Meistaradeildin

Meistaradeildin

Keppni hinna bestu í Evrópu.

Leikirnir




    Fréttamynd

    Liverpool áfram í Meistaradeild

    Liverpool tryggði sér í kvöld farseðilinn í 3. umferð forkeppni Meistaradeildarinnar þegar Evrópumeistararnir lögðu Kaunas frá Litháen, 2-0 í síðari leik liðanna á Anfield. Samanlagður sigur því 5-1. Steven Gerrard skoraði fyrra mark Liverpool í kvöld á 77. mínútu aðeins þremur mínútum eftir að hann kom inn á af varamannabekknum.

    Sport
    Fréttamynd

    Carson og Crouch í byrjunarliðinu

    Sami Hyypia er fyrirliði Liverpool í kvöld þegar Evrópumeistararnir taka á móti Kaunas frá Litháen í síðari viðureign liðanna í 2. umferð forkeppni Meistaradeildarinnar. Rafael Benitez setur ungstirnið Scott Carson í markið í stað Jose Reina og þá er kóngurinn á Anfield, Steven Gerrard á varamannabekknum ásamt öðrum stórjöxlum. Leikurinn hófst kl. 18:45.

    Sport
    Fréttamynd

    Markalaust í hálfleik á Anfield

    Staðan í hálfleik í viðureign Liverpool og Kaunas í 2. umferð forkeppni Meistaradeildarinnar er 0-0 en leikið er á Anfield. Leikurinn hófst kl. 18:45. Þetta er síðari leikur liðanna en Liverpool vann fyrri leikinn í Litháen 1-3. Liverpool hefur ráðið gangi leiksins í fyrri hálfleik.

    Sport
    Fréttamynd

    Baros er alltof dýr fyrir Schalke

    Milan Baros er ekki á leiðinni til þýska liðsins Schalke 04 eins og allt stefndi í þar sem Þjóðverjunum þykir verðmiði Liverpool á tékkneska framherjanum vera alltof hár. Evrópumeistarar Liverpool vilja fá 7 milljónir punda eða um 800 milljónir íslenskra króna fyrir Baros.

    Sport
    Fréttamynd

    Slag Liverpool-liðanna frestað

    Þeim sem vildu að Liverpool og Everton drægjust saman í 3. umferð forkeppni Meistaradeildar Evrópu varð ekki að ósk sinni þó svo að möguleikinn hafi vissulega verið fyrir hendi. Þess í stað fékk Everton það erfiða verkefni að mæta spænska liðinu Villareal og Liverpool mætir sigurvegaranum úr viðureignum Tirana KF og CSKA Sofia.

    Sport
    Fréttamynd

    Liverpool-liðin mætast ekki

    Liverpool-liðin, Liverpool og Everton, mætast ekki í 3. umferð forkeppni Meistaradeildar Evrópu en dregið var í dag. Vinni Liverpool Kaunas frá Litháen mætir liðið sigurvegurum úr leik Tirana og CSKA Sofia en Everton mætir spænska liðinu Villarreal. Manchester United er líklega á leiðinni til Ungverjalands.

    Sport
    Fréttamynd

    Kristinn dæmir í Meistaradeildinni

    Knattspyrnudómarinn Kristinn Jakobsson dæmir í kvöld leik í annarri umferð forkeppni Meistaradeildar Evrópu. Leikurinn er heimaleikur albanska liðsins KF Tirana og CSKA Sofia frá Búlgaríu og hefst hann kl. 18:30 að íslenskum tíma. Aðstoðardómarar í leiknum verða Pjetur Sigurðsson og Sigurður Óli Þorleifson. Eigill Már Markússon er eftirlitsdómari.

    Sport
    Fréttamynd

    Liverpool sigraði 3-1

    Liverpool sigraði lið Kaunas frá Litháen 3-1 í Litháen í annarri umferð forkeppni Meistaradeildar Evrópu. Kaunas komst yfir með marki frá Baravicius en þeir Cisse, Carrager og Gerrard úr víti svöruðu fyrir Liverpool.

