Meistaradeildin

Meistaradeildin

Keppni hinna bestu í Evrópu.

Leikirnir




    Fréttamynd

    Juventus búið að minnka muninn

    Fabio Cannavaro var rétt í þessu að minnka muninn í 2-1 með skallamarki á 64. mínútu. Spurningamerki verður þó að setja við markvörðinn unga Scott Carson sem hefði átt að gera betur. Juventus hafa verið mun sterkari í síðari hálfleik eftir frábæran fyrri hálfleik hjá Liverpool.

    Sport
    Fréttamynd

    Mourinho verður víðs fjarri

    Baltemar Brito, aðstoðarmaður Jose Mourinho hjá Chelsea, hefur staðfest að Mourinho verði hvergi nærri Stamford Bridge þegar Chelsea mætir Bayern Munchen í Meistaradeildinni annað kvöld.

    Sport
    Fréttamynd

    Liverpool sigraði Juventus

    Liverpool sigraði Juventus í fyrri leik liðana í 8-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu á Anfield í kvöld með tveimur mörkum gegn einu. Leikurinn var mjög kaflaskiptur en Liverpool sýndi allar bestu hliðar fótboltans í fyrri hálfleik, en Juventus sýndi hvers vegna þeir eru eitt af bestu liðum álfunar í þeim seinni.

    Sport
    Fréttamynd

    Lehmann fær tveggja leikja bann

    Þýski markvörðurinn Jens Lehmann hjá Arsenal hefur verið úrskurðaður í tveggja leikja bann í Evrópukeppni fyrir hegðun sína eftir tapið gegn löndum sínum í Bayern Munchen á dögunum.

    Sport
    Fréttamynd

    Carson og Le Tallec byrja

    Markvörðurinn ungi, Scott Carson, og Frakkinn efnilegi Anthony Le Tallec eru báðir í byrjunarliði Liverpool sem mætir Juventus í fyrri leik liðanna í 8-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu á Anfield í kvöld. Þá er Xabi Alonso í hópnum

    Sport
    Fréttamynd

    Lyon og PSV skyldu jöfn

    Lyon og PSV Eindhoven skyldu jöfn í fyrri leik liðana í Meistaradeild Evrópu í kvöld með einu marki gegn einu. Florent Malouda kom heimamönnum yfir á þrettándu mínútu en fyrrum Barcelona leikmaðurinn, Phillip Cocu, jafnaði ellefu mínútum fyrir leikslok. Liðin mætast að nýju, þá í Hollandi, eftir rúma viku.

    Sport
    Fréttamynd

    Lyon komið yfir gegn PSV

    Lyon frá Frakklandi er komið yfir gegn PSV á heimavelli sínum Stade de Gerland í fyrri leik liðanna í 8-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu. Það var Florent Malouda sem gerði markið á þrettándu mínútu.

    Sport
    Fréttamynd

    Samhugur á Anfield

    Mikil viðhöfn verður á leik Liverpool og Juventus í Meistaradeildinni í kvöld, til að minnast fórnarlambanna á Heysel leikvangnum fyrir réttum 20 árum, þegar veggur hrundi á úrslitaleik liðanna í keppninni og varð 39 manns að bana.

    Sport
    Fréttamynd

    PSV búið að jafna

    Phillip Cocu var að jafna fyrir PSV gegn Lyon á Stade de Gerland í Frakklandi í Meistaradeild Evrópu. Florent Malouda hafið áður komið Lyon yfir strax á 13. mínútu.

    Sport
    Fréttamynd

    Hálfleikstölur í Meistaradeildinni

    Það er kominn hálfleikur í leikina tvo í Meistaradeild Evrópu sem fram fara í kvöld. Á Anfield er Liverpool 2-0 yfir gegn Juventus. Sami Hyypia kom þeim rauðu yfir á 11. mínútu með góðu skoti eftir hornspyrnu. Luis Garcia tvöfaldaði síðan forystuna með frábæru marki.

    Sport
    Fréttamynd

    Liverpool komið yfir gegn Juventus

    Sami Hyypia var rétt í þessu að koma Liverpool í 1-0 gegn ítölsku risunum í Juventus. Milan Baros vann hornspyrnu hægra megin sem fyrirliðinn Steven Gerrard tók, sendi á nærstöng þar sem boltinn var skallaður yfir á fjær, þar var Hyypia, einn og óvaldaður, og þrumaði knettinum framhjá Buffon í markinu.

    Sport
    Fréttamynd

    Garcia kemur Liverpool í 2-0

    Luis Garcia var að koma Liverpool í 2-0 með hreint út sagt ótrúlegu mari. Garcia tók boltann á lofti af um 25 metra færi og þrumaði honum yfir Buffon og í bláhornið. Klárlega eitt af mörkum keppninnar hingað til.

    Sport
    Fréttamynd

    Vinátta yfirskrift leiksins

    Hver einasti stuðningsmaður Juventus sem kemur á Anfield í kvöld fær armband sem er í litum Liverpool og Juventus með áletruninni „vinátta“, bæði á ensku og ítölsku. Þá ætla stuðningsmenn Liverpool að búa til mósaíkmynd í stúkunni með áletruninni „vinátta“.

    Sport
    Fréttamynd

    Mourinho treystir leikmönnum sínum

    Jose Mourinho knattspyrnustjóri Chelsea, segist hafa fulla trú á að leikmenn sínir geti spjarað sig án hans gegn Bayern Munchen annað kvöld, en stjórinn tekur út bann í leiknum og má því eiga lítil sem engin afskipti af liðinu meðan á leik stendur.

