa ekki síður staðið vörð um, og sú skoðun að lítil ríki eins og þau norrænu séu sterkari og hafi meiri áhrif við samningaborðið þar sem ákvarðanir eru teknar heldur en á jaðrinum, utan við kjarna Evrópusamstarfsins. Fastir pennar 28. júní 2012 09:00
Öld kvíða og kameljóna Aldir mannsins eru mislangar. Hún virkaði frekar stutt þessi síðasta. Nú þegar hún er liðin nefna menn hana öld bjartsýninnar. Þá eiga þeir við þessa stund sem leið frá því Berlínarmúrinn féll fyrir ríflega tveimur áratugum síðan og þar til að yfirstandandi ósköp byrjuðu fyrir fjórum árum eða svo. Fastir pennar 28. júní 2012 06:00
Af litlu bretti… Friðrik krónprins Dana hefur áhyggjur. Honum finnst landar sínir sólgnir í frægð án tillits til verðleika. Segir þá hópast í raunveruleikaþætti í sjónvarpi í þeirri einu von að öðlast umtal og athygli, minna fari fyrir raunverulegum hæfileikum. Æðsta markmiðið sé að verða frægur fyrir það eitt að vera frægur. Bakþankar 28. júní 2012 06:00
Hreint ekki boðlegt Ég fer bráðum í sumarfrí, langþráð auðvitað. Eru sumarfrí ekki alltaf langþráð? Veðrið er búið að vera gott og ég hlakka mikið til að geta verið úti að slæpast, hangsa með fjölskyldunni og safna freknum. Það er þó ekki alveg komið að því, ég þarf að vinna nokkra daga áður en ég er laus. Klára mína plikt. Það geri ég auðvitað þó sumarfiðringurinn kitli magann og mér verði oft litið út um gluggann. Bakþankar 27. júní 2012 06:00
Í strætó, á hjóli eða í rafbíl Hlutur iðnaðar og efnanotkunar er stærstur í losun gróðurhúsaloftegunda á Íslandi, eða um 44 prósent. Þar á eftir koma samgöngurnar en hlutur þeirra nemur um tuttugu prósentum af losun gróðurhúsaloftegunda á Íslandi. Fastir pennar 27. júní 2012 06:00
Dómur Landsdóms – síðari hluti Hinn 15. maí sl. birti höfundur fyrri pistil sinn um dóm Landsdóms frá 23. apríl sl. Þar var fjallað um fyrri hluta ákæru á hendur fyrrverandi forsætisráðherra fyrir brot á lögum um ráðherraábyrgð. Í síðari hluta ákærunnar, sem er viðfangsefni þessa pistils, var ákærða gefið að sök að hafa látið farast fyrir að halda ríkisstjórnarfundi um mikilvæg Fastir pennar 26. júní 2012 10:00
Útlendingar vita ekkert Við Íslendingar erum um margt sérkennilegur hópur. Ekki skortir okkur sjálfsálitið og við virðumst trúa því að við gerum allt öðrum betur. Meira að segja hrunið okkar var mest og best. Og, eðli málsins samkvæmt, vitum við allra best hvað okkur sjálfum er fyrir Bakþankar 26. júní 2012 09:30
Neikvæðar fréttir verða jákvæðar Fjölmiðlar fá talsvert af ábendingum frá fólki um eitt og annað sem betur mætti fara í nærumhverfi þess. Oft eru sagðar fréttir af sóðaskap, slæmri umgengni, sleifarlagi fyrirtækja eða sveitarfélaga við að halda umhverfinu snyrtilegu, slysagildrum og vondum frágangi við framkvæmdir. Fastir pennar 26. júní 2012 09:30
Hugarfarið þarf að breytast Almenningur er löngu orðinn þreyttur á þeim skrípaleik sem endalaust málþóf á Alþingi er orðið. Kvöld- og næturfundirnir, þar sem þingmenn tala um ekki neitt, eru ein ástæða þess að Alþingi nýtur ákaflega lítils trausts. Fastir pennar 25. júní 2012 06:00
Trúin á landið Ríó+20 ráðstefnan virðist hafa verið mikið stefnt-skal-að-þing og óneitanlega visst vonleysi farið að grípa um sig varðandi framtíð lífsins á Jörðinni, framtíð tegundanna. Maðurinn, sem tegund, sér afleiðingar gerða sinna – en hann getur ekki horfst í augu við þær. Guðleysingjum 20. aldarinnar hefur tekist að finna þúsund aðferðir við að afsanna tilvist æðri máttarvalda en ekki eina einustu til að sanna nauðsyn þess að lífið haldi áfram Fastir pennar 25. júní 2012 06:00
