NBA í nótt: Enn tapar Miami fyrir bestu liðunum Miami tapaði fyrir Chicago, 87-86, á heimavelli í NBA-deildinni í körfubolta í nótt. Miami hefur aðeins unnið einn af níu leikjum sínum gegn fimm bestu liðum deildarinnar. Körfubolti 7. mars 2011 09:00
NBA: Þríframlengt í London þegar New Jersey vann aftur Toronto NBA-liðin New Jersey Nets og Toronto Raptors buðu upp á mikla skemmtun í seinni leik sínum í London í NBA-deildinni í körfubolta í nótt en Nets vann að lokum eins stigs sigur, 137-136, eftir þrjár framlengingar. Körfubolti 6. mars 2011 11:00
NBA: San Antonio vann 30 stiga sigur á Miami San Antonio Spurs fór illa með stjörnurnar í Miami Heat í 125-95 sigri í NBA-deildinni í nótt og sýndi enn á ný að það er engin tilviljun að Spurs-liðið er með besta árangurinn í deildinni. Chicago Bulls vann Orlando, Boston og Lakers unnu sína leiki en New York Knicks tapaði hinsvegar fyrir Cleveland í annað skiptið á stuttum tíma. Körfubolti 5. mars 2011 11:00
NBA: Miami missti niður 24 stiga forskot í tapi gegn Orlando Orlando Magic vann 99-96 útisigur á Miami Heat í nágrannaslag Flórídaliðanna í NBA-deildinni í körfubolta í nótt. Þetta er í annað skiptið á tímabilinu sem Miami er með 22 stiga eða meiri forystu en tapar því niður og jafnframt enn einn stórleikurinn sem liðið tapar. Körfubolti 4. mars 2011 09:00
Dwight Howard og LaMarcus Aldridge valdir bestir í febrúar Dwight Howard, miðherji Orlando Magic, og LaMarcus Aldridge, kraftframherji Portland Trail Blazers, voru valdir bestu leikmenn febrúarmánaðar í NBA-deildinni í körfubolta, Howard í Austurdeildinni og Aldridge í Vesturdeildinni. Körfubolti 3. mars 2011 16:15
NBA: Atlanta vann Chicago, 50. sigurinn hjá Spurs og Durant meiddist Atlanta Hawks var aðeins yfir síðustu 29 sekúndurnar þegar liðið vann 83-80 sigur á Chicago Bulls í NBA-deildinni í körfubolta í nótt. San Antonio Spurs vann sinn 50. sigur á tímabilinu, Boston vann sinn leik og það gerði Oklahoma City Thunder líka þrátt fyrir að missa Kevin Durant meiddan af velli. Körfubolti 3. mars 2011 09:00
Murphy vildi frekar fara til Boston en til Miami Troy Murphy, fyrrverandi framherji Golden State Warriors, Indiana Pacers og New Jersey Nets, hefur ákveðið að semja við Boston Celtics og klára með þeim tímabilið. Hann var laus allra mála eftir að Golden State keypti upp saminginn hans á dögunum. Enski boltinn 2. mars 2011 17:30
Miami Heat búið að láta Arroyo fara - Bibby á leiðinni Miami Heat er byrjað að undirbúa komu leikstjórnandans Mike Bibby því liðið lét Carlos Arroyo fara í gær til þess að búa til pláss í leikmannahópnum fyrir þennan fyrrum leikstjórenda Atlanta Hawks og Sacramento Kings. Bibby tókst aldrei að vinna titilinn með Sacramento en var tilbúinn að fórna góðum samningi til þess að komast í lið sem átti möguleika á því að vinna titilinn. Körfubolti 2. mars 2011 13:30
NBA: Magic lagði Knicks og óvænt tap hjá Spurs Jameer Nelson fór mikinn og skoraði 14 stig í fjórða leikhluta er Orlando Magic lagði NY Knicks í nótt. Leikurinn var ekki sá hraðasti enda voru tekin 97 vítaskot í leiknum. Körfubolti 2. mars 2011 08:59
