

Körfubolti
Fréttir af leikmönnum og liðum í körfubolta, bæði á Íslandi og erlendis.

Félag Martins tekur vel á móti íslenska landsliðinu
Íslenska karlalandsliðið í körfubolta er komið saman til að undirbúa sig fyrir tvo gríðarlega mikilvæga leiki í undankeppni Evrópumótsins. Þetta eru leikir þar sem íslensku strákarnir geta tryggt sig inn á Eurobasket 2025.

Ánægðir með nýju blönduna hjá Álftanesliðinu
Það er allt annað yfirbragð fyrir liði Álftaness á nýju ári. Sumir ganga svo langt að tala um nýtt Álftaneslið því áherslurnar hafa breyst það mikið.

Báðu leikmanninn afsökunar á vandræðalegum mistökum
Þetta átti að vera stórt kvöld fyrir fyrrum leikmanns skólans en breyttist fljótt í það að vera aðhlátursefni á netmiðlum.

Aðstoðarþjálfari Dallas Mavericks handtekinn
Darrell Armstrong, aðstoðarþjálfari hjá NBA körfuboltaliðinu Dallas Mavericks, kom sér í mikil vandræði um helgina.

Steph Curry valinn bestur á heimavelli og liðið hans Shaq vann
Gömlu karlarnir hans Shaquille O'Neal fögnuðu sigri í nótt í Stjörnuleik NBA deildarinnar sem fór fram með nýju fyrirkomulagi.

„Erum ekkert að fara slaka á“
Haukar gerðu sér góða ferð suður með sjó þar sem þær mættu Keflavík í Blue höllinni í kvöld þegar Bónus deild kvenna fór aftur af stað. Haukar voru fyrir leikinn á toppi deildarinnar og gátu með sigri styrkt stöðu sína þar. Eftir mikinn baráttu leik sem varð mun meiri spenna í lokin stóðu Haukar uppi sem sigurvegarar með einu stigi 96-97.

Njarðvík hafði betur í háspennuleik á Hlíðarenda
Njarðvík lagði Val með tveggja stiga mun í æsispennandi leik að Hlíðarenda þegar liðin mættust í Bónus deild kvenna í körfubolta, lokatölur 76-78.

Uppgjörið: Keflavík - Haukar 96-97 | Sluppu með eins nauman sigur og hægt er úr Bítlabænum
Keflavík tók á móti Haukum í toppslag Bónus deild kvenna þegar liðin áttust við í Blue höllinni í kvöld. Haukar sitja á toppi deildarinnar og gátu með sigri gefið sér smá andrými þar á meðan Keflavík gat sett alvöru pressu á gestina á toppi deildarinnar. Það fór svo að Haukar hafði betur með minnsta mun 96-97.

Wembanyama og Paul svindluðu og voru reknir úr keppni
Victor Wembanyama og Chris Paul fóru óhefðbundna og, eins og þeir vita núna, ólöglega leið í skotþrautinni í gær, á stjörnuhelgi NBA-deildarinnar í körfubolta.

Martin í hópnum sem gæti skilað Íslandi á EM
Martin Hermannsson snýr aftur í íslenska landsliðshópinn í körfubolta fyrir leikina sem ráða því hvort Ísland verður með í lokakeppni EM sem hefst í lok ágúst.

Háspennuleikir á Akureyri og Króknum
Það voru vægast sagt spennandi leikir sem fóru fram í Bónus deild kvenna í körfubolta á Akureyri og Sauðárkróki í dag.

Grindavík upp úr fallsæti með sigri á botnliði Aþenu
Grindavík vann 15 stiga sigur á botnliði Aþenu í fallbaráttuslag Bónus deildar kvenna í körfubolta, lokatölur 105-90.

Orkan í Arnóri til fyrirmyndar: „Þetta eru góð skilaboð til ungra leikmanna“
Gríðarleg orka og ákefð í hinum 18 ára gamla Arnóri Tristan Helgasyni heillaði sérfræðinga Bónus Körfuboltakvölds upp úr skónum. Þeir hældu Grindvíkingnum í þætti gærkvöldsins, eftir frammistöðu hans gegn Álftanesi í vikunni.

Fann aftur keppnisskapið: „Með því skemmtilegra sem ég geri“
Tvö íþróttafélög brjóta blað í íslenskri íþróttasögu þegar þau opna fyrir æfingar í hjólastólakörfubolta um helgina. Verkefnið verður kynnt með pompi og prakt í Kringlunni í dag.

Fékk aðstoð úr óvæntri átt í veikindunum
Björn Kristjánsson sá ekki fyrir sér að spila körfubolta aftur þegar nýru hans gáfu sig veturinn 2022 og hann á leið í aðgerð. Fyrrum leikmaður í ensku úrvalsdeildinni kom honum hins vegar til aðstoðar.

„Það er alltaf einstök stemning í þessu húsi“
Valur vann KR á Meistaravöllum eftir framlengdan leik 89-96. Þetta var fimmti sigur Vals í röð í Bónus deildinni og Finnur Freyr Stefánsson, þjálfari Vals, var afar ánægður með sigurinn gegn sínu gamla félagi.

„Ég held að mínir leikmenn upplifi pressu á heimavelli“
„Niðurstaðan er svekkjandi, ekki spurning, en þetta var frábær leikur, fallegur körfubolti fyrir áhorfendurna. Eins og yfirleitt þá réðust úrslitin á einu atviki, einu skoti og frákasti, varnarlegum mistökum, og því miður urðum við fyrir því en ekki þeir í kvöld,“ sagði Borche Illievski, þjálfari ÍR, eftir 91-95 tap gegn Njarðvík í miklum spennuleik í átjándu umferð Bónus deildar karla.

