Fastir pennar

Fastir pennar

Fréttamynd

Fegrunaraðgerðir

Vandinn sem skapast hefur vegna PIP sílíkonfyllinga sem settar hafa verið í brjóst um 440 kvenna hér á landi er nokkuð stór. Óþægindin sem konurnar sem um ræðir verða fyrir eru mikil og fjárhagslegt tjón er talsvert þótt ekki sé komið í ljós hver mun á endanum bera það.

Fastir pennar
Fréttamynd

Paraskevidekatriaphobia

Af því að það er gaman að skrifa þetta orð. Svo má líka prófa að segja það… ekki vera hrædd, þið verðið hvorki lostin eldingu né bitin af svörtum stigaketti þótt þið prófið að segja orð sem þið hafið líklegast aldrei heyrt sagt og vitið ekkert hvað þýðir. Orð eru bara orð, er það ekki?

Bakþankar
Fréttamynd

Farsæll dauði hverfaforgangs

Umboðsmaður Alþingis hefur komist að þeirri niðurstöðu að nýjar reglur um hverfaforgang í framhaldsskólum gangi ekki upp. Lagaheimild hafi skort, reglurnar hafi ekki verið settar með reglugerð heldur með bréfaskriftum og birtingu þeirra hafi verið ábótavant. Hæpið sé að stjórnarskráin heimili slíka takmörkun á aðgengi til náms. Ráðuneytið fær, með öðrum orðum, falleinkunn.

Fastir pennar
Fréttamynd

Kynlífssvelti er óspennandi vopn

Spurning: Mér leikur forvitni á að vita hvort það sé til afmælisgjöf fyrir frúna sem kryddar upp á kynlífið sem má samt opna fyrir framan tengdaforeldrana á afmælisdaginn?

Fastir pennar
Fréttamynd

Sekir þar til sakleysi er sannað

Fangabúðir Bandaríkjamanna í bandarísku flotastöðinni við Gvantanamóflóa á Kúbu hafa nú verið við lýði í áratug. Jafnlengi hafa þar verið framin svívirðileg mannréttindabrot á þeim föngum sem þangað hafa verið hnepptir. Nokkrir þeirra fanga sem hafa verið í Gvantanamó voru yngri en átján ára þegar þeir voru sendir þangað, sá yngsti fjórtán ára.

Fastir pennar
Fréttamynd

Konungur dýranna er ekki ljón

Krúttfréttir af dýrum eru klassískt fréttaefni. Konungur dýranna í íslenskum fjölmiðlum er hins vegar alls ekki ljón. Langt í frá. Það er pandabjörn.

Bakþankar
Fréttamynd

Að vita hvað maður borðar

Reglugerð um merkingar erfðabreyttra matvæla tók loks gildi hér á landi nú um áramótin en níu ár eru liðin síðan slík reglugerð tók gildi innan Evrópusambandsins. Gildistöku þess hluta reglugerðarinnar sem tók til matvæla var þó frestað síðastliðið haust þrátt fyrir mótmæli meðal annars Neytendasamtakanna og Samtaka lífrænna neytenda.

Fastir pennar
Fréttamynd

Hált í hvoru

Þegar Jón Gnarr varð borgarstjóri biðu margir í ofvæni eftir því hvernig hann myndi spjara sig á hinu "pólitíska svelli“. Enginn meinti það bókstaflega en sú er engu að síður orðin raunin; hið pólitíska svell er orðið að áþreifanlegum veruleika í Reykjavík, undir brakandi kliði í brotnum mjöðmum og undnum hnjám.

Bakþankar
Fréttamynd

Getur Alþingi afturkallað málshöfðun á hendur fyrrverandi forsætisráðherra?

Formaður Sjálfstæðisflokksins hefur lagt fram tillögu á Alþingi þar sem lagt er til að þingið álykti að fella úr gildi fyrri ályktun þess um málshöfðun gegn fyrrverandi forsætisráðherra frá 28. september 2010. Þá feli Alþingi saksóknara þingsins að afturkalla í heild ákæru sem þingfest var fyrir Landsdómi 7. júní 2011. En getur Alþingi afturkallað málshöfðun á hendur ráðherra? Um það verður fjallað að þessu sinni.

