Eftirsjá og sársauki Trausti Júlíusson skrifar 8. nóvember 2012 00:01 Valdimar Um stund Eigin útgáfa Hljómsveitin Valdimar vakti mikla athygli fyrir fyrstu plötuna sína, Undraland, sem kom út fyrir tveimur árum. Hljómsveitin heitir Valdimar eins og söngvari hennar, sem er Guðmundsson og er frábær, einn af þeim bestu í poppinu hér á landinu. Það hefur stundum reynst hljómsveitum sem slá í gegn með sinni fyrstu plötu erfitt að koma frá sér plötu númer tvö. Þetta vandamál á klárlega ekki við um Valdimar. Um stund er frábær plata. Lagasmíðarnar á henni eru traustar, textarnir góðir og flutningur og hljómur til fyrirmyndar. Og svo syngur Valdimar líka alltaf jafn vel. Hljómsveitin hefur líka sinn eigin stíl. Valdimar er ekki eins og nein önnur hljómsveit, þó að áhrif megi heyra víða að, til dæmis frá hljómsveitunum Radiohead og Arcade Fire. Textarnir á Um stund eru svolítið niðurdregnir. Það er þungt yfir mönnum; engu líkara en textahöfundarnir fjórir séu allir að skrifa sig í gegnum sambandsslit eða aðra erfiða lífsreynslu. Þetta skemmir þó plötuna engan veginn, eftirsjáin og sársaukinn fara tónlistinni og rödd Valdimars vel. Á heildina litið er Um stund flott plata frá vaxandi hljómsveit. Niðurstaða: Valdimar klárar plötu númer tvö með stæl. <p<„Það er þungt yfir mönnum; engu líkara en textahöfundarnir fjórir séu allir að skrifa sig í gegnum sambandsslit eða aðra erfiða lífsreynslu,“ segir í gagnrýni um aðra plötu hljómsveitarinnar Valdimars.mynd/guðmundur vigfússon Gagnrýni Mest lesið „Sagði börnunum að vondur maður hefði meitt mömmu“ Áskorun „Munnvatnskirtlarnir hættu að starfa, ég var svo hræddur“ Lífið „Það getur enginn sært þig án þíns samþykkis“ Lífið „Hvað er Gísli Marteinn gamall?“ Lífið „Ég var kominn á þann stað að ég þorði ekki að vera með barnið mitt“ Lífið Slasaðist við tökur í Bretlandi Lífið Svíar senda gríngrúppu í stað Måns í Eurovision Lífið Byrjaði að baka fjögurra ára og vann fyrstu kokkakeppnina í dag Lífið Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Menning Krakkatían: VÆB, páskaegg og vorið Lífið Fleiri fréttir Elísabet fær uppreist æru Tveggja barna miðaldra móðir sem er sjúk í strákinn Ævar vísindamaður í miðaldrakrísu Dansandi lögreglukór og fangarnir í Sniglabandinu Fyrirsjáanlegt fjölskyldudrama Bob og Robbie í bobba Fleetwood Mac: Þegar eftirlíkingin verður betri en raunveruleikinn Sjá meira
Valdimar Um stund Eigin útgáfa Hljómsveitin Valdimar vakti mikla athygli fyrir fyrstu plötuna sína, Undraland, sem kom út fyrir tveimur árum. Hljómsveitin heitir Valdimar eins og söngvari hennar, sem er Guðmundsson og er frábær, einn af þeim bestu í poppinu hér á landinu. Það hefur stundum reynst hljómsveitum sem slá í gegn með sinni fyrstu plötu erfitt að koma frá sér plötu númer tvö. Þetta vandamál á klárlega ekki við um Valdimar. Um stund er frábær plata. Lagasmíðarnar á henni eru traustar, textarnir góðir og flutningur og hljómur til fyrirmyndar. Og svo syngur Valdimar líka alltaf jafn vel. Hljómsveitin hefur líka sinn eigin stíl. Valdimar er ekki eins og nein önnur hljómsveit, þó að áhrif megi heyra víða að, til dæmis frá hljómsveitunum Radiohead og Arcade Fire. Textarnir á Um stund eru svolítið niðurdregnir. Það er þungt yfir mönnum; engu líkara en textahöfundarnir fjórir séu allir að skrifa sig í gegnum sambandsslit eða aðra erfiða lífsreynslu. Þetta skemmir þó plötuna engan veginn, eftirsjáin og sársaukinn fara tónlistinni og rödd Valdimars vel. Á heildina litið er Um stund flott plata frá vaxandi hljómsveit. Niðurstaða: Valdimar klárar plötu númer tvö með stæl. <p<„Það er þungt yfir mönnum; engu líkara en textahöfundarnir fjórir séu allir að skrifa sig í gegnum sambandsslit eða aðra erfiða lífsreynslu,“ segir í gagnrýni um aðra plötu hljómsveitarinnar Valdimars.mynd/guðmundur vigfússon
Gagnrýni Mest lesið „Sagði börnunum að vondur maður hefði meitt mömmu“ Áskorun „Munnvatnskirtlarnir hættu að starfa, ég var svo hræddur“ Lífið „Það getur enginn sært þig án þíns samþykkis“ Lífið „Hvað er Gísli Marteinn gamall?“ Lífið „Ég var kominn á þann stað að ég þorði ekki að vera með barnið mitt“ Lífið Slasaðist við tökur í Bretlandi Lífið Svíar senda gríngrúppu í stað Måns í Eurovision Lífið Byrjaði að baka fjögurra ára og vann fyrstu kokkakeppnina í dag Lífið Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Menning Krakkatían: VÆB, páskaegg og vorið Lífið Fleiri fréttir Elísabet fær uppreist æru Tveggja barna miðaldra móðir sem er sjúk í strákinn Ævar vísindamaður í miðaldrakrísu Dansandi lögreglukór og fangarnir í Sniglabandinu Fyrirsjáanlegt fjölskyldudrama Bob og Robbie í bobba Fleetwood Mac: Þegar eftirlíkingin verður betri en raunveruleikinn Sjá meira