Gagnrýni

Gagnrýni

Gagnrýni á kvikmyndum, bókmenntum, tónlist, leikhúsverkum og fleiru.

Fréttamynd

Gott yfirlit yfir skemmtilegan feril

Sumarliði, hippinn og allir hinir er þriggja diska, sextíu laga safn sem spannar feril Bjartmars Guðlaugssonar og kom út í tilefni af sextugsafmæli hans fyrr í sumar.

Gagnrýni
Fréttamynd

Betri en flest

Kvikmyndir leikstjórans Woodys Allen eru orðnar fleiri en 40 talsins og á hverju ári bætir hann að minnsta kosti einni í bunkann.

Gagnrýni
Fréttamynd

Ferskur og flottur Frank

Nýstárleg og fersk plata frá einum af hæfileikaríkustu nýliðum poppsins. Hinn 24 ára gamli Frank Ocean er sjóðheitur þessa dagana. Channel Orange er fyrsta platan hans sem fær hefðbundna útgáfu, en í fyrra dreifði hann 14 laga plötunni Nostalgia Ultra ókeypis á vefsíðunni sinni.

Gagnrýni
Fréttamynd

Góðir grænjaxlar

Early Birds inniheldur fimmtán lög sem Gunnar Örn Tynes og Örvar Þóreyjarson Smárason hljóðrituðu á árunum 1998-2000.

Gagnrýni
Fréttamynd

Áhrifamáttur útnárans

Metnaðarfull sýning sem líður fyrir að reyna að gera of margt í einu. Er meira lókal en glóbal. Dr. Hlynur Helgason sýningarstjóri segir í sýningarskrá að sýningin sé skoðun á lókalnum, heimabænum eða hinu staðbundna, gagnvart umheiminum og áhrifamiðjum hans og spennunni sem myndast þarna á milli.

Gagnrýni
Fréttamynd

Engum til gagns

Það er óðs manns æði að reyna að fara í stígvél hollenska brjálæðingsins Pauls Verhoeven, en hann leikstýrði vöðvabúntinu Arnold Schwarzenegger í kvikmyndinni Total Recall árið 1990. Leikstjórinn Len Wiseman reynir það engu að síður og kallar það nýja uppfærslu á smásögunni sem gamla myndin er byggð á. Gott og vel, við leyfum honum það.

Gagnrýni
Fréttamynd

Margt leynist í mixinu

Fín plata frá Beatmakin Troopa. Maður heyrir vel að þeir félagar Troopa og Þorkell hafa legið yfir hverju hljóði. Hljómburðurinn er líka mjög góður og það leynast mörg flott hljóð í mixinu þegar vel er hlustað.

Gagnrýni
Fréttamynd

Sjónlistalíf á Akureyri

Listagilið, Deiglan og Sundlaug Akureyrar Listagilið á Akureyri iðar af myndlistar- og sjónlistalífi þessa dagana, upp úr og niður úr.

Gagnrýni
Fréttamynd

Skemmtilegur subbuskapur

Exorcist-kempan William Friedkin nálgast nú áttrætt en heldur sig við efnið og sendir nú frá sér hina subbulegu Killer Joe. Myndin hlaut hinn óvinsæla NC-17 stimpil frá kvikmyndaeftirlitinu vestanhafs, en það þýðir að engum undir 17 ára aldri er hleypt inn á myndina. Aldurstakmarkið getur haft í för með sér umtalsvert tekjutap fyrir framleiðendur en engu að síður var Killer Joe látin flakka óstytt í bíó.

Gagnrýni
Fréttamynd

Billy Corgan í fínu formi

Besta Smashing Pumpkins-platan í langan tíma. Lagasmíðarnar eru margar fínar og platan hefur ágætt heildaryfirbragð. Þetta er ekkert meistarastykki, en gamlir aðdáendur ættu ekki að hika við að bæta Oceaniu í safnið.

Gagnrýni
Fréttamynd

Kátir og klúrir Klaufar

Tónlistin á Óbyggðum er íslenskt kántrípopp. Stemningin á plötunni minnir svolítið á gamlar íslenskar stuð- og sveitaballagrúppur: Það er sungið um vín og víf, skálað og slegist. Klaufar eru líka stundum klúrir og grípa tækifærið til að vera tvíræðir. Þetta er ágætis gleðipoppplata. Lögin eru mörg fín og þó að Klaufar séu ekki að gera neitt nýtt þá gera þeir vel það sem þeir eru að gera. Á heildina litið þokkalegasta poppplata.

