Kaldur dagur í helvíti Fátt er verra fyrir spennutrylli en spennufall, en það er eiginlega besta orðið til að lýsa kvikmyndinni Frosti. Kynningarherferð myndarinnar lofaði nokkuð góðu þó hún hafi óneitanlega vakið upp minningar um Blair Witch-fyrirbærið sem tröllreið kvikmyndaiðnaðinum fyrir aldamót. Gagnrýni 10. september 2012 09:16
Bræðralag rokksins í Kaplakrika Það voru sannkallaðir maraþonrokktónleikar í íþróttahúsinu í Kaplakrika á laugardaginn. Gagnrýni 10. september 2012 09:16
Þyngri og seinteknari Sudden Hljómsveitin Sudden Weath-er Change vakti mikla athygli fyrir fyrstu plötuna sína, Stop! Handgrenade In The Name of Crib Death? understand? sem kom út árið 2009 og var meðal annars útnefnd bjartasta vonin á Íslensku tónlistarverðlaununum árið á eftir. Gagnrýni 8. september 2012 00:01
Sjálfhverf samkoma eða tær snilld? Reykjavík Dance Festival var skipulagt og hugsuð með nokkuð öðru sniði en undangegnin ár. Í stað þess að vera saman safn danssýninga þar sem áhorfendur mæta til að sjá dansara og danshöfunda sýna verk sín þá var hátíðin í heild sinni ein stór „kóreógrafía“ undir nafninu: A Series of Event. Gagnrýni 7. september 2012 09:00
Karpað í körfunni Ávaxtakarfan, hið vinsæla barnaleikrit eftir Kristlaugu Maríu Sigurðardóttur, er komið í bíó og fáum við að fylgjast með ævintýrum Mæju jarðarbers, Evu appelsínu og allra hinna ávaxtanna á hvíta tjaldinu, en stemningin í körfunni er súr, einelti er liðið og frekjan í ananasnum er óþolandi. Gagnrýni 6. september 2012 14:00
Rokk og raftaktar Stopover er ný tónleikaröð sem var hrundið af stað í Hörpu í vor, en að henni standa m.a. Kimi, Kex Hostel og Flugleiðir. Eins og nafnið bendir til gengur Stopover út á að fá hljómsveitir sem eru á leiðinni yfir Atlantshafið til þess að koma við í Reykjavík og spila á tónleikum. Gagnrýni 6. september 2012 00:01
Dauðalausi maðurinn og daufdumba stúlkan Téa Obreht sló hressilega í gegn með fyrstu skáldsögu sinni, Konu tígursins, hlaut Orange-verðlaunin 2011 og hefur verið hyllt víða um lönd sem einn besti höfundur sinnar kynslóðar, en hún er fædd 1985. Gagnrýni 1. september 2012 00:01
Misheppnuð tilraun Myndasería af vegg sem umlykur byggingarsvæði í miðbæ Reykjavíkur. Þetta hljómar satt að segja ekki neitt brjálæðislega spennandi, en þetta er samt myndefnið sem ljósmyndarinn Ingvar Högni Ragnarsson valdi sér fyrir einkasýninguna Veggir sem nú stendur yfir í Ljósmyndasafni Reykjavíkur. Gagnrýni 31. ágúst 2012 10:10
Sprúðlandi spilamennska Eftir hlé steig sjálfur Jack Magnet á svið og ekki minnkaði spilagleðin við það nema síður væri. Gagnrýni 30. ágúst 2012 10:56
Gjöfult samband Eivør vann nýju plötuna, Room, með eiginmanni sínum Tróndi Bogasyni. Þau semja flest lögin og textana, saman eða hvort í sínu lagi. Gagnrýni 30. ágúst 2012 00:01
Staður og stund Litirnir sem Ingólfur hefur valið eru á svipuðum stað í litapallettunni og litir í fyrri verkum hans þar sem hann málar á steinsteypta steina, og margir kannast við, en litaflöturinn hér er svipaður eða jafnstór og fyrrnefndir steinar. Gagnrýni 27. ágúst 2012 20:30
