Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Tilkynnt var um bíl sem var fullur af flugeldum í nótt, og fór lögregla á vettvang og kannaði málið. Ekki kemur fram í skýrslu lögreglunnar hvort flugeldar hafi fundist í bílnum. Innlent 1.11.2025 08:16
Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Karlmaður sem lenti í umfangsmiklum kortasvikum varar við bíræfnum glæpahópum sem svífist einskis við að ná greiðslukortum fólks og PIN-númerum þeirra. Um fimmtán mínútur hafi liðið frá því að hann notaði kortið í stórverslun Costco í Garðabæ þar til óprúttnir aðilar höfðu haft af honum 650 þúsund krónur. Innlent 31.10.2025 22:26
Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja Tveir karlmenn á tvítugsaldri voru handteknir á höfuðborgarsvæðinu í gærdag í tengslum við rannsókn á fölsuðum rafrænum skilríkjum. Farið var í húsleitir og eru mennirnir grunaðir um að hafa selt töluverðan fjölda falsaðra skilríkja til ólögráða ungmenna, að sögn lögreglu. Innlent 31.10.2025 21:22
Ekið á unga stúlku á Ásbrú Ekið var á unga stúlku á Grænsásbraut við Skógarbraut á Ásbrú síðdegis í dag, miðvikudag. Lögreglan á Suðurnesjum greinir frá málinu á Facebook en lögreglan leitar nú að foreldrum stúlkunnar. Innlent 29. október 2025 17:37
Leita konu sem ók á konu og stakk af Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu leitar ökumanns, sem vitni segja vera konu, sem ók á konu á rafmagnshlaupahjóli á hjólastíg við Hverfisgötu í Reykjavík, á móts við Þjóðleikhúsið, þriðjudagsmorguninn 7. október síðastliðinn rétt fyrir klukkan níu. Innlent 29. október 2025 11:58
Karlmaður lést í Bláa lóninu Karlmaður var úrskurðaður látinn í Bláa lóninu í dag eftir að hafa misst þar meðvitund. Viðbragðsaðilar voru kallaðir á staðinn um miðjan dag og hófu endurlífgunartilraunir á vettvangi en um var að ræða erlendan karlmann á sextugsaldri. Innlent 28. október 2025 18:11
Viðbragðsaðilar í mikilli hættu vegna bíla á sumardekkjum Miklar tafir eru enn á stóru umferðaræðunum til Reykjavíkur vegna umferðaróhappa og ökutækja sem eru á sumardekkjum. Viðbragðsaðilar eru í mikilli hættu þegar þeir eru að reyna að aðstoða ökumenn sem eiga í erfiðleikum vegna þess að ökumenn aka ekki varlega í þessari færð. Innlent 28. október 2025 08:59
Vara við ferðum á Fagradalsfjall þar sem aðstæður geti orðið hættulegar Lögreglan á Suðurnesjum varar við ferðum á Fagradalsfjall og ráðleggur ferða- og göngufólki að fresta ferðum inn á svæðið næstu tvo daga. Slæm veðurspá gefi tilefni til að vara við ferðum inn á svæðið en búist er við hvössum vindi, snjókomu eða slyddu og versnandi skyggni. Innlent 27. október 2025 18:03
Sá látni var á rjúpnaveiðum þegar hann varð fyrir voðaskotinu Karlmaður á sextugsaldri sem lést nærri Apavatni á föstudag var á rjúpnaveiðum við annan mann þegar hann varð fyrir voðaskoti. Enn er unnið að því að safna gögnum af vettvangi á meðan veður leyfir. Innlent 27. október 2025 14:53
Kvartanir mannsins um ómannúðlega meðferð áður til skoðunar hjá NEL Lögreglan á Norðurlandi eystra segir kvartanir manns til Nefndar um eftirlit með lögreglu, NEL, áður hafa verið til meðferðar hjá nefndinni án athugasemda hennar. Fjallað var um mál mannsins í kvöldfréttum Sýnar í gær. Ekki er fjallað um það í yfirlýsingu embættisins hvort kvartanir mannsins séu á rökum reistar en þó tekið fram að embættið hafi ekki skilað sínum athugasemdum til NEL. Innlent 27. október 2025 14:37
Ungi ökumaðurinn á Ísafirði úr lífshættu Ungur karlmaður sem hafnaði í sjónum við Skutulsfjarðarbraut á Ísafirði á föstudagskvöldið er úr lífshættu. Hann er enn á gjörgæsludeild Landspítalans. Þetta staðfestir Hlynur Hafberg Snorrason, yfirlögregluþjónn á Vestfjörðum, í samtali við Vísi. Innlent 27. október 2025 14:24
