Ferðalög

Ferðalög

Greinar um ferðalög, ferðasögur og frábæra staði til að heimsækja.

Fréttamynd

„Það voru margir undrandi og spurðu: Hvað er í gangi hjá ykkur?“

„Það voru margir undrandi og spurðu: Hvað er í gangi hjá ykkur? Hvers vegna Grindavík“ segir Hilmar Steinar Sigurðsson þegar hann rifjar upp þá ákvörðun hans og þriggja félaga um að kaupa þúsund fermetra netagerðarhús við höfnina í Grindavík árið 2018. Í húsinu hafði líka verið rekið lítið kaffihús við góðan orðstír, Bryggjan.

Atvinnulíf
Fréttamynd

„Sáum okkur leik á borði“

Þeir fjölmörgu Íslendingar sem lagt hafa leið sína til Tenerife undanfarnar vikur hafa eflaust tekið eftir flennistóru auglýsingaskilti Elko við innritunarborðið í TFS flugstöðinni. Það er kannski ekki í frásögur færandi nema vegna þess að auglýsingin er á íslensku.

Innlent
Fréttamynd

Play hefur áætlunarflug til Toronto í júní

Flugfélagið Play hefur hafið miðasölu á flugsætum til Toronto í Kanada en áætlunarflug þangað hefst þann 22. júní. Toronto er fimmti áfangastaður Play í Norður-Ameríku. Flogið verður alla daga vikunnar á Hamilton International flugvöll.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Leiðinda­veður á Tenerife yfir jólin

Íslendingar hafa aldrei verið fleiri á Tenerife yfir jól og áramót. Áætlað er að þeir séu milli átta og níu þúsund talsins eða rétt tæplega helmingi fleiri en voru í fyrra.

Innlent
Fréttamynd

Fimm flugferðum síðar enn ekki nálægt áfangastaðnum Íslandi

Daniel Viray er kennari frá Texas sem ætlaði sér að nýta tveggja vikna jólafrí í að heimsækja Ísland. Upphaflega átti hann að mæta til landsins í gær, mánudaginn 19. desember, eftir millilendingar í Chicago og London. Vegna óveðursins er hann hins vegar staddur í Helsinki eftir misheppnaða flugferð þaðan til Íslands í dag og á morgun fer hann til Berlínar áður en ferðinni er loks heitið til Íslands.

Innlent
Fréttamynd

Ó­giftir mega enn njóta ásta á Balí

Ríkisstjóri indónesísku eyjarinnar Balí fullyrðir að nýsamþykkt lög sem banna kynlíf utan hjónabands muni ekki hafa áhrif á erlenda ferðamenn þar. Eyjan á allt sitt undir ferðaþjónustu en áhyggjuraddir hafa heyrst um að lögin gætu fælt frá ferðamenn.

Erlent
Fréttamynd

Árshátíðir í útlöndum styrkja starfsmannahópinn

„Við finnum fyrir miklum ferðaspenningi. Það er bókað hjá okkur allar helgar í haust og fram á næsta ár. Fólk þyrstir í ferðalög og nú er akkúrat tíminn til að skipuleggja ferðir fyrir haustið 2023,“ segir Viktor Hagalín Magnason, sölu og markaðsstjóri ferðaskrifstofunnar Tripical.

Samstarf