Vann á Íslandi í hálft ár og náði að safna fyrir sex mánaða ferðalagi Auður Ösp Guðmundsdóttir skrifar 16. desember 2023 20:00 Dawid segist fá fjölda skilaboða og fyrirspurna á degi hverjum, frá einstaklingum sem vilja koma til Íslands og feta í hans fótspor. Instagram Dawid Siódmak er tæplega þrítugur Pólverji sem lifir nokkuð óhefðbundnum lífsstíl. Hann og unnusta hans vinna sex mánuði á ári, lifa mjög spart og safna pening. Hinn helminginn á árinu nýta þau í ferðalög víðsvegar um heiminn þar sem þau lifa á sparifénu. Hafa þau meðal annars heimsótt Víetnam, Kambódíu, Marokkó, Mexíkó og Spán. Undanfarna sex mánuði þau dvalið og unnið á gistiheimili á Íslandi og safnað fyrir næsta ferðlagi. Dawid heldur úti vinsælu ferðabloggi og hefur verið iðinn við að deila reynslu sinni á samfélagsmiðlum á borð við Instagram, Facebook og TikTok. Í nýlegri færslu á Instagram segir Dawid að hann og unnusta hans hafi hvort um sig náð að safna rúmlega tveimur milljónum íslenskra króna með því að vinna í hálft ár á Íslandi. Þau hyggjast nota sparnaðinn til að halda sér uppi næsta hálfa árið, á meðan þau ferðast um Nýja Sjáland og Ástralíu. View this post on Instagram A post shared by Dawid Siódmiak - Siódmy w wiecie (@siodmywswiecie.pl) Að sögn Dawid hafa þau náð að láta hlutina ganga upp með því að lifa mjög spart; þau ferðast að mestu leyti á „puttanum“ og versla útileigugræjur og annan ferðaútbúnað í ódýrum netverslunum á borð við Aliexpress. Dawid segist fá fjölda skilaboða og fyrirspurna á degi hverjum, frá einstaklingum sem vilja koma til Íslands og feta í hans fótspor. Hann hefur verið iðinn við að deila hagnýtum ráðum til þeirra sem vilja búa og starfa á Íslandi og hefur meira að segja gefið út rafbók sem ber titililinn „Svona getur þú uppfyllt drauma þína og starfað á Íslandi.“ Í bókinni má finna margvíslegar ráðleggingar varðandi atvinnuleit hér á landi. View this post on Instagram A post shared by Dawid Siódmiak - Siódmy w wiecie (@siodmywswiecie.pl) Þá segir hann að yfir 100 Pólverjar hafi komið til Íslands og fundið vinnu hér á landi, eftir að hafa lesið bókina hans. Dawid segir á Íslandi sé tiltölulega auðvelt að finna vinnu þar sem frítt fæði og húsnæði fylgir með. Hann hvetur fylgjendur sína til að láta drauma sína rætast: „Það er allt hægt. Þú þarft bara að taka fyrsta skrefið.“ Pólland Vinnumarkaður Ferðalög Ferðamennska á Íslandi Ástin og lífið Mest lesið Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Lífið „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Lífið Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Gagnrýni Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Heitustu tískuskvísur landsins fögnuðu Tíska og hönnun Stjörnufans þegar hundruð kíktu á forsýningu Iceguys 2 Bíó og sjónvarp Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Lífið Mikill sigur að geta opnað aftur í Kringlunni Lífið Biggi Maus tók einn þekktasta slagara Arons Can í fiskabúrinu Tónlist Fleiri fréttir Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Sigraði í alþjóðlegri kokteilakeppni á Kýpur Mikill sigur að geta opnað aftur í Kringlunni Átta ár án áfengis og fíkniefna Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Svava Rós og Hinrik eiga von á dreng Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum „Laugarnesið hafði mjög mikil áhrif á mig í uppvexti“ Heitasti partýljósmyndari Reykjavíkur stefnir langt Dularfull tíst Dylans vekja furðu Eldræða Sölku Sólar í ráðhúsinu Flotinn og amma Andrea hlutu viðurkenningu Barnaheilla Myndir: Þungt yfir stjörnunum við jarðarför Payne Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Snerti taug leikstjóra Forrest Gump á Kjarvalstofu Ása Steinars og Leo keyptu einbýli í Garðabæ Elín Metta og Sigurður eignuðust stúlku Liam Payne lagður til hinstu hvílu „Finnst þér þetta litlir kjúklingavængir í höndunum á mér?“ Ótrúlegur kvöldmatur Bergs Ebba: „Þetta er gott fyrir heilann“ Hvernig hætti ég að feika það? Fer að sofa klukkan fjögur og getur sveiflast um þrjátíu kíló Sér eftir því að hafa látið stækka á sér rassinn Heiðdís Rós fann ástina í örmum bílasala í New York Erna Mist og Þorleifur keyptu útsýnishæð í Vesturbænum Aron Can fagnaði 25 ára afmælinu á hótel Geysi Jónsi í Sigur Rós skein skært í Seattle Ilmaðu eins og frambjóðendur Sjá meira
