Gripinn við kókaínsmygl á nítjánda aldursári Maður á þrítugsaldri var handtekinn á Keflavíkurflugvelli á fimmtudaginn með kókaín í farangri sínum en hann kom með flugi frá Spáni. Sama dag var maður á nítjánda aldursári handtekinn af sama tilefni. Innlent 12.4.2025 11:15
Tæplega þrjátíu ungmenni á leið í samkvæmi þegar slysið varð Tæplega þrjátíu ungmenni voru á leið í samkvæmi á Hofsósi í gærkvöldi, þegar einn bíll endaði utanvegar. Fjórir voru í bílnum og voru allir fluttir til aðhlynningar í Reykjavík. Þar af þrír með flugvélum og einn með þyrlu Landhelgisgæslunnar. Innlent 12.4.2025 09:50
Réttindalaus dreginn af öðrum Lögregluþjónar handtóku í gærkvöldi mann vegna gruns um að sá hefði verið að aka undir áhrifum fíkniefna. Við handtökuna kom þar að auki í ljós að hann hafði áður verið sviptur ökuréttindum en þegar hann var handtekinn var hann að draga annan bíl en sá sem sat þar við stýrið hafði einnig verið sviptur ökuréttindum. Innlent 12.4.2025 07:41
Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Lögreglumaðurinn þarf að greiða 300 þúsund króna sekt og 200 þúsund í miskabætur til manns fyrir brot í opinberu starfi og líkamsárás. Lögreglumaðurinn beitti kylfu við handtöku þegar ekki þótti nauðsyn til. Innlent 10. apríl 2025 22:00
Ólíklegt að hættustigið verði lækkað á komandi árum Hætta á hryðjuverkum hér á landi hefur aukist lítillega frá fyrra ári samkvæmt greiningardeild ríkislögreglustjóra. Innræting hægri öfgahyggju á netinu sé áhyggjuefni og lögreglan hefur vitneskju um að íslensk ungmenni séu virk inn á síðum þar sem hvatt er til hryðjuverka. Innlent 10. apríl 2025 19:00
Fleiri en ein hópnauðgun til rannsóknar Fleiri en ein hópnauðgun er til rannsóknar hjá miðlægri rannsóknardeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Einn er í farbanni vegna meintrar hópnauðgunar í Reykjavík fyrir rúmum tveimur vikum. Innlent 10. apríl 2025 16:53
Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Á undanförnum árum hefur lögreglunni hér á landi borist upplýsingar um erlenda menn hér á landi með tengsl við hryðjuverkasamtök. Þá hefur það gerst að erlendir einstaklingar hér á landi hafi lýst sig fylgismenn hryðjuverkasamtaka íslamista. Innlent 10. apríl 2025 09:48
Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu handtók í gærkvöldi eða nótt einstakling í heimahúsi sem er grunaður um líkamsárás. Einn var fluttur á slysadeild til aðhlynningar vegna árásarinnar. Innlent 10. apríl 2025 06:57
Albanska manninum fylgt úr landi í fyrramálið Albanskur karlmaður sem var áður eftirlýstur fyrir líkamsárás og fleiri brot hefur dvalið á flugvellinum í Keflavík frá því á föstudag á meðan hann hefur beðið eftir að fá lögreglufylgd úr landi. Lögmaður hans segir að hann hafi verið upplýstur um að Heimferðar- og fylgdarþjónusta Ríkislögreglustjóra sé búin að kaupa fyrir hann flug til Berlínar í fyrramálið og þaðan til Tirana í Albaníu. Þangað fer hann í fylgd lögregluþjóna. Innlent 9. apríl 2025 15:31
Hinir grunuðu lausir úr einangrun Þrír karlmenn sem grunaðir eru um frelsissviptingu, fjárkúgun og manndráp í máli karlmanns sem fannst illa úti leikinn í Gufunesi fyrir fjórum vikur losna úr einangrun í dag. Þeir sitja eftir sem áður í gæsluvarðhaldi næstu fjórar vikurnar. Innlent 9. apríl 2025 15:04
Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Albanskur maður, sem var áður eftirlýstur fyrir líkamsárás og fleiri brot, dvaldi allslaus á flugvellinum í Keflavík í fjóra daga á meðan hann beið ákvörðunar Útlendingastofnunar. Honum hefur verið vísað úr landi en lögmaður mannsins býst við að hann þurfi að bíða á flugvellinum í einhverja daga eftir lögreglufylgd úr landi. Innlent 8. apríl 2025 23:09
Reyndu að sprengja upp hraðbanka sem stendur allt af sér Tilraun varð gerð til að sprengja upp hraðbanka við útibú Landsbankans við Fjarðargötu í Hafnarfirði aðfaranótt laugardags. Í lok síðasta árs var gerð tilraun til að stela úr sama hraðbanka. Innlent 8. apríl 2025 16:05
