NBA

NBA

Fréttir úr körfuboltadeild hinna bestu.

Fréttamynd

James: Það er kominn tími á að ég fari að gera eitthvað

LeBron James, leikmaður Miami Heat í NBA-deildinni í körfubolta, hefur mátt þola harða gagnrýni í bandarískum fjölmiðlum eftir frammistöðu sína í leik fjögur í lokaúrslitum NBA-deildarinnar á móti Dallas Mavericks. Fimmti leikurinn og sá síðasti í Dallas er í kvöld í beinni á Stöð 2 Sport klukkan eitt en staðan í einvíginu er 2-2.

Körfubolti
Fréttamynd

Arenas sektaður fyrir ummæli á Twitter

Gilbert Arenas leikmaður Orlando Magic var í síðustu viku sektaður af NBA deildinni fyrir ummæli sín á Twitter. Hann baðst afsökunar á ummælunum á sömu samskiptasíðu og óskaði eftir reglum NBA deildarinnar um leyfilega hegðun á samskiptasíðum.

Körfubolti
Fréttamynd

Jackson mun ekki hlusta á afsakanir

Mark Jackson, nýráðinn þjálfari Golden State Warriors í NBA körfuboltanum, segist ekki ætla að nota skort á hávöxnum leikmönnum sem afsökun. Jackson segist myndu þiggja meiri hæð í liðið en þó væri vel hægt að ná árangri án afgerandi leikmanns í teignum.

Körfubolti
Fréttamynd

Nowitzki lét veikindin ekki stöðva sig - Dallas jafnaði metin

Dirk Nowitzki og félagar hans í Dallas Mavericks jöfnuðu metin gegn Miami Heat með 86-83-sigri í fjórða leiknum í úrslitum NBA deildarinnar í nótt. Staðan er 2-2 en það lið sem fyrr vinnur fjóra leiki verður NBA meistari. Nowitzki skoraði gríðarlega mikilvæga körfu 15 sekúndum fyrir leikslok en hann lék vel þrátt fyrir að vera veikur. Jason Terry tryggði Dallas sigurinn með tveimur vítaskotum 7 sekúndum fyrir leikslok en athygli vekur að LeBron James skoraði aðeins 8 stig.

Körfubolti
Fréttamynd

Fær Isiah Thomas tækifæri hjá Detroit Pistons?

Joe Dumars, framkvæmdastjóri NBA liðsins Detroit Pistons, er í leit að þjálfara fyrir liðið og þarf eitthvað mikið að gerast á þeim vígstöðvum þar sem að gengi liðsins hefur verið afleitt. Dumars mun ræða formlega við þrjá aðila á næstunni, Mike Woodson, Kelvin Sampson og Bill Laimbeer sem var liðsfélagai Dumars á árum áður þegar Detroit vann fyrstu NBA titla félagsins.

Körfubolti
Fréttamynd

NBA: Chris Bosh er klár í slaginn gegn Dallas í kvöld

Chris Bosh leikmaður Miami Heat er klár í slaginn í kvöld þegar fjórði leikurinn í úrslitum NBA deildarinnar fer fram en Miami er 2-1 yfir gegn Dallas Mavericks. Bosh meiddist í þriðja leiknum þegar hann fékk putta í vinstra augað en hann kláraði samt leikinn og skoraði hann mikilvæga körfu undir lok leiksins sem reyndist vera sigurkarfan í 88-86 sigri liðsins.

Körfubolti
Fréttamynd

Jackson mun þjálfa Golden State

Golden State Warriors hefur ráðið Mark Jackson sem þjálfara NBA liðsins en hann hefur aldrei þjálfað NBA lið áður. Jackson lék í 17 ár sem leikstjórnandi í deildinni með New York, Clippers, Indiana, Denver, Toronto, Utah og Houston. Á undanförnum árum hefur hann starfað sem körfubolta sérfræðingur í sjónvarpi. Jackson er þriðji á lista yfir stoðsendingahæstu leikmenn NBA deildarinnar frá upphafi en hann var valinn nýliði ársins vorið 1988.

Körfubolti
Fréttamynd

Búið að reka þjálfara Pistons

Hinn nýi eigandi Detroit Pistons, Tom Gores, var ekki lengi að láta til sín taka hjá félaginu því aðeins fjórum dögum eftir að hann eignaðist félagið var hann búinn að reka þjálfarann, John Kuester.