Fastir pennar
Fréttamynd

Deilt um áhættu

Gömul saga og ný er að stjórnmálamenn sjást ekki alltaf fyrir í áhuga sínum á að vinna verkefnum í heimabyggð gagn. Raunar mætti halda því fram að áherslur stjórnmálamanna í vegamálum vegi þungt sem röksemd með því að gera landið allt að einu kjördæmi.

Fastir pennar
Fréttamynd

Man einhver eftir Manning?

Þrátt fyrir takmarkalitla möguleika til að verða sér úti um upplýsingar og koma þeim á framfæri á nýstárlegan máta er stundum eins og íslenskir fjölmiðlar nýti sér allir sömu fréttauppsprettuna. Á þetta bæði við um innlendar sem erlendar fréttir. Kannski endurspeglar það umræðuhefðina í samfélaginu; svo virðist sem okkur láti best að fókusa á eitt afmarkað mál þar til við hættum að hafa áhuga á því og snúa okkur síðan að því næsta. Þess vegna virðist manni stundum sem mál hverfi úr vitund okkar, eitthvað sem allir eitt sinn ræddu liggur í þagnargildi.

Bakþankar
Fréttamynd

Samkomuhús Reykvíkinga

Verði hús vinsælt í Reykjavík fer það rakleitt á válista. Ekkert er húsi skeinuhættara í þessari borg en að margir taki ástfóstri við það og fólki líði vel þar. Þá renna þær á lyktina hinar mennsku veggjalýs sem nærast á innviðum húsa og samfélags.

Fastir pennar
Fréttamynd

Kaupmátturinn kemur í kvöld

Í upphafi árs fálmum við innst inn í hugarfylgsnin og athugum hvað leynist í myrkum skotunum. Við gröfumst fyrir um líðan okkar og lofum sjálfum okkur að bæta bæði hag og heilsu, hvort sem það er gert með hugrækt, líkamsrækt eða vetraráformum um sumarferðalag. Sumir einsetja sér líka að taka fjárhaginn fastari tökum en áður og bregða sér á námskeið í heimilisbókhaldi. Nú er það nefnilega sjálfur Kaupmátturinn sem segir helst til um ástand íslensku þjóðarinnar. Rétt fyrir jól byrja fjölmiðlar að flytja fréttir af ferðum Kaupmáttarins mikla og auðvitað kom hann arkandi ofan úr fjöllunum með poka fullan af glingri. Og vei þeim sem ekki fengu nýja spjör. Þeir þurfa ekki að kemba hærur sínar.

Bakþankar
Fréttamynd

Erfitt að biðjast afsökunar

Þegar nákvæmlega ár er liðið frá því að mengunarhneykslið vegna Funa á Ísafirði komst í hámæli kemst nýtt mengunarmál í fréttirnar. Sá fréttaflutningur bendir ekki til að menn hafi lært mikið af fyrra málinu.

Fastir pennar
Fréttamynd

Skilaboð í umbúðum

Sagt er að brottvikning Jóns Bjarnasonar úr ríkisstjórn eigi að auðvelda framhald aðildarviðræðnanna. Steingrímur Sigfússon hefur að sönnu verið lagnari en Jón Bjarnason að teygja lopann í þeim efnum en staðfesta hans gegn aðild er þó engu minni. Ekki er því á vísan að róa að brottvikning Jóns breyti öllu í þessu efni þegar á reynir. Úr brottvikningu Árna Páls Árnasonar má allt eins lesa þau skilaboð að samstarfið við VG sé Samfylkingunni mikilvægara en aðildarstefnan.

Fastir pennar
Fréttamynd

Köllun forseta

Varla hafði forseti Íslands lokið nýársávarpi sínu þar sem hann gaf í skyn að hann myndi ekki gefa kost á sér til endurkjörs í sumar, fyrr en samkvæmisleikurinn "Finnum forseta“ upphófst í fjölmiðlum og hvar sem fólk kom saman. Í sjálfu sér er ekkert athugavert við að þjóðin svipist nú um eftir heppilegum frambjóðendum í sínum röðum og ástæðulaust er að setja út á að fjölmiðlar taki að sér hlutverk ákveðins leitarljóss í þessari eftirgrennslan. Að mínu mati væri þó afar óæskilegt ef fyrir því myndaðist sú stemning að fjölmiðlar einir hefðu tillögurétt í þessum efnum.