Betri en forverinn Í svona mynd skiptir þó mestu máli að hasarinn sé í lagi, og það er hann svo sannarlega hér. Sem fyrr er það Íslandsvinurinn Dolph Lundgren sem stelur senunni, Stallone og Statham smella betur saman en áður, Terry Crews á nokkur góð atriði og Schwarzenegger reytir af sér brandarana. Sumir eru fyndnir, aðrir dansa á línu pínlegheitanna. Þá átta ég mig ekki alveg á því hvert Stallone er að fara með alpahúfuna og yfirskeggið. Verður hann með lírukassa og lítinn apa í mynd númer þrjú? Gagnrýni 26. ágúst 2012 13:00
Stundargaman Dætrasona Tónlist Dætrasona er léttleikandi sambland af kántrí, rokkabillýi og poppi. Textarnir, sem fjalla flestir um kvennafar, eru mjög húmorískir og skemmtilegir. Platan ber nafn með rentu. Dætrasynir eltast við stelpur út um allt land: Brú í Hrútafirði, Stykkishólmur, Heimaey, Bolungarvík, Staðastaður, Hallormsstaðaskógur og meira að segja Öskjuvatn eru allt sögusvið texta, að ógleymdri Sundahöfninni. Gagnrýni 25. ágúst 2012 21:00
Niður með puntið! Brave er mikið sjónarspil eins og flest sem frá Pixar kemur, og þó söguþráðurinn virki ófrumlegur við fyrstu sýn er nálgunin augljóslega óhefðbundin séu hin femínísku gleraugu sett upp. Það er nánast eins og Disney-bákninu finnist það skulda heiminum afsökunarbeiðni vegna prinsessusnobbsins í gegnum tíðina, og viti menn, hin rytjulega og ódannaða Merida sem hér er fylgst með er langflottasta kvenpersóna sem sést hefur í teiknimynd lengi. Gagnrýni 25. ágúst 2012 16:00
Æsandi draumur með hápunkti Mikið ofsalega og innilega fagna ég aukinni umræðu um jákvæða upplifun af kynlífi og frelsun kynverunnar. Gagnrýni 24. ágúst 2012 16:00
Fersk efnisskrá Marlon Brando hafði í fyrstu ekki áhuga á að leika Guðföðurinn. Hann vildi ekki taka þátt í að upphefja mafíuna. Síðar skipti hann um skoðun, eins og frægt er. Eitt af því sem upphefur mafíuna er tónlistin í kvikmyndinni. Gagnrýni 23. ágúst 2012 11:28
Gott yfirlit yfir skemmtilegan feril Sumarliði, hippinn og allir hinir er þriggja diska, sextíu laga safn sem spannar feril Bjartmars Guðlaugssonar og kom út í tilefni af sextugsafmæli hans fyrr í sumar. Gagnrýni 22. ágúst 2012 00:00
Betri en flest Kvikmyndir leikstjórans Woodys Allen eru orðnar fleiri en 40 talsins og á hverju ári bætir hann að minnsta kosti einni í bunkann. Gagnrýni 17. ágúst 2012 00:01
Ferskur og flottur Frank Nýstárleg og fersk plata frá einum af hæfileikaríkustu nýliðum poppsins. Hinn 24 ára gamli Frank Ocean er sjóðheitur þessa dagana. Channel Orange er fyrsta platan hans sem fær hefðbundna útgáfu, en í fyrra dreifði hann 14 laga plötunni Nostalgia Ultra ókeypis á vefsíðunni sinni. Gagnrýni 16. ágúst 2012 00:01
Góðir grænjaxlar Early Birds inniheldur fimmtán lög sem Gunnar Örn Tynes og Örvar Þóreyjarson Smárason hljóðrituðu á árunum 1998-2000. Gagnrýni 15. ágúst 2012 00:01
