Meint kynferðisbrot Brand til rannsóknar hjá lögreglu Breska rannsóknarlögreglan Scotland Yard hefur nú til rannsóknar nokkrar ásakanir um kynferðisofbeldi á hendur grínistanum Russel Brand. Til rannsóknar eru bæði ásakanir um ofbeldi sem á að hafa átt sér stað á breskri grundu og annars staðar. Erlent 25. september 2023 20:13
Borguðu fyrir máltíðir allra til að fá staðinn út af fyrir sig Söngkonan Taylor Swift er sögð hafa greitt fyrir mat allra sem snæddu á veitingastað í Kansas gegn því að þeir myndu yfirgefa staðinn. Vildi hún geta borðað þar í friði á stefnumóti sínu með ruðningskappanum Travis Kelce. Lífið 25. september 2023 15:39
Kutcher stígur til hliðar eftir umdeilt meðmælabréf Bandaríski leikarinn Ashton Kutcher hefur ákveðið að stíga til hliðar sem formaður samtakanna Thorn sem vinna gegn kynferðisofbeldi og mansali. Eiginkona hans og leikkonan Mila Kunis stígur einnig úr sínu hlutverki í samtökunum. Lífið 25. september 2023 14:44
Kelly Clarkson kom götulistamanni á óvart Tónlistarkonan Kelly Clarkson kom götulistamanni í Las Vegas á óvart á dögunum. Clarkson var að eigin sögn að setja pening í fötu listakonunnar sem söng lög eftir Tinu Turner af mikilli ástríðu. Tónlist 25. september 2023 13:57
Hulk Hogan orðinn giftur maður Glímukappinn fyrrverandi Hulk Hogan gekk í það heilaga um helgina. Þetta er í þriðja sinn sem hann gengur í hjónaband en einungis tveir mánuðir eru síðan hann trúlofaðist. Lífið 25. september 2023 12:00
Drög að samningi hjá handritshöfundum í Hollywood Handritshöfundar í Bandaríkjunum segja að nú liggi fyrir drög að samningum sem gætu bundið enda á verkfall þeirra sem staðið hefur yfir frá byrjun maímánaðar. Viðskipti erlent 25. september 2023 07:45
Kyndir undir orðróminn um nýtt ástarsamband Síðustu daga hefur mikið verið rætt um meint ástarsamband bandarísku tónlistarkonunnar Taylor Swift og bandaríska fótboltakappans Travis Kelce sem spilar með Kansas City Chiefs. Segja má að söngkonan hafi heldur betur kynt undir orðróminn eftir að hafa mætt á leik Chiefs og Chicago Bears á Arrowhead-vellinum í Kansas City í kvöld. Lífið 24. september 2023 23:11
Usher sér um hálfleikstónleika Ofurskálarinnar Bandaríski tónlistarmaðurinn Usher mun mun troða upp í hálfleik Ofurskálar NFL-deildarinnar í amerískum fótbolta á næsta ári. Tónlist 24. september 2023 17:35
Trump og Stern í hár saman Donald Trump og útvarpsmaðurinn Howard Stern eru komnir í hár saman ef marka má færslu forsetans fyrrverandi á samfélagsmiðlinum Truth Social. Trump segir Stern furðufugl sem sé orðinn „woke“. Erlent 23. september 2023 19:44
Varð vinsælasti söngvari í sögu Spánar í stað þess að verða atvinnumaður í fótbolta Spænski hjartaknúsarinn Julio Iglesias er áttræður í dag. Hann er vinsælasti söngvari í sögu Spánar og enginn söngvari hefur gefið út plötur á eins mörgum tungumálum. Lífið 23. september 2023 14:01
Tjáir sig í fyrsta sinn eftir ásakanirnar Leikarinn Russell Brand segir síðastliðna viku hafa verið „stórfurðulega og erfiða.“ Fjórar konur stigu nýlega fram og sögðu hann hafa brotið á sér kynferðislega. Ein þeirra hefur kært hann fyrir kynferðisbrot. Erlent 22. september 2023 22:17
Vissi að eltihrellirinn kæmi Lögregla hafði afskipti af eltihrelli á viðburði sem leikarinn Matthew McConaughey stóð fyrir í vikunni. Leikaranum datt í hug að hrellirinn yrði til ama og sótti því um nálgunarbann áður en viðburðurinn fór fram. Lífið 22. september 2023 21:57
Michael Caine „eiginlega“ sestur í helgan stein Breski stórleikarinn Michael Caine kveðst vera „eiginlega“ sestur í helgan stein. Heilsu leikarans fer versnandi og á hann erfitt með gang. Lífið 22. september 2023 10:31
Skærasta stjarna Ítalíu sækir um skilnað Ítalski söngvarinn Tiziano Ferro tilkynnti aðdáendum sínum í gær að hann hafi sótt um skilnað frá eiginmanni sínum, Victori Allen. Lífið 20. september 2023 15:06
Hittust í leyni á bílastæðum Victoria Beckham og David Beckham hittust í leyni á bílastæðum í árdaga sambands þeirra. Umboðsmaður kryddpíunnar mælti með því að þau myndu halda sambandinu leyndu, fyrst um sinn. Lífið 20. september 2023 08:54
Sækir um skilnað frá Danny Masterson Bandaríska leikkonan Bijou Phillips hefur sótt um skilnað frá leikaranum Danny Masterson. Masterson var fyrir tveimur vikum dæmdur í þrjátíu ára fangelsi eftir að hafa verið sakfelldur af ákæru um tvær nauðganir. Lífið 20. september 2023 07:50
