Skaust fyrr af æfingu og sótti milljónir í verðlaunafé Rúrik Gíslason gerði sér lítið fyrir og sótti sigur í enn einum raunveruleikaþættinum í Þýskalandi sem nýverið var sýndur í sjónvarpi. Rúrik ræddi sigurinn í Brennslunni en þar kom fram að verðlaunaféið hafi ekki verið af verri endanum, um 14,7 milljónir króna, þó Rúrik hafi lítið velt sér upp úr því. Hann fer nú með aðalhlutverk í bíómynd sem situr pikkföst á toppnum í Þýskalandi. Lífið 11.3.2025 16:45
Skarphéðinn til Sagafilm Sagafilm hefur ráðið Skarphéðinn Guðmundsson, fyrrverandi dagskrárstjóra Ríkissjónvarpsins, sem framkvæmdastjóra Sagafilm á Íslandi. Skarphéðinn tekur við starfinu af Þór Tjörva Þórssyni. Skarphéðinn mun hefja störf snemma sumars. Viðskipti innlent 11.3.2025 12:56
Útskrifaðist úr verkfræði og gerðist tónlistarmaður „Ég gat komið sjálfum mér á framfæri og var alltaf með gítarinn í skottinu hvert sem ég fór,“ segir tónlistarmaðurinn og rekstrarverkfræðingurinn Andri Þór Hjartarson. Tónlistin hefur átt hug og hjarta hans frá ungum aldri og um áramótin tók hann þá ákvörðun að segja upp starfi sínu sem rekstrarstjóri og kýla á tónlistardrauminn. Blaðamaður ræddi við Andra Þór. Tónlist 11.3.2025 10:32
Stuð og stemning á opnun Einars Fals í Þjóðminjasafninu Einar Falur Ingólfsson, ljósmyndari sem opnaði í gær sýninguna Samtal við Sigfús í Bogasal Þjóðminjasafnsins. Á sýningunni er sýnt úrval samtalsverka Sigfúsar Eymudssonar og Einars Fals, að hluta ný prent eftir glerplötum Sigfúsar en einnig valin frumprent frá 19. öld, þegar myndirnar voru teknar. Lífið 9. mars 2025 19:02
Slasaðist við tökur í Bretlandi John Goodman slasaðist á mjöðm við tökur á nýrri Hollywood-mynd í Bretlandi í fyrradag. Áverkarnir voru taldir alvarlegir í fyrstu en betur fór en á horfðist. Vonir eru bundnar við að Goodman snúi fljótt aftur til starfa. Lífið 9. mars 2025 10:20
Fullt hús og mikið fjör á frumsýningu Þetta er Laddi Sýningin Þetta er Laddi var frumsýnd í Borgarleikhúsinu í gær fyrir fullu húsi. Lífið 8. mars 2025 18:00
Breyta reglum um hljóðfærafarangur Flugfélagið Play hefur breytt reglum varðandi hljóðfæraflutninga með flugferðum á vegum félagsins. Fiðlur, básúnur og önnur sambærileg hljóðfæri eru nú velkomin í handfarangurshólfið. Innlent 8. mars 2025 11:05
Samstarfsverkefni Loreen og Ólafs Arnalds lítur dagsins ljós Eurovision-stjarnan Loreen og tónlistarmaðurinn Ólafur Arnalds gáfu í gær út tvöfalda smáskífu undir nafninu SAGES og frumsýndu nýtt tónlistarmyndband sem var tekið upp á Íslandi og leikstýrt af Þóru Hilmarsdóttur. Tónlist 8. mars 2025 10:18
Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Jói Kjartans tók þúsundir mynda af kærustu sinni yfir tólf ára tímabil. Þegar sambandinu lauk vissi hann ekki hvað ætti að gera við myndirnar. Á samsýningunni Störu í Gerðarsafni má sjá brot af af myndunum en Jói stefnir einnig að því að gefa þær út í ljósmyndabók. Menning 8. mars 2025 09:02
Hélt í sér að ræða indverska drauminn í meira en ár Tómas Geir Howser Harðarson leikari getur loksins sagt frá ótrúlegum ævintýrum sínum í Indlandi þar sem hann fór með stórt hlutverk í sjónvarpsþáttaseríu Sony sem byggir á sönnum atburðum. Tómas lauk tökum fyrir meira en ári og segir Indland stórkostlegt land. Lífið 8. mars 2025 07:00
Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi „Ég hef lengi haft sérstakan áhuga á Sigfúsi Eymundssyni – hann var fyrstur Íslendinga til að starfa markvisst sem ljósmyndari og á sama tíma einn sá allra besti,” segir Einar Falur Ingólfsson, ljósmyndari sem opnar á morgun sýninguna Samtal við Sigfús í Bogasal Þjóðminjasafnsins. Menning 7. mars 2025 20:00