Gagnrýni
Fréttamynd

Annar hljómur, sömu lætin

Einar Örn og Curver fá hjálp frá David Byrne, Alan Vega og fleiri góðum gestum á nýju plötunni. Á heildina litið er Division of Culture and Tourism mjög flott Ghostigital-plata og ein af bestu plötum ársins til þessa. Tónlist Ghostigital er óvægin og höfðar ekki til allra. Hún fer seint í síspilun á Bylgjunni. Allir þeir sem eru til í smá læti ættu hins vegar hiklaust að tékka á þessari nýju plötu.

Gagnrýni
Fréttamynd

Hljómsveit sem eldist með reisn

Fleiri frábær lög og textar frá Magga Eiríks og Pálma Gunn. Í blómabrekkunni er fín Mannakornaplata. Lög og textar svíkja ekki, útsetningarnar eru hágæða og tilgerðarlausar og Pálmi syngur jafn vel og áður.

Gagnrýni
Fréttamynd

Hví svo alvarlegur?

Helst til þunglamalegur lokakafli en mikil veisla fyrir augað. Mig langar þó að þakka Nolan fyrir metnaðarfulla seríu og þá sérstaklega fyrir miðjumyndina. Honum hefur svo sannarlega tekist að leiðrétta mistök forvera síns, leikstjórans Joel Schumacher, sem breytti uppáhalds ofurhetjunni minni í súrrealískt BDSM-sirkusatriði og lét sauma á hana leðurgeirvörtur.

Gagnrýni
Fréttamynd

Ekki krúttlegur lengur

Átta ára að aldri óskaði John Bennett þess að bangsinn hans lifnaði við. Óskin rættist og krúttbangsinn Ted vann hug og hjarta heimsbyggðarinnar. En síðan eru liðin tæp þrjátíu ár og í dag eru félagarnir lítið krúttlegir. Þeir sitja bólufreðnir öllum stundum fyrir framan sjónvarpið, Ted er orðinn mikill strigakjaftur og kærasta Johns er orðin þreytt á bangsanum.

Gagnrýni
Fréttamynd

Lói fyrir lengra komna

Sorrí Tobey Maguire, en nú sést það enn betur hvað þú varst lélegur Spædermann. Það bendir ýmislegt til þess að Kóngulóarmaðurinn eigi bjarta framtíð fyrir sér á þessum trausta grunni sem hér er byggður. Brellurnar eru fyrsta flokks og brandararnir til staðar. Það sem skiptir þó lykilmáli er að Lói er loksins orðinn bíóhetja sem haldandi er með.

Gagnrýni
Fréttamynd

Þessi afmarkaða stund

Ansi hreint góð ljóðabók, þar sem allir bestu kostir skáldsins Braga Ólafssonar njóta sín. Bragi er hæglátur og heillandi höfundur. Hann hefur þetta „eitthvað“ sem veldur því að maður staldrar alltaf við, til að fylgjast með og lesa það sem hann skrifar. Hingað til sýnist mér hann hafa nýtt tíma sinn vel og hann er vinsamlegast beðinn að halda því áfram. Og yrkja.

Gagnrýni
Fréttamynd

Útpælt og proggað popp

Skolli fín plata. Ein af þeim betri það sem af er árs. Maður fylgir hljómsveitinni í gegnum söguna og hvert margkaflaskipt lagið á fætur öðru. Lögin eru öll góð, þó að maður grípi þau misfljótt.

Gagnrýni
Fréttamynd

Fjölbreytt fullorðinspopp

Hljómsveitin Melchior starfaði upphaflega á áttunda áratugnum, en kom saman fyrir nokkrum árum og tók upp plötuna Melchior sem kom út fyrir þremur árum. Nú er sveitin búin að gera plötu númer tvö á þessu seinna skeiði og það er auðheyrt á laga- og textasmíðunum á Matur fyrir tvo að meðlimir hennar þjást ekki af skrifteppu.

Gagnrýni
Fréttamynd

Buslað í barnalauginni

Gamanmyndin What to Expect When You're Expecting er byggð á gamalli amerískri óléttuhandbók og snertir á helstu flötum þess að ganga með barn og koma því í heiminn. Ágætis óléttugrín sem skilur þó alla eftir ósnortna.

