Verkefnin eru ærin í 100 daga áætluninni Margt gott er að finna í 100 daga áætluninni sem ríkisstjórnin nýja kynnti á sunnudag, en í honum endurspeglast vitanlega hversu ærin verkefni er við að fást. Fastir pennar 13. maí 2009 06:00
Bréf til Svavars Svavar, það hafa fjölmargir haft samband við mig og beðið mig um að leggja ykkur lið í samninganefndinni um Icesave. Ég taldi að slíkt ætti ekki fyrir mér að liggja en hvað veit maður á þessum síðustu og verstu tímum þegar ólíklegustu hlutir gerast? Sjáðu bara hvernig fór fyrir henni Svandísi, hún er ekki búin að tylla sér í þingsætið sitt og það er strax búið að véla hana í ráðherrastól. Og sjáðu líka hvernig fór fyrir skáldkonunni sem mótmælti með svo góðum ljóðum að hún endaði á þingi. Já, það er eins gott að passa sig. Bakþankar 13. maí 2009 00:01
Gulur, rauður, grænn og blár Vöruskorturinn, sem talað var um í haust, er farinn að láta á sér kræla. Hann er að sjálfsögðu martröð allra þeirra sem óttast að þurfa að bíða tímunum saman í röð eftir lauk en fá síðan bara lakkrís þegar loks kemur að þeim eða þá að þurfa að gefa börnum heimatilbúna bréfbáta í afmælisgjöf. Það gæti verið gott að fara að rifja upp handbrögðin því nú er sjálfsögð vörutegund orðin nokkuð vandfundin - gömlu góðu vaxlitir frá Crayola í gulu og grænu pökkunum. Bakþankar 11. maí 2009 06:00
Nýtt samningaþóf Það er rétt hjá Steingrími Sigfússyni fjármálaráðherra að þau tímamót hafa orðið að í fyrsta sinn situr við völd hrein vinstri stjórn í landinu. Það eru afgerandi kaflaskil í stjórnmálasögunni. Fastir pennar 11. maí 2009 06:00
Vinstri stjórn Það er engan veginn auðvelt eða sjálfsagt mál fyrir VG og Samfylkingu að mynda saman ríkisstjórn: flokkarnir hafa í grundvallaratriðum andstæðar skoðanir í Evrópumálum og foringjar beggja flokkanna þurfa að geta staðið frammi fyrir sínu fólki og varið þá leið sem farin var. Úr mörgu þarf að greiða. Fastir pennar 11. maí 2009 06:00
Vorhreingerningin Til allrar hamingju hef ég aldrei þurft að taka til í ríkisfjármálum, sópa út spillingu eða pakka niður úr sér genginni hugmyndafræði. Mig grunar samt að í grunninn sé ekki svo mikill munur á því að gera stórhreingerningu heima hjá sér og að taka til í heilu þjóðarbúi. Sömu lögmál hljóta að eiga við - að halda sér vel að verki og beita sjálfan sig aga því það er freistandi að gefast upp í miðjum klíðum og sópa bara öllu undir mottu. Bakþankar 8. maí 2009 06:00
Biðin langa Má bjóða þér að bíða?" spyr ritarinn í símanum þegar sá sem ég er að reyna að ná í reynist vera upptekinn. Jú, ég bíð og leiðinleg tónlist glymur í eyranu á mér. Mér leiðist að bíða. Það er erfitt að geta ekki haft áhrif á gang mála, vopnin eru slegin úr höndum manns og maður hangir í lausu lofti. Bakþankar 7. maí 2009 06:00
Ísland í meðferð Engum er minnkun að því að leggjast inn á Vog, öðru nær. Margir Íslendingar hafa kosið að fara í meðferð, sem hefur skilað álitlegum hópi manna góðum og varanlegum árangri. Margir fara að sönnu of seint af stað, draga það of lengi gegn ítrekuðum áskorunum aðstandenda og lækna. Vandinn hneigist til að ágerast um afneitunartímann. En þegar menn horfast loksins í augu við sjálfa sig, ástvini sína og aðra og leggjast inn, vaknar von um að sigrast á vandanum. Þá ríður á samheldni, trausti og úthaldi: að þrauka, þreyja Þorrann, gefast ekki upp. Fastir pennar 7. maí 2009 06:00
Enn er kallað á veglega lækkun vaxta Áframhaldandi varfærnar stýrivaxtalækkanir um 100 til 150 punkta þar sem óvissa ríkir um áframhaldið leiða þjóðina ekki annað en í ógöngur, efnahagslægðin sem við göngum í gegn um verðu dýpri og langvinnari en ella og enn frekar dregur úr trausti umheimsins á íslenska efnahagsstjórn. Þetta er álit skuggabankastjórnar Markaðarins sem birtist í blaðinu í dag. Fastir pennar 6. maí 2009 07:00
