Faraldur kórónuveiru (COVID-19)

Faraldur kórónuveiru (COVID-19)

covid.is
Upplýsingar um faraldurinn er að finna á covid.is, upplýsingavef Embættis landlæknis og almannavarnadeildar ríkislögreglustjóra.

Landsmenn eru minntir á mikilvægi persónulegra sóttvarna. Ef einstaklingar finna fyrir veikindum er þeim bent á að hringja í síma 1700 (fyrir erlend símanúmer +354 544-4113) varðandi nánari upplýsingar og hvernig þeir eigi að nálgast heilbrigðiskerfið.

Staðan á Landspítala:
Á vef Landspítala má finna upplýsingar um stöðuna á spítalanum.

Tímalína faraldurs kórónuveirunnar:
Fyrsta kórónuveirusmitið var greint á Íslandi 28. febrúar 2020. Hér er fjallað um upphaf kórónuveirufaraldursins og fyrstu bylgju hans.

Í maí 2020 var hafist handa við að létta á samkomutakmörkunum, og var faraldurinn í lægð um tíma um sumarið. Hér má finna allt það helsta um það tímabil ásamt annarri og þriðju bylgjunni sem komu í kjölfarið.

Í lok árs var kórónuveirufaraldurinn á árinu 2020 tekinn saman í grein sem hér má finna.

26. júní 2021 var síðan öllum takmörkunum innanlands aflétt.

Í lok árs 2021 fór fréttastofa síðan yfir gengi ársins í bólusetningum, auk þess að rifja upp áhrif takmarkana á samkomur á árinu.

Að neðan má sjá yfirlit um stöðu Covid-19 faraldursins á Íslandi.




Fréttamynd

Rúmlega hundrað þúsund nýsmitaðir í fyrsta sinn

Yfirvöld í Frakklandi tilkynntu í dag að rúmlega hundrað þúsund Frakkar hefðu greinst smitaðir af Covid-19 þar í landi í gær. Er það í fyrsta sinn sem faraldur kórónuveirunnar nær þessum hæðum í Frakkland.

Erlent
Fréttamynd

Innlögnum ekki að fjölga

Innlögnum er ekki farið að fjölga á Landspítala þrátt fyrir gífurlega útbreiðslu omíkron-afbrigðisins. Um 1400 manns hafa greinst með veiruna á síðustu þremur dögum en talið er að jákvæðum niðurstöðum fjölgi á næstu virku dögum.

Innlent
Fréttamynd

Siglum báruna

Líf okkar allra hefur markast af kófinu síðastliðin tvö ár og því hefur fylgt gríðarlegt heilsufarslegt og efnahagslegt tjón. Þegar þetta er ritað eru tæplega sjö þúsund manns á landinu í einangrun eða sóttkví yfir jólin, langflestir með lítil eða engin einkenni.

Umræðan
Fréttamynd

Rauð jól á Grænlandi

Íslensk fjölskylda sem ákvað að verja jólunum á Grænlandi segir hafa komið verulega á óvart að upplifa rauð jól þar. Tilhlökkun er fyrir gamlárskvöldi því Grænlendingar fagna áramótunum þrisvar.

Innlent
Fréttamynd

Frans páfi biður fyrir enda­lokum far­aldurs

Frans páfi fagnaði komu jólanna í gærkvöldi fyrir framan um tvö þúsund manns í Péturskirkju í Vatíkaninu. Í predikun sinni gerði páfinn lítillæti Krists að umtalsefni sínu og hvatti fólk til að minnast þess að frelsari kristinna manna hefði komið í heiminn fátækur.

Erlent
Fréttamynd

Búast má við enn hærri tölum eftir helgi

16 ára unglingur er í öndunarvél á gjörgæslu Landspítalans vegna Covid-19. Enn einn metdagurinn var í fjölda þeirra sem greindust smitaðir af Covid-19 í gær eða 522. Verið er að undirbúa að opna fimmta farsóttarhúsið.

Innlent
Fréttamynd

Mikil ásókn í sýnatöku: „Langflestir eru að fá svar samdægurs“

Mikil röð var í sýna­töku á Suður­lands­braut í morgun. Opið var milli 8-14 í dag en sam­kvæmt upp­lýsingum frétta­stofu biðu flestir í um klukku­tíma. Ein­hverjir hafa haft á­hyggjur af því að langan tíma taki að fá niður­stöðu úr sýnatökunni en verk­efna­stjóri segir þær á­hyggjur ó­þarfar.

