NBA

NBA

Fréttir úr körfuboltadeild hinna bestu.

Fréttamynd

Ég var ekki að hjálpa Boston

Kevin McHale, forseti Minnesota Timberwolves, hafnar því alfarið að hann hafi verið að gera gamla félaginu sínu Boston Celtics greiða þegar hann færði því framherjann Kevin Garnett í skiptum fyrir Al Jefferson og fleiri í sumar.

Körfubolti
Fréttamynd

Marion spilar líklega á sunnudaginn

Þeir Shawn Marion og Marcus Banks hafa enn ekki lokið læknisskoðun hjá liði Miami Heat í NBA deildinni eftir að þeim var skipt frá Phoenix til Flórída fyrir Shaquille O´Neal. Pat Riley reiknar með því að þeir klári læknisskoðun í kvöld og verði með liðinu þegar það mætir LA Lakers á sunnudaginn.

Körfubolti
Fréttamynd

Ég vinn titla þegar ég er reiður

Shaquille O´Neal var formlega vígður inn í lið Phoenix Suns á blaðamannafundi í kvöld. Þar svaraði hann spurningum sem brunnið hafa á vörum margra síðan fréttist að hann ætlaði til Phoenix.

Körfubolti
Fréttamynd

Shaquille O´Neal til Phoenix

Nú rétt í þessu var staðfest að miðherjinn Shaquille O´Neal muni ganga í raðir Phoenix Suns í NBA deildinni - í einhverjum óvæntustu leikmannaskiptum síðari ára í deildinni.

Körfubolti
Fréttamynd

Spurningum um Shaq verður svarað í kvöld

Miðherjinn Shaquille O´Neal hjá Miami er sagður vera á leið til Phoenix í læknisskoðun í kvöld og þar ræðst væntanlega hvort verður af félagaskiptum hans og Shawn Marion sem greint var frá í nótt.

Körfubolti
Fréttamynd

Wallace stóð við stóru orðin

Detroit burstaði Dallas 90-67 í síðari leik kvöldsins í NBA deildinni í körfubolta. Rasheed Wallace var besti maður Detroit með 21 stig og 9 fráköst, en hann gaf út djarfar yfirlýsingar í viðtölum fyrir leikinn.

Körfubolti
Fréttamynd

Auðveldur sigur hjá Lakers

Pau Gasol spilaði ekki með liði LA Lakers í kvöld þegar liðið vann auðveldan sigur á Washington á útivelli 103-91 í fyrri leik kvöldsins í NBA deildinni. Kobe Bryant skoraði 19 af 30 stigum sínum í fyrsta leikhlutanum og Lakers leiddi frá upphafi til enda. Antawn Jamison skoraði 21 stig og hirti 11 fráköst fyrir Washington.

Sport
Fréttamynd

Gasol er enn í losti

Spænski framherjinn Pau Gasol spilar væntanlega sinn fyrsta leik fyrir LA Lakers klukkan 17 í dag þegar liðið sækir Washington heim í NBA deildinni. Leikurinn er í beinni útsendingu á NBA TV.

Körfubolti
Fréttamynd

Bryant skoraði 46 stig gegn Toronto

Kobe Bryant virðist finna sig vel þegar hann spilar við Toronto í NBA deildinni en í nótt skoraði hann 46 stig þegar LA Lakers vann góðan útisigur á Kanadaliðinu 121-101.

Körfubolti
Fréttamynd

Pau Gasol til LA Lakers

Spænski landsliðsmaðurinn Pau Gasol hjá Memphis Grizzlies er á leið til LA Lakers í NBA deildinni. Fréttir af þessu bárust bæði frá Memphis og Los Angeles nú rétt í þessu.

Körfubolti
Fréttamynd

San Antonio vann í Phoenix

Fjórir leikir fóru fram í NBA deildinni í körfubolta í nótt. San Antonio stöðvaði þriggja leikja taphrinu sína með dýrmætum sigri á Phoenix á útivelli 84-81.

Körfubolti
Fréttamynd

Stjörnuliðin í NBA klár

Í nótt var tilkynnt hvaða leikmenn verða varamenn í stjörnuleiknum í NBA deildinni sem fram fer í New Orleans þann 17. febrúar. Áður var búið að tilkynna byrjunarliðsmennina og því er komið á hreint hverjir hljóta þann heiður að taka þátt í leiknum.

Körfubolti
Fréttamynd

Stoudamire ætlar að semja við San Antonio

Leikstjórnandinn Damon Stoudamire ætlar að semja við meistara San Antonio Spurs í þessari viku ef marka má ummæli umboðsmanns hans. Stoudamire hefur fengið sig lausan frá Memphis Grizzlies og er því frjálst að ræða við hvaða lið sem er í NBA deildinni.

Körfubolti
Fréttamynd

LeBron James valtaði yfir Portland

Líklega hefur enginn leikmaður spilað betur í NBA deildinni í vetur en LeBron James hjá Cleveland. Hann undirstrikaði það með sanni í nótt þegar hann skoraði meira en allt Portland-liðið í fjórða leikhlutanum í útisigri Cleveland 84-83.

Körfubolti
Fréttamynd

Varejao úr leik fram yfir stjörnuleik

Brasilíumaðurinn Anderson Varejao hjá Cleveland getur ekki spilað með liði sínu fyrr en í fyrsta lagi í kring um 20. febrúar eftir að hann sneri sig illa á ökkla í leik með liði sínu á sunnudaginn.

Körfubolti
Fréttamynd

Seattle lagði San Antonio

Níu leikir fóru fram í NBA deildinni í nótt þar sem óvæntustu tíðindin gerðust í Seattle. Heimamenn unnu þar aðeins sinn tíunda leik í allan vetur þegar þeir skelltu meisturum San Antonio 88-85.

Körfubolti
Fréttamynd

Webber snýr aftur til Golden State

Framherjinn Chris Webber hefur gefið það út að hann ætli að skrifa undir samning við Golden State Warriors í kvöld. Webber hóf feril sinn hjá liðinu árið 1993 en fór þaðan í fússi ári síðar eftir deilur við núverandi þjálfara liðsins, Don Nelson.

Körfubolti
Fréttamynd

Paul fór á kostum í stórsigri New Orleans

Leikstjórnandinn Chris Paul fór á kostum í nótt þegar New Orleans vann níunda leik sinn í röð í NBA deildinni. Liðið rótburstaði Denver á heimavelli 117-93 í leik sem var í raun ekki spennandi nema í tíu mínútur, slíkir voru yfirburðir heimamanna.

Körfubolti