Uppgjörið: KR-Valur 89-96 | Fimmti sigur Vals í röð kom í framlengingu
Valsmenn héldu sigurgöngu sinni áfram eftir endurkomu Kristófers Acox og unnu í kvöld sjö stiga sigur á KR, 96-89, í framlengdum Reykjavíkurslag í Vesturbænum í Bónus deild karla í körfubolta. Valsemnn hafa unnið fimm leiki í röð og hafa komið sér vel fyrir í fjórða sætinu.

Uppgjörið: ÍR - Njarðvík 91-95 | Sterkur gestasigur eftir æsispennandi leik í Skógarselinu
Njarðvík sótti sterkan sigur í Skógarselið í átjandu umferð Bónus deildar karla. 91-95 varð niðurstaðan gegn ÍR eftir hörkuspennandi leik sem réðst ekki fyrr en á lokamínútunni. Njarðvíkingar styrkja þar með stöðu sína í þriðja sæti deildarinnar en ÍR-ingar missa af mikilvægum stigum í baráttunni um úrslitakeppnissæti.

Braut hnéskelina sína og missir af restinni af Bónus deildinni
Franski körfuboltamaðurinn Steeve Ho You Fat verður ekkert meira með liði Þórs Þorlákshafnar í Bónus deild karla í körfubolta eftir að hafa meiðst illa á hné

Valentínusarveisla í Vesturbæ
Mörg hatrömm baráttan hefur verið háð er KR og Valur hafa mæst í gegnum tíðina en ástin verður í loftinu þegar þau mætast í kvöld, á Valentínusardag.

Rauðsokkur í Efra-Breiðholti
Það geisar alls kyns stríð í Efra-Breiðholti. Hefur alltaf gert og mun sjálfsagt alltaf gera. Oftast milli Efra- og Neðra-, milli ólíkra menningarheima eða skólanna tveggja sitthvoru megin við Austurberg. Að þessu sinni geisar þó annað stríð, sem er ólíkt því sem áður hefur þekkst. Bitbeinið: þjálfunaraðferðir körfuboltaþjálfarans Brynjars Karls í í félaginu Aþenu í Austurbergi.

Fékk nýra frá mömmu og þurfti hennar leyfi til að snúa aftur
Körfuboltamaðurinn Björn Kristjánsson sneri aftur á körfuboltavöllinn í haust eftir mikil veikindi sem leiddu til þess að móðir hans gaf honum nýra. Hún fékk eiginlegt úrslitavald yfir því hvort hann sneri aftur en hann nýtur sín vel og stefnir á Íslandsmeistaratitil í vor.

Íslensku félögin greiddu KKÍ 44 milljónir til að skrá leikmenn
Það hefur sjálfsagt ekki farið framhjá mörgum hve mikið líf var á félagaskiptamarkaðnum í íslenskum körfubolta þar til að glugginn lokaðist á dögunum. Samtals greiddu íslensku félögin um 44 milljónir króna í gjöld til KKÍ vegna félagaskipta og leikheimilda erlendra leikmanna.

Leikmanni Lakers leið eins og hann væri staddur í kvikmynd
Körfuboltamaðurinn Dalton Knecht upplifði skrýtna daga í síðustu viku þegar honum var skipt frá Los Angeles Lakers liðinu en var svo kallaður aftur til baka.

Viðar Örn Hafsteinsson: Við ætlum okkur að skrifa söguna
Kraftaverk þarf til að Höttur bjargi sér frá falli úr úrvalsdeild karla í körfuknattleik eftir úrslit kvöldsins. Höttur tapaði 86-89 á heimavelli fyrir Stjörnunni. Liðið sýndi ágætan leik og var komið í ágæta stöðu í fjórða leikhluta þegar Stjarnan hrökk í gang. Þjálfari Hattar var þó heilt yfir sáttur við leik síns liðs.

Baldur Ragnarsson: Alls ekki góðir í 35 mínútur
Baldur Þór Ragnarsson, þjálfari Stjörnunnar í úrvalsdeild karla í körfuknattleik, var þakklátur fyrir 86-89 sigur á Hetti á Egilsstöðum í kvöld því hans lið var komið í erfiða stöðu.

„Ekkert sérstaklega upptekinn af því að við erum fallnir”
Haukar tóku á móti Keflavík í kvöld í botnbaráttuslag. Það var ljóst fyrir leik að ef Haukar ætluðu að bjarga sér frá falli var það nauðsynlegt að vinna þennan leik. Haukarnir héldu sér inn í leiknum allan tíman en töpuðu að lokum 96-103 og því eru Haukar nánast fallnir um deild. Friðrik Ingi Rúnarsson þjálfari Hauka kom í viðtal eftir leik þar sem hann var vonsvikinn með tapið, en að mörgu leiti ánægður með sína menn.

Uppgjör: Tindastóll-Þór Þ. 109-96 | Átta heimasigrar í röð hjá Stólunum
Tindastólsmenn eru á svaka skriði í Bónus deild karla í körfubolta og sönnuðu það með sannfærandi 109-96 sigri á Þórsurum úr Þorlákshöfn í Síkinu í kvöld.

Uppgjör: Höttur-Stjarnan 83-86 | Stjarnan marði sigur á Hetti
Stjarnan heldur áfram í toppbaráttu úrvalsdeildar karla í körfuknattleik eftir 86-89 sigur á Hetti á Egilsstöðum í kvöld. Leikurinn snérist gestunum í vil undir lokin. Hattarliðið á aðeins tölfræðilega möguleika á að halda sér í deildinni.