    Sport
    Fréttamynd

    Liverpool gegn Kaunas í kvöld

    Allt bendir til þess að miðjumaðurinn Steven Gerrard verði orðinn klár fyrir Evrópuleik Liverpool gegn Kaunas í kvöld. Hann þurfti að hætta á æfingu á mánudagskvöld vegna meiðsla á ökkla en er líklegast klár fyrir leik kvöldsins.

    Sport
    Fréttamynd

    Anderlecht burstaði Nefchi

    FH banarnir í Nefchi fengu slæman skell í Belgíu í kvöld er liðið tapaði 5-0 fyrir Anderlecht í 2. umferð forkeppni Meistaradeildar Evrópu. Seinni leikur liðanna verður í Azerbadjan eftir rúma viku. Þá sigruðu Árni Gautur Arason og félagar hans í norska liðinu Valerenga lið Haka frá Finnlandi 1-0 en leikurinn fór fram í Noregi.

    Sport
    Fréttamynd

    Liverpool yfir í hálfleik

    Liverpool er yfir í hálfleik gegn Kaunas í Litháen 2-1 í 2. umferð forkeppni Meistaradeildar Evrópu. Baravicius kom Kaunas yfir en þeir Cisse og Carrager gerðu mörk Liverpool.

    Sport
    Fréttamynd

    Fyrsti sigur lúxemborgsks liðs

    F91 Dudelange varð í gær fyrsta knattspyrnuliðið frá Lúxemborg til þess að vinna leik í Evrópukeppni meistaraliða í 42 ár. Dudelange sigraði Bosníumeistarana í Mostar, 4-0, eftir að Mostar hafði unnið fyrri leikinn á heimavelli l-0.

    Sport
    Fréttamynd

    FH úr leik

    FH-ingar töpuðu rétt í þessu 2-1 fyrir Nefchi frá Azerbadjan í seinni leik liðanna í 1.umferð forkeppni  Meistaradeildar Evrópu. Nefchi missti mann útaf rétt fyrir hálfleik en það skipti engu máli, því í byrjun síðari hálfleiks komust þeir yfir. FH-ingar jöfnuðu með marki frá Allan Borgvardt ...

    Sport
    Fréttamynd

    Draumur FH úti?

    Draumar FH um sæti í 2.umferð forkeppni Meistaradeildar Evrópu eru svo gott sem úti. Neftchi var að skora og staðan er nú 1-0 fyrir þeim. Nú þarf FH að gera fjörur mörk til að komast áfram.

    Sport
    Fréttamynd

    Ballack ekki til United

    Michael Ballack, fyrirliði þýska landsliðsins og leikmaður Bayern Munchen, hefur undanfarna mánuði verið orðaður við stórlið í allri Evrópu. Manchester United og Inter Milan hafa bæði verið orðuð við kaup á miðjumanninum sterka, en hann hefur nú lýst því yfir að líklegast sé að hann verði áfram hjá Bayern Munchen.

    Sport
    Fréttamynd

    Byrjunarlið FH -Heimir ekki með

    Markvörður: Daði Lárusson (F) Vörn: Auðun Helgason, Tommy Nielsen, Freyr Bjarnason, Guðmundur Sævarsson Miðja: Baldur Bett, Ásgeir Ásgeirsson og Davíð Þór Viðarsson Sókn: Allan Borgvardt, Tryggvi Guðmundsson, Jón Stefánsson.

    Sport
    Fréttamynd

    30 stuðningsmenn Nefchi mættir

    Hafnarfjarðarmafían, stuðningsmannaklúbbur FH, má hafa sig alla við í kvöld ætli þeir sér að hafa betur á áhorfendapöllunum, því 30 háværir stuðningsmenn Nefchi frá Azerbadjan eru mættir til landsins. Nefchi sigraði fyrri leikinn 2-0 og því þurfa FH-ingar mikinn stuðning. Leikurinn er í beinni útsendingu á Sýn klukkan 19:15.

    Sport
    Fréttamynd

    Liverpool yfir í hálfleik

    Liverpool er 1-0 yfir í hálfleik gegn TNS frá Wales í 1.forkeppni Meistaradeildar Evrópu. Djibril Cisse gerði markið á 26. mínútu. Þetta er seinni leikur liðanna, Liverpool vann fyrri leikinn 3-0.

