Körfubolti

Körfubolti

Fréttir af leikmönnum og liðum í körfubolta, bæði á Íslandi og erlendis.

Fréttamynd

Bene­dikt í bann

Þjálfari Tindastóls í Bónus deild karla í körfubolta, Benedikt Guðmundsson, hefur verið dæmdur í eins leiks bann.

Körfubolti
Fréttamynd

„Sá staður sem ég vildi mest snúa aftur til og spila áður en ég hætti“

„Þetta er frábær tilfinning, ég er ánægður að vera mættur aftur til Íslands eftir smá tíma í burtu. Þetta var sá staður sem ég vildi mest snúa aftur til og spila áður en ég hætti. Mér líður eins og við Þór þurftum á hvorum öðrum að halda,“ sagði Nikolas Tomsick, sem er snúinn aftur til Þórs Þorlákshafnar og lék með liðinu í 106-84 heimasigri gegn Hetti í kvöld.

Körfubolti
Fréttamynd

Emil: Stundum þarf breytingar

Emil Barja er í afleysingavinnu hjá meistaraflokki Hauka í körfuknattleik og það hefur haft góð áhrif á liðið sem vann Val í hörkuleik í 9. umferð Bónus deildar karla í körfubolta. Hann var mjög ánægður með sína menn en mun ekki vera í umræðunni um að taka starfið að sér.

Körfubolti
Fréttamynd

Frum­sýning á Vísi: „Er ég að fara að missa allt?“

„Íþróttir skipta okkur ótrúlegu máli. Þetta er eitthvað sem við sækjum okkar identity í og við erum mjög stolt af því að vera íþróttabær,“ segir Bryndís Gunnlaugsdóttir aðstoðarþjálfari kvennaliðs Grindavíkur í fyrstu stiklunni úr heimildarþáttunum Grindavík eftir Garðar Örn Arnarson og Sigurð Má Davíðsson, þeim sömu og gerðu Edduverðlaunaþáttaraðirnar Víkingur: Fullkominn endir og Jón Arnór.

Lífið
Fréttamynd

Tryggvi hrósaði aftur sigri á Ítalíu

Miðherjinn öflugi, Tryggvi Snær Hlinason, vann annan sigurinn á Ítalíu á rúmri viku þegar Bilbao Basket lagði Sassari, 89-91, í fyrsta leik sínum í L-riðli á öðru stigi Evrópubikarsins í körfubolta í kvöld.

Körfubolti
Fréttamynd

Kol­brún: Ég var ekki að fara að tapa í dag

Að öðrum leikmönnum ólöstuðum þá var Kolbrún María Ármannsdóttir maður leiksins í sigri Stjörnunnar á Grindavík í kvöld. Hún böðlaðist áfram á annarri löppinni í lok leiksins og dró liðið sitt til sigurs.

Körfubolti
Fréttamynd

Elvar ró­legur í tapi í Tyrk­landi

Gríska körfuboltaliðið Maroussi, sem Elvar Már Friðriksson leikur með, tapaði fyrir Tofas Bursa frá Tyrklandi, 96-83, í fyrsta leik sínum í K-riðli á öðru stigi Evrópubikarsins í körfubolta í kvöld.

Körfubolti