Körfubolti
Fréttamynd

Miami komið í bílstjórasætið

Miami Heat komst í nótt í 2-1 forystu í einvíginu gegn Dallas Mavericks um NBA-meistaratitilinn. Miami vann þá tveggja stgia sigur, 88-86, i æsispennandi leik sem fram fór í Dallas.

Körfubolti
Fréttamynd

Dallas jafnaði metin í Miami

Dallas Mavericks jafnaði í nótt metin í lokaúrslitum NBA-deildarinnar í körfubolta eftir tveggja stiga sigur á Miami á útivelli, 95-93, í frábærum leik. Staðan er því 1-1 í rimmu liðanna en næstu þrír leikir liðanna fara fram í Dallas.

Körfubolti
Fréttamynd

Pau Gasol vill spila með spænska landsliðinu á EM

Pau Gasol, framherji Los Angeles Lakers, er fullur af orku og tilbúinn í slaginn á ný með spænska landsliðinu enda var úrslitakeppnin óvenjustutt hjá Lakers-mönnum í vor. Gasol hefur því ákveðið að bjóða fram krafta sína í spænska landsliðinu sem spilar á EM í Litháen í september.

Körfubolti
Fréttamynd

Dirk Nowitzki sleit sin í fingri í nótt - hefur ekki áhyggjur

Dirk Nowitzki, lykilmaður Dallas Mavericks, varð ekki aðeins að sætta sig við tap í fyrsta úrslitaleiknum á móti Miami Heat í lokaúrslitum NBA-deildarinnar í nótt því hann varð líka fyrir því óláni að slíta sin í fingri í leiknum. Nowitzki meiddist reyndar ekki á skothendinni en þarf að spila með spelku á fingrinum það sem eftir lifir lokaúrslitanna.

Körfubolti
Fréttamynd

Terry ætlar að taka af sér bikar-tattúið ef Dallas tapar

Jason Terry vakti athygli í síðustu viku þegar upp komst að hann væri búinn að láta tattúera NBA-bikarinn á upphandleginn á sér en Terry hefur aldrei náð því að vera NBA-meistari. Terry og félagar í Dallas Mavericks eru komnir alla leið í úrslitaeinvígið á móti Miami Heat og er fyrsti leikur einvígisins í Miami í kvöld.

Körfubolti
Fréttamynd

Kidd elsti bakvörðurinn til að byrja í lokaúrslitum NBA

Úrslitaeinvígi NBA-deildarinnar í körfubolta hefst í kvöld þegar Dallas Mavericks sækir lið Miami Heat heim. Jason Kidd, leikstjórnandi, Dallas-liðsins er kominn í lokaúrslitin í þriðja sinn á ferlinum og hann mun setja met á fyrstu sekúndu leiksins í kvöld sem verður í beinni á Stöð 2 Sport klukkan eitt í nótt.

Körfubolti
Fréttamynd

NBA: Fær LeBron að dekka Dirk í úrslitunum?

Það styttist nú óðum í að lokaúrslit NBA-deildarinnar hefjist þar sem mætast Miami Heat og Dallas Mavericks. Margir líta á þetta sem einvígi á milli hinna frábæru leikmanna LeBron James og Dirk Nowitzki sem eiga báðir eftir að kynnast því á farsælum ferli að verða NBA-meistari.

Körfubolti
Fréttamynd

Kevin McHale tekur við Houston-liðinu

Kevin McHale hefur samið við NBA-liðið Houston Rockets um að verða næsti þjálfari liðsins en hann gerði þriggja ára samning með möguleika á framlengingu um eitt ár. McHale tekur við af Rick Adelman sem hefur þjálfað Rockets-liðið síðan 2007.

Körfubolti
Fréttamynd

LeBron James: Mánuður eftir af hatrinu

LeBron James fór á kostum í úrslitum Austudeildarinnar þar sem Miami Heat vann 4-1 sigur á Chicago Bulls og tryggði sér sæti í lokaúrslitunum á móti Dallas. Miami-liðið er nú aðeins fjórum sigrum frá meistaratitlinum sem þeir lofuðu stuðningsmönnum sínum í júlí síðastliðnum.

Körfubolti
Fréttamynd

NBA: Miami komið í lokaúrslitin á móti Dallas

Miami Heat vann fjórða leikinn í röð á móti Chicago Bulls í úrslitakeppni NBA deildarinnar í körfubolta í nótt og tryggði sér þar með sæti í lokaúrslitunum á móti Dallas Mavericks. Þetta er í fyrsta sinn síðan 2006 sem bæði þessi lið komast alla leið í úrslitin.

Körfubolti