    Sport
    Fréttamynd

    Gerrard með tvennu-Liverpool áfram

    Þegar Liverpool sigraði TNS fyrir viku, gerði Steven Gerrard öll þrjú mörk Liverpool manna. Í kvöld er liðið sigraði TNS 3-0 gerði Gerrrard tvö mörk en spilaði aðeins rúmar tuttugu mínútur. Þriðja mark Liverppool gerði Djibril Cisse. Þar með eru Evrópumeistararnir komnir í 2.umferð forkeppni Meistaradeildar Evrópu eftir samanlagðan 6-0 sigur.

    Sport
    Fréttamynd

    Pressa á Ferdinand

    Sir Alex Ferguson, framkvæmdarstjóri Manchester United, hefur sett meiri pressu á varnarmanninn Rio Ferdinand að skrifa undir nýjan samning við félagið. Pini Zahavi, umboðsmaður leikmannsins, hefur sagt að viðræður um nýjan samning gangi hægt.

    Sport
    Fréttamynd

    Vieira á förum til Juventus

    Arsenal hefur staðfest að félagið hefur tekið tilboði frá ítalska stórliðinu Juventus í fyrirliða sinn Patrick Vieira. Tilboðið hljóðar upp á 13,75 milljónir punda í þennan 29 ára miðjumann.

    Sport
    Fréttamynd

    Shelbourne sigraði Írlands slaginn

    Shelbourne frá Írlandi sigraði Glentoran frá Norður Írlandi í 1. umferð forkeppni Meistaradeildar Evrópu í kvöld en leikurinn fór fram á Norður Írlandi. Þá tapaði HB frá Færeyjum fyrir Kaunas frá Litháen 4-2 í Færeyjum í sömu keppni. Þegar 63 mínútur eru liðnar af leik Liverpool og TNS er staðan 2-0 fyrir Liverpool. Þetta eru fyrri leikir liðanna.

    Sport
    Fréttamynd

    Liverpool er 2 - 0 yfir

    Liverpool er 2-0 yfir í hálfleik gegn Velska liðinu TSN í 1.umferð forkeppni Meistaradeildar Evrópu. Steven Gerard gerði bæði mörk liðsins en leikurinn fer fram á Anfield.

    Sport
    Fréttamynd

    Gerrard með þrennu

    Liverpool sigraði T.N.S. frá Wales 3-0 í 1.umferð forkeppni Meistaradeildar Evrópu. Steven Gerrard gerði öll þrjú mörk liðsins en leikurinn fór fram á Anfield í Liverpool. Þetta var fyrsta þrennan hans fyrir félagið. Liðin mætast að nýju að viku liðinni á heimavelli T.N.S.

    Sport
    Fréttamynd

    Liverpool bauð í Milito

    Spænska liðið Real Zaragoza hefur staðfest að Liverpool hafi komið með tilboð í varnarmanninn Gabriel Milito en segja að leikmaðurinn sé ekki til sölu.

    Sport
    Fréttamynd

    FH enn undir

    Nú þegar 70 mínútur eru liðnar af leik FH og Neftchi frá Azerbadjan er staðan 1-0 í 1.umferð forkeppni Meistaradeildar Evrópu en leikurinn fer fram í Baku í Azerbadjan. Mark Neftchi gerði Mammadov á 20. mínútu

    Sport
    Fréttamynd

    FH-ingar undir í hálfleik

    FH-ingar eru undir í hálfleik gegn Neftchi frá Azerbadjan 1-0 í 1.umferð forkeppni Meistaradeildar Evrópu en leikurinn fer fram í Baku í Azerbadjan. Mark Neftchi gerði Mammadov á 20. mínútu.

    Sport
    Fréttamynd

    FH tapaði í Azerbadjan

    FH-ingar töpuðu fyrir Neftchi frá Azerbadjan 2-0 í 1.umferð forkeppni Meistaradeildar Evrópu en leikurinn fór fram í Baku í Azerbadjan.

    Sport
    Fréttamynd

    FH-ingar eru undir

    Neftchi frá Azerbadjan er komið í 1-0 gegn Íslandsmeisturum FH þegar 30 mínútur eru liðnar af leik Neftchi og FH í 1. umferð forkeppni Meistaradeildarinnar. Mark heimamanna kom úr víti.

    Sport