Fastir pennar

Fastir pennar

Fréttamynd

Hörkutól og sætar píur

Stundum slysast ég til að halda að hlutverk kynjanna séu ekki eins skýrt afmörkuð og þau voru áður fyrr. Mér hefur jafnvel dottið í hug að stelpum og strákum séu allir vegir færir óháð kynferði og að litlar telpur geti orðið Súpermann ef þær bara vilja. Reglulega ná markaðsöflin þó að vekja mig upp af þessum útópísku draumórum. Það gerist til dæmis iðulega á þessum árstíma þegar öskudagsbæklingar dótabúðanna taka að streyma inn um bréfalúguna. Þá man ég að heimurinn enn þá svart/hvítur (eða ætti ég að segja blá/bleikur) í huga markaðsaflanna og skilaboðin skýr: Stelpur eiga að vera sætar og strákar eiga að vera hörkutól.

Bakþankar
Fréttamynd

Vonsvik

Fyrri ríkisstjórn fékk sænskan sérfræðing til að koma fram með tillögur um endurreisn bankakerfisins. Þær hafa nú verið birtar og samþykktar. Um margt eru þær almennar og óafgerandi. Eigi að síður veldur bæði stefnumörkunin og málsmeðferðin vonsvikum.

Fastir pennar
Fréttamynd

Að sparka eins og stelpa

Frasinn að sparka eins og stelpa er gjarnan notaður þegar einhver hefur þótt sparka illa. Að kasta eins og stelpa eða hlaupa eins og stelpa þykir víst líka slæmt. Drengir ganga sjálfkrafa út frá því að þeir standi stúlkum framar í flestu. Mörgum þeirra líkar því illa ef kona skákar þeim á einhvern hátt.

Bakþankar
Fréttamynd

Skrifað í genin

„Verkamannaflokkurinn er ákaflega afslappaður yfir því að fólk verði viðbjóðslega ríkt." Þessi frægu orð Peters Mandelson, eins helsta hugmyndafræðings breska Verkamannaflokksins og ráðgjafa Tony Blair, féllu 1998, ári eftir að flokkur hans tók við völdum í Bretlandi. Þau þóttu, eins og gefur að skilja, marka mikil tímamót fyrir flokk sem fyrir daga Blairs hafði kennt sig við sósíalisma.

Fastir pennar
Fréttamynd

Tími félagshyggju

Eftir langan óvissutíma er loksins tekin við ríkisstjórn á Íslandi sem hefur vilja til breytinga. Svigrúm hennar til athafna er hins vegar þröngt og miklu máli skiptir hvernig henni tekst að fóta sig á næstu mánuðum. Það eina sem er öruggt er að miklar byrðar munu leggjast á Íslendinga næstu misserin. Á hinn bóginn getur skipt máli hvernig þær byrðar dreifast og hvernig samfélagið þróast í framhaldinu.

Fastir pennar
Fréttamynd

Samvinnan

Það er athyglisvert að fylgjast með þeirri breytingu sem orðið hefur á högum þingmanna, allmargra þeirra í það minnsta. Tuttugu og fimm þingmenn sem áður voru í stjórn eru nú í stjórnarandstöðu og öfugt gildir um níu nýja stjórnarþingmenn. Þetta er svo sem ekki í fyrsta skipti sem þetta gerist; eðli lýðræðisins er þannig að menn eiga að skiptast á að ráða eftir því hvernig almenningur kýs og stjórnmálamönnum semst að loknum kosningum. Þó er langt síðan jafnsnögg umskipti urðu á meirihluta á þingi og nú.

Bakþankar
Fréttamynd

Sleggjudómar eða rökstudd álit

Í byrjun vikunnar gáfu hagfræðingarnir Jón Daníelsson og Gylfi Zoëga út samantekt undir yfirskriftinni "The Collapse of a Country“. Þar fara þeir yfir aðdraganda fjármálakreppunnar hér og eftirleik.

Fastir pennar
Fréttamynd

Framtíðarvandinn

Deila forsætisráðherra og bankastjórnar Seðlabankans er fortíðarvandi. Að réttu lagi hefði bankastjórnin átt að leysa það mál sjálf og ótilkvödd á sama tíma og stjórnendur viðskiptabankanna fóru frá. þá var gjaldmiðillinn hruninn og verðbólgumarkmiðið fokið út í veður og vind.

