Ásdís vann spjótkastið | Ísland í fimmta sæti Anton Ingi Leifsson skrifar 20. júní 2015 20:09 Arna Stefanía hreppti brons og var einnig í hlaupaliði Íslands sem náði sínum öðrum besta tíma í sögunni vísir/frí Íslenska frjálsíþróttalandsliðið fór ágætlega af stað á fyrsta keppnisdegi 2. deildar Evrópumótsins í frjálsum, en mótið fer fram í Búlgaríu. Ísland er í fimmta sæti af átta liðum í afar sterkri deild. 4x100 metra sveit karla sló ársgamalt Íslandsmet á mótinu, en þeir Juan Ramon Borges Bosque, Ívar Kristinn Jasonarson, Kolbeinn Höður Gunnarsson og Ari Bragi Kárason komu í mark á 40,72 sekúndum. Fyrra metið stóð frá Tblisi í Evrópukeppninni í fyrra, en þá var nánast sama lið að undanskildum Ívar Kristni sem kom í stað Jóhans Björns Sigurbjörnsson.Sjá einnig: Arna Stefanía hreppti brons Stelpurnar stóðu sig einnig vel í 4x100 metra hlaupinu, en þær Steinunn Erla, Arna Stefanía, Hafdís og Hrafnhildur Eir hlupu á öðru besta tíma frá upphafi í dag eða á 46,22 sekúndur. Besti tíminn er frá 1996 eða 45,71 sekúnda. Hulda Þorsteinsdóttir lenti í öðru til þriðja sæti í stangarstökki kvenna, en Hulda stökk fjóra metra. Óðinn Björn Þorsteinsson lenti í þriðja sæti í kúluvarpi, en hann kastaði lengst 18,55 metra. Aníta Hinriksdóttir var í öðru sæti í 800 metra hlaupi, en hún hljóp á 2:03,17. Það er þremur sekúndum frá Íslandsmeti hennar. Hlynur Andrésson kom fimmti í mark í fimm kílómetrahlaupinu, en hann lenti í öðru sæti á tímanum 14:46,79. Hlynur verður aftur í eldlínunni á morgun, en þá keppir hann í þriggja kílómetra hlaupi. Ásdís Hjálmsdóttir varð fyrsti Íslendingurinn til að vinna grein á mótinu, en hún kastaði spjótinu rúma 60 metra eða nánar tiltekið 60,06 metra. Ásdís lenti í fimmta sæti í kringlukasti. Hafdís Sigurðardóttir lenti í sjötta sæti í þrístökki, en hún stökk 12,77 metra. Hafdís keppti einnig í 400 metra hlaupi þar sem hún hljóp á 54,13 sekúndum og lenti í þriðja sæti - en karlamegin keppti Kolbeinn Höður Gunnarsson í sömu vegalengd og lenti í sama sæti. Hann hljóp á 47,52 sekúndum. Frjálsar íþróttir Mest lesið Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Enski boltinn Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Enski boltinn Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Íslenski boltinn Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin Körfubolti „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Körfubolti „Út með ruslið og inn með íþróttaandann“ Sport Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Fótbolti Cecilía að landa silfri og Fanney mætt í markið Fótbolti McTominay hetja Napoli Fótbolti „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Körfubolti Fleiri fréttir Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Uppgjörið: Haukar - Valur 101-66 | Haukar völtuðu yfir Val í fyrstu rimmunni „Fráköstin hjá okkur voru hræðileg“ Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Yfirburðir í fráköstum og Njarðvíkingar leiða „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Elvar Örn öflugur þegar Melsungen jafnaði toppliðið að stigum „Út með ruslið og inn með íþróttaandann“ McTominay hetja Napoli Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum Haukar í undanúrslit á meðan ÍR og Selfoss þurfa oddaleik HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Stórsigur Villa galopnar baráttuna um Meistaradeildarsæti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val Blésu til veislu eftir brostna drauma í Mílanó Cecilía að landa silfri og Fanney mætt í markið Sjáðu Ísak fara á kostum í Svíþjóð í dag Arsenal í erfiðri stöðu eftir haítískt sigurmark Mögnuð endurkoma mikilvæg í toppbaráttunni Ísak bombaði inn úr þröngu færi Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Segja fjörutíu milljarða í boði fyrir Verstappen „Varst þú ekkert í bláu spurningunum?“ Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Martröðin fullkomnuð fyrir Mavericks Sjá meira