Innlent
Fréttamynd

Sextán ára í öndunarvél vegna Covid

Sextán ára einstaklingur liggur í öndunarvél á gjörgæslu á Landspítalanum vegna veikinda af völdum kórónuveirunnar. Þetta staðfestir Már Kristjánsson, yfirlæknir á smitsjúkdómadeild spítalans, í samtali við fréttastofu.

Innlent
Fréttamynd

Myndir ársins 2021: Faraldur, fegurð og -hamfarir

Ljósmyndarar og myndatökumenn fréttastofu Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar fönguðu margt dýrmætt augnablikið í ár, eins og þeim einum er lagið. Sigrar og sorgir voru fest á filmu og í mörgum tilvikum sannaðist það fornkveðna; að mynd segir meira en þúsund orð.

Innlent
Fréttamynd

Enn ein frestunin í ensku úr­vals­deildinni

Leik Burnley og Everton í ensku úrvalsdeildinni hefur verið frestað. Leikurinn átti að fara fram annan í jólum en nú er óvíst hvenær hann verður spilaður. Ástæðan er sú að fjöldi leikmanna Everton er með kórónuveiruna.

Enski boltinn
Fréttamynd

Banda­ríkja­her þróar nýtt bólu­efni

Bandaríkjaher hefur unnið að þróun nýs bóluefnis gegn kórónuveirunni sem á að virka vel gegn öllum mögulegum afbrigðum veirunnar. Gert er ráð fyrir því að bóluefnið verði kynnt opinberlega á næstu vikum.

Erlent
Fréttamynd

Óbólu­settum ó­heimilt að heim­sækja Land­spítala

Landspítali er nú á hættustigi og gerð er krafa um að aðstandendur, sem hyggjast heimsækja sjúklinga á spítalanum, séu annaðhvort fullbólusettir eða hafi fengið Covid á síðastliðnum sex mánuðum. Alls liggja nú tíu sjúklingar á Landspítala vegna Covid. 

Innlent
Fréttamynd

„Ætli það séu ekki ein­hver þrjá­tíu her­bergi eftir“

Staðan í far­sóttar­húsum landsins er orðin veru­lega slæm en örfá pláss eru eftir. Um 205 manns dvelja nú í far­sóttar­húsum en tæp­lega sex þúsund manns verða í ein­angrun yfir há­tíðarnar fjarri fjöl­skyldu og vinum. Met­fjöldi greindist smitaður af kórónu­veirunni innan­lands í gær og for­stöðu­maður far­sóttar­húsanna segir að nú þurfi að velja og hafna.

Innlent
Fréttamynd

Nýtt met: 448 greindust innanlands

Í gær greindust 488 með Covid-19 hér á landi. Þar af greindust 448 innanlands, sem er hæsti fjöldi innanlandssmita sem greinst hefur á einum degi. Á landamærunum greindust 40 manns.

Innlent
Fréttamynd

Fimm ára og eldri skyldaðir í bólu­setningu

Bólusetningarskyldu hefur verið komið á í Ekvador í Suður-Ameríku. Allir, fimm ára og eldri, skulu fara í bólusetningu en stjórnvöld tóku ákvörðunina í ljósi fjölgun smita af völdum kórónuveirunnar.

Erlent
Fréttamynd

„Stíga inn í nú­tímann“ og streyma helgi­haldi

Helgihald skipar eðli málsins samkvæmt stóran sess í hátíðarhöldum almennings yfir jólin. Tvísýnt hefur verið um fjölmenna viðburði vegna kórónuveirufaraldursins og trúarathafnir eru þar engin undantekning. Messum í dag, aðfangadag, verður streymt en einnig verður unnt taka á móti kirkjugestum með notkun hraðprófa.

Innlent
Fréttamynd

Bubbi óttast ekki neitt: „Ég er bara gleði­gjafi“

Bubbi Morthens hélt árlegu Þorláksmessutónleika sína í Eldborg í Hörpu fyrr í kvöld. Eldborgarsalurinn tekur um fimmtán hundruð manns í sæti en uppselt var á tónleikana. Tónleikarnir voru sem sagt fjölmennir en óvissa ríkti um tónleikahaldið þegar kynntar voru hertar takmarkanir innanlands vegna kórónuveirufaraldursins fyrr í vikunni. Nokkrir tónleikahaldarar fengu sérstaka undanþágu frá gildandi sóttvarnareglum, Bubbi þar með talinn.

Menning