Hollywood

Hollywood

Fréttir af fræga fólkinu úti í hinum stóra heimi.

Fréttamynd

Hafi ekki tekið þátt í her­ferð gegn Lively

Blaðamaðurinn Kjersti Flaa segist ekki hafa tekið þátt í ófrægingarherferð leikstjórans Justin Baldoni gegn kollega sínum Blake Lively eftir að kvikmynd þeirra It Ends With Us var sýnd í kvikmyndahúsum í ágúst síðastliðnum.

Lífið

Fréttir í tímaröð

Fréttamynd

Bölvað basl á Bond

Innan veggja Amazon hefur lítið sem ekkert gengið að endurvekja James Bond, ofurnjósnarann breska og ímyndaða, frá því Daniel Craig hætti að leika hann og síðasta myndin kom út árið 2021.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Selena komin með hring

Hollywood stjarnan Selena Gomez og tónlistarmaðurinn Benny Blanco eru trúlofuð. Þetta hafa þau tilkynnt með pompi og prakt á samfélagsmiðlum þar sem þau sjást himinlifandi með hringa á höndum.

Lífið
Fréttamynd

Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney

Margt bendir til þess að írski leikarinn Paul Mescal komi til með að leika söngvarann Paul McCartney í kvikmyndaröð Sam Mendes um Bítlana. Stefnt er að því að búa til eina kvikmynd um hvern Bítil fyrir sig. 

Bíó og sjónvarp
Fréttamynd

Hittust bara einu sinni eftir Friends

Vinirnir í Friends hittust aðeins einu sinni eftir að tökum á þáttunum lauk árið 2004 og þar til þau hittust í sérstökum endurfundaþætti. Þetta segir Lisa Kudrow sem segist hafa horft á þættina aftur til að hugga sig eftir sviplegt fráfall Matthew Perry.

Lífið
Fréttamynd

Mætti á dregilinn þrátt fyrir á­sakanirnar

Rapparinn Jay-Z mætti á frumsýningu kvikmyndarinnar Mufasa: Lion King í gær þar sem dóttir hans Blue og eiginkonan Beyoncé fara með stór hlutverk. Kom það mörgum netverjum á óvart að rapparinn hafi mætt, þar sem ásakanir um meint kynferðisbrot hans komu nýlega upp á yfirborðið.

Lífið
Fréttamynd

Enginn ætti að lesa skila­boðin sem honum hafi borist

Írski leikarinn Barry Keoghan hefur fengið sig fullsaddan af hatri í hans garð á netinu. Hann sættir sig ekki við að fólk sitji um heimili sonar hans og dreifi fölskum sögusögnum. Keoghan hætti nýlega með bandarísku söngkonunni Sabrinu Carpenter en sá orðrómur gekk að hann hefði haldið framhjá henni.

Lífið
Fréttamynd

Rúbínrauðu skór Dóróteu seldust á 3,8 milljarða

Rúbínrauðu skór Dóróteu sem Judy Garland klæddist í Galdrakarlinum í Oz seldust á uppboði í Dallas á laugardag fyrir tæpa fjóra milljarða króna. Skórnir eiga sér merkilega sögu því þeim var stolið árið 2005 og fundust ekki fyrr en þrettán árum seinna.

Tíska og hönnun
Fréttamynd

Taka sér hlé hvort frá öðru

Bandaríska söngkonan Sabrina Carpenter og írski leikarinn Barry Keoghan hafa ákveðið að taka sér hlé hvort frá öðru. Þau hafa verið að stinga saman nefjum í tæpt ár.

Lífið
Fréttamynd

Fitusmánuð á rauða dreglinum

Breska leikkonan Kate Winslet segir að hún hafi verið fitusmánuð af fréttafólki þar sem hún var stödd á rauða dreglinum í aðdraganda afhendingar Golden Globes verðlaunanna árið 1998. Þar var hún stödd ásamt öðrum aðstandendum stórmyndarinnar Titanic sem sópaði til sín verðlaunum þetta árið.

Lífið
Fréttamynd

Ást­fangnar í tuttugu ár

Spjallþáttastjórnandinn Ellen DeGeneres og eiginkona hennar Portia De Rossi fögnuðu tuttugu árum saman í gær. Hjúin eru enn ástfangin upp fyrir haus eftir tvo áratugi saman.

Lífið
Fréttamynd

Hélt að hann væri George Clooney

Bandaríski Hollywood leikarinn Richard Gere segist alltaf muna eftir því þegar hann hitti eiginkonuna sína spænsku fjölmiðlakonuna Alejandra Silva í fyrsta sinn. Hún hafi ekki haft hugmynd hver hann væri og hélt hún að þetta væri í raun kollegi hans George Clooney.

Lífið
Fréttamynd

Barry Keoghan leikur Bítil

Stórleikarinn írski Barry Keoghan mun leika trommarann fræga Ringo Starr í ævisögulegri kvikmyndaröð Sam Mendes um ævi og störf Bítlanna. Stefnt er að því að hver Bítill fái sína mynd.

Bíó og sjónvarp
Fréttamynd

Með stór­stjörnum í væntan­legri kvik­mynd Marvel

Jóhannes Haukur Jóhannesson heldur áfram að sanka að sér hlutverkum erlendis en nú hefur leikarinn tilkynnt að hann muni fara með hlutverk í væntanlegri kvikmynd Marvel, Captain America: Brave New World, þó að enn sem komið er sé leyndarmál hvaða persónu hann muni glæða lífi.

Bíó og sjónvarp
Fréttamynd

Hefndi sín með því að missa mey­dóminn

Goðsögnin Cher opnar sig upp á gátt í nýrri sjálfsævisögu. Þar fer poppstjarnan um víðan völl og rifjar meðal annars hvernig hún missti meydóminn fjórtán ára gömul en hún segist það fyrst og fremst hafa verið gert til að hefna sín á strák.

Lífið
Fréttamynd

Reykti pabba sinn

Youtube stjarnan Rosanna Pansino missti föður sinn fyrir fimm árum eftir langa og stranga baráttu við krabbamein. Hún heiðraði minningu hans með því að rækta kannabis plöntu í mold sem var blönduð við öskuna hans. 

Lífið
Fréttamynd

Sér lífið í nýju ljósi eftir móður­missinn

Ástralska stórstjarnan Nicole Kidman segist verða hræddari við dauðann með aldrinum og finnur fyrir aukinni tilvistarkreppu. Hún er þó óhrædd við að vera í góðum tengslum við tilfinningar sínar og finna til.

Lífið
Fréttamynd

Adele kveður sviðið um ó­á­kveðinn tíma

Stórstjarnan og söngkonan víðfræga Adele komst við og felldi tár á laugardaginn þegar hún hélt sína síðustu tónleika í Las Vegas í Nevada-ríki í Bandaríkjunum. Söngkonan hefur varið síðustu tveimur árum í borginni og haldið hundrað tónleika í tónleikasal Caesars Palace.

Lífið