Mike Bibby á leiðinni til Miami Heat? Mike Bibby og Washington Wizards gengu frá starfslokasamningi í gærkvöldi og er því leikstjórnandinn laus allra mála frá félaginu. Washington-liðið hafði fengið Bibby frá Atlanta Hawks í skiptum fyrir Kirk Hinrich en fleiri leikmenn voru einnig með í þessum skiptum. Körfubolti 1. mars 2011 12:30
NBA: Channing Frye með sigurkörfuna annað kvöldið í röð Channing Frye tryggði Phoenix Suns sigur á lokasekúndunum annað kvöldið í röð í 104-103 útisigri á New Jersey Nets í framlengdum leik í NBA-deildinni í nótt. Chicago Bulls gefur ekkert eftir í baráttunni við Miami Heat um annað sætið í Austurdeildinni, Boston vann sigur í Utah og Denver hefur byrjað vel eftir stóru skiptin við New York. Körfubolti 1. mars 2011 09:00
New York sendi sterk skilaboð með sigri gegn Miami Heat Það var nóg um að vera í gærkvöld í NBA deildinni í körfubolta þar sem að 91-86 sigur New York Knicks gegn "ofurliðinu“ Miami Heat bar hæst. New York hefur gengið í gegnum miklar breytingar á leikmannahóp sínum á undanförnum dögum og nýjar stórstjörnur liðsins voru áberandi í leiknum. Það er því allt útlit fyrir stórskemmtilega baráttu í Austurdeildinni þar sem að Boston, Miami, New York og Orlando gætu öll gert atlögu að efsta sætinu. Alls fóru 10 leikir fram í gær. Körfubolti 28. febrúar 2011 08:12
Lakers vann borgarslaginn Tólf leikir fóru fram í NBA-deildinni í nótt þar sem meðal annars bar til tíðinda að Carmelo Anthony og félagar í NY Knicks töpuðu fyrir lélegasta liði deildarinnar. Körfubolti 26. febrúar 2011 11:00
Boston-menn ætla treysta á hinn 39 ára gamla Shaq Shaquille O’Neal heldur upp á 39 ára afmælið sitt í næstu viku (6. mars) og eftir skipti gærdagsins í NBA-deildinni í körfubolta þá er ljóst að Boston Celtics ætlar að treysta á framgöngu "The Diesel" þegar kemur að því að verja teiginn í komandi úrslitakeppni. Körfubolti 25. febrúar 2011 22:45
NBA: Tap hjá Miami og Boston Aðeins tveir leikir fóru fram í NBA-deildinni í nótt eftir hraustlegan lokadag á félagaskiptamarkaðnum. Bæði Miami og Boston máttu sætta sig við tap að þessu sinni. Körfubolti 25. febrúar 2011 08:53
Boston Celtics sendir Perkins til Oklahoma City NBA-liðin Boston Celtics og Oklahoma City Thunder skiptu á leikmönnum í kvöld rétt áður en félagsskiptaglugginn lokaði í NBA-deildinni. Körfubolti 24. febrúar 2011 22:49
Baron Davis á leið til Cleveland Cleveland og LA Clippers hafa ákveðið að skipta á leikmönnum þar sem mesta athygli vekur að Baron Davis færir sig yfir til Cleveland. Körfubolti 24. febrúar 2011 17:15
Fabregas ætlar að ná úrslitaleiknum um helgina Cesc Fabregas, fyrirliði Arsenal, ætlar að gera allt sem hann getur í þeirri von að hann fái loksins að leiða sitt lið út á völlinn í úrslitaleik en Arsenal spilar til úrslita í deildarbikarnum á sunnudag. Enski boltinn 24. febrúar 2011 09:45
