Pallborðið: Einar smá stressaður en Gunnar hefur fulla trú á sigri á Svíum Svava Kristín Gretarsdóttir stýrði Pallborðinu á Vísi í dag þar sem kvöldleikur Íslands við Svíþjóð á HM í handbolta var krufinn til mergjar. Stemningin var líka skoðuð í beinni útsendingu frá stuðsvæði Íslendinga í Gautaborg. Handbolti 20. janúar 2023 16:37
Svíagrýlubaninn Fúsi fisksali svartsýnn á leikinn Sigfús Sigurðsson fisksali var í liðinu sem drap Svíagrýluna. Hann er hóflega bjartsýnn fyrir leikinn í dag. Handbolti 20. janúar 2023 16:05
Portúgalar hlupu yfir Grænhöfðaeyjar og komust upp fyrir Ísland Fyrstu leikjum dagsins í milliriðlum heimsmeistaramótsins í handbolta er lokið þar sem Spánverjar tryggðu sér sæti í átta liða úrslitunum. Handbolti 20. janúar 2023 16:02
„Þetta verður heimsklassaleikur“ „Ég er bara ferskur núna og er klár í slaginn fyrir leikinn,“ segir Ómar Ingi Magnússon, leikmaður íslenska landsliðsins, fyrir æfingu liðsins í Scandinavium höllinni í Gautaborg í gær. Sport 20. janúar 2023 15:01
Sænskur sérfræðingur: Meiri breidd í sænska liðinu Blaðamaðurinn Johan Flinck hjá Aftonbladet er helsti handboltapenni Svía og hann segir að það sé meiri pressa á Íslendingum en Svíum í kvöld. Handbolti 20. janúar 2023 13:00
Klár í slaginn eftir flensuna „Það er æðislegt að geta hitt strákana aftur og komast líka á æfingu,“ segir Elvar Örn Jónsson leikmaður íslenska landsliðsins fyrir æfingu liðsins í Scandinavium höllinni í Gautaborg í gær. Handbolti 20. janúar 2023 12:00
Björgvin Páll og Landin spiluðu 250. landsleikinn sinn með eins dags millibili Íslenski landsliðsmarkvörðurinn Björgvin Páll Gústavsson spilaði sinn 250. landsleik í sigri Íslands á Grænhöfðaeyjum í vikunni. Handbolti 20. janúar 2023 11:30
HM í dag: Geggjaði leikurinn hjá Íslandi verður gegn Svíum í kvöld Ísland og Svíþjóð mætast í öðrum leik þjóðanna í milliriðlinum á HM í handbolta í kvöld. Ísland þarf á sigri að halda ætli liðið sér í 8-liða úrslitin. Handbolti 20. janúar 2023 11:02
„Næ vonandi að sýna mitt rétta andlit“ „Ég er ferskur, góður og spenntur fyrir leiknum,“ segir Aron Pálmarsson landsliðsfyrirliði en hann þarf að leiða sína menn til sigurs í kvöld. Handbolti 20. janúar 2023 10:02
Fjórir íslenskir meðal fimmtíu bestu en þrír betri en Ómar Fjórir íslenskir handboltamenn eru á lista norsks sérfræðings yfir fimmtíu bestu handboltamenn heimsins í dag. Enginn þeirra þykir þó meðal þriggja bestu í heimi. Handbolti 20. janúar 2023 09:30
„Hann er bara mjög stressaður þegar ég er að taka þessi skot“ „Jú, hann er bara mjög stressaður þegar ég er að taka þessi skot,“ segir Elliði Snær Viðarsson, landsliðsmaður í handbolta, um frægu miðju skotin hans þegar línumaðurinn skorar í autt markið. Handbolti 20. janúar 2023 09:01
Dansandi HM-kallinn sem stelur senunni leik eftir leik „Ég veit ekki alveg hvort ég sé búinn að slá í gegn en við erum allavega mætt á HM að styðja íslenska landsliðið, það er ekkert annað hægt að gera,“ segir Karl Brynjólfsson sem hefur slegið í gegn í stúkunni með einstökum danssporum á leikjum íslenska liðsins. Handbolti 20. janúar 2023 08:30
„Förum í þennan leik til þess að vinna hann“ „Mér líður vel,“ sagði Guðmundur Guðmundsson landsliðsþjálfari í aðdraganda stórleiksins gegn Svíum þar sem allt er undir hjá íslenska liðinu. Handbolti 20. janúar 2023 08:01
Rekinn af velli fyrir að bíta andstæðing Bandaríski handboltamaðurinn Paul Skorupa er á leið í bann eftir að hafa bitið Husain Al-Sayyad í leik Bandaríkjanna og Barein í dag. Handbolti 19. janúar 2023 23:30
Ljósmyndarar á HM varaðir við þjófum Ljósmyndarar sem staddir eru í Svíþjóð að taka myndir af heimsmeistaramótinu í handbolta hafa margir hverjir lent í því að dýrum búnaði þeirra sé stolið úr bílum þeirra á meðan að mótinu stendur. Handbolti 19. janúar 2023 23:00