Dawid heldur úti vinsælu ferðabloggi og hefur verið iðinn við að deila reynslu sinni á samfélagsmiðlum á borð við Instagram, Facebook og TikTok. Í nýlegri færslu á Instagram segir Dawid að hann og unnusta hans hafi hvort um sig náð að safna rúmlega tveimur milljónum íslenskra króna með því að vinna í hálft ár á Íslandi. Þau hyggjast nota sparnaðinn til að halda sér uppi næsta hálfa árið, á meðan þau ferðast um Nýja Sjáland og Ástralíu. View this post on Instagram A post shared by Dawid Siódmiak - Siódmy w wiecie (@siodmywswiecie.pl) Að sögn Dawid hafa þau náð að láta hlutina ganga upp með því að lifa mjög spart; þau ferðast að mestu leyti á „puttanum“ og versla útileigugræjur og annan ferðaútbúnað í ódýrum netverslunum á borð við Aliexpress. Dawid segist fá fjölda skilaboða og fyrirspurna á degi hverjum, frá einstaklingum sem vilja koma til Íslands og feta í hans fótspor. Hann hefur verið iðinn við að deila hagnýtum ráðum til þeirra sem vilja búa og starfa á Íslandi og hefur meira að segja gefið út rafbók sem ber titililinn „Svona getur þú uppfyllt drauma þína og starfað á Íslandi.“ Í bókinni má finna margvíslegar ráðleggingar varðandi atvinnuleit hér á landi. View this post on Instagram A post shared by Dawid Siódmiak - Siódmy w wiecie (@siodmywswiecie.pl) Þá segir hann að yfir 100 Pólverjar hafi komið til Íslands og fundið vinnu hér á landi, eftir að hafa lesið bókina hans. Dawid segir á Íslandi sé tiltölulega auðvelt að finna vinnu þar sem frítt fæði og húsnæði fylgir með. Hann hvetur fylgjendur sína til að láta drauma sína rætast: „Það er allt hægt. Þú þarft bara að taka fyrsta skrefið.“
Pólland Vinnumarkaður Ferðalög Ferðamennska á Íslandi Ástin og lífið Mest lesið Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Lífið „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Lífið Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Gagnrýni Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Heitustu tískuskvísur landsins fögnuðu Tíska og hönnun Stjörnufans þegar hundruð kíktu á forsýningu Iceguys 2 Bíó og sjónvarp Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Lífið Mikill sigur að geta opnað aftur í Kringlunni Lífið Biggi Maus tók einn þekktasta slagara Arons Can í fiskabúrinu Tónlist Fleiri fréttir Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Sigraði í alþjóðlegri kokteilakeppni á Kýpur Mikill sigur að geta opnað aftur í Kringlunni Átta ár án áfengis og fíkniefna Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Svava Rós og Hinrik eiga von á dreng Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum „Laugarnesið hafði mjög mikil áhrif á mig í uppvexti“ Heitasti partýljósmyndari Reykjavíkur stefnir langt Dularfull tíst Dylans vekja furðu Eldræða Sölku Sólar í ráðhúsinu Flotinn og amma Andrea hlutu viðurkenningu Barnaheilla Myndir: Þungt yfir stjörnunum við jarðarför Payne Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Snerti taug leikstjóra Forrest Gump á Kjarvalstofu Ása Steinars og Leo keyptu einbýli í Garðabæ Elín Metta og Sigurður eignuðust stúlku Liam Payne lagður til hinstu hvílu „Finnst þér þetta litlir kjúklingavængir í höndunum á mér?“ Ótrúlegur kvöldmatur Bergs Ebba: „Þetta er gott fyrir heilann“ Hvernig hætti ég að feika það? Fer að sofa klukkan fjögur og getur sveiflast um þrjátíu kíló Sér eftir því að hafa látið stækka á sér rassinn Heiðdís Rós fann ástina í örmum bílasala í New York Erna Mist og Þorleifur keyptu útsýnishæð í Vesturbænum Aron Can fagnaði 25 ára afmælinu á hótel Geysi Jónsi í Sigur Rós skein skært í Seattle Ilmaðu eins og frambjóðendur Sjá meira