Fastir pennar
Fréttamynd

Gamansögur kreppunnar

Hvernig er stemningin heima?" spurði félagi minn mig um daginn en sá hinn sami hefur verið við nám erlendis undanfarin misseri. Bara prýðileg, svaraði ég og setti broskarl fyrir aftan þá fullyrðingu, svona til að leggja enn frekari áherslu á orð mín en án árangurs. Hann fór að spyrja um ástandið. Vitanlega neyddist ég til að segja honum að kreppunöldur tröllriði hér öllu. Svo þungt væri yfir landi og lýð að svo virtist sem Þorvaldur Gylfason væri orðinn boðberi bjartsýni hér á landi. Enginn virtist ósnortinn af ástandinu og jafnvel virtist sem sumir hefðu smitast af fórnarlambablæti Björgólfs Guðmundssonar.

Bakþankar
Fréttamynd

Leynifélagið mikla

Af því nú er í blankheitunum hvarvetna talað um endurskoðun á gildum hlaut boðskapurinn loks að síast svolítið inn. Samt ekki fyrr en ég hafði á haustmánuðunum hræðilegu farið ofan í saumana á heimilisbókhaldinu og íhugað ýmsar sparnaðarleiðir í daglega lífinu. Fyrir einfalda sál með hófleg umsvif var það fljótafgreitt og þá var sumsé komið að umræddri endurskoðun á gildum.

Bakþankar
Fréttamynd

Á Gnitaheiði

Daglega berast fréttir af uppgjöri fjármálastofnana og engu líkara en að ný keppni sé hafin hjá samkeppnishetjunum sem forðum áttu í metingi um stærstu jeppana, sniðugustu nöfnin á eignarhaldsfélögunum, hæstu turnana og asnalegust poppstjörnurnar í afmælunum. Nú er tekist á um það hver tapaði mestu.

Fastir pennar
Fréttamynd

Umsátursástand í Seðlabankanum

Undarleg staða er upp komin í efnahagsmálum landsins með því að tveir af þremur bankastjórum Seðlabanka Íslands ætla að draga lappirnar í nauðsynlegum umbótum sem hér er unnið að í efnahagsstjórninni.

Fastir pennar
Fréttamynd

Staðan

Ég skrifaðist á við finnskan vin minn á Facebook í gær. Kreppuna bar á góma, enda sameiginlegt áhugamál þjóðanna. Eftir að Finnland hrundi hér einu sinni reis upp miklu betra land á eftir, sagði félagi minn. Finnar eru búnir að gera allt það sem Obama ætlar að gera núna í

Bakþankar
Fréttamynd

Efnahagsstjórn var ekki í takt

Vörn Seðlabankans hefur falist í því að hann fylgdi þeirri stefnu sem honum var sett, peningamálastefnunni. Þeirri stefnu sem nú hefur verið lýst gjaldþrota, án þessi þó að arftaki hennar sé skýr.

Fastir pennar
Fréttamynd

Senn er sigruð þraut

Það er frost á Fróni í öllum mögulegum skilningi. Eftir nokkurra mánaða skeið af þræsingi og garra kveikti fólk elda við Alþingi til að ylja sér við. Búsáhaldabyltingin var dásamleg birtingarmynd þess að það er hægt að þíða hrímað hjarta í heilli þjóð. Ylurinn var ekki fyrr farinn að breiðast frá hjartanu og út í krókna útlimi en heilinn - sem öllu ræður - ákvað að hlusta á æðasláttinn og verða við kröfum hans. Bóndi minn þitt bú, betur stunda þú. Um leið lægði storminn en að sama skapi slokknaði bálið. Nú er dottið á logn; heiðbjört en hrollköld stilla.

