Upphitun fyrir Real Madrid - Bayern Munchen Leikur Real Madrid og Bayern Munchen á Bernabeu í kvöld verður sýndur beint á Sýn Extra klukkan 19:30 í kvöld. Þetta verður 17 leikur liðanna í Evrópukeppni og þegar sagan er skoðuð er ljóst að þýska liðið hefur nokkuð tak á því spænska. Fótbolti 20. febrúar 2007 16:33
Upphitun fyrir Lille - Man Utd Franska liðið Lille tekur á móti Manchester United í fyrri leik liðanna í 16-liða úrslitum Meistaradeildarinnar í kvöld. Þetta verður fimmti leikur liðanna í Meistaradeildinni og hér fyrir neðan gefur að líta nokkra fróðleiksmola fyrir leik kvöldsins sem sýndur er beint á Sýn klukkan 19:30. Fótbolti 20. febrúar 2007 16:11
Dudek: Ég hótaði ekki að berja lögreglumann Pólski markvörðurinn Jerzy Dudek hjá Liverpool segir sögur af agabrotum leikmanna liðsins í Portúgal hafa verið ýktar upp í fjölmiðlum. Hann segir að þó málið hafi verið blásið upp í fjölmiðlum, eigi hann og aðrir leikmenn sem brutu reglur liðsins skilið að fá refsingu. Fótbolti 20. febrúar 2007 15:58
Veislan hefst í kvöld Í kvöld hefjast 16-liða úrslitin í Meistaradeild Evrópu með látum og sem fyrr verða sjónvarpsstöðvar Sýnar með puttana á púlsinum. Aðalleikurinn á Sýn verður leikur Lille og Manchester United í Frakklandi, Sýn Extra verður með leik Real og Bayern og þá verður leikur PSV og Arsenal á Sýn Extra 2. Útsendingar hefjast klukkan 19:30 en þar að auki verða upphitun og markaþættir á Sýn. Fótbolti 20. febrúar 2007 14:16
100. leikur Maldini í kvöld Gamla brýnið Paolo Maldini spilar í kvöld sinn 100. leik á ferlinum í Meistaradeildinni þegar Milan tekur á móti Celtic. Maldini segir þetta vissulega merkilegan áfanga, en bendir á að hann segi ekki nálægt því alla söguna. Fótbolti 20. febrúar 2007 13:56
Benitez á eftir fjórum framherjum Rafa Benitez hefur lýst því yfir að hann sé með fjóra framherja í sigtinu til að styrkja hóp sinn í sumar. Allir þessir framherjar spila á Ítalíu en fastlega er reiknað með bílskúrssölu á framherjum Liverpool fljótlega þar sem þeir Robbie Fowler og Craig Bellamy muni vera á leið út. Enski boltinn 20. febrúar 2007 12:51
Barcelona með fullskipað lið gegn Liverpool Evrópumeistarar Barcelona verða í fyrsta skipti í nokkra mánuði með fullskipað lið þegar liðið tekur á móti Liverpool á Nou Camp á miðvikudagskvöld. Franski varnarmaðurinn Lilian Thuram er nú byrjaður að æfa á ný eftir mánaðar fjarveru og því hefur Frank Rijkaard loksins endurheimt alla sína leikmenn úr meiðslum. Fótbolti 19. febrúar 2007 18:57
Forseti Barca: Ég elska Steven Gerrard Joan Laporta, forseti Barcelona, segist elska Steven Gerrard fyrirliða Liverpool og segir hann táknmynd félagsins. Barcelona tekur á móti Liverpool á Nou Camp á miðvikudaginn í fyrri leik liðanna í 16-liða úrslitum Meistaradeildarinnar. Leikurinn verður að sjálfssögðu sýndur beint á Sýn. Fótbolti 19. febrúar 2007 15:08
Cruyff: Framherjar Liverpool lykillinn gegn Barca Hollenska knattspyrnugoðið Johann Cryuff sem stýrði liði Barcelona til sigurs í Evrópukeppninni árið 1992 segir að þó lið Barcelona sé sigurstranglegra á pappírunum, geti framherjar Liverpool gert Börsungum lífið leitt þegar liðin mætast í 16-liða úrslitum Meistaradeildarinnar í næstu viku. Fótbolti 17. febrúar 2007 22:03
Framherjakrísa hjá AC Milan Carlo Ancelotti, þjálfari AC Milan, á erfitt verkefni fyrir höndum þegar lið hans mætir Celtic í fyrri leik liðanna í Meistaradeildinni í næstu viku. Brasilíumaðurinn Ronaldo skoraði tvö mörk fyrir liðið í 4-3 sigri á Siena, en er ekki leikfær með liðinu í Meistaradeildinni. Fótbolti 17. febrúar 2007 21:13
