Fastir pennar

Fastir pennar

Fréttamynd

Vondar fréttir, samstillt viðbrögð

Eldgosið í Grímsvötnum minnir okkur enn og aftur á að við búum í landi þar sem náttúruöflin eru óútreiknanleg og geta hvenær sem er gripið harkalega inn í okkar daglega líf. Náttúran sýnir mátt sinn og megin og manneskjurnar verða um leið ósköp smáar frammi fyrir þeim ógnarkrafti sem í henni býr.

Fastir pennar
Fréttamynd

Fréttir úr sortanum

Ógæfu Íslands verður allt að vopni, æpti ég upp yfir mig í gær þegar ég horfði á fréttir úr sortanum á Kirkjubæjarklaustri og nágrenni. „Fyrst hrunið með tilheyrandi kaupmáttarrýrnun,

Bakþankar
Fréttamynd

Réttlæti siðaðra þjóða

Undanfarnar vikur hefur athygli heimsbyggðarinnar beinst að Úganda, litlu ríki í Austur-Afríku sem miðað við smæð hefur verið furðu oft í fréttum frá því ég komst til vits á ára.

Bakþankar
Fréttamynd

Unnið fyrir opnum tjöldum

Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur, svo og Heilbrigðiseftirlit Hafnarfjarðar og Kópavogssvæðis, hafa gert alvarlegar athugasemdir við frummatsskýrslu Orkuveitu Reykjavíkur vegna fyrirhugaðrar jarðhitavinnslu við Gráuhnúka í Bláfjöllum.

Fastir pennar
Fréttamynd

Draumurinn um „eitthvað annað“

Fjármálaráðherra skrifaði grein í vikunni sem var málefnaleg tilraun til að sýna fram á að Ísland væri að rísa á ný. Síðast þegar ráðherrann reyndi þetta með yfirlýsingu á Alþingi um nýtt hagvaxtarskeið barði Hagstofan hann niður strax daginn eftir meðhttp://edit.visir.is/apps/pbcsedit.dll/red# tölum um samdrátt í stað hagvaxtar.

Fastir pennar
Fréttamynd

Hverjir eru bestir?

Amerískur spéfugl sneri eitt sinn út úr þekktu máltæki og sagði að þótt hægt væri að leiða mann að háskóla væri ekki hægt að láta hann hugsa.

Fastir pennar
Fréttamynd

Fara markmiðin saman?

Markaðurinn, fylgirit Fréttablaðsins um viðskipti, sagði í gær frá nýrri mælingu svissneska viðskiptaháskólans IMD á samkeppnishæfni ríkja. Ísland sígur um eitt sæti á listanum, niður í það 31. en var árið 2006 í fjórða sætinu. Flest lönd sem við viljum bera okkur saman við eru miklu ofar á listanum.

Fastir pennar
Fréttamynd

Allir eru jafnir fyrir lögum

Stjórnlagaráð leggur í hverri viku fram tillögur að texta nýrrar stjórnarskrár. Textinn birtist í áfangaskjali á vefsetri ráðsins (stjornlagarad.is). Þar getur hver sem er kynnt sér textann og gert tillögur um breytingar á honum. Hugsunin á bak við þetta fyrirkomulag er að þjóðin sjálf setur sér nýja stjórnarskrá, þótt stjórnlagaráðið hafi verið kosið og síðan skipað til að sitja við lyklaborðin. Það er hugur í ráðinu, ríkur samhugur. Þess má vænta, að lokagerð textans muni, þegar allir hnútar hafa verið hnýttir, geyma ýmis nýmæli og horfa til framfara svo sem þjóðfundurinn í október 2010 kallaði eftir og stjórnlagaráðinu ber samkvæmt lögum að taka mið af. Hrunið land þarf hreint borð.

Fastir pennar
Fréttamynd

Áfram frjáls för

Frjáls för fólks á milli ríkja Evrópu er einn mikilvægasti ávinningur Evrópusamstarfsins. Hægt er að ferðast frá Bjargtöngum í vestri til Narvi í Eistlandi í austri án þess að standa í biðröð eftir vegabréfaskoðun. Svíinn, sem afgreiðir í búð í Kaupmannahöfn og talar við íslenzka viðskiptavini með skánskum hreim, sá ekki einu sinni landamæravörð við skiltið „Danmark" við Eyrarsundsbrúna þegar hann ók í vinnuna. Víða um Evrópu eru landamærin ekki annað en strik á korti.

Fastir pennar
Fréttamynd

Leitin að egginu!

