Meistaradeildin

Meistaradeildin

Keppni hinna bestu í Evrópu.

Leikirnir




    Fréttamynd

    Barcelona farið að spila leikkerfið 3-1-3-3

    Pep Guardiola, þjálfari Barcelona, virðist vera búinn að finna leið til að koma öllum sókndjöfru heimsklassa leikmönnum sínum fyrir í liði Evrópumeistaranna. Koma Cesc Fabregas í haust skapaði viss vandamál í liðsuppstillingunni sem og uppkoma Thiago á undirbúningstímabilinu en Guardiola fann lausnina með því að breyta um leikkerfi.

    Fótbolti
    Fréttamynd

    Carlos Tevez: Ég neitaði aldrei að spila fyrir Man City

    Carlos Tevez fær meira en 200 þúsund pund í vikulaun eða 37 milljónir íslenskra króna og fékk því litla samúð þegar fréttir bárust af því í gærkvöldi að hann hafi neitað að fara inn á völlinn í 2-0 tapi Manchester City á móti Bayern Munchen.

    Enski boltinn
    Fréttamynd

    Nýju Nike-treyjunar eru eitt af því fáa sem hægir á Barcelona-liðinu

    Leikmenn Barcelona eru allt annað en sáttir við nýju Barcelona-treyjurnar sem voru teknar í notkun fyrir þetta tímabil. Það er að heyra á þessu nýja hitamáli á Nývangi að eitt af því fáa sem nær að hægja á leikmönnum Barcelona þessa dagana séu hinar umræddu Nike-treyjur. Þær virðast safna í sig raka og ná því oft að meira en tvöfalda þyngd sína í einum hálfleik.

    Fótbolti
    Fréttamynd

    Mancini vill Tevez í burtu frá City

    Roberto Mancini, knattspyrnustjóri Manchester City, vill losna við Carlos Tevez frá félaginu eftir að sá síðarnefndi neitaði að koma inn á sem varamaður gegn Bayern München í Meistaradeild Evrópu í kvöld.

    Fótbolti
    Fréttamynd

    Tevez: Reyni að gera mitt besta

    Carlos Tevez sagði í raun lítið um ástæður sínar fyrir því að hafa neitað að koma inn á sem varamaður í leik Manchester City gegn Bayern München í Meistaradeild Evrópu í kvöld. Hann ítrekaði aðeins að hann væri óánægður hjá félaginu í viðtölum við fjölmiðlamenn eftir leikinn.

    Fótbolti
    Fréttamynd

    Carlos Tevez neitaði að koma inn á

    Roberto Mancini, knattspyrnustjóri Manchester City, staðfesti eftir leik liðsins gegn Bayern München í Meistaradeild Evrópu í kvöld að Carlos Tevez hafi neitað að koma inn á sem varamaður í leiknum. Það er ólíklegt að hann spili aftur fyrir City úr þessu.

    Fótbolti
    Fréttamynd

    Naumur sigur Inter í Moskvu

    Inter Milan vann í kvöld góðan 3-2 sigur á CSKA Moskvu á útivelli í spennandi leik í B-riðli Meistaradeildar Evrópu. Maure Zarate skoraði sigurmarkið tólf mínútum fyrir leikslok.

    Fótbolti
    Fréttamynd

    Chelsea-liðið þurfti að skipta um flugvél á Gatwick

    Það var mikil töf á flugi Chelsea-manna til Valencia í morgun en Chelsea mætir spænska liðinu í Meistaradeildinni á morgun. Chelsea-liðið átti að fljúga klukkan 9.00 í morgun að íslenskum tíma en fluginu seinkaði um þrjá og hálfan tíma vegna bilanna í flugvélinni sem átti að flytja liðið til Spánar.

    Fótbolti
    Fréttamynd

    Cruyff: Ajax getur strítt Real Madrid

    Kolbeinn Sigþórsson og félagar í Ajax sækja stórlið Real Madrid heim í Meistaradeildinni annað kvöld. Goðsögnin Johan Cruyff segir að Ajax geti vel strítt spænska risanum.

    Fótbolti
    Fréttamynd

    Rooney og Hernandez ekki með gegn Basel

    Framherjarnir Javier Hernandez og Wayne Rooney munu ekki geta leikið með Man. Utd gegn Basel í Meistaradeildinni vegna meiðsla. Framherjavalið stendur því á milli Michael Owen, Dimitar Berbatov og Danny Welbeck.

    Fótbolti