Golf

Golf

Fréttir og úrslit úr heimi golfsins.

Fréttamynd

Colin Montgomerie: Olazábal ætti að verða næsti fyrirliði Evrópu

Colin Montgomerie verður ekki fyrirliði evrópska liðsins þegar Ryder-bikarinn fer fram í Bandaríkjunum eftir tvö ár en Montgomerie stýrði evrópska liðinu til sigurs í Ryder-bikarnum í gær. Næsti Ryder-bikarinn fer fram í Chicago árið 2012 og Montgomerie vill að Spánverjinn José María Olazábal taki við stöðu hans þar.

Golf
Fréttamynd

Evrópa vann Ryder-bikarinn

Keppnislið Evrópu vann í dag lið Bandaríkjanna í Ryder-keppninni í golfi með minnsta mögulega mun - fjórtán og hálfum vinningi gegn þrettán og hálfum.

Golf
Fréttamynd

Evrópa leiðir fyrir lokadaginn

Lið Evrópu tók heldur betur við sér í Ryder-bikarnum í dag. Liðið var tveim vinningum undir, 6-4, þegar dagurinn í dag hófst en leiðir með þrem vinningum eftir daginn.

Fótbolti
Fréttamynd

Bandaríkjamenn leiða í Ryder-bikarnum

Það tókst að klára fyrstu umferðina í Ryder-bikarnum í morgun og eftir hana hafa Bandaríkjamenn nauma forystu. Þeir nældu í tvo og hálfan vinning á meðan Evrópa fékk einn og hálfan.

Golf
Fréttamynd

Rigningin að riðla öllu í Ryder-bikarnum

Enginn fjórleikur kláraðist á fyrsta degi Ryder-bikarsins í golfi í dag en það varð að fresta leik í sjö tíma vegna mikilla rigninga. Þetta er í 38. sinn þar sem Bandaríkin og Evrópu keppa í þessari frægustu liðakeppni í golfi og hafa Bandaríkjamenn titil að verja.

Golf
Fréttamynd

Of mikið gert úr erjum Tiger og McIlroy

Fjölmiðlar hafa gert sér mikinn mat úr þeim orðum Norður-Írans Rory McIlroy að Tiger Woods sé ekki upp á sitt besta og hann vilji leggja hann af velli í Ryder-bikarnum.

Golf
Fréttamynd

McIlroy vill ólmur mæta Tiger

Norður-Írinn Rory McIlroy er fullur sjálfstrausts fyrir Ryder Cup og segist vilja mæta Tiger Woods í mótinu enda sé hann ekki lengur sami kylfingurinn og hann var.

Golf
Fréttamynd

Poulter ætlar að nota Twitter

Kylfingurinn Ian Poulter segir það ekki vera rétt að leikmenn Evrópu í Ryder Cup séu í Twitter-banni og hann ætlar að halda áfram að nota samskiptavefinn meðan á mótinu stendur.

Golf
Fréttamynd

Bannað að nota Twitter

Fyrirliðar liðanna í Ryder-bikarnum hafa gert með sér samkomulag um að leikmenn liðanna megi ekki nota Twitter-samskiptasíðuna þar til mótinu er lokið.

Golf
Fréttamynd

Furyk fékk 11 milljónir dollara

Bandaríkjamaðurinn Jim Furyk mokaði inn peningum á golfvellinum í gær. Hann vann þá Tour championship mótið og tryggði sér um leið FedEx-bikarinn.

Golf
Fréttamynd

Kylfusveinarnir fljúga á fyrsta farrými

Steve Williams, kylfusveinn Tiger Woods, fær ekki að fljúga með Tiger Woods á Ryder Cup þar sem Tiger stóð sig ekki nógu vel og var tekinn inn í bandaríska liðið sem aukamaður.

Golf
Fréttamynd

Birgir endaði í 52. sæti á opna austurríska mótinu

Íslandsmeistarinn Birgir Leifur Hafþórsson (GKG) hafnaði í 52. sæti á opna austurríska mótinu í golfi en mótið er hluti af Evrópumótaröðinni. Birgir lék lokahringinn í dag á 76 höggum eða á fjórum yfir pari en lauk leik samtals á einu undir pari.

Golf
Fréttamynd

Fínn hringur hjá Birgi Leif

Birgir Leifur Hafþórsson lék vel á Opna austurríska mótinu í golfi í morgun en mótið er liður í Evrópumótaröðinni.

Golf
Fréttamynd

Guðmundur vann sterkt mót í Englandi

Einhver efnilegasti kylfingur landsins, Guðmundur Ágúst Kristjánsson sem er klúbbmeistari GR, gerði sér lítið fyrir í dag og vann Duke of York-golfmótið sem fram fór á Royal St. George´s-golfvellinum í Englandi.

Golf
Fréttamynd

Upp og niður hjá Birgi

Kylfingurinn Birgir Leifur Hafþórsson hóf leik á sínu fyrsta móti á Evrópumótaröðinni í heilt ár í dag. Íslandsmeistarinn er að taka þátt í móti sem fram fer í Austurríki.

Golf
Fréttamynd

Tíunda tækifæri Mickelson á árinu til að taka toppsætið af Tiger

Phil Mickelson og Steve Stricker eiga báðir möguleika á því að taka toppsæti heimslistans í golfi af Tiger Woods þegar Deutsche Bank mótinu lýkur í kvöld. Þetta verður í tíunda sinn á árinu sem Mickelson fær tækifæri til að ná í efsta sætið í fyrsta sinn á ferlinum.

Golf
Fréttamynd

Birgir Leifur lék á 58 höggum á Akranesi!

Birgir Leifur Hafþórsson, atvinnukylfingur úr Golfklúbbi Kópavogs og Garðabæjar, fór hamförum á Garðavelli í dag og lék völlinn á 58 höggum eða 14 höggum undir pari vallarins.

Golf
Fréttamynd

Singh fékk albatross í Boston

Kylfingurinn Vijay Singh frá Fiji-eyjum fékk albatross á þriðja hring á Deutsche Bank Championship mótinu sem fram fer í Boston á PGA-mótaröðinni.

Golf
Fréttamynd

Jimenez vann í svissnesku ölpunum

Spænski kylfingurinn Miguel Angel Jimenez sigraði á Omega European Masters golfmótinu sem lauk á evrópsku mótaröðinni í Sviss í dag. Jimenez lék samtals á 21 höggi undir pari og sigraði mótið með þremur höggum.

Golf
Fréttamynd

Landsbyggðin mætir Höfuðborgarsvæðinu

KPMG bikarinn 2010 fer fram á Korpúlfsstaðavelli hjá Golfklúbbi Reykjavíkur dagana 10.-11 september. Í KPMG bikarnum keppir úrvalslið höfuðborgar gegn úrvalsliði landsbyggðar.

Golf