Bakþankar
Fréttamynd

Gangið lengra

Sitjandi ríkisstjórn efndi vilyrði úr stjórnarsáttmála sínum á gamlársdag þegar hún fækkaði ráðuneytum í níu og kynnti áform um að fækka þeim í átta. Opinberar umræður um þessa aðgerð hafa að mestu snúist um persónur þeirra sem þurftu að standa upp úr ráðherrastólum sínum og þá meintu pólitísku óvild sem bjó að baki brottvikningu þeirra. Mun minna hefur verið rætt um hversu skynsamlegt það er að ráðast í skipulagsbreytingar í íslensku stjórnkerfi. Og enn minna um hversu nauðsynlegt er að halda þeim áfram.

Fastir pennar
Fréttamynd

Trjálundur framliðinna gæludýra

Það er enginn maður með mönnum um þessar mundir nema komið hafi verið að máli við hann um að bjóða sig fram til forseta. Ég varð því upp með mér þegar skorað var á mig að taka slaginn. Það var að vísu eiginmaðurinn sem setti fram þá frómu ósk. Hann hafði nefnilega augastað á goðsagnarkenndum vínkjallara Bessastaða. Tvennt kom til í ákvörðun minni um að sækjast ekki eftir embættinu. Þótt fólk af minni árgerð megi aka bíl, drekka áfengi, fjölga sér, setja banka á hausinn og dikta upp lög á Alþingi höfum við ekki aldur til að neita sömu lögum staðfestingar með konunglegu veifi innblásnu sjálfsþóttafullum þjóðernismóði því forseti þarf að vera minnst 35 ára. Þótt þessi fyrri ástæða teljist nokkuð óhagganleg vó hin síðari sem hér fer á eftir hins vegar þyngra.

Bakþankar
Fréttamynd

Tvískipt félag

Frá því var sagt í gær að skipulagsbreyting hefði verið gerð hjá 365 miðlum. Hún felst í að sjö blaðamenn færast af ritstjórn Fréttablaðsins yfir á sölu- og þjónustusvið fyrirtækisins. Starfsmennirnir hafa skrifað í kynningarblöð sem gefin eru út af 365 og er dreift með Fréttablaðinu.

Fastir pennar
Fréttamynd

Gegn lögum og vísindum

Sumir segja að Jón Bjarnason hafi verið rekinn úr embætti vegna andstöðu sinnar við ESB. Það má vel vera, en barátta hans fyrir óvandaðri stjórnsýslu og andstaðan við vísindaleg vinnubrögð í landbúnaði og sjávarútvegi hefðu vel mátt duga til brottreksturs, án þess að fleira kæmi til.

Fastir pennar
Fréttamynd

Hirða rusl, moka og skafa

Sjónin sem blasti við á forsíðumynd Fréttablaðsins í gær er því miður alltof algeng eftir áramótin. Fleiri kíló af kössum utan af flugeldatertum skilin eftir á fallegu útivistarsvæði í Fossvogsdalnum, þar sem fjöldi manns gengur, hleypur, skíðar og rennir sér á sleða þessa dagana.

Fastir pennar
Fréttamynd

Stóra áramótaheitið

Þorir þú? Áramót veita tækifæri til að núllstilla og forgangsraða. Framundan er opinn tími. Hvernig getur þú notið þess tíma best, sem þér er gefinn? Ef þú lætur aðeins stjórnast af áreiti daganna og gerir ekkert annað en að bregðast við hættir þú að heyra rödd hjartans. Þá blæs viskan hjá og spekin líka. Siglandi skip þarfnast stefnu og menn þarfnast líka stjórnar á sínum lífssjó.