Íslenska frjálsíþróttalandsliðið fór ágætlega af stað á fyrsta keppnisdegi 2. deildar Evrópumótsins í frjálsum, en mótið fer fram í Búlgaríu. Ísland er í fimmta sæti af átta liðum í afar sterkri deild. 4x100 metra sveit karla sló ársgamalt Íslandsmet á mótinu, en þeir Juan Ramon Borges Bosque, Ívar Kristinn Jasonarson, Kolbeinn Höður Gunnarsson og Ari Bragi Kárason komu í mark á 40,72 sekúndum. Fyrra metið stóð frá Tblisi í Evrópukeppninni í fyrra, en þá var nánast sama lið að undanskildum Ívar Kristni sem kom í stað Jóhans Björns Sigurbjörnsson.Sjá einnig: Arna Stefanía hreppti brons Stelpurnar stóðu sig einnig vel í 4x100 metra hlaupinu, en þær Steinunn Erla, Arna Stefanía, Hafdís og Hrafnhildur Eir hlupu á öðru besta tíma frá upphafi í dag eða á 46,22 sekúndur. Besti tíminn er frá 1996 eða 45,71 sekúnda. Hulda Þorsteinsdóttir lenti í öðru til þriðja sæti í stangarstökki kvenna, en Hulda stökk fjóra metra. Óðinn Björn Þorsteinsson lenti í þriðja sæti í kúluvarpi, en hann kastaði lengst 18,55 metra. Aníta Hinriksdóttir var í öðru sæti í 800 metra hlaupi, en hún hljóp á 2:03,17. Það er þremur sekúndum frá Íslandsmeti hennar. Hlynur Andrésson kom fimmti í mark í fimm kílómetrahlaupinu, en hann lenti í öðru sæti á tímanum 14:46,79. Hlynur verður aftur í eldlínunni á morgun, en þá keppir hann í þriggja kílómetra hlaupi. Ásdís Hjálmsdóttir varð fyrsti Íslendingurinn til að vinna grein á mótinu, en hún kastaði spjótinu rúma 60 metra eða nánar tiltekið 60,06 metra. Ásdís lenti í fimmta sæti í kringlukasti. Hafdís Sigurðardóttir lenti í sjötta sæti í þrístökki, en hún stökk 12,77 metra. Hafdís keppti einnig í 400 metra hlaupi þar sem hún hljóp á 54,13 sekúndum og lenti í þriðja sæti - en karlamegin keppti Kolbeinn Höður Gunnarsson í sömu vegalengd og lenti í sama sæti. Hann hljóp á 47,52 sekúndum.
Frjálsar íþróttir Mest lesið Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Enski boltinn Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Enski boltinn Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Íslenski boltinn Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin Körfubolti „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Körfubolti „Út með ruslið og inn með íþróttaandann“ Sport Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Fótbolti Cecilía að landa silfri og Fanney mætt í markið Fótbolti McTominay hetja Napoli Fótbolti „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Körfubolti Fleiri fréttir Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Uppgjörið: Haukar - Valur 101-66 | Haukar völtuðu yfir Val í fyrstu rimmunni „Fráköstin hjá okkur voru hræðileg“ Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Yfirburðir í fráköstum og Njarðvíkingar leiða „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Elvar Örn öflugur þegar Melsungen jafnaði toppliðið að stigum „Út með ruslið og inn með íþróttaandann“ McTominay hetja Napoli Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum Haukar í undanúrslit á meðan ÍR og Selfoss þurfa oddaleik HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Stórsigur Villa galopnar baráttuna um Meistaradeildarsæti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val Blésu til veislu eftir brostna drauma í Mílanó Cecilía að landa silfri og Fanney mætt í markið Sjáðu Ísak fara á kostum í Svíþjóð í dag Arsenal í erfiðri stöðu eftir haítískt sigurmark Mögnuð endurkoma mikilvæg í toppbaráttunni Ísak bombaði inn úr þröngu færi Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Segja fjörutíu milljarða í boði fyrir Verstappen „Varst þú ekkert í bláu spurningunum?“ Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Martröðin fullkomnuð fyrir Mavericks Sjá meira