Í Stjórnarráðinu Jóhanna feykir upp dyrunum og drífur sig óðamála inn. „Hæ, Steingrímur. Fyrirgefðu hvað ég er sein, var stoppuð af fréttamönnum frammi." Steingrímur svarar án þesss að líta upp úr dagblaðinu. „Ekkert mál, ekki eins og okkur liggi á. Hvað sagðirðu þeim annars?" Jóhanna hengir rauða jakkann upp á snaga. „Bara það sama og síðast, að okkur þokaði vel áfram í stjórnarmyndunarviðræðum en ég gæti ekkert gefið upp fyrr en endanlega niðurstaða lægi fyrir. Og svo minnti ég þá á að það er ennþá starfandi ríkisstjórn." Bakþankar 5. maí 2009 06:00
Útrás og einangrun Það er ekki undarlegt að minnimáttarkennd sæki iðulega að smáþjóð eins og Íslendingum. Hitt er merkilegra að birtingarmynd hennar virðist iðulega vera belgingur og yfirgengilegt mont. Það lýsir sér í því að þeir sem vilja upphefja land og þjóð telja okkur hátt yfir aðrar þjóðir hafnar, nema þá einna helst stórþjóðir. Ekki þarf að leita langt eftir dæmum. Fyrir fáeinum misserum ályktaði t.d. Viðskiptaráð að Íslendingar mættu ekki bera sig saman við Norðurlöndin vegna þess að við stæðum þeim „framar á flestum sviðum". Tímabundinn skyndigróði var enda talinn til marks um séríslenskt hugvit sem aðrar þjóðir deildu ekki með okkur. Þetta átu svo ráðamenn þjóðarinnar hver upp á fætur öðrum. Þannig varð til hugtakið „útrás" sem staðfesti draumsýn Íslendinga. Núna ættu aðrar þjóðir að læra bissness af okkur en við þyrftum svo sannarlega ekkert að læra af þeim. Á bak við orðræðuhefð útrásarinnar var þó áratugagömul hugmyndaleg ræktun íslensku minnimáttarkenndarinnar sem birtist til skiptis í vesældómi og vantrú á eigin getu á milli þess sem hún brýst út í monti og ofmati á eigin hæfileikum. Fastir pennar 5. maí 2009 06:00
Óþörf óvissa Ríkisstjórnin var mynduð fyrir rúmum þremur mánuðum með skýru þingræðislegu umboði. Nú hefur hún fengið umboð fólksins í kosningum með sögulegum sigri VG og góðri kosningu Samfylkingarinnar. Hvers vegna þurfa ríkisstjórnarflokkarnir að eyða tíma nú í samninga um stjórnarmyndun? Fastir pennar 5. maí 2009 06:00
Eigendavald hvað? Traust er af ákaflega skornum skammti í samfélaginu þessa dagana og hefur farið hratt þverrandi undanfarin misseri. Í nýbirtum Þjóðarpúlsi Gallups kemur fram að 78 prósent aðspurðra telja að spilling þrífist í viðskiptalífinu. Sömu skoðun hefur 71 prósent á stjórnmálaflokkunum og 53 prósent á fjölmiðlum. Fastir pennar 2. maí 2009 06:00
Á hverjum bitnar niðurskurðurinn? Að loknum kosningum kemur oft tímabil pólitískrar eyðu, svokallaðir hveitibrauðsdagar, þar sem stjórnvöld hafa meira rými til að koma stefnumálum í framkvæmd en ella án þess að verða fyrir mikilli gagnrýni. Ef núverandi ríkisstjórn heldur áfram er ljóst að slíkir frídagar verða ekki í boði, bæði vegna þess að þetta er framhald núverandi stjórnar og vegna þess að á óvissutímum sem þessum er ekki hægt að bjóða upp á leyfi frá pólitíkinni og lausnum. Flokkarnir ætla að taka sér þann tíma sem þeir þurfa, sem er vel ef þeir ætla að komast að góðri niðurstöðu um stjórnarsáttmálann. Hins vegar getur þjóðin ekki beðið í margar vikur með hálfstarfandi ríkisstjórn undir þessum kringumstæðum. Fastir pennar 30. apríl 2009 07:00
Lady Gaga Alveg var mér sama um áhrif ofbeldistölvuleikja og rassadillandi söngglyðra á ungmenni áður en ég eignaðist sjálfur börn. Ég hefði líklega talið það bölvað kerlingavæl ef umræða um þetta hefði orðið á vegi mínum. Bakþankar 30. apríl 2009 06:00
Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn Efnahagsáætlun stjórnvalda með stuðningi Alþjóðagjaldeyrissjóðsins virðist vera í réttum farvegi, þótt miklir erfiðleikar steðji enn að mörgum heimilum og fyrirtækjum af völdum bankahrunsins. Fastir pennar 30. apríl 2009 06:00
