Lögreglumál

Lögreglumál

Fréttir af verkefnum lögreglunnar á Íslandi.

Fréttamynd

Til­kynnt um bíl fullan af flug­eldum

Tilkynnt var um bíl sem var fullur af flugeldum í nótt, og fór lögregla á vettvang og kannaði málið. Ekki kemur fram í skýrslu lögreglunnar hvort flugeldar hafi fundist í bílnum.

Innlent

Fréttir í tímaröð

Fréttamynd

Rændur fyrir utan Costco um há­bjartan dag

Karlmaður sem lenti í umfangsmiklum kortasvikum varar við bíræfnum glæpahópum sem svífist einskis við að ná greiðslukortum fólks og PIN-númerum þeirra. Um fimmtán mínútur hafi liðið frá því að hann notaði kortið í stórverslun Costco í Garðabæ þar til óprúttnir aðilar höfðu haft af honum 650 þúsund krónur.

Innlent
Fréttamynd

Ekið á unga stúlku á Ásbrú

Ekið var á unga stúlku á Grænsásbraut við Skógarbraut á Ásbrú síðdegis í dag, miðvikudag. Lögreglan á Suðurnesjum greinir frá málinu á Facebook en lögreglan leitar nú að foreldrum stúlkunnar.

Innlent
Fréttamynd

Leita konu sem ók á konu og stakk af

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu leitar ökumanns, sem vitni segja vera konu, sem ók á konu á rafmagnshlaupahjóli á hjólastíg við Hverfisgötu í Reykjavík, á móts við Þjóðleikhúsið, þriðjudagsmorguninn 7. október síðastliðinn rétt fyrir klukkan níu.

Innlent
Fréttamynd

Karl­maður lést í Bláa lóninu

Karlmaður var úrskurðaður látinn í Bláa lóninu í dag eftir að hafa misst þar meðvitund. Viðbragðsaðilar voru kallaðir á staðinn um miðjan dag og hófu endurlífgunartilraunir á vettvangi en um var að ræða erlendan karlmann á sextugsaldri.

Innlent
Fréttamynd

Viðbragðsaðilar í mikilli hættu vegna bíla á sumar­dekkjum

Miklar tafir eru enn á stóru umferðaræðunum til Reykjavíkur vegna umferðaróhappa og ökutækja sem eru á sumardekkjum. Viðbragðsaðilar eru í mikilli hættu þegar þeir eru að reyna að aðstoða ökumenn sem eiga í erfiðleikum vegna þess að ökumenn aka ekki varlega í þessari færð.

Innlent
Fréttamynd

Kvartanir mannsins um ómannúð­lega með­ferð áður til skoðunar hjá NEL

Lögreglan á Norðurlandi eystra segir kvartanir manns til Nefndar um eftirlit með lögreglu, NEL, áður hafa verið til meðferðar hjá nefndinni án athugasemda hennar. Fjallað var um mál mannsins í kvöldfréttum Sýnar í gær. Ekki er fjallað um það í yfirlýsingu embættisins hvort kvartanir mannsins séu á rökum reistar en þó tekið fram að embættið hafi ekki skilað sínum athugasemdum til NEL.

Innlent
Fréttamynd

Ungi öku­maðurinn á Ísa­firði úr lífs­hættu

Ungur karlmaður sem hafnaði í sjónum við Skutulsfjarðarbraut á Ísafirði á föstudagskvöldið er úr lífshættu. Hann er enn á gjörgæsludeild Landspítalans. Þetta staðfestir Hlynur Hafberg Snorrason, yfirlögregluþjónn á Vestfjörðum, í samtali við Vísi.

Innlent
Fréttamynd

Hófu ekki rann­sókn á heimilis­of­beldi fyrir mis­skilning

Lögmaður konu, sem taldi sig hafa lagt fram kæru á hendur fyrrverandi sambýlismanni sínum í ágúst árið 2024, fékk þau svör í apríl árið eftir að engin rannsókn hefði verið hafin á meintu heimilisofbeldi mannsins í garð konunnar. Nefnd um eftirlit með lögreglu telur ljóst að mistök hafi verið gerð við skýrslutöku yfir konunni.

Innlent
Fréttamynd

Um 140 um­sækj­endur um al­þjóð­lega vernd týndir og eftirlýstir

Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd, sem hafa fengið neitun og á að vísa úr landi eru týndir og eftirlýstir. Þeim hefur fjölgað verulega sem er fylgt úr landi og þeim sem fara sjálf. Kristín María Gunnarsdóttir, deildarstjóri heimferða- og fylgdadeildar ríkislögreglustjóra, segir flesta sem er vísað frá landi skilja að þau séu komin á endastöð. Fæst séu sátt, en flest skilji stöðu sína.

Innlent
Fréttamynd

Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði

Lögregluþjónar í miðbænum stöðvuðu í nótt átta ökumenn vegna gruns um að þeir væru í umferðinni undir áhrifum áfengis eða fíkniefna. Flestum þeirra var sleppt eftir sýnatöku en einn reyndi að stinga lögreglu af. Hann missti þó stjórn á bílnum og endaði utan í vegriði.

Innlent
Fréttamynd

Um fimm­tíu þúsund manns í mið­borginni í Kvenna­verk­fallinu

Um fimmtíu þúsund manns lögðu leið sína í miðbæ Reykjavíkur í gær eftir að konur og kvár lögðu niður störf um allt land í tilefni af fimmtíu ára afmæli kvennaverkfallsins. Lögregla segir gærdaginn hafa gengið vel, skipuleggjendur kalla eftir því að stjórnvöld bregðist við.

Innlent
Fréttamynd

Grímu­klæddur og ofur­ölvi í slags­málum

Lögregluþjónar handtóku í nótt mann sem var grímuklæddur og mjög ölvaður. Hann hafði verið að slást í miðbænum en samkvæmt dagbók lögreglu var gat hann ekki valdið sjálfum sér vegna ölvunar og var vistaður í fangaklefa.

Innlent
Fréttamynd

Bíll fór í sjóinn á Ísa­firði

Einn maður var í bíl sem lenti í sjónum við Skutulsfjarðarbraut á Ísafirði á tíunda tímanum í kvöld. Maðurinn var hífður upp úr sjónum og fluttur á sjúkrahúsið á Ísafirði. Sjúkraflugvél er á leið með manninn til Reykjavíkur. 

Innlent