Svava Lydia komin í leitirnar Svava Lydia Sigmundsdóttir, sem lögreglan á Vesturlandi lýsti eftir í gær, er komin í leitirnar. Innlent 8. apríl 2025 12:51
Blés til skyndifundar vegna innflutnings gerviópíóða Heilbrigðisráðuneytið efndi til skyndifundar í dag með fulltrúum Lyfjastofnunar, Landspítala, embætti landlæknis, tollayfirvalda, lögreglunnar, Rannsóknarstofu í lyfja- og eiturefnafræði, Afstöðu og Matthildi skaðaminnkun, um leiðir til að bregðast við innflutningi ólöglegra og lífshættulegra ópíóíða. Innlent 7. apríl 2025 19:37
Lýsa eftir Svövu Lydiu Lögreglan á Vesturlandi lýsir eftir Svövu Lydiu Sigmundsdóttur. Síðast er vitað af ferðum hennar á Torrevieja svæðinu á Spáni föstudaginn 4. apríl. Innlent 7. apríl 2025 17:31
Óvenjumargir sem sæta gæsluvarðhaldi í fangelsum landsins Óvenjumargir hafa sætt gæsluvarðhaldi í fangelsum landsins undanfarna mánuði að sögn setts fangelsismálastjóra. Á sama tíma eru boðunarlistar í afplánun langir og færst hefur í vöxt á allra síðustu misserum að refsingar fyrnist. Nokkuð er einnig um að erlendir einstaklingar sem bíða brottvísunar, en eru ekki grunaðir um refsiverða háttsemi, bíði í fangelsi þar til þeim er vísað úr landi. Innlent 7. apríl 2025 13:02
„Höfum orðið þess áskynja að það sé mikil ólga útaf leiknum“ Sigríður Björk Guðjónsdóttir ríkislögreglustjóri segir ráðleggingu embættisins til HSÍ vera setta fram þar sem upplýsingar séu til staðar um ólgu og hita í tengslum við leiki Íslands og Ísrael. Hún segir það alfarið HSÍ að taka lokaákvörðun um málið. Handbolti 6. apríl 2025 21:00
„Ferli sem fer í gegnum yfirvöld en ekki íþróttahreyfinguna“ Jón Halldórsson formaður HSÍ segir að sambandið hafi átt mjög góðar umræður við embætti ríkislögreglustjóra í tengslum við leik Íslands og Ísrael í undankeppni HM. Engir áhorfendur verða á leikjunum tveimur sem fram fara í næstu viku. Handbolti 6. apríl 2025 19:53
Grunur um hópnauðgun í Reykjavík Lögreglan hefur til rannsóknar meinta hópnauðgun í Reykjavík fyrir tveimur vikum. Þrír voru handteknir í tengslum við málið og sættu þeir gæsluvarðhaldi í fimm daga. Rannsókn stendur yfir. Innlent 6. apríl 2025 18:09
Sautján ára stúlka í haldi vegna innflutnings gerviópíóða Tvær unglingsstúlkur eru í gæsluvarðhaldi hjá Lögreglunni á Suðurnesjum vegna innflutnings á tuttugu þúsund töflum af nitazene, sem í fyrstu var talið að væri oxycontin. Önnur er á átjánda aldursári og hin á nítjánda aldursári. Innlent 6. apríl 2025 13:35
Beitti barefli í líkamsárás Tilkynnt var um tvær líkamsárásir í Breiðholti og Kópavogi í nótt. Einn var handtekinn. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu var í nótt kölluð út á forgangi vegna líkamsárásar þar sem beitt var barefli. Ekki er tilgreind staðsetning í dagbók lögreglunnar en Stöð 3 svaraði útkallinu en þau sjá um Breiðholt og Kópavog. Innlent 6. apríl 2025 07:22
Sektaður fyrir of stutt bil milli bíla Ökumaður var í dag stöðvaður fyrir að aka of nærri lögreglubíl, og var hann sektaður fyrir að hafa of stutt bil á milli ökutækja. Innlent 5. apríl 2025 19:17
Óttast að efnið sé þegar komið í dreifingu á Íslandi Svala Jóhannesdóttir, formaður Matthildarsamtakanna, samtaka um skaðaminnkun, hefur miklar áhyggjur af því að tollurinn hafi lagt hald á töflur sem innihalda nitazene. Hún óttast að efnið gæti þegar verið komið í dreifingu eða að það styttist í það. Nitazene er sterkur ólöglegur ópíóíði sem getur verið margfalt sterkara en aðrir ópíóíðar. Innlent 5. apríl 2025 11:30
Fangageymslur fullar eftir nóttina Fangageymslur lögreglunnar á Hverfisgötu voru fullar eftir eril næturinnar og kvöldsins. Samkvæmt dagbók lögreglunnar gistu tólf í fangageymslu í nótt. Alls voru 97 mál bókuð í kerfum lögreglunnar. Innlent 5. apríl 2025 07:31