AC Milan stefnir á úrslit Meistaradeildarinnar Georgíski varnarmaðurinn Kakha Kaladze hjá AC Milan telur að ítalska liðið hafi alla möguleika á að komast í úrslitaleik Meistaradeildarinnar í Aþenu í maí. AC Milan hefur ekki vegnað sem skyldi í deildarkeppninni á Ítalíu og segir Kaladze að fyrir vikið sé allt kapp sé lagt á að ná árangri í Meistaradeildinni. Fótbolti 16. febrúar 2007 18:30
Ársmiðahafar komast á leik Milan og Celtic Evrópska knattspyrnusambandið hefur ákvaðið að leyfa 37.000 handhöfum ársmiða hjá AC Milan að mæta á leik liðsins gegn Celtic í Meistaradeildinni þann 7. mars. Stuðningsmenn Celtic fá um 4.500 miða á leikinn. Þá hefur Inter fengið grænt ljós á að hleypa 36.000 áhofendum á viðureign sína gegn Valencia í næstu viku þar sem gestirnir fá um 1.800 miða. San Siro völlurinn tekur 85.000 manns í sæti. Fótbolti 15. febrúar 2007 15:06
Gerrard: Hræðumst ekki Barcelona Steven Gerrard, fyrirliði Liverpool, segir sína menn ekki óttast að mæta Barcelona í 16-liða úrslitum Meistaradeildarinnar í næstu viku. Hann segir reynslu leikmanna og þjálfara Liverpool koma liðinu til góða í einvíginu. Fótbolti 14. febrúar 2007 19:15
Celtic mætir Milan á tómum San Siro Ítalska knattspyrnusambandið mun í dag tilkynna úrskurð sinn í öryggismálum eftir óeirðirnar þar í landi sem kostuðu enn eitt mannslífið um daginn, en þegar hefur verið tilkynnt að 11 heimavellir í A-deildinni standist ekk nýja og stranga öryggisstaðla. fyrir luktum dyrum. Fótbolti 7. febrúar 2007 16:03
Eggert Magnússon: Áform Platini eru óraunhæf Eggert Magnússon, fyrrum meðlimur í framkvæmdastjórn UEFA, segir að áform Michael Platini um að fækka liðum frá stærstu deildum Evrópu sem eiga gjaldgengt í Meistaradeild Evrópu vera óraunhæf. Platini var í síðustu viku kosinn nýr forseti UEFA og hafði hann boðað róttækar breytingar á fyrirkomulagi Meistaradeildarinnar. Fótbolti 29. janúar 2007 14:36
Líkir Platini við leyniskyttu Það stefnir í harða kosningabaráttu milli Lennarts Johansson og Michels Platini sem báðir sækjast eftir forsetastóli UEFA. Sitjandi forseti sambandins, Lennart Johansson, hefur líkt vinnuaðferðum Michels Platini við þeirra sem vinna sem leyniskyttur. Fótbolti 16. janúar 2007 10:00
Sér ekki eftir að hafa farið frá Barca Luis Garcia hjá Liverpool segist alls ekki sjá eftir því að hafa yfirgefið herbúðir Barcelona á sínum tíma til að ganga til liðs við þá rauðklæddu. Það eina sem angri hann í Bítlaborginni sé veðrið. Liverpool og Barcelona, Evrópumeistarar síðustu tveggja ára, mætast í 16-liða úrslitum Meistaradeildarinnar í febrúar. Fótbolti 30. desember 2006 16:15
Platini vill breytingar í Meistaradeildinni Michael Platini, fyrrum landsliðsfyrirliði Frakka og núverandi stjórnarmaður UEFA, hefur gefið í skyn að hann muni breyta fyrirkomulaginu í Meistaradeild Evrópu fari svo að hann vinni forsetakosningar UEFA í næsta mánuði. Þar etur Platini kappi gegn Lennart Johansson, núverandi formanni. Fótbolti 28. desember 2006 17:30
Mourinho býst við konunlegum móttökum Jose Mourinho skortir ekki sjálfstraustið frekar en fyrri daginn. Nú hefur hann lýst því yfir að hann búist við konunglegum móttökum þegar hann heimsækir Porto í 16-liða úrslitum Meistaradeildarinnar í febrúar. Mourinho gerði Porto að Evrópumeisturum fyrir rúmum tveimur árum. Fótbolti 27. desember 2006 22:00
Strachan mjög ánægður með að mæta Milan Gordon Strachan, þjálfari skoska liðsins Glasgow Celtic, segist mjög ánægður með þá miklu prófraun sem leikmenn hans fá í febrúar eftir að liðið lenti á móti ítalska liðinu AC Milan í 16-liða úrslitum Meistaradeildarinnar. Fótbolti 15. desember 2006 16:38
