Af hverju varð náttúran útundan? Raunasaga Náttúrugripasafns Íslands, sem rakin var í fréttaskýringu í Fréttablaðinu í gær, er með miklum ólíkindum. Til safnsins var stofnað fyrir rúmum 120 árum, en það hefur aldrei fengið húsnæði við hæfi. Skoðun 25. nóvember 2011 06:00
Störfin skattlögð burt Hringlandinn með starfsumhverfi íslenzkra fyrirtækja er eitt af því sem stendur erlendri fjárfestingu í atvinnulífinu fyrir þrifum. Sú mynd er orðin til í hugum alþjóðlegra fjárfesta að íslenzkum stjórnvöldum sé ekki treystandi. Fastir pennar 23. nóvember 2011 06:00
Vannýtt tækifæri? Bjarni Benediktsson stóð af sér atlögu Hönnu Birnu Kristjánsdóttur að formannsstóli Sjálfstæðisflokksins í gær. Sigurinn var þó ekki yfirburðasigur og vafamál hvort hægt er að segja að formaðurinn hafi styrkt stöðu sína; svo stór hluti landsfundarfulltrúa var reiðubúinn að velja annan til forystu. Fastir pennar 21. nóvember 2011 06:00
Karlpungar Héraðsdómur Reykjaness kvað upp merkilegan dóm fyrr í vikunni yfir fjórum sjómönnum, sem voru fundnir sekir um kynferðislega áreitni gegn 13 ára dreng, syni skipsfélaga þeirra, sem fékk að koma með í túr. Fastir pennar 18. nóvember 2011 06:00
Níðingar undir eftirliti Fréttablaðið sagði á laugardaginn frá því að lögreglan hefði árið 2002 gert húsleit heima hjá dæmdum barnaníðingi og fundið kynferðislegar myndir af börnum, en jafnframt myndir af litlum dreng í fangi mannsins. Fastir pennar 14. nóvember 2011 06:00
Atvinnulífið vill klára málið Samþykkt stjórnar Samtaka atvinnulífsins, þar sem hvatt er til að aðildarviðræðum við Evrópusambandið verði lokið og aðildarsamningur borinn undir þjóðaratkvæði, sætir nokkrum tíðindum. Fastir pennar 12. nóvember 2011 06:00
Hver er að hlusta? Lögreglan hefur beitt símahlerunum í mjög vaxandi mæli við rannsókn sakamála á undanförnum árum. Undanfarin tvö ár hafa dómstólar þannig kveðið upp rúmlega 170 úrskurði á ári sem heimila lögreglu að hlera síma fólks. Framan af þessu ári virðist þróunin sