Svona sprengja menn dekk á felgu Félagar í 4x4 klúbbnum á Austurlandi og björgunarsveitarmenn frá Vopnafirði keyrðu stóra hálendis hringinn í síðustu viku á stórum og vel útbúnum jeppum. Eins og jeppamenn og fleiri þekkja þá eru góð ráð dýr þegar dekk fer af felgu. Það gerist hins vegar stundum þegar hleypt er úr dekkjunum. Það gerðist einmitt í ferð jeppamannanna í vikunni en eins og ferðalanganna var von og vísa þá kunnu þeir ráð við því. Á myndbandi sem gengið hefur um netið að undanförnu má sjá hvernig þeir sprengja dekkið aftur upp á felguna. Innlent 24. mars 2007 17:00
9 leiðir að Parísarlúkkinu Hátíðin Pourquoi-pas stendur nú sem hæst og í mörgum verslunum miðbæjarins trónir lítill franskur fáni til að minna á allt sem franskt er. Franskar kvikmyndir, frönsk tónlist og franskur matur veitir Íslendingum rómantískan innblástur þessa dagana og því er vert að skoða aðeins frönsku tískuna. Ég er oft spurð, „af hverju eru Parísardömur svona hryllilega „chic“?“ Heilsuvísir 24. mars 2007 00:01
Allt sterkt í uppáhaldi Helgi Svavar Helgason úr tríóinu Flís er matgæðingur af bestu gerð. Hann ræktar chilipipar í glugganum hjá sér og ver stundum einum og hálfum sólarhring í eldamennsku. Heilsuvísir 22. mars 2007 09:00
Íslensk langferðalög í Kína Þetta hófst allt saman í ársbyrjun 2004,“ segir Óttar um upphafið á Kínaævintýrinu. „Ég var þá nýbúinn að festa kaup á öllum upptökum hins ítalska Robertinos og fór með þær á tónlistarráðstefnu. Þar kveiktu nokkrir kínverskir aðilar á Robertino og eftir nokkrar samningaviðræður varð úr að þeir buðu mér og konu minni til Shanghai til að reka smiðshöggið á samningana og þá fór boltinn að rúlla.“ Heilsuvísir 18. mars 2007 00:01
Ekki hægt að þegja lengur Ástandið er alvarlegt, það fer ekki fram hjá neinum að átröskun er gríðarlega stórt vandamál hér á landi, og ekki er hægt að þegja lengur yfir því hversu illa er staðið að málum átröskunarsjúklinga innan heilbrigðiskerfisins,“ segir Alma Geirdal, framkvæmdastjóri og ráðgjafi Forma, samtaka átröskunarsjúklinga. Heilsuvísir 18. mars 2007 00:01
Ástir Jesú Krists og örlög Kaþólska kirkjan, frumkirkjan, er sveipuð leyndardómum og dularfullum sögum um leynireglur og því er kannski ekki skrítið að samsæriskenningasmiðir fái sitthvað fyrir sinn snúð í sögu hennar og menningu. Þessar smíðar náðu ákveðnu hámarki þegar Dan Brown gaf út bókina Da Vinci lykilinn. Heilsuvísir 18. mars 2007 00:01
Siggi Pálmi Þriðja gráðan Sigurður Pálmi Sigurbjörnsson er framkvæmdastjóri From Nowhere Records, plötuútgáfufyrirtækis sem hann setti á fót ásamt tónlistarmanninum Barða Jóhannssyni. Sigurður Pálmi hefur viðskiptavitið í blóðinu enda barnabarn Pálma í Hagkaupum. Fré Heilsuvísir 17. mars 2007 00:01
Góð tilfinning að þjóna Ég lít á starf mitt sem listrænt uppeldisstarf,“ segir Þorgerður. „Kennararstarf þar sem maður tekur á móti ómótuðum unglingum. Það að ná góðum árangri í tónlistinni er auðvitað takmarkið og oft tekst með prýði að ná listrænum hæðum í starfinu. Heilsuvísir 17. mars 2007 00:01
Spartanskir magavöðvar Skotinn Gerard Butler er kannski ekki öllum kunnur eins og er. En eftir að heimurinn sér hann sem Leonidas konung höggva mann og annan í leðurbrók með rauða skikkju í myndinni 300 á hann eflaust eftir að grafa sig í minni manna. Þá sérstaklega kvenþjóðinni og samkynhneigðum. Heilsuvísir 17. mars 2007 00:01
Ekkert betra en eldhúsið: Sesam kjúklingabringur með appelsínusósu Tónlistarmaðurinn Davíð Olgeirsson nýtur sín vel í eldhúsinu sínu. Þar er það oftast kjúklingur sem ratar í pottana. Heilsuvísir 15. mars 2007 09:30
Michelin-kokkur á Holtinu Hótel Holt bauð gestakokkinn Jean-Yves Johany velkominn til leiks í vikunni, en hann er fyrstur þriggja franskra kokka sem kemur hingað til lands í tengslum við frönsku menningarhátíðina Pourquoi-pas?. Kokkarnir hafa allir hlotið eina eða tvær Michelin stjörnur og því um mikinn feng fyrir íslenska matarunnendur að ræða. Tveir matreiðslumeistaranna verða á Hótel Holti, en sá þriðji hjá Sigga Hall. Heilsuvísir 15. mars 2007 07:00
Föstudagar eru pítsudagar Heimatilbúnar pítsur eru alltaf aðeins betri á bragðið, sérstaklega ef hollustan er höfð í huga við val á hráefni. Föstudagar eru tilvaldir pítsudagar þar sem fjölskyldan kemur saman og allir fá að velja sitt uppáhaldsálegg. Heilsuvísir 7. mars 2007 00:01
Hressandi koffínbolli Nýlegar rannsóknir hafa sýnt fram á að fólk sem drekkur tvo til þrjá kaffibolla á dag verður síður þunglynt. Við búum við kaffimenningu og hjá þeirri staðreynd verður ekki komist. Virka efnið í þessum eftirlætisdrykk okkar er koffín, en það hefur örvandi áhrif á miðtaugakerfið og rannsóknir hafa sýnt fram á að kaffi getur þannig haft jákvæð og upplyftandi áhrif á skapið. Heilsuvísir 6. mars 2007 11:17
Streita veldur heilaskemmdun Of mikið álag á unga hugi getur haft gríðarlega slæmar afleiðingar í för með sér. Rannsóknir hafa leitt í ljós að streitan getur valdið heilaskemmdum. Skemmdirnar valda því að barnið verður minna hæft til að fást við stress í framtíðinni, magn stresshormónsins kortisól eykst í blóðrásinni og skemmdirnar breiðast út. Þetta er vítahringur sem erfitt er að losna úr. Heilsuvísir 6. mars 2007 02:15
Einhverfa er fötlun, ekki hegðun Gera má ráð fyrir að á Íslandi séu um 200 einstaklingar með einhverfu. Þekking á fötluninni er að sögn aðstandenda takmörkuð og skilningur oft lítill enda er um dulda fötlun að ræða þar sem hraustlega útlítandi börn eiga við mikla innri fötlun að stríða. Júlía Margrét Alexandersdóttir hitti Önnu Gísladóttur, móður tveggja einhverfra bræðra, sem segir einhverfa oft ekki tekna með í reikning þjóðfélagsins. Heilsuvísir 3. mars 2007 00:01
Reykvískar lautarferðir Klámráðstefnan Snowgathering sem halda átti hér á landi hefur verið blásin af. Meðan einhverjir fagna sigri segja aðrir þetta ósigur tjáningarfrelsisins. Júlía Margrét Alexandersdóttir hitti Jónu Ingibjörgu Jónsdóttur, hjúkrunar- og kynfræðing, sem segir konur sífellt sækja í sig veðrið hvað varðar kaup á kynferðislega opinskáu efni og í stað þess að stinga höfðinu í sandinn ættum við að gera kröfur um betra efni til handa öllum. Heilsuvísir 3. mars 2007 00:01
Konur vilja líka klám Klámráðstefnan Snowgathering sem halda átti hér á landi hefur verið blásin af. Meðan einhverjir fagna sigri segja aðrir þetta ósigur tjáningarfrelsisins. Júlía Margrét Alexandersdóttir hitti Jónu Ingibjörgu Jónsdóttur, hjúkrunar- og kynfræðing, sem segir konur sífellt sækja í sig veðrið hvað varðar kaup á kynferðislega opinskáu efni og í stað þess að stinga höfðinu í sandinn ættum við að gera kröfur um betra efni til handa öllum. Heilsuvísir 3. mars 2007 00:01