Gleði þegar Unnur og Una frumsýndu loksins Storm Söngleikurinn Stormur eftir þær Unni Ösp og Unu Torfa var frumsýndur með pompi og prakt í Þjóðleikhúsinu í gærkvöldi. Hátíðarstemning var í loftinu og eftirvæntingin mikil. Lífið 7. mars 2025 14:00
Pamela Bach-Hasselhof látin Bandaríska leikkonan Pamela Bach-Hasselhof er látin. Hún fannst látin á heimili sínu í Los Angeles sínu fyrr í dag. Hún var 62 ára gömul. Lífið 6. mars 2025 16:34
Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Íslensku myndlistarverðlaunin verða afhent 20. mars við hátíðlega athöfn í Iðnó. Verðlaunin eru í þremur flokkum, Myndlistarmaður ársins, Hvatningarverðlaun og heiðursverðlaun fyrir ævistarf. Sjö myndlistarmenn voru í dag tilnefndir. Menning 6. mars 2025 16:31
Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Fjöruverðlaunin, bókmenntaverðlaun kvenna og kvára, voru afhent við hátíðlega athöfn í Höfða í dag. Birgitta Björg Guðmarsdóttir, Ingunn Ásdísardóttir og Rán Flygenring voru verðlaunaðar í þremur ólíkum flokkum. Menning 6. mars 2025 15:04
Anna Kristín Arngrímsdóttir er látin Leikkonan Anna Kristín Arngrímsdóttir er látin 76 ára að aldri. Anna Kristín fæddist þann 16. júlí 1948 á Böggvistöðum í Svarfaðardal og var hún dóttir Kristjönu Margrétar Sigurpálsdóttur og Arngríms Stefánssonar. Innlent 5. mars 2025 21:20
Tjörnin trónir á toppnum Rán Flygenring er í fyrsta sæti á toppi bóksölulistans með bók sína Tjörnina. En hún hlaut einmitt Íslensku bókmenntaverðlaunin í flokki barnabóka. Menning 5. mars 2025 11:34
Elísabet fær uppreist æru Innkaupapokinn er frekar látlaust heiti á tilfinningaþrungnu og litríku leikverki sem byggir á gömlu leikriti Elísabetar Jökulsdóttur – Mundu töfrana. Leikritið gengur í endurnýjun lífdaga í samstarfi við leikhópinn Kriðpleir. Áhorfendur fylgjast með glímu leikhópsins við að finna leiðina í gegnum völundarhúsið sem leiktexti Elísabetar er en í seinni hluta sýningarinnar er leikritið sjálft sett á svið. Afraksturinn af þessu sérstaka samvinnuverkefni er leikhúskvöld sem líður manni seint úr minni. Gagnrýni 5. mars 2025 07:03
Dusta rykið af danssokkunum „Við erum algjört rólyndisfólk utan sviðs, svo umbreytumst við bara í partýdýr á tónleikum,“ segir listakonan Melkorka Sigríður Magnúsdóttir, meðlimur hljómsveitarinnar Milkywhale. Sveitin var að senda frá sér tónlistarmyndband við lag sem einblínir á að draga djúpa andann og dansa í núinu. Tónlist 4. mars 2025 16:32
Stórmyndir í útrýmingarhættu Björn Berg Gunnarsson fjármálaráðgjafi segir risabreytingar á sjónvarps- og kvikmyndamarkaði útskýra hvers vegna færri kannast við þær kvikmyndir sem tilnefndar voru til Óskarsverðlauna í ár heldur en tíðkaðist á árum áður þegar stórmyndir voru gjarnan tilnefndar. Hann segir alveg ljóst að stórmyndin sem slík, blockbuster myndin, sé í útrýmingarhættu. Lífið 4. mars 2025 15:00
Eiginmaður Dolly Parton er látinn Carl Dean, eiginmaður bandarísku söngkonunnar Dolly Parton til nærri sex áratuga, er látinn, 82 ára að aldri. Lífið 4. mars 2025 07:39
Hefndi kossins með kossi Bandaríska leikkonan Halle Berry smellti einum rembingskossi á kollega sinn Adrien Brody á rauða dreglinum fyrir Óskarsverðlaunin í gær. Þar með „hefndi“ hún fyrir það þegar Brody kyssti hana á sömu hátíð fyrir meira en tuttugu árum. Lífið 3. mars 2025 21:18
Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Menningarlífið iðaði um helgina og margir lögðu leið sína á Kjarvalsstaði þegar sýningin Ólga opnaði á dögunum. Menning 3. mars 2025 20:01
Maskadagur á Ísafirði Móðir á Ísafirði hefur í nægu að snúast enda ber bolludag og maskadag upp á afmælisdag sex ára sonar hennar. Já, maskadagur er haldinn hátíðlegur vestur á fjörðum en fyrir vikið er lítið um fagnaðarlæti á öskudaginn sjálfan líkt og annarsstaðar á landinu - í það minnsta á Ísafirði. Lífið 3. mars 2025 16:14