Denver skellti Lakers | Frábær sigur hjá Boston LA Lakers náði ekki að fylgja eftir góðum sigri á Dallas því liðið varð að sætta sig við tap gegn Denver í nótt. Góður 13-4 lokakafli Denver sá til þess að liðið landaði sigrinum. Körfubolti 26. febrúar 2013 08:54
Oklahoma vill semja við Fisher NBA-ferli hins 38 ára gamla Derek Fisher er ekki lokið en Oklahoma Thunder vill fá hann til sín á nýjan leik og eru samningaviðræður í gangi. Körfubolti 25. febrúar 2013 10:45
Kobe í stuði og Lakers vann magnaðan sigur Kobe Bryant, leikmaður LA Lakers, og Dirk Nowitzki, leikmaður Dallas Mavericks, háðu mikið einvígi í nótt. Eftir mikla baráttu hafði Kobe betur. Körfubolti 25. febrúar 2013 08:54
NBA í nótt: Tíundi sigur Miami í röð LeBron James var með þrefalda tvennu þegar að lið hans, Miami Heat, hafði betur gegn Philadelphia í NBA-deildinni í körfubolta í nótt. Körfubolti 24. febrúar 2013 11:37
NBA í nótt: Besta liðið tapaði | Kobe með 40 stig Golden State vann afar óvæntan sigur á San Antonio, 107-101, í NBA-deildinni í nótt en þá fóru alls tólf leikir fram. Körfubolti 23. febrúar 2013 11:00
Bróðir Derrick Rose lætur Bulls heyra það Það er enn óljóst hvenær stjörnubakvörður Chicago Bulls, Derrick Rose, getur byrjað að spila á nýjan leik. Svo gæti farið að hann missi af öllu tímabilinu. Körfubolti 22. febrúar 2013 21:45
NBA í nótt: San Antonio og Miami í banastuði | James náði ekki 30 stigum San Antonio Spurs styrkti í nótt stöðu sína á toppi Vesturdeildarinnar í NBA-deildinni í körfubolta með góðum sigri á LA Clipper á útivelli, 116-90. Körfubolti 22. febrúar 2013 09:03
Morris-tvíburarnir nú í sama liði í NBA Tvíburabræðurnir Marcus og Markieff Morris eru orðnir liðsfélagar á nýjan leik eftir að Houston Rockets sendi Marcus Morris til Phoenix Suns í nótt fyrir valrétt í annarri umferð nýliðavalsins í sumar. Körfubolti 22. febrúar 2013 06:00
NBA í nótt: Lakers vann fyrsta leikinn eftir andlát eigandans LA Lakers heiðraði minningu Jerry Buss, eiganda félagsins, með sigri á Boston Celtics, 113-99, í NBA-deildinni í körfubolta í nótt. Körfubolti 21. febrúar 2013 09:00
Chuck er fimmtugur í dag Hinn litríka körfuboltagoðsögn og mikli skemmtikraftur Charles Barkley heldur upp á fimmtugsafmæli sitt í dag en hann er fæddur 20. febrúar 1963 eða aðeins þremur dögum á eftir Michael Jordan sem hélt einmitt upp á fimmtugsafmælið sitt á sunnudaginn. Körfubolti 20. febrúar 2013 16:45
NBA í nótt: Tvær flautukörfur hjá Johnson NBA-deildin í körfubolta fór aftur af stað í nótt eftir hlé sem var gert vegna stjörnuhelgarinnar. Níu leikir voru á dagskrá gærkvöldsins. Körfubolti 20. febrúar 2013 09:00
Eigandi Lakers látinn Jerry Buss, eigandi körfuboltaliðsins Los Angeles Lakers, lést í dag. Hann var 80 ára gamall. Lakers vann tíu NBA-titla í eigendatíð hans. Körfubolti 18. febrúar 2013 21:15
Chris Paul besti maður stjörnuleiksins Vestrið hafði betur í Stjörnuleik NBA-deildarinnar sem fór fram í nótt, 143-138. Chris Paul, leikstjórnandi LA Clippers, var valinn maður leiksins. Körfubolti 18. febrúar 2013 09:00
Michael Jordan er fimmtugur í dag Körfuboltagoðsögnin Michael Jordan er fimmtugur í dag. Þessi ótrúlegi leikmaður er talinn besti körfuboltamaður allra tíma og er án efa sá allra frægasti. Körfubolti 17. febrúar 2013 21:00
Brot af því besta frá troðslukeppninni í nótt Terrence Ross, nýliði Toronto Raptors, er nýr troðslukóngur NBA-deildarinnar í körfubolta en hann vann troðslukeppni Stjörnuhelgarinnar í nótt. Ross fékk hörku keppni en troðslukeppnin tókst vel í ár. Körfubolti 17. febrúar 2013 09:38
Eigandi Lakers glímir við krabbamein Heilsufar eiganda LA Lakers, Jerry Buss, er ekki gott en hann liggur nú inn á gjörgæsludeild á spítala í Los Angeles. Buss er að glíma við krabbamein. Körfubolti 15. febrúar 2013 18:00
Jordan tekur Kobe fram yfir LeBron Ein lífseigasta umræðan í NBA-deildinni er um hvort Kobe Bryant eða LeBron James sé betri leikmaður. Sá besti allra tíma, Michael Jordan, hefur nú ákveðið að taka þátt í umræðunni. Körfubolti 15. febrúar 2013 12:45
NBA: Lebron með stórleik í sigri á OKC - Clippers burstaði Lakers LeBron James hitti "bara" úr 58 prósent skota sinna í nótt og gat því ekki bætt við metið sitt (30 stig og 60 prósent skotnýting í sex leikjum í röð) en það var samt ekki mikið hægt að kvarta yfir frammistöðu hans. Los Angeles Clippers fór afar létt með nágrana sína í Los Angeles Lakers í hinum leik næturinnar í NBA-deildinni í körfubolta. Þetta voru síðustu leikirnir fyrir Stjörnuhelgina sem er framundan. Körfubolti 15. febrúar 2013 09:00
Magic: Jordan myndi alltaf vinna Lebron 1 á 1 Lebron James, leikmaður með Miami Heat í NBA-deildinni í körfubolta, verður alltaf borinn saman við goðið sitt Michael Jordan og aldrei meira en þegar James er í stuði eins og í undanförnum sex leikjum. Körfubolti 14. febrúar 2013 23:30
Turkoglu í 20 leikja bann fyrir steranotkun Tyrkneski NBA-leikmaðurinn Hedo Turkoglu hjá Orlando Magic hefur verið dæmdur í 20 leikja bann fyrir ólöglega steranotkun en tók út fyrsta leikinn í banninu á móti Atlanta Hawks í nótt. Körfubolti 14. febrúar 2013 09:30
NBA: Boston vann Chicago - Carmelo meiddist Boston Celtics vann baráttusigur á Chicago Bulls í NBA-deildinni í körfubolta í nótt en þetta var áttundi sigur liðsins í níu leikjum síðan að liðið missti leikstjórnandann Rajon Rondo. Los Angeles Clippers er búið að endurheimta Chris Paul og er um leið búið að hefja nýja sigurgöngu en liðið vann sinn þriðja leik í röð í nótt. Tim Duncan, Tony Parker og Manu Ginobili voru allir með á ný þegar San Antonio Spurs vann dramatískan sigur. Körfubolti 14. febrúar 2013 09:00
Sá besti verður betri og betri LeBron James setti magnað NBA-met í fyrrinótt þegar hann náði því í sjötta leiknum í röð að skora yfir 30 stig jafnframt því að nýta skotin sín 60 prósent eða betur. Miami Heat liðið hefur unnið alla leikina sex. Körfubolti 14. febrúar 2013 07:00
Sonur Larry Bird handtekinn - reyndi að keyra yfir gamla kærustu Sonur körfuboltagoðsagnarinnar Larry Bird er kominn í vandræði því hinn 21 árs gamli Connor Bird var handtekinn síðastliðinn sunnudag eftir að hann reyndi að keyra yfir gamla kærustu í Bloomington í Indianapolis. Körfubolti 13. febrúar 2013 23:30
NBA: Kobe bara með 4 stig en Lakers vann samt - Met hjá Lebron Kobe Bryant átti furðulegan leik í nótt þegar lið hans Los Angeles Lakers vann sinn áttunda sigur í ellefu leikjum í NBA-deildinni í körfubolta. LeBron James var hinsvegar áfram sjóðandi heitur og setti nýtt NBA-met, Oklahoma City Thunder steinlá í Utah og Rudy Gay skoraði aðra sigurkörfu sína á stuttum tíma fyrir sitt nýja lið Toronto Raptors. Körfubolti 13. febrúar 2013 09:00
Tveggja troðslu sókn hjá Clippers Það er alltaf von á tilþrifun á leikjum Los Angeles Clippers í NBA-deildinni í körfubolta og það sannaðist heldur betur síðastliðna nótt í sigri Clippers á Philadelphia 76ers. Blake Griffin og DeAndre Jordan tróðu þá báðir með tilþrifum í sömu sókninni. Körfubolti 12. febrúar 2013 23:30
NBA: Charlotte stöðvaði sigurgöngu Boston Charlotte Bobcats endaði sjö leikja sigurgöngu Boston Celtics í NBA-deildinni í körfubolta í nótt, San Antonio Spurs vann Chicago Bulls án þriggja stærstu stjörnuleikmanna liðsins, Washington Wizards vann sinn fjórða leik í röð, Los Angeles Clippers vann Philadelphia og Indiana Pacers tapaði í framlengingu í öðrum heimaleiknum í röð. Körfubolti 12. febrúar 2013 09:00
LeBron með 71 prósent skotnýtingu í síðustu fimm leikjum LeBron James hefur verið algjörlega óstöðvandi í síðustu leikjum með Miami Heat í NBA-deildinni í körfubolta eins og áhorfendur Stöðvar 2 Sport fengu að sjá í gær þegar James fór fyrir sigri Miami á móti Kobe Bryant og félögum í Los Angeles Lakers. Körfubolti 11. febrúar 2013 17:45
NBA: Boston vann í þríframlengdum leik, Miami vann Lakers Boston Celtics hélt sigurgöngu sinni áfram án Rajon Rondo í NBA-deildinni í körfubolta í nótt. Miami Heat vann Los Angeles Lakers og tvö bestu lið deildarinnar, San Antonio Spurs og Oklahoma City Thunder unnu bæði sína leiki. Körfubolti 11. febrúar 2013 09:00
Chris Paul hyggst framlengja við Clippers Talið er að leikstjórnandinn Chris Paul muni semja við NBA-lið Los Angeles Clippers næsta sumar þegar hann verður samningslaus. Paul leikur með Clippers sem leikið hefur mjög vel í vetur. Körfubolti 10. febrúar 2013 22:15
Níundi sigur Nuggets í röð | Dallas skellti Golden State Fimm leikir voru í NBA deildinni í körfubolta í nótt. Denver Nuggets vann níunda sigur sinn í röð þegar liðið lagði Cleveland Cavaliers að velli 111-103 í Cleveland. Körfubolti 10. febrúar 2013 11:30