Tilkynntu Terra og Kubb eftir fundi með sveitarfélögum Neytendasamtökin sendu inn ábendingu til samkeppnisyfirvalda vegna fyrirtækjanna Terra og Kubbs eftir að grunur vaknaði um að fyrirtækin væru að skipta á milli sín mörkuðum. Formaður samtakanna lítur málið grafalvarlegum augum. Viðskipti innlent 27. október 2025 12:01
Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Lögmaður konu, sem taldi sig hafa lagt fram kæru á hendur fyrrverandi sambýlismanni sínum í ágúst árið 2024, fékk þau svör í apríl árið eftir að engin rannsókn hefði verið hafin á meintu heimilisofbeldi mannsins í garð konunnar. Nefnd um eftirlit með lögreglu telur ljóst að mistök hafi verið gerð við skýrslutöku yfir konunni. Innlent 27. október 2025 10:55
Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd, sem hafa fengið neitun og á að vísa úr landi eru týndir og eftirlýstir. Þeim hefur fjölgað verulega sem er fylgt úr landi og þeim sem fara sjálf. Kristín María Gunnarsdóttir, deildarstjóri heimferða- og fylgdadeildar ríkislögreglustjóra, segir flesta sem er vísað frá landi skilja að þau séu komin á endastöð. Fæst séu sátt, en flest skilji stöðu sína. Innlent 27. október 2025 06:46
Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Lögmaður manns, sem beittur var piparúða í gegnum lúgu á fangaklefa á Akureyri, sveltur í haldi og hótað með rafbyssu á meðan hann var frelsissviptur, segist líta málið grafalvarlegum augum. Lögreglumönnunum sé þó ekki um að kenna. Innlent 26. október 2025 19:00
Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Maðurinn sem lést vegna voðaskots í uppsveitum Árnessýslu á föstudagskvöld hét Óðinn Másson. Hann var 52 ára og búsettur í Mosfellsbæ. Innlent 26. október 2025 12:24
Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Lögregluþjónar í miðbænum stöðvuðu í nótt átta ökumenn vegna gruns um að þeir væru í umferðinni undir áhrifum áfengis eða fíkniefna. Flestum þeirra var sleppt eftir sýnatöku en einn reyndi að stinga lögreglu af. Hann missti þó stjórn á bílnum og endaði utan í vegriði. Innlent 26. október 2025 07:30
Lögregla veitti eftirför um miðborgina Lögregla veitti ökumanni eftirför um miðborgina eftir að hafa brotið fjölmörg umferðarlagabrot. Hann var handtekinn og málið er til rannsóknar. Innlent 25. október 2025 17:33
Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn Kona á fimmtugsaldri var handtekin í Grindavík á þriðjudag þar sem hún er grunuð um að stinga sambýlismann sinn í íbúð þeirra. Málið er rannsakað sem heimilisofbeldi. Henni hefur verið sleppt úr haldi. Innlent 25. október 2025 16:27
Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Um fimmtíu þúsund manns lögðu leið sína í miðbæ Reykjavíkur í gær eftir að konur og kvár lögðu niður störf um allt land í tilefni af fimmtíu ára afmæli kvennaverkfallsins. Lögregla segir gærdaginn hafa gengið vel, skipuleggjendur kalla eftir því að stjórnvöld bregðist við. Innlent 25. október 2025 13:38
Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Maðurinn sem varð fyrir slysaskoti úr haglabyssu í Árnessýslu í gærkvöldi er látinn. Karlmaðurinn var á sextugsaldri. Innlent 25. október 2025 12:03
Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Líðan unga ökumannsins sem lenti í sjónum á Ísafirði í gærkvöldi er góð eftir atvikum, að sögn lögreglu. Hann var í sjónum skemur en hálftíma og var einn í bílnum. Innlent 25. október 2025 11:00
Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Lögregluþjónar handtóku í nótt mann sem var grímuklæddur og mjög ölvaður. Hann hafði verið að slást í miðbænum en samkvæmt dagbók lögreglu var gat hann ekki valdið sjálfum sér vegna ölvunar og var vistaður í fangaklefa. Innlent 25. október 2025 07:19
Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Einn maður var í bíl sem lenti í sjónum við Skutulsfjarðarbraut á Ísafirði á tíunda tímanum í kvöld. Maðurinn var hífður upp úr sjónum og fluttur á sjúkrahúsið á Ísafirði. Sjúkraflugvél er á leið með manninn til Reykjavíkur. Innlent 24. október 2025 21:59