Körfubolti

Körfubolti

Fréttir af leikmönnum og liðum í körfubolta, bæði á Íslandi og erlendis.

Fréttamynd

Frið­rik um við­skilnaðinn við Kefla­vík: „Á­kvað að standa með sjálfum mér“

Friðrik Ingi Rúnars­son hefur verið ráðinn þjálfari karla­liðs Hauka í körfu­bolta. Friðrik tekur við starfinu innan við mánuði eftir að hafa sagt upp störfum hjá kvenna­liði Kefla­víkur. Hann segir ákveðna hluti þar hafa verið í þannig far­vegi að honum fannst skyn­sam­legast að óska eftir því að verða leystur undan störfum.

Körfubolti
Fréttamynd

„Það er krísa“

Það var þungt yfir þjálfara Grindavíkur eftir tapleikinn gegn ÍR í kvöld þegar blaðamaður náði tali af honum. Hann var lengi í klefanum að fara yfir málin með sínum mönnum áður en hann gaf kost á sér. Leikurinn endaði 98-90 fyrir ÍR eftir framlengdan leik.

Körfubolti
Fréttamynd

Upp­gjörið: Njarð­vík - Þór Þ. 106-104 | Heima­sigur í hörku­leik

Njarðvík tók á móti Þór Þorlákshöfn í IceMar-höllinni í Njarðvík þegar Bónus deild karla fór aftur af stað eftir smá jólafrí. Bæði lið höfðu tapað síðasta leiks sínum fyrir hlé og vonuðust til þess að byrja nýtt ár með sterkum sigri. Það fór svo að það var Njarðvík sem hafði betur eftir mikla spennu 106-104.

Körfubolti
Fréttamynd

Frið­rik Ingi orðinn þjálfari Hauka

Friðrik Ingi Rúnarsson er tekinn við sem þjálfari karlaliðs Hauka í körfubolta og mun stýra liðinu í fyrsta sinn annað kvöld, í leik við Hött á Egilsstöðum í Bónus-deildinni.

Körfubolti
Fréttamynd

Sakar NBA-deildina um að vera á móti Hou­ston Rockets

Amen Thompson leikmaður Houston Rockets í NBA-deildinni hefur verið dæmdur í tveggja leikja bann vegna áfloga við Tyler Herro í leik Rockets og Miami Heat um helgina. Fyrrum leikmaður Houston Rockets sakar forráðamenn NBA-deildarinnar um óheiðarleika.

Körfubolti
Fréttamynd

Lauk árinu með fjöru­tíu stiga leik

Sex leikir fóru fram í NBA-deildinni í körfubolta í nótt. Shai Gilgeous-Alexander lauk árinu með sannkallaðri flugeldasýningu þegar lið hans Oklahoma City Thunder mætti Minnesota Timberwolves.

Körfubolti
Fréttamynd

FBI varar við þjófum sem herja á í­þrótta­fólk

FBI hefur formlega varað stærstu íþróttadeildir Bandaríkjanna um skipulagða glæpahópa sem gera íþróttafólk að fórnarlömbum ránsferða sinna. Brotist var inn á níu heimili atvinnufólks í íþróttum frá september til nóvember.

Sport
Fréttamynd

Brotist inn til Doncic

Á föstudaginn var brotist inn á heimili Lukas Doncic, leikmanns Dallas Mavericks og einnar skærustu stjörnu NBA-deildarinnar í körfubolta.

Körfubolti