1978 eða 1994? Ein stærsta spurningin sem úrslit kosninganna skilja eftir sig, er hvort þáttaskil hafi orðið í stjórnmálalífi landsins eða hvort allt fari í sömu hjólför og áður fyrr en varir. Fastir pennar 29. apríl 2009 06:00
Þankar á lágu plani um ESB Mikið vildi ég að Björgvin Halldórsson væri meðal æðstu ráðamanna þjóðarinnar. Það vantar nefnilega talsvert grúv í þessa gerilsneyddu pólitísku veröld. Það vantar töffara með kjark sem þarf ekki vandræðagang um völundarhús lýðræðisins til þess að koma málum á braut beins lýðræðis. Bakþankar 29. apríl 2009 06:00
Með vor í brjósti Nú þegar úrslit alþingiskosninga liggja fyrir má vel taka undir með þeim sem sagði að einsleitnin á löggjafarsamkomunni væri á undanhaldi. Meðal nýrra þingmanna eru skáld og rithöfundar, hagfræðingar, þjóðfræðingur, skipulagsfræðingur, markaðsfræðingur, dýralæknir, bóndi, skipstjóri, og margt fjölmiðlafólk. Ég hefði vel getað hugsað mér iðnaðarmenn í þessum hópi, til dæmis húsasmíðameistara eða múrarameistara. Menn sem eru að gera hlutina, ekki markaðssetja þá, tala um þá eða skrifa um þá, þó að það sé að sjálfsögðu bæði gott og gagnlegt. Fastir pennar 28. apríl 2009 06:00
Áskorun sem ekki má víkjast undan Minnihlutastjórn Samfylkingar og Vinstri hreyfingarinnar – græns framboðs varð meirihlutastjórn í kosningunum á laugardag. Fastir pennar 28. apríl 2009 06:00
Ertu kannski módel? Við getum hlegið að mæðgunum Janet og Jane Cunliffe en móðirin, Jane, hefur varið meira en tveimur milljónum í lýtaaðgerðir til að líkja sem mest eftir æskuútliti dóttur sinnar. Ýkjusögur, sönn sem þessi er, gegna þó oft því hlutverki að varpa ljósi á döpur örlög okkar eigin tilveru. Bakþankar 28. apríl 2009 06:00
Vinstri-, jafnréttis- og ESB-sigur Vinstri sveiflan á laugardag kom ekki á óvart, þó hún væri aðeins minni en spár gerðu ráð fyrir. Það sem einna helst kom á óvart var hve sterkur Framsóknarflokkurinn var þrátt fyrir allt. Sá flokkur klárlega sigraði skoðanakannanirnar, þó hann hafi ekki átt stærsta kosningasigurinn. Fastir pennar 27. apríl 2009 06:00
Pigeon aux petits pois Dúfur geta náð hjartslættinum upp í 600 slög á mínútu og haldið honum þannig í allt að 16 klukkustundir án hvíldar. Þetta kom fram í frétt Ríkisútvarpsins fyrir skömmu. Margir kannast eflaust við þessa líðan. Óttinn við að þjóðfélagið sé endanlega að fara í bál og brand laumast að fólki og hjartslátturinn keyrist upp. En það er víða bágborið ástand í heiminum, svo sem Simbabve. Annað er ekki að sjá á fréttunum sem mér berast frá vini mínum, skáldinu Togara. Hann býr á bóndabæ með mömmu sinni og kemst örsjaldan á ljóðahátíðir úti í heimi. Bakþankar 27. apríl 2009 06:00
Um þetta var kosið Evrópusambandið er borð að sitja við; það er vettvangur þar sem málum er ráðið - það er hugsunarháttur þar sem hver og einn lærir að taka tillit til annarra þegar reynt er að komast að sameiginlegri niðurstöðu. Fastir pennar 27. apríl 2009 06:00
Erfið og óvinsæl verkefni framundan Allar kannanir benda til þess að kosningarnar í dag verði í meira lagi sögulegar. Í fyrsta lagi hefur ekki gerst áður á lýðveldistímanum að tveir flokkar vinstra megin við miðju, Samfylking og Vinstri grænt framboð, eigi mögulega þess kost að mynda tveggja flokka meirihlutaríkisstjórn. Í öðru lagi eru líkur á að Sjálfstæðisflokkurinn fái sína slökustu útkomu frá stofnun flokksins. Í þriðja lagi stefnir í að nýtt framboð, Borgarahreyfingin, nái fulltrúum inn á þing og loks virðist sem Frjálslyndi flokkurinn verði þurrkaður út. Fastir pennar 25. apríl 2009 08:00
Við sem förum til Tenerife - Vaxta og húsnæðispyntingar á almenningi komið frá lífeyrissjóðum og leigufélögum Hreinn Pétursson Skoðun