Jónsmessa Messa hvaða Jóns? Er það Jón Vídalín? Nei og ekki heldur Jón Gnarr. Messa Jóns er messa Jóhannesar skírara. Dögg Jónsmessunætur er blessuð og góð til baða! Frá því Jóhannes skírði Jesú í Jórdan hafa kristnir enn trúað að allt vatn veraldar hafi verið helgað. Það var ekki Jesús, sem græddi á skírninni, heldur veröldin. Auður djúpúðga vildi t.d. vegna þeirrar trúar, að hún yrði jarðsett í flæðarmáli. Jóhannes skírari er eiginlega postuli vatnsins og postuli náttúrunnar. Þess vegna hentaði hann helgun náttúruhátíða. Bakþankar 25. júní 2012 06:00
Stjórnmálasigur eða stjórnleysi? Formenn stjórnarflokkanna hafa skilgreint samþykkt veiðigjaldalaganna sem meiriháttar stjórnmálasigur. Forystumenn stjórnarandstöðuflokkanna telja sig á hinn bóginn hafa takmarkað skaðann um sinn. Fastir pennar 23. júní 2012 11:00
Fáðu já Hann var svolítið sætur og þegar hann bauð mér í bíltúr þar sem ég stóð bak við afgreiðsluborðið á kaffihúsinu fannst mér allt í lagi að þiggja það. Ég var sextán, hann nítján. Bíltúrinn varð að boði um að horfa á mynd heima hjá honum. Ég hafði aldrei gert neitt þessu líkt áður og fannst tími til kominn að lenda í einhverjum ævintýrum. Þegar þangað var komið runnu á mig tvær grímur. Við kysstumst. Ég sagðist vilja fara heim. Hann skildi það og keyrði mig heim. Í bílnum sagði hann orðrétt: "Ég hef engan áhuga á því að gera það með stelpu sem vill ekki gera það með mér.“ Bakþankar 23. júní 2012 06:00
Við erum öll druslur Í dag verður farin drusluganga niður Skólavörðustíg og Bankastræti að Lækjartorgi. Tilgangurinn er að vekja fólk til umhugsunar um kynferðisglæpi og þá útbreiddu ranghugmynd að þolendurnir beri á einhvern hátt ábyrgð á glæpnum með klæðnaði sínum, útliti eða framkomu. Fastir pennar 23. júní 2012 06:00
Píkuprump og logandi sleipiefni Kynlíf er ógeðslega fyndið. Pældu aðeins í því; píkuprump, rassaprump, sogblettur á hökunni, sleipiefni sem fær kynfærin til að loga, stuna sem vekur nágrannana, kjálki sem smellist í og úr lið, smokkur með væmnu gervibragði, skapahár á tungunni, týndur lykill að handjárnum, elskhugi sem vill láta öskra nafn sitt, blautur blettur í rúminu og svo typpi sem missir reisn. Fastir pennar 22. júní 2012 17:00
Ísland Hann er orðinn heldur þreyttur söngurinn um Nýja Ísland sem svo oft hefur verið sunginn síðan bankarnir fóru á hliðina. Af minnsta tilefni er spurt: Er þetta Nýja Ísland? og látið eins og þjóðin hafi sammælst um að ekkert yrði eins og það var. Bakþankar 22. júní 2012 06:00
Að banna útlendinga Á undan leikjum á EM karla í knattspyrnu er auglýsing frá UEFA sem sýnir fólk af ólíkum stærðum og gerðum skiptast á fótboltatreyjum. Það eru auðvitað góð skilaboð: Við ættum aldrei að mismuna fólki vegna einhvers sem það ræður engu um. Síðan er það spurning hvort íþróttahreyfingar nær og fjær fylgi sjálfar þessari reglu. Fastir pennar 22. júní 2012 06:00
Prinsippkonan Ein ástæða þess að almenningur hefur svo litla trú á stjórnmálamönnum er að þeir ástunda í sífellu tvöfalt siðgæði. Aldrei er það skýrara en þegar menn færast úr stjórnarandstöðu í ráðherrastól. Þá sitja þeir sem fastast þótt þeir verði uppvísir að mistökum sem þeir hefðu áður talið að ættu klárlega að kosta ráðherra embættið. Fastir pennar 22. júní 2012 06:00