Bakþankar
Fréttamynd

Stækkun NATO

Finnland er ekki í Atlantshafsbandalaginu af þeirri einföldu ástæðu, að Finnar ákváðu sjálfir að standa utan bandalagsins. Ef þeir óskuðu nú eftir aðild, yrði þeim vafalaust hleypt inn án tafar. Sama máli gegnir um Svía, Svisslendinga og Íra. Þessar þjóðir ákváðu á sínum tíma að standa utan Nató, hver á sínum eigin forsendum. Nató er heimili þessara þjóða í þeim hversdagsskilningi, að heimili manns er staðurinn, þar sem verður að hleypa honum inn.

Fastir pennar
Fréttamynd

Skuldin

Eftir því sem ég kemst næst eru skuldir þjóðarbúsins eftir bankahrunið 2.100 milljarðar. Það er víst hægt að selja eitthvað upp í - höfuðleður af útrásarvíkingum og fleira smálegt - svo þegar upp er staðið skuldar Ísland bara 1.600 milljarða. Ég fékk hjálp við að skrifa þetta með núllum. Við skuldum 1.600.000.000.000 kall.

Bakþankar
Fréttamynd

Ristir grunnt

Búsáhaldabyltingin ýfði nokkuð umræðuna um Alþingi og stöðu þess gagnvart framkvæmdavaldinu. Í öllum stjórnmálaflokkum endurómuðu þau viðhorf að staða framkvæmdavaldsins gagnvart Alþingi væri of sterk. Ýmsir töldu að þar mætti jafnvel finna rætur þess vanda sem þjóðin stendur nú andspænis.

Fastir pennar
Fréttamynd

Áfangi í átt til jafnréttis kynja

Sú ríkisstjórn sem tók við völdum á sunnudaginn markar að ýmsu leyti tímamót. Út frá kynjasjónarmiði er skipan hennar í það minnsta merkileg og með henni er brotið blað.

Fastir pennar
Fréttamynd

Sjálfsmark

Sem betur fer er langt síðan ég lét af þeim fyrirætlunum mínum að sigra heiminn. Jafnvel þó Steinn Steinarr hefði sagt mér að það væri enginn áhætta í því fólgin að reyna.

Bakþankar
Fréttamynd

Valdamissir og barnaleg viðbrögð

Bankastjórn Seðlabanka Íslands er rúin trausti á alþjóðavísu og hefur það legið fyrir síðan í haust. Ný ríkisstjórn hefur þegar tekið fyrstu skrefin í að koma bankastjórninni af og er það vel.

Fastir pennar
Fréttamynd

Réttlátir skattar eða táknrænir

Loforð nýs fjármálaráðherra, Steingríms J. Sigfússonar, um að ekki sé á verkefnalista nýrrar ríkisstjórnar að leggja á hátekjuskatt er hughreystandi. Öllu síðri er áhugi flokks hans á því sem Steingrímur kallar „réttlátara skattkerfi“, og gæti komið til framkvæmda á næsta fjárlagaári, ef hann fær að ráða.

Fastir pennar
Fréttamynd

Frítt fyrir atvinnulausa

Það er ekkert ókeypis var fyrsta reglan í hinni hrundu lífsstefnu nýfrjálshyggjunnar: allt kostar og í framhaldi af þeirri lokaniðurstöðu á tilverunni var verðmiði settur á allt milli himins og jarðar. Beiting á gjaldtöku í samfélaginu sótti fram á öllum sviðum. Aðgangseyrir var heimtur af sjúkrastofnunum – jafnaðargjald og síðan mishátt gjald eftir þjónustu. Skönnun í einhverju rádýru tæki kostaði þennan skattþega hátt á annan tug þúsunda og þótti ekki tiltökumál. Einhver stakk upp á að gestir á spítalanna væru látnir borga þar aðgangsmiða, annar að best væri að láta læknana borga sig inn – þeir væru svo mikið fjarverandi við einkarekstur þar sem þeir sinna sjúklingum sem hið opinbera borgar þeim svo fyrir. Svo tala menn í alvöru um að einkarekstur sé einhver nýjung í heilbrigðiskerfinu á eyjunni.

Bakþankar
Fréttamynd

Hvað breytist?