    Sport
    Fréttamynd

    Slagur sem vekur upp minningar

    Átta liða úrslit meistaradeildarinnar hefjast með tveimur leikjum í kvöld. Franska liðið Lyon, sem tók Werder Bremen í bakaríið í sextán liða úrslitum, tekur á móti PSV frá Hollandi og Juventus sækir Liverpool heim á Anfield.

    Sport
    Fréttamynd

    Benitez vill halda hreinu

    Rafa Benitez, knattspyrnustjóri Liverpool, segir það algjört lykilatriði fyrir lið sitt að halda hreinu á heimavelli sínum í fyrri leik sínum við Juventus í vikunni.

    Sport
    Fréttamynd

    Chelsea ætlar ekki að áfrýja

    Chelsea ætlar ekki að áfrýja banni Jose Mourinho, en UEFA sektaði Chelsea um 33 þúsund pund og setti Mourinho í tveggja leikja bann eftir atvik sem upp kom í leik Chelsea gegn Barcelona í 16-liða úrslitunum.

    Sport
    Fréttamynd

    Del Piero vill gleyma Heysel

    Alessandro del Piero vill nota Meistaradeildarleikinn gegn Liverpool annað kvöld til að ,,loka kafla" á mjög slæmri minningu. Eins og flestir vita mættust liðin tvö í úrslitum Evrópukeppninnar árið 1985 á Heysel leikvanginum þar sem 39 stuðningsmenn létust.

    Sport
    Fréttamynd

    Mourinho fær bann og sekt

    Jose Mourinho hefur verið fundinn sekur um lygar af evrópska knattspyrnusambandinu og fær fyrir vikið tveggja leikja bann og tæplega 9000 punda sekt.

    Sport
    Fréttamynd

    Oliver Kahn vill ná þrennunni

    Oliver Kahn, landsliðsmarkvörður Þjóðverja, er sannfærður um að lið sitt, Bayern Munchen, muni vinna þrjá titla á tímabilinu.

    Sport
    Fréttamynd

    Mourinho dregur orð sín til baka

    Jose Mourinho, knattspyrnustjóri Chelsea, sem hefur verið ákærður fyrir munnsöfnuð og dylgjur í garð Anders Frisks, dómara frá Svíþjóð, eftir leik Barcelona og Chelsea í Meistaradeildinni í knattspyrnu, hefur dregið orð sín til baka og segist ekki hafa séð Frisk dómara ræða við Frank Rijkaard, þjálfara Barcelona, í leikhléi í fyrri viðureign liðanna.

    Sport
    Fréttamynd

    Seldist upp á 90 mínútum

    59 þúsund aðgöngumiðar á leik Bayern Munchen og Chelsea í fjórðungsúrslitum Meistaradeildar Evrópu þann 12. apríl nk. seldust upp á 90 mínútum. Þá hurfu 3000 aðgöngumiðar á fyrri leik liðanna á Stamford Bridge, sem stuðningsmenn Bæjara höfðu aðgang að, eins og dögg fyrir sólu.

    Sport
    Fréttamynd

    Adriano ekki með gegn AC Milan?

    Ólíkegt þykir að brasilíski sóknarmaðurinn Adriano getir leikið með liði sínu, Inter Milan er það mætir nágrannaliðinu AC Milan í 8-liða úrslita Meistaradeildar Evrópu í knattspyrnu.

    Sport
    Fréttamynd

    Komu óorði á knattspyrnuna

    Knattspyrnusamband Evrópu hefur kúvent í afstöðu til Chelsea og ákveðið að ákæra Jose Mourinho, stjóra félagsins, Steven Clarke aðstoðarstjóra og Les Miles, yfirmann öryggismála hjá Chelsea, fyrir að koma „óorði á knattspyrnuna“, eins og það er orðað.

    Sport
    Fréttamynd

    Liverpool tekst á við Juventus

    Liverpool mætir Juventus í átta liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu, en dregið var í höfuðstöðvum Knattspyrnusambands Evrópu í Nyon í Sviss í morgun. Þá mætir Chelsea Bayern München og Mílanóliðin AC Milan og Inter berjast um sæti í undanúrslitum. Loks mætir franska liðið Lyon hollenska liðinu PSV Einhoven. Fyrri leikir liðanna fara fram 5. og 6. apríl en þeir síðari viku síðar.

    Sport
    Fréttamynd

    Dregið í Meistaradeildinni í dag

    Dregið verður í 8-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu í knattspyrnu í dag en athygli vakti að Arsenal og Manchester United duttu út í 16-liða úrslitum á meðan Chelsea og Liverpool tryggðu sér áframhaldandi þátttökurétt í keppninni.

    Sport
    Fréttamynd

    Ronaldo og Tacchinardi dæmdir

    Miðjumaðurinn sterki hjá Juventus, Alessio Tacchinardi, og Ronaldo hjá Real Madrid voru í dag dæmdir í tveggja leikja bann af Uefa fyrir rauðu spjöldin sem þeir fengu í viðureignum liðanna í 16-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu í síðustu viku.

    Sport
    Fréttamynd

    Adriano með þrennu og Inter áfram

    Inter Milan frá Ítalíu er komið í 8 liða úrslit Meistaradeildar Evrópu í knattspyrnu eftir 3-1 sigur á Evrópumeisturum Porto í síðari leik liðann í 16 liða úrslitunum. Brasilíumaðurinn Adriano skoraði öll mörk heimamanna.

    Sport
    Fréttamynd

    Beckham veðjar á Chelsea

    David Beckham, leikmaður Real Madrid og enska landsliðsins hallast að því að Chelsea vinni meistaradeildina í ár.  Hann segir að liðinu hafi tekist að slípast fyrr saman en nokkur átti von á og hrósar Jose Mourinho öðrum fremur fyrir velgengni liðsins í tímabilinu.

    Sport