Mylsnan af borðum meistaranna Hvenær ætlarðu svo að skrifa alvöru bók?“ voru algengustu viðbrögðin sem ég fékk þegar fyrsta unglingabókin mín birtist í hillum verslana fyrir nokkrum árum. Ég gerði mér grein fyrir að ég hafði valið mér ranga hillu. Ég hefði átt að velja þá sem kennd er við fegurð; skrifa James Joyce-íska hugflæðið sem kom eitt sinn til mín í draumi um einbúa á eyðibýli sem tekur ástfóstri við þúfu en deyr svo í snjóflóði. Halló tilnefning til Íslensku bókmenntaverðlaunanna! Bakþankar 21. júní 2012 06:00
Sigrar og sættir Einhverra hluta vegna finnst mörgum liðsmönnum og stuðningsmönnum ríkisstjórnarinnar að hún hafi beðið ósigur vegna þeirrar málamiðlunar sem gerð var við stjórnarandstöðuna um afgreiðslu frumvarpanna um stjórn fiskveiða. Frumvarpið um veiðigjald var samþykkt, þó með talsvert lægra gjaldi en upphaflega var lagt upp með, en frumvarpið um ýmsar breytingar á sjálfu fiskveiðistjórnunarkerfinu var lagt til hliðar. Fastir pennar 21. júní 2012 06:00
Margt smátt eykur kaupmátt launa Rekstur heimilisins er erfiður á Íslandi, ekki síst vegna verðbólgunnar sem nær aldrei er fyrir neðan markmiðið um 2,5 prósent. Of mikil verðbólga gerir lánakjör húsnæðislána óhagstæð, bæði óverðtryggðra og verðtryggðra til lengri tíma, og minnkar kaupmátt launa. Fastir pennar 20. júní 2012 12:33
Þurrbrjósta á bráðadeild Það er kunnara en frá þurfi að segja að niðurskurður í heilbrigðiskerfinu hefur verið allbrattur síðastliðin ár. Reyndar svo mikill að enginn hefði trúað því að þetta væri hægt, að óreyndu. Margir, og ég þar á meðal, hafa lýst áhyggjum af því að með þessum niðurskurði myndi óumflýjanlega fylgja skert þjónusta. Reynsla margra er eflaust einmitt sú, um það efast ég ekki. Bakþankar 20. júní 2012 10:30
Lýðræði kostar Á Íslandi er mikið kvartað yfir lélegum stjórnmálum. Með annarri hendinni fúlsa vandlætarar yfir því að stjórnmálamennirnir okkar séu ekki hæfari, heiðarlegri, betri. Með hinni steyta þeir hnefann framan í þann mikla kostnað sem fylgir tilvist þjóðþings og þeirra sem á því sitja. Fastir pennar 20. júní 2012 06:00
Bara örfá dæmi Vinkonu minni hefur verið nauðgað þrisvar. Hún lagði aldrei fram kæru. Hún er lesbía. Einn af þeim sem nauðguðu henni var æskuvinur hennar. Hann vissi að hún var lesbía en var samt sannfærður um að ef hún fengi alvöru karlmann inn í sig, þá myndi hún skipta um skoðun. Hún var áfengisdauð þegar hann tók þessa ákvörðun. Þegar hú Bakþankar 19. júní 2012 09:30
Öryggi sjúklinga – dæmisaga úr kerfinu Það er áhugavert að fylgjast með þeirri umræðu sem verið hefur um samtengda rafræna sjúkraskrá undanfarin ár og seinaganginn í því verkefni. Við höfum um nokkurt skeið verið með því sem næst sama sjúkraskrárkerfið á öllum heilsugæslustöðvum, heilbrigðisstofnunum og sjúkrahúsum hérlendis, þá hafa einnig sérfræðilæknar og einkareknar læknastöðvar verið að notast við sama kerfið en það heitir Saga. Fastir pennar 19. júní 2012 06:00
Vondu fyrirmyndirnar okkar Furðulegt hefur verið að fylgjast með umræðum innan íþróttahreyfingarinnar undanfarna daga um flengingar sem einhvers konar hópefli og "busavígslu“ í íþróttaliðum. Málið komst í hámæli eftir að nýliði í landsliðinu í handbolta sagðist gera ráð fyrir að verða flengdur eftir fyrsta landsleikinn sinn og að það væri guðsþakkarvert að ein af handboltahetjunum okkar væri hætt í liðinu, af því að viðkomandi kempa væri svo harðhent. Fastir pennar 19. júní 2012 06:00
Framsækin ríkisstjórn í umhverfis- og auðlindamálum: Nýi stjórnarsáttmálinn. Stefán Jón Hafstein Skoðun
Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun