Njarðvík semur við tvo leikmenn Körfuknattleiksdeild Njarðvíkur hefur samið við tvo erlenda leikmenn sem munu leika með liðinu í Domino´s deild karla í vetur. Körfubolti 4. ágúst 2020 21:00
Segja Jón Arnór vera á leiðinni til Vals Jón Arnór Stefánsson gæti mögulega leikið með Val í Domino´s deildinni í körfubolta á næstu leiktíð. Körfubolti 4. ágúst 2020 20:30
Houston hafði betur gegn Giannis og félögum | Celtics með sigur Sex leikir fóru fram í NBA deildinni í nótt. Körfubolti 3. ágúst 2020 11:15
Clippers með stórsigur á meðan Lakers máttu þola tap Alls fóru fimm leikir fram í NBA-deildinni í nótt. Los Angeles Clippers komu sterkir til baka eftir tapið gegn Lakers og völtuðu yfir New Orleans Pelicans. Á sama tíma áttu nágrannar þeirra í Lakers aldrei möguleika gegn ríkjandi meisturum í Toronto Raptors. Körfubolti 2. ágúst 2020 09:25
Þór Akureyri loks búið að ráða þjálfara Körfuknattleiksdeild Þórs Akureyrar staðfesti rétt í þessu að félagið væri búið að ráða þjálfara fyrir komandi tímabilí Domino´s deild karla. Sá heitir Andrew Johnson. Körfubolti 1. ágúst 2020 13:45
Sá gríski tryggði Bucks sigur | Rosalegur leikur hjá Dallas og Houston Fimm leikir fóru fram í NBA-deildinni eða NBA-kúlunni svokölluðu. Milwaukee Bucks unnu góðan sigur á Boston Celtics. Framlengja þurfti tvo leiki, þar á meðal stórleik Dallas Mavericks og Houston Rockets. Körfubolti 1. ágúst 2020 09:30
Segir að nú megi ekki taka fótinn af bensíngjöfinni LeBron James – stórstjarna Los Angeles Lakers og NBA-deildarinnar í körfubolta - segir að leikmenn deildarinnar verði að halda áfram baráttunni fyrir samfélagslegum breytingum í Bandaríkjunum. Körfubolti 31. júlí 2020 23:00
LeBron tryggði sigur í toppslagnum þegar NBA hófst að nýju Keppnistímabilið í NBA-deildinni í körfubolta verður klárað í Disney World í Flórída þar sem lokakafli deildakeppninnar hófst að nýju í nótt eftir hlé vegna kórónuveirufaraldursins. Körfubolti 31. júlí 2020 07:30
NBA-deildin hefst að nýju með stórleik liðanna frá Englaborginni Í nótt hefst NBA-deildin í körfubolta að nýju en hlé hefur verið á deildinni síðan 11. mars. Eins og áður hefur komið fram verður núverandi tímabil klárað með breyttu sniði. Körfubolti 30. júlí 2020 14:30
Stólarnir komnir með Kana | Hópurinn klár fyrir veturinn Lið Tindastóls er klárt í bátana þó enn séu tveir mánuðir í að Domino´s deild karla fari af stað. Körfubolti 30. júlí 2020 09:00
Um 150 krakkar á leið til Bandaríkjanna í haust: „Krakkarnir eru frekar slök yfir þessu“ Brynjar Benediktsson, framkvæmdastjóri og eigandi Soccer and Education, segir íslenska íþróttakrakka spennta að komast aftur út í skólana sína og byrja að iðka sína íþrótt á nýjan leik. Sport 28. júlí 2020 19:35
Þórsarar tilkynna nýjan þjálfara um verslunarmannahelgina Eftir langa bið verður nýr þjálfari karlaliðs Þór Ak. í körfubolta kynntur á laugardaginn. Körfubolti 28. júlí 2020 12:30
Kyrie setti á fót sjóð til að aðstoða körfuboltakonur Kyrie Irving, ein helsta stjarna NBA-deildarinnar í körfubolta, hefur ákveðið að leggja hönd á plóg og hjálpa körfuboltakonum sem spila í WNBA-deildinni. Körfubolti 28. júlí 2020 12:00
Elvar fyrsti íslenski körfuboltamaðurinn sem nemur land í Litháen: „Þetta var auðveld ákvörðun“ Njarðvíkingurinn Elvar Már Friðriksson verður fyrsti íslenski körfuboltamaðurinn sem spilar í Litháen. Hann kveðst spenntur fyrir næstu tveimur árum hjá Siauliai. Körfubolti 28. júlí 2020 10:00
Í sóttkví eftir heimsókn á strípibúllu Lou Williams, leikmaður Los Angeles Clippers í NBA-deildinni, verður í sóttkví næstu tíu dagana. Körfubolti 27. júlí 2020 16:30
Elvar í Litháen næstu tvö árin Elvar Már Friðriksson, sem varð Svíþjóðarmeistari í körfubolta með Borås á síðustu leiktíð, er orðinn leikmaður Siauliai í Litháen. Körfubolti 26. júlí 2020 09:30
Lakers og Milwaukee með sigra í æfingaleikjum Los Angeles Lakers sigraði Orlando Magic í Orlando-búbblunni í Disneylandi í dag. Leikurinn er einn af þremur æfingaleikjum sem liðin fá áður en keppni hefst aftur í NBA þann 30. júlí. Körfubolti 25. júlí 2020 21:30
NBA-stjarna minnist fyrrverandi leikmanns Keflavíkur: „Hann var átrúnaðargoðið mitt“ Stanley Robinson heitinn, fyrrverandi leikmaður Keflavíkur, hafði mikil áhrif á NBA-stjörnuna DeMarcus Cousins sem minnist hans á Instagram-síðu sinni. Körfubolti 24. júlí 2020 16:39
Fyrrverandi leikmaður Keflavíkur látinn Körfuknattleiksmaðurinn Stanley Robinson, fyrrverandi leikmaður Keflavíkur, er látinn, 32 ára að aldri. Körfubolti 23. júlí 2020 11:30
Tómas Þórður: „Annaðhvort þetta eða vera áfram í Stjörnunni“ Tómas Þórður ræddi við Sportpakka Stöðvar 2 um félagaskipti sín til Spánar en hann átti gott tímabil með Stjörnunni er liðið varð deildarmeistari á síðustu leiktíð áður en tímabilið var blásið af. Körfubolti 22. júlí 2020 23:00
Virðingarleysi fyrir íslenskum knattspyrnudómurum? -„Þetta er gjörsamlega ólíðandi“ Pepsi Max stúkan tók þrjú málefni til umræðu í lok þáttarins og eitt þeirra var hvort að það væri algjört virðingarleysi fyrir íslenskum knattspyrnudómurum í samanburði við til að mynda íslenska körfuboltadómara. Íslenski boltinn 22. júlí 2020 12:30
Fannst erfiðast að geta ekki hitt móður sína LeBron James, stórstjarna Los Angeles Lakers í NBA-deildinni í körfubolta, segir það hafa tekið á að geta ekki hitt móður sína á meðan hann var í sóttkví. Körfubolti 21. júlí 2020 18:00
Keypti körfuboltaspjald með LeBron á 250 milljónir Safnari greiddi 250 milljónir íslenskra króna fyrir sjaldgæft körfuboltaspjald með LeBron James frá fyrsta tímabili hans í NBA-deildinni. Körfubolti 20. júlí 2020 14:28
Landsliðsfyrirliðinn ætlar að hlaupa 10 km fyrir Berglindi þrátt fyrir að vera komin 26 vikur á leið Helena Sverrisdóttir er ein af mörgum sem ætla að safna fyrir landsliðskonuna Berglindi Gunnarsdóttur með því að safna áheitum í Reykjavíkurmaraþoninu í ágúst. Körfubolti 17. júlí 2020 11:30
Körfuboltastjarna segjast þurfa velja á milli þess að setja líf sitt í hættu eða gefa eftir launin sín Elena Delle Donne, besti leikmaður WNBA deildarinnar í körfubolta, er ósátt með að vera sett í mjög erfiða stöðu þar sem hún þarf að velja á milli heilsu sinnar og lifibrauðsins. Sport 16. júlí 2020 10:30
Hægt að hjálpa Jóni Arnóri að komast inn í EuroBasket-draumalið Íslenski körfuboltamaðurinn Jón Arnór Stefánsson er tilnefndur í kosningu á heimasíðu FIBA í draumalið EuroBasket á 21. öldinni og er í hörku baráttu um að komast inn. Körfubolti 16. júlí 2020 09:00
Jón Axel í þýska körfuboltann: Martin Hermannsson sagði honum góða hluti af félaginu Ísland mun áfram eiga leikmann í þýsku körfuboltadeildinni eftir að Jón Axel Guðmundsson samdi við lið Fraport Skyliners. Körfubolti 15. júlí 2020 12:40
Blikarnir semja við tvær af sínum bestu körfuboltadætrum Sóllilja Bjarnadóttir og Isabella Ósk Sigurðardóttir ætla báðar að spila með sínu uppeldisfélagi í Domino´s deild kvenna í körfubolta næsta vetur. Körfubolti 14. júlí 2020 16:00
Engin miskunn hjá NBA: Mátti ekki ná sér í mat og er kominn í sóttkví Leikmaður Sacramento Kings yfirgaf nýja NBA-heiminn í Disney World í Orlando til að ná sér í matarsendingu en það mátti hann alls ekki. Körfubolti 14. júlí 2020 09:00
Westbrook greindist með veiruna við komuna til Orlando Russell Westbrook, leikmaður Houston Rockets, er með kórónuveiruna en þetta kom í ljós við komuna til Orlando. Körfubolti 13. júlí 2020 18:00