Laporta hlakkar til að heimsækja Bítlaborgina Joan Laporta, forseti Barcelona, segir að enska liðið Liverpool sé sannkallaður óskamótherji í næstu umferð Meistaradeildarinnar og segist ekki geta beðið eftir að heimsækja Bítlaborgina þegar Evrópumeistarar síðustu tveggja ára reyna með sér í 16-liða úrslitunum. Fótbolti 15. desember 2006 16:32
Ferguson ætlar að snúa við blaðinu Sir Alex Ferguson, stjóri Manchester United, segir að ekki komi til greina að endurtaka klúðrið frá því í fyrra þegar liðið náði aðeins einu stigi gegn franska liðinu Lille í Meistaradeildinni en það varð öðru fremur til þess að enska liðið féll úr keppni. Liðin mætast nú í 16-liða úrslitum keppninnar og er Lille talið eitt veikasta liðið í þeim hópi. Fótbolti 15. desember 2006 16:09
Við höfum engu að tapa Rafa Benitez, stjóri Liverpool, segir að sínir menn hafi engu að tapa í 16-liða úrslitum meistaradeildarinnar eftir að ljóst var að liðið myndi mæta Eiði Smára og félögum í Barcelona í næstu umferð. Fótbolti 15. desember 2006 16:01
Barcelona mætir Liverpool Í morgun var dregið í 16-liða úrslit Meistaradeildar Evrópu. Eiður Smári Guðjohnsen og félagar í Barcelona mæta enska liðinu Liverpool, en þetta eru sigurvegarar keppninnar síðustu tvö ár. Þá mætir Jose Mourinho sínum gömlu félögum í Porto með liði Chelsea. Fótbolti 15. desember 2006 13:11
Reyes vill mæta Arsenal í Meistaradeildinni Spænski landsliðsmaðurinn Jose Antonio Reyes hjá Arsenal, sem nú leikur sem lánsmaður hjá Real Madrid, segist óska þess að liðin lendi saman í 16-liða úrslitum Meistaradeildarinnar. Fótbolti 12. desember 2006 16:45
Atouba fær tveggja leikja bann og sekt Kamerúnmaðurinn Timothee Atouba hjá HSV í Þýskalandi hefur verið settur í tveggja leikja bann og gert að greiða sekt í kjölfar þess að hann sýndi stuðningsmönnum liðsins dónalegt fingramál þegar honum var skipt af velli í sigri HSV á CSKA Moskva í gærkvöld. Fótbolti 7. desember 2006 15:23
Leikmenn Arsenal voru taugaóstyrkir Arsene Wenger viðurkennir að hans menn hafi verið of varkárir og taugaóstyrkir í kvöld þegar liðið gerði markalaust jafntefli við Porto á útivelli í Meistaradeildinni, en það tryggði liðinu engu að síður efsta sætið í riðlinum. Fótbolti 6. desember 2006 23:01
Ferguson ánægður að sjá fimm bresk lið í 16-liða úrslitunum Sir Alex Ferguson, stjóri Manchester United, segist afar sáttur við að sjá fimm bresk lið í 16-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu í ár eftir sigur United á Benfica í kvöld. "Það er frábært að sjá þessi lið komast áfram og það er ljóst að eitt þeirra á góða möguleika á að vinna keppnina. Ég vona bara að það verði okkar lið," sagði Ferguson. Fótbolti 6. desember 2006 22:53
Atouba í vondum málum Kamerúnski landsliðsmaðurinn Timothee Atouba hjá Hamburg á væntanlega von á mjög harðri refsingu frá félagi sínu og aganefnd knattspyrnusambands Evrópu eftir að hann sýndi stuðningsmönnum Hamburg miðfingurinn þegar honum var skipt af velli í langþráðum sigri liðsins í Meistaradeildinni í kvöld. Fótbolti 6. desember 2006 22:29
Góður sigur United á Benfica Manchester United tryggði sér efsta sætið í F-riðli Meistaradeildarinnar og sæti í 16-liða úrslitum með 3-1 sigri á Benfica á Old Trafford í kvöld. Nélson kom Benfica óvænt yfir í leiknum en Nemanja Vidic jafnaði í uppbótartíma fyrri hálfleiks. Þeir Ryan Giggs og Louis Saha bættu svo við tveimur mörkum í þeim síðari og tryggðu enska liðinu sigurinn. Nú er ljóst hvaða lið fara í 16-liða úrslit Meistaradeildarinnar. Fótbolti 6. desember 2006 21:33