Jóhanna Sigurðardóttir braut blað í Íslandssögunni í gær þegar hún fyrst kvenna tók við embætti forsætisráðherra. Til þessa háa embættis er hún hins vegar ekki kölluð af þeim sökum. Þar er hún vegna verðleika og vinsælda. Þær hefur hún áunnið sér með því að vera framar öðrum stjórnmálamönnum trú hugsjónum sínum og fyrirheitum.

Fastir pennar
Fréttamynd

Loksins-stjórnin

Til hamingju öll: Loksins... Loksins höfum við fengið konu sem forsætisráðherra - glerþakið brast og eitt kallhlunkaklíkuvígið til er fallið.

Fastir pennar
Fréttamynd

Stjörnuprýdd saga

Það gerist allt of sjaldan að bók heilli mann svo mikið að hún víkur ekki úr huganum löngu eftir að lestrinum er lokið. Nú fyrir jólin kom ein slík bók út, Dagbók Hélène Berr í þýðingu Ólafar Pétursdóttur. Hélène var frönsk gyðingastúlka, fædd árið 1921 í París og lagði stund á ensku við Sorbonne. Hélène hóf að skrifa dagbók árið 1942 og hélt því áfram til ársins 1944 en þá voru hún og foreldrar hennar flutt í þýskar fangabúðir. Í dagbókinni veitir Hélène dýrmæta innsýn í líf gyðinga í París á valdatíma Þjóðverja.

Bakþankar
Fréttamynd

Máttur söngsins

Sem ég stóð ásamt konu minni í miðju mannhafinu á Austurvelli á laugardaginn var og hlýddi á þrumuræðu Guðmundar Andra Thorssonar rithöfundar, síðasta ræðumannsins að því sinni, hélt ég, að hápunkti fundarins hlyti að vera náð, svo firnagóð þótti mér ræðan. Fundinum var þó ekki lokið. Að loknu máli Guðmundar Andra tók fríður flokkur söngvara sér stöðu við tröppur Alþingis og söng Land míns föður og Hver á sér fegra föðurland? Við þurftum að færa okkur nær til að heyra vel. Sjaldan hef ég heyrt þessi ægifögru ættjarðarlög betur sungin og af dýpri og innilegri tilfinningu. Tilefnið var ærið, einlægur samhugur á Austurvelli og einvalasöngvarar í kórnum, þar á meðal heimssöngvarinn Gunnar Guðbjörnsson tenór, sem býr sig nú undir að syngja Siegfried í samnefndri óperu Wagners í Þýzkalandi, og Geir Jón Þórisson yfirlögregluþjónn, reyndur og rómaður kirkjukórsöngvari.

Fastir pennar
Fréttamynd

Losa þarf gjaldeyrishöft og lækka vexti

"Áætlanir Alþjóðagjaldeyrissjóðsins styðja við góða stefnu, ekki einstaka stjórnmálaflokka eða stjórnarsamsteypur,“ segir Mark Flanagan, sem fer fyrir sendinefnd AGS hér á landi. "Stuðningur [AGS] heldur áfram, svo fremi sem viðeigandi aðgerðum er við haldið á Íslandi.“

Fastir pennar
Fréttamynd

Sigur fólksins

Stórtíðindi urðu í íslensku samfélagi nú í vikunni. Þau tíðindi lutu ekki að því að við sjáum stjórnarmynstur sem við höfum ekki áður séð – verði þá mynduð minnihlutastjórn Vinstri grænna og Samfylkingarinnar. Nei, þau tíðindi voru að fólkið náði því fram að hrekja ríkisstjórn frá völdum. Aldrei áður hefur það gerst að Íslendingar hafi flykkst út á götur og heimtað nýja stjórn og á þá hafi verið hlustað; reyndar tók það tíma sinn.

Bakþankar
Fréttamynd

Langþráð gúrka

Skoði maður helstu fréttir fjölmiðla fyrir ári síðan er ekki laust við að djúpur söknuður grípi mann. Söknuðurinn felst samt ekki í þránni eftir horfnum lífsgæðum og frelsi undan horfnum lífsgæðum. Það sem mest eftirsjá er að, eru fréttir sem fólk nennir að lesa. Fréttir af fólki og fyrir fólk, frekar en endalaust hjakk í sama fari vegna stórfrétta, válegra tíðinda og annarra hörmunga.

Bakþankar