Frjálsar íþróttir

Frjálsar íþróttir

Fréttamynd

Tvö Íslandsmet féllu í Sviss

Frjálsíþróttakapparnir Arnar Helgi Lárusson og Helgi Sveinsson settu báðir ný Íslandsmet á móti sem er haldið í Sviss um helgina.

Sport
Fréttamynd

Ásdís keppir í New York í júní

Spjótkastarinn Ásdís Hjálmsdóttir úr Ármanni mun taka þátt í sjötta demantamóti ársins sem haldið verður í New York 14. júní. Ásdís fékk tilboð þess efnis í gær. Morgunblaðið greindi frá þessu í morgun.

Sport
Fréttamynd

Fimleikastúlkan sem endaði í sleggjukasti

Vigdís Jónsdóttir, 18 ára frjálsíþróttakona úr FH, stórbætti árangur sinn í sleggjukasti um síðustu helgi og bætti um leið Íslandsmetið í greininni. Hún ætlaði sér að æfa spjótkast eftir farsælan feril í fimleikum. Þessi efnilega íþróttakona setur stefnun

Sport
Fréttamynd

Aníta hafnaði boði á Demantamót

Anítu Hinriksdóttur var boðið að keppa á hinu fræga Bislett-móti í Ósló en ákvað að afþakka. Mótið er hluti af Demantamótaröð Alþjóðafrjálsíþróttasambandsins.

Sport
Fréttamynd

Helgi Sveins: Ætlar að reyna að ná heimsmetinu í sumar

Helgi Sveinsson er heimsmeistari fatlaðra í spjótkasti og hann ætlar sér Ólympíugull á Ólympíumóti fatlaðra í Ríó í Brasilíu árið 2016 og hef sett stefnuna á heimsmet á þessu ári. Guðjón Guðmundsson spjallaði við kappann í kvöldfréttum Stöðvar tvö í kvöld.

Sport
Fréttamynd

Aníta dæmd úr leik á HM

Aníta Hinriksdóttir hefur lokið keppni á HM innanhúss sem fram fer í Sopot. Aníta var dæmd úr leik í 800 metra hlaupinu í hádeginu.

Sport
Fréttamynd

Þjálfari Anítu vill sjá hana færast nær og nær þessum bestu

Aníta Hinriksdóttir er Heims- og Evrópumeistari unglinga í 800 metra hlaupi og Guðjón Guðmundsson, íþróttafréttamaður á Stöð 2 heimsótti þessa efnilegu hlaupakonu á dögunum en hún er á leiðinni á HM innanhúss í Póllandi. Þjálfari hennar, Gunnar Páll Jóakimsson, vonast til að hún nái að bæta sig gegn þeim bestu.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Þessar tölur eru ekkert til að tala um

Hinn 23 ára Einar Daði Lárusson hefur verið lengi frá keppni vegna meiðsla í hásin en tók loksins þátt í sínu fyrsta fjölþrautarmóti nú um helgina – eftir átján mánaða bið. Hann varð þá hlutskarpastur í sjöþraut á Meistaramóti Íslands í fjölþrautum innanhúss er hann hlaut 5.494 stig og náði sinni næstbestu sjöþraut frá upphafi.

Sport