Bakþankar
Fréttamynd

Íþrótta- og tómstundaráð 25 ár í fararbroddi

Íþrótta- og tómstundaráð Reykjavíkur (ÍTR) átti aldarfjórðungsafmæli á nýliðnu ári. Þótt lítið hafi farið fyrir hátíðarhöldum vegna afmælisins, er ekki úr vegi að líta um öxl í lok afmælisárs og meta hvernig ráðið hefur sinnt hlutverki sínu í gegnum tíðina í þágu íþrótta-, tómstunda- og æskulýðsmála í Reykjavík.

Fastir pennar
Fréttamynd

Fjölbreytni í framhaldsskólum

Umboðsmaður Alþingis hefur komist að þeirri niðurstöðu að menntamálaráðuneytinu hafi ekki verið heimilt að ákveða að taka frá 45 prósent fyrir forgangshópa sem voru nemendur úr grunnskólum í nágrenni framhaldsskólanna.

Fastir pennar
Fréttamynd

Amstrið tekur yfir

Sviptingar urðu í Stjórnarráðinu um áramótin og stokkað var upp í skipan ráðuneyta. Sjálfsagt eru þetta heilmikil tíðindi en einhvern veginn kippti ég mér ekkert upp við þetta. Forsetinn tilkynnti að hann ætlaði ekki að bjóða sig fram aftur, en ég kippti mér ekki heldur upp við það. Nennti ekki að taka þátt í vangaveltum um hver yrði næsti forseti né hvort von væri á "ferskari“ vindum í stjórnmálunum með nýjum framboðum. Hef hálfpartinn litla trú á stjórnmálaafli sem hefur hvorki stefnuskrá né nafn þegar það stígur fram.

Bakþankar
Fréttamynd

Forsetakjör á nýjum forsendum

Komandi forsetakjör kann að verða ólíkt þeim fyrri í ljósi þess að sitjandi forseti, Ólafur Ragnar Grímsson, hefur breytt eðli embættis síns. Það er eiginlega orðin klisja að segja það en embættið er orðið pólitískara. Skýrasta dæmið er án efa að Ólafur virkjaði málskotsrétt forseta með því að hafna í þrígang að skrifa undir lög frá Alþingi. Þá hefur Ólafur í raun leyft sér hin síðari ár að reka eigin utanríkisstefnu án, að því er virðist, mikils samráðs við utanríkisþjónustuna. Með þessi fordæmi til staðar er eftir meiru að slægjast fyrir stjórnmálahreyfingar landsins að koma "sínum manni“ að.

Bakþankar
Fréttamynd

Leikarar hér og þar

Leiklist er dásamleg þegar best gerist og góð skemmtun þó að efnið sé ekki hátimbrað. Leiklist finnum við í leikhúsi og kvikmyndahúsum, en líka í daglegu lífi. Stundum er það leikaraskapur, en oft hreinasta snilld. Um það vitna leikararnir í Alþingishúsinu sem allir geta fylgst með. Forsetinn okkar er þó fremstur í flokki, enda með áratuga reynslu í faginu. Það kom dável í ljós þegar hann fór fögrum og fáguðum orðum

Fastir pennar
Fréttamynd

Betri skóli og minni sóun

Undanfarna mánuði hefur verið rætt um að taka upp inntökupróf í Háskóla Íslands til að fækka fólki sem skráir sig þar í krefjandi akademískt nám án þess að ráða við það eða hafa á því raunverulegan áhuga.

Fastir pennar
Fréttamynd

Megi rokkið lifa þó ég deyi

Undanfarin þrjú ár hef ég verið heimagangur hjá fjölskyldu einni í bænum Baza hér í Andalúsíu þar sem ég hef verið að hjálpa unglingunum á bænum að nema ensku. Mér er minnisstætt þegar ég hóf þessa heimavitjun hversu fjörugur fjölskyldufaðirinn var. Hann er gamall rokkari og leiftraði allur þegar ég gerði grein fyrir aðdáun minni á Led Zeppelin og Deep Purple. Mér er einnig minnisstætt þegar þessi fimmtugi fjölskyldufaðir yngdist um þrjátíu ár þegar hann var að búa sig undir að fara á tónleika með AC/DC í Sevilla.

Bakþankar