Hvetja fólk til að fámenna: „Við venjulegar kringumstæður hefði það auðvitað fyllt mann af angri og depurð“ Viktor Örn Ásgeirsson skrifar 25. desember 2021 12:24 Séra Skúli Sigurður Ólafsson Neskirkja Helgihald hefur víða verið með óhefðbundnu sniði vegna kórónuveirufaraldursins. Séra Skúli Sigurður Ólafsson, sóknarprestur í Neskirkju, segir að vel hafi gengið en óvenjulegt hafi verið að þurfa hvetja fólk til að mæta ekki í messu. Kórónuveiran leynist víða og helgihald yfir hátíðarnar hefur verið með óhefðbundnu sniði þetta árið. Í fyrra lögðust messur nánast alfarið af en í ár hefur prestum verið unnt að dreifa boðskapi Jesú Krists „í persónu,“ þó með allnokkrum takmörkunum. „Venjulega náttúrulega þá notar maður sögnina að fjölmenna er það ekki, þegar maður hvetur fólk til að mæta í stórum stíl. En við vorum að grínast með það í Neskirkju að við værum svona frekar að hvetja fólk til að fámenna þessi jólin,“ segir sóknarpresturinn og bætir við að unnt sé að taka á móti kirkjugestum með notkun hraðprófa í samræmi við gildandi takmarkanir. Sem dæmi tóku um sjö hundruð manns þátt í helgihaldi á aðfangadag í Neskirkju árið 2019 en þetta árið voru ekki nema tæplega fimmtíu sem mættu í jólamessuna. Skúli segist þó glaður yfir því að hafa fengið að taka á móti kirkjugestum: „Við venjulegar kringumstæður hefði það auðvitað fyllt mann af angri og depurð. En þetta var náttúrulega bara í ljósi aðstæðna,“ segir Skúli. „Þetta er talsvert minna heldur en í meðalári en í fyrra auðvitað þá var allt samkomuhald bannað yfir jólin. Þá sat maður bara með hendur í skauti og ég er náttúrulega þakklátur fyrir það að við skulum þó geta efnt til þessarar dagskrár í kirkjunni. Þó lítil hafi verið og fámenn,“ segir sóknarpresturinn. Trúmál Þjóðkirkjan Jól Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Seltjarnarnes Mest lesið „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Innlent Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Innlent „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Innlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent Kviknaði í ruslagámi í Keflavík Innlent Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Fleiri fréttir Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Sjá meira
Kórónuveiran leynist víða og helgihald yfir hátíðarnar hefur verið með óhefðbundnu sniði þetta árið. Í fyrra lögðust messur nánast alfarið af en í ár hefur prestum verið unnt að dreifa boðskapi Jesú Krists „í persónu,“ þó með allnokkrum takmörkunum. „Venjulega náttúrulega þá notar maður sögnina að fjölmenna er það ekki, þegar maður hvetur fólk til að mæta í stórum stíl. En við vorum að grínast með það í Neskirkju að við værum svona frekar að hvetja fólk til að fámenna þessi jólin,“ segir sóknarpresturinn og bætir við að unnt sé að taka á móti kirkjugestum með notkun hraðprófa í samræmi við gildandi takmarkanir. Sem dæmi tóku um sjö hundruð manns þátt í helgihaldi á aðfangadag í Neskirkju árið 2019 en þetta árið voru ekki nema tæplega fimmtíu sem mættu í jólamessuna. Skúli segist þó glaður yfir því að hafa fengið að taka á móti kirkjugestum: „Við venjulegar kringumstæður hefði það auðvitað fyllt mann af angri og depurð. En þetta var náttúrulega bara í ljósi aðstæðna,“ segir Skúli. „Þetta er talsvert minna heldur en í meðalári en í fyrra auðvitað þá var allt samkomuhald bannað yfir jólin. Þá sat maður bara með hendur í skauti og ég er náttúrulega þakklátur fyrir það að við skulum þó geta efnt til þessarar dagskrár í kirkjunni. Þó lítil hafi verið og fámenn,“ segir sóknarpresturinn.
Trúmál Þjóðkirkjan Jól Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Seltjarnarnes Mest lesið „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Innlent Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Innlent „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Innlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent Kviknaði í ruslagámi í Keflavík Innlent Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Fleiri fréttir Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Sjá meira