Gagnrýni
Fréttamynd

Bætir, hressir og kætir

Franska gamanmyndin Intouchables segir frá smákrimmanum Driss sem gerist aðstoðarmaður lamaða auðmannsins Phillippe. Sá ríki er einmana en nokkuð brattur, harðneitar að láta vorkenna sér, er mikill menningarviti og fer bæði í óperuna og á málverkasýningar. Driss er hins vegar dóni og letihaugur, en með gott hjarta. Þrátt fyrir ólíka skapgerð og þjóðfélagsstöðu verða þeir hinir mestu mátar og eins og í öllum alvöru andstæðumyndum ná þeir á endanum að læra eilítið hvor af öðrum.

Gagnrýni
Fréttamynd

Einfalt en margslungið

Þriðja plata Hildar Guðnadóttur fyrir Touch-útgáfuna er athyglisvert sambland af raftónlist og nýklassík. Á heildina litið er þetta mjög flott verk sem virkar best spilað á góðum styrk. Í senn einfalt og margslungið.

Gagnrýni
Fréttamynd

Í hjarta veraldar

Besta bók Elísabetar. Einlægur og fallegur texti og knöpp ljóð með sterku myndmáli sem fara með lesandann í ferðalag inn í hjarta veraldar.

Gagnrýni
Fréttamynd

Dáleiðandi lágtækni

Á hinu annars ruglingslega og óaðlaðandi Hlemmsvæði í Reykjavík, er hægt að njóta myndlistar í nokkrum mæli. Svæðið hefur enda í áratugi verið í nágrenni við merkar listastofnanir eins og Myndlista- og handíðaskólann – síðar Listaháskólann og Kjarvalsstaði, að ógleymdu Gallerí Hlemmi sem rekið var um nokkurt skeið við Hlemmtorgið.

Gagnrýni
Fréttamynd

Tilfinningarík og persónuleg

Það var ólík sýn sem beið manns þegar maður gekk inn í Elborgarsal Hörpu á laugardagskvöldið, heldur en á tónleikum Bryans Ferry um daginn eða á Hljómskálatónleikunum. Á sviðinu voru bara tveir stólar, eitt lítið borð með drykkjum á, þrír hljóðnemar og nokkrir litlir sviðshátalarar.

Gagnrýni
Fréttamynd

Eins manns stórskotalið

Hljóðhnökrar og pirringur í upphafi viku fyrir samblandi af eldmóði og reynslu Costello. Frábærir tónleikar. Elvis var einn á sviðinu í hartnær þrjá klukkustundir og lagði allt sitt í giggið svo rann af honum svitinn, sem er alltaf jafn mikið ánægjuefni.

Gagnrýni
Fréttamynd

Grúví danspopp

Hárdoktorinn Jón Atli og Gísli Galdur með flotta rafpoppplötu. Lögin eru misgóð og sums staðar mætti vera aðeins meiri kraftur, en á heildina litið er þetta samt mjög fín danspoppplata sem óhætt er að mæla með.

Gagnrýni
Fréttamynd

Alþjóðlegt fjölbragðapopp

Tónlist Kiriyama Family er mjög skemmtilegt sambland af tónlist ólíkra áhrifavalda, en í henni felst líka ný nálgun á viðfangsefnið. Þetta er tækifærissinnuð tónlist í bestu merkingu þess orðs. Ég er strax farinn að hlakka til að heyra meira!

Gagnrýni
Fréttamynd

Köld krumla fortíðarinnar

Dauði næturgalans er þriðja bókin sem fjallar um dönsku hjúkrunarkonuna Ninu Borg. Hún starfar í búðum fyrir flóttamenn í Kaupmannahöfn og fléttast inn í þeirra flækjur og fortíð. Nina er ágætlega uppbyggður karakter og hennar flókna sambandi við sjálfa sig og þörfina til að bjarga heiminum eru vel gerð skil í bókinni.

Gagnrýni
Fréttamynd

Frændinn loks mættur

Prometheus er áhugaverð og kærkomin, sérstaklega ef bág staða vísindaskáldskapar nútímans er tekin með í reikninginn. Það er þó ekki sjálfgefið að ástríðufyllstu aðdáendur Alien-seríunnar taki þessum náskylda frænda opnum örmum, þó hans hafi verið beðið í ofvæni. Umgjörðin er glæsileg og andrúmsloftið þrælmagnað. Þess vegna á Prometheus skilið svo miklu vandaðra handrit.

Gagnrýni