Króatar tóku stig af Dönum | Norðmenn komnir langleiðina í átta liða úrslit Seinustu tveim leikjum kvöldsins á heimsmeistaramótinu í handbolta er nú lokið. Króatía og Danmörk gerðu 32-32 jafntefli og á sama tíma unnu Norðmenn góðan þriggja marka sigur gegn Serbíu, 31-28. Handbolti 19. janúar 2023 21:16
HM-maðurinn segir alla hljóta að skilja hitann Sterkar tilfinningar HM-mannsins svokallaða yfir leikjum á stórmótum hafa vakið mikla athygli og kátínu landsmanna. Hann er nú staddur í Gautaborg og segir hvern einasta Íslending hljóta að skilja hitann. Lífið 19. janúar 2023 19:30
Lærisveinar Alfreðs fóru létt með Argentínu Alfreð Gíslason og lærisveinar hans í þýska landsliðinu í handbolta unnu afar öruggan tuttugu marka sigur er liðið mætti Argentínu í milliriðli þrjú á heimsmeistaramótinu í handbolta í kvöld, 39-19. Handbolti 19. janúar 2023 18:34
Bareinsku strákarnir hans Arons sigruðu Bandaríkin Aron Kristjánsson stýrði Barein til sigurs á Bandaríkjunum, 27-32, í fyrsta leik liðsins í milliriðli 4 á HM í handbolta karla í dag. Handbolti 19. janúar 2023 16:01
Myndasyrpa: Guðmundur hélt langa ræðu fyrir æfinguna Strákarnir okkar mættu á æfingu í Scandinavium höllina í dag og var það síðasta æfingin hjá liðinu fyrir leik tvö í milliriðlinum. Handbolti 19. janúar 2023 14:59
Handboltaskórnir í allt öðru landi en hann þegar hann fékk kallið til spila á HM Spánverjar þurftu að gera breytingu á liði sínu á heimsmeistaramótinu í handbolta og kalla út mann. Sá sem fékk kallið var hins vegar í skemmtiferð með konunni í Englandi. Handbolti 19. janúar 2023 14:31
Björgvin Páll tæpur í bakinu Ástæðan fyrir því að Ágúst Eli Björgvinsson er mættur til Gautaborgar er sú að Björgvin Páll Gústavsson er tæpur. Handbolti 19. janúar 2023 14:24
Hóað í Ágúst Elí til Gautaborgar Strákarnir okkar fá liðsstyrk í dag því ákveðið hefur verið að kalla á markvörðinn Ágúst Elí Björgvinsson. Handbolti 19. janúar 2023 12:51
Íslendingar hafa skorað langoftast í tómt mark á þessu HM Íslenska handboltalandsliðið er í sérflokki á þessu heimsmeistaramóti þegar kemur að því að skora í tómt mark andstæðinganna. Handbolti 19. janúar 2023 12:30
Úlnliður Elliða snýr öfugt þegar hann skýtur miðjuskotunum sínum Íslenski landsliðsmaðurinn Elliði Snær Viðarsson hefur slegið í gegn á heimsmeistaramótinu í handbolta og ekki bara fyrir baráttu, kraft og dugnað. Handbolti 19. janúar 2023 11:30
HM í dag: Elliði Snær er uppáhald þjóðarinnar Strákarnir okkar völtuðu yfir Grænhöfðaeyjar í gær og hausinn er nú kominn á úrslitaleikinn gegn Svíum á morgun. Handbolti 19. janúar 2023 11:01
Þetta vona Íslendingar að gerist á HM á morgun Strákarnir okkar þurfa að öllum líkindum á sigri eða að minnsta kosti jafntefli að halda gegn Svíþjóð á morgun til að komast í 8-liða úrslit á HM í handbolta. Tapi liðið mun það sennilega þurfa að treysta á önnur úrslit en það mun skýrast betur fyrir leikinn. Handbolti 19. janúar 2023 10:01
Myndasyrpa: Gleðin við völd í Gautaborg Strákarnir okkar brostu mikið í Gautaborg í gær eins og sjá má í myndasyrpu úr smiðju Vilhelms Gunnarssonar. Hann var að sjálfsögðu á staðnum þegar Ísland vann öruggan sigur gegn Grænhöfðaeyjum á HM í handbolta. Handbolti 19. janúar 2023 07:29
„Kannski af því leikmenn opna ekki munninn á sér og tala um það að þetta sé ekki í lagi“ Sigfús Sigurðsson, fyrrverandi atvinnu- og landsliðsmaður í handbolta, telur að leikmenn íslenska landsliðsins eigi að láta í sér heyra ef þeir eru ósáttir með hvernig varnarleikur liðsins er settur upp. Handbolti 19. janúar 2023 07:01
„Geri mér grein fyrir hver staðan er og veit mitt hlutverk“ „Mjög gaman auðvitað, maður vill spila. Svo verður maður að reyna vera klár þegar sénsinn kemur,“ sagði Elvar Ásgeirsson eftir tíu marka sigur Íslands á Grænhöfðaeyjum í fyrsta leik milliriðils á HM í handbolta. Handbolti 18. janúar 2023 23:30