Draumabyrjun Melo hjá Knicks Ferill Carmelo Anthony hjá NY Knicks byrjaði vel í nótt er Knicks vann sigur á Milwaukee. Anthony var stigahæstur með 27 stig og 10 fráköst. Körfubolti 24. febrúar 2011 09:06
Deron Williams farinn frá Utah til New Jersey Nets Deron Williams hefur leikið sinn síðasta leik fyrir Utah Jazz í NBA-deildinni í körfubolta því félagið skipti stjörnuleikstjórnanda sínum til New Jersey Nets í kvöld fyrir Devin Harris, Derrick Favors og tvo valrétti í fyrstu umferð. Körfubolti 23. febrúar 2011 19:15
NBA: Sigrar hjá Miami og Lakers Bæði LA Lakers og Miami Heat voru á sigurbraut í nótt þegar deildarkeppni NBA-deildarinnar hófst á ný eftir stjörnuleikjarhléið. Körfubolti 23. febrúar 2011 09:18
DeRozan sár og svekktur eftir troðslukeppnina DeMar DeRozan, bakvörður Toronto Raptors í NBA-deildinni er sár og svekktur eftir troðslukeppnina sem fram fór á Stjörnuhátíð NBA-deildarinnar um helgina. DeRozan sýndi flott tilþrif í troðslukeppninni en þau dugðu samt ekki til að komast í úrslit keppninnar. Körfubolti 22. febrúar 2011 23:15
Anthony farinn til NY Knicks Eftir margra vikna pælingar um hvar Carmelo Anthony myndi enda hefur loksins verið staðfest að hann sé á leiðinni til NY Knicks. Körfubolti 22. febrúar 2011 08:52
Stjörnuleikur NBA 2011 - myndasyrpa Stjörnuleikur NBA deildarinnar fór fram í gær þar sem að lið Vesturdeildarinnar hafði betur gegn liði Austurdeildarinnar, 148-143. Leikurinn fór fram í Los Angeles og að venju voru Stjörnur bæði inni á vellinum og í áhorfendastæðunum. Ljósmyndarar AP náðu að venju glæsilegu sjónarhorni á leikinn og í myndasyrpunni má sjá brot af því helsta. Körfubolti 21. febrúar 2011 12:15
Troðslukeppni NBA - myndasyrpa Troðslukeppni NBA deildarinnar sem fram fór á laugardaginn í Los Angeles fer í sögubækurnar fyrir frumleika og tilþrif. Blake Griffin leikmaður Los Angeles Clippers sigraði í keppninni en hann þurfti að hafa mikið fyrir sigrinum. Myndasyrpan frá AP fréttastofunni segir meira en mörg orð. Körfubolti 21. febrúar 2011 10:45
Kobe bestur í Stjörnuleiknum Hinn árlegi Stjörnuleikur NBA-deildarinnar fór fram í nótt og að venju var mikið um dýrðir. Vestrið hafði betur gegn Austrinu, 148-143. Körfubolti 21. febrúar 2011 09:24
Blake Griffin troðslukóngurinn - myndband Blake Griffin, leikmaður Los Angeles Clippers, gerði sér lítið fyrir og sigraði troðslukeppni NBA í nótt en um þessar mundir fer fram svokölluð stjörnuhelgi í Los Angeles þar sem allir bestu leikmenn deildarinnar keppa í allskyns þrautum. Körfubolti 20. febrúar 2011 13:30
Wall bestur í nýliðaleiknum John Wall var valinn maður leiksins er nýliðarnir höfðu betur gegn áskorendunum, 148-140, í nýliðaleik NBA-deildarinnar í nótt. Körfubolti 19. febrúar 2011 11:00
Duncan tekur sæti Ming í byrjunarliðinu Það er nú orðið ljóst að Tim Duncan, leikmaður San Antonio Spurs, mun taka sæti Yao Ming í byrjunarliði Vesturdeildarinnar í Stjörnuleiknum sem fram fer aðfararnótt mánudags. Körfubolti 18. febrúar 2011 17:38