Áhrifamáttur útnárans Metnaðarfull sýning sem líður fyrir að reyna að gera of margt í einu. Er meira lókal en glóbal. Dr. Hlynur Helgason sýningarstjóri segir í sýningarskrá að sýningin sé skoðun á lókalnum, heimabænum eða hinu staðbundna, gagnvart umheiminum og áhrifamiðjum hans og spennunni sem myndast þarna á milli. Gagnrýni 14. ágúst 2012 20:00
Engum til gagns Það er óðs manns æði að reyna að fara í stígvél hollenska brjálæðingsins Pauls Verhoeven, en hann leikstýrði vöðvabúntinu Arnold Schwarzenegger í kvikmyndinni Total Recall árið 1990. Leikstjórinn Len Wiseman reynir það engu að síður og kallar það nýja uppfærslu á smásögunni sem gamla myndin er byggð á. Gott og vel, við leyfum honum það. Gagnrýni 13. ágúst 2012 22:00
Margt leynist í mixinu Fín plata frá Beatmakin Troopa. Maður heyrir vel að þeir félagar Troopa og Þorkell hafa legið yfir hverju hljóði. Hljómburðurinn er líka mjög góður og það leynast mörg flott hljóð í mixinu þegar vel er hlustað. Gagnrýni 13. ágúst 2012 14:00
Sjónlistalíf á Akureyri Listagilið, Deiglan og Sundlaug Akureyrar Listagilið á Akureyri iðar af myndlistar- og sjónlistalífi þessa dagana, upp úr og niður úr. Gagnrýni 10. ágúst 2012 21:30
Skemmtilegur subbuskapur Exorcist-kempan William Friedkin nálgast nú áttrætt en heldur sig við efnið og sendir nú frá sér hina subbulegu Killer Joe. Myndin hlaut hinn óvinsæla NC-17 stimpil frá kvikmyndaeftirlitinu vestanhafs, en það þýðir að engum undir 17 ára aldri er hleypt inn á myndina. Aldurstakmarkið getur haft í för með sér umtalsvert tekjutap fyrir framleiðendur en engu að síður var Killer Joe látin flakka óstytt í bíó. Gagnrýni 5. ágúst 2012 08:00
Billy Corgan í fínu formi Besta Smashing Pumpkins-platan í langan tíma. Lagasmíðarnar eru margar fínar og platan hefur ágætt heildaryfirbragð. Þetta er ekkert meistarastykki, en gamlir aðdáendur ættu ekki að hika við að bæta Oceaniu í safnið. Gagnrýni 3. ágúst 2012 20:00
Kátir og klúrir Klaufar Tónlistin á Óbyggðum er íslenskt kántrípopp. Stemningin á plötunni minnir svolítið á gamlar íslenskar stuð- og sveitaballagrúppur: Það er sungið um vín og víf, skálað og slegist. Klaufar eru líka stundum klúrir og grípa tækifærið til að vera tvíræðir. Þetta er ágætis gleðipoppplata. Lögin eru mörg fín og þó að Klaufar séu ekki að gera neitt nýtt þá gera þeir vel það sem þeir eru að gera. Á heildina litið þokkalegasta poppplata. Gagnrýni 2. ágúst 2012 21:00
Annar hljómur, sömu lætin Einar Örn og Curver fá hjálp frá David Byrne, Alan Vega og fleiri góðum gestum á nýju plötunni. Á heildina litið er Division of Culture and Tourism mjög flott Ghostigital-plata og ein af bestu plötum ársins til þessa. Tónlist Ghostigital er óvægin og höfðar ekki til allra. Hún fer seint í síspilun á Bylgjunni. Allir þeir sem eru til í smá læti ættu hins vegar hiklaust að tékka á þessari nýju plötu. Gagnrýni 2. ágúst 2012 11:00
Hljómsveit sem eldist með reisn Fleiri frábær lög og textar frá Magga Eiríks og Pálma Gunn. Í blómabrekkunni er fín Mannakornaplata. Lög og textar svíkja ekki, útsetningarnar eru hágæða og tilgerðarlausar og Pálmi syngur jafn vel og áður. Gagnrýni 1. ágúst 2012 22:00