Umræða um kynlífstækjanotkun hefur einskorðast við konur og kannski má það rekja til spennings okkar yfir heimakynningum á titrandi gersemum. Eða því hversu ábyrgðarfullar við erum í að tryggja okkar eigin fullnægingu. Hvað sem því líður sýnir nýleg rannsókn að meirihluti samkynhneigðra og tvíkynhneigðra karlmanna eigi einnig myndarlegan dótakassa. Tækin einskorðast því ekki við konur þó að umræðan eigi það til að gera það.

Fastir pennar
Fréttamynd

Grautað í pottum

Efni frumvarps sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra til breytinga á fiskveiðistjórnunarlöggjöfinni liggur nú loksins fyrir, þótt enn hafi frumvarpið ekki verið lagt formlega fram á Alþingi. Óhætt er að fullyrða að frumvarpið staðfesti þær áhyggjur sem margir höfðu fyrirfram af því að þar væri hreint glapræði á ferðinni.

Fastir pennar
Fréttamynd

Hinn hreini tónn

Vídalín og Laxness voru í Hörpu um helgina. Oft hef ég ekið framhjá þessum glerkletti, hugsað um sögu byggingarinnar og glímt við andstæðar kenndir hrifningar og harms. Ég gekk svo með elskunni minni yfir fallega trébrú og á Hörputorg. Fólksmergðin var eins og á þjóðhátíð. Litir og form glerhnullunganna heilluðu. Forskálinn, almenningurinn, kom á óvart vegna stærðar.

Bakþankar
Fréttamynd

Varnagli á pung

Ég er því fegin að eldast. Ég geri ekki lítið úr fórnunum; tannskemmd sem ég kom auga á um daginn og hef ekki enn tímt að láta gera við (ég veit þetta hljómar ekki smart), afar sérstakt útlit þegar ég vakna á morgnana og lít í spegil, nokkrar tegundir af lyfjum (sem ég man aldrei hvort ég er búin að taka eða ekki því minnisleysi er líka farið að gera vart við sig).

Bakþankar
Fréttamynd

Tími breytinga

Tölur, sem voru kynntar á ráðstefnu Félags kvenna í atvinnurekstri, Samtaka atvinnulífsins og Viðskiptaráðs á föstudag, sýna að þrátt fyrir að sett hafi verið lög um jafnari hlutföll kynjanna í stjórnum fyrirtækja fjölgar konum í stjórnum mjög hægt. Hlutfall kvenna meðal stjórnarmanna í 300 stærstu fyrirtækjum landsins er um 19 prósent, en hlutur annars kynsins má ekki vera lakari en 40% samkvæmt löggjöfinni.

Fastir pennar
Fréttamynd

Hætta að karpa...

Ég fór að skoða Hörpu. Falleg er hún að utan og glerhjúpurinn á eftir að verða ævintýralegur í síkvikri reykvískri birtunni. Við erum núna fullvissuð um að stuðlabergsformin fyrir utan séu alls alls alls ekki stuðlaberg heldur bara stærðfræði – gullinsniðsstúdía – bara tölur, ekkert annað – og þar að auki sé stuðlabergið ekkert séríslenskt og auk þess ekkert sérstakt…

Fastir pennar
Fréttamynd

Hvernig er velferðin tryggð?

Stundum þarf að benda á sjálfsagða hluti, sem eiga að liggja í augum uppi og vera á hvers manns vitorði en eru það af einhverjum orsökum ekki. Þetta er gert í svokallaðri skoðun Viðskiptaráðs, sem sagt var frá hér í blaðinu í vikunni.

Fastir pennar
Fréttamynd

Hverjir elska okkur mest?

Fram undan er Eurovision. Sumir líta á Eurovision sem söngkeppni, ég lít á hana sem margvítt reikningsdæmi. Keppnin hefur nefnilega á undanförnum árum orðið mörgum merkum fræðimönnum tilefni vandaðra skrifa í virt vísindatímarit. Jæja, kannski ekki mjög virt. Og kannski hafa skrifin ekki alltaf verið vönduð. Og kannski hafa fræðimennirnir hvorki verið margir né merkir. En eitthvað hafa þeir nú fundið út.

Fastir pennar
Fréttamynd

Húsið okkar hún Harpa

Ég var ein af þeim sem áttu ekki til orð yfir öllum þeim milljörðum sem kostnaður við byggingu Hörpunnar fór fram úr áætlun. Fussaði og sveiaði yfir bruðli og flottræfilshætti og fór í fýlu í hvert sinn sem ég keyrði framhjá byggingarsvæðinu við höfnina. „Réttast hefði verið að jafna kumbaldann við jörðu," tautaði ég með sjálfri mér. Gegnum árin hef ég ekki verið tíður gestur á tónleikum Sinfóníuhljómsveitar Íslands og einungis nokkrum sinnum farið í Óperuna, þá í ódýrustu sæti uppi undir rjáfri.

Bakþankar