Katy Perry seldi réttinn að tónlist sinni fyrir þrjátíu milljarða Bandaríska söngkonan Katy Perry hefur selt rétt að öllum fimm plötum hennar til útgáfufyrirtækisins Litmus Music fyrir 225 milljónir Bandaríkjadala, eða um þrjátíu milljarða króna. Viðskipti erlent 19. september 2023 18:18
Hafa náð sátt í skilnaðarmáli sínu Bandaríski leikarinn Kevin Costner og fyrrverandi eiginkona hans, Christine Baumgartner, hafa náð sátt í skilnaðarmáli sínu. Slúðurmiðillinn TMZ greinir frá þessu en mikið hefur verið fjallað um mál þeirra Costner og Baumgartner síðustu vikur og mánuði. Lífið 19. september 2023 14:44
Ariana Grande sækir um skilnað Tónlistarkonan heimsfræga Ariana Grande hefur sótt um skilnað frá eiginmanni sínum, Dalton Gomez. Þau hafa verið gift í tvö ár. Lífið 18. september 2023 23:55
Russell Brand kærður til lögreglu Lögreglunni í Lundúnum hefur borist kæra gegn Russel Brand, breskum grínista. Kona kærði hann fyrir kynferðisbrot sem á að hafa átt sér stað í borginni árið 2003. Breskir fjölmiðlar birtu um helgina sögu fjögurra kvenna sem sökuðu hann um nauðgun, kynferðislega áreitni og andlegt ofbeldi yfir sjö ára tímabil, eða frá 2006 til 2013. Erlent 18. september 2023 16:14
Skora á konur að stíga fram Mannréttindasamtökin Amnesty International hafa skorað á konur að stíga fram ef þær þurfi vegna mögulegrar óviðeigandi hegðunar breska grínistans Russell Brand á meðan hann tók þátt í góðgerðarviðburðum samtakanna frá 2006 til 2012. BBC barst kvartanir vegna grínistans á þessum árum en brást ekki við. Erlent 17. september 2023 14:16
Steve Martin neitar að hafa kýlt Miriam Margolyes Bandaríski leikarinn Steve Martin þvertekur fyrir að hafa kýlt bresku leikkonuna Miriam Margolyes við tökur á grínmyndinni Litlu hryllingsbúðinni frá 1986. Margolyes segir Martin hafa kýlt sig í alvörunni en ekki í þykjustunni. Lífið 16. september 2023 18:29
Fjórar konur saka Russell Brand um kynferðisofbeldi Breski grínistinn Russell Brand segir ásakanir á hendur sér ekki eiga við rök að styðjast. Umfjöllun um meint brot leikarans birtist í dag en leikarinn brást við á Instagram í gær. Lífið 16. september 2023 15:40
Hugh Jackman og Deborra í sitthvora áttina Ástralska leikaraparið Hugh Jackman og Deborra-lee Furness hafa ákveðið að fara hvort í sína áttina eftir 27 ára langt hjónaband. Lífið 15. september 2023 18:35
Braut blað í sögu MTV verðlaunahátíðarinnar Bandaríska tónlistarkonan Taylor Swift vann til níu verðlauna á MTV Video Music verðlaunahátíðinni sem haldin var í New Jersey í Bandaríkjunum í nótt. Lífið 13. september 2023 14:18
Sjaldséðar myndir af fjölskyldu Beyoncé Tónlistarkonan Beyoncé birti mynd af sér ásamt foreldrum sínum, Tinu og Mathew Knowles, í tilefni af 42 ára afmæli sínu á dögunum. Foreldrar hennar eru skilin og því sjaldséð að sjá mynd af þeim saman. Lífið 12. september 2023 15:32
Musk hafi tekið mynd af sér í miðjum keisaraskurði Tónlistarkonan Grimes segir Elon Musk, milljarðamæring og fyrrverandi kærastann hennar, hafa tekið mynd af sér þar sem gerður var á henni keisaraskurður við fæðingu eins barna þeirra. Þetta kemur fram í óútkominni ævisögu milljarðamæringsins sem erlendir slúðurmiðlar hafa undir höndum. Lífið 12. september 2023 08:31
Umdeild afsökunarbeiðni vegna enn umdeildari bréfa Leikarahjónin Mila Kunis og Ashton Kutcher hafa sætt harðri gagnrýni nú um helgina eftir að meðmælabréf sem þau skrifuðu um leikarann Danny Masterson voru birt. Masterson var á fimmtudag dæmdur í þrjátíu ára fangelsi fyrir nauðgun. Lífið 10. september 2023 23:00
Rihanna og ASAP gáfu syninum óvenjulegt nafn Sonur bandaríska tónlistarfólksins Rihönnu og ASAP Rocky hefur verið nefndur. Hann heitir Riot Rose Mayers og er þess getið í erlendum slúðurmiðlum að nafnið vekji athygli en talið er að hann sé nefndur eftir einu frægasta lagi rapparans. Lífið 8. september 2023 11:57
Jimmy Fallon biðst afsökunar: „Mér líður svo illa“ Þáttastjórnandinn Jimmy Fallon hefur beðið núverandi og fyrrverandi starfsmenn sína afsökunar á því að hafa stuðlað að „baneitraðri“ vinnustaðamenningu á setti í þáttunum The Tonight Show. Honum segist líða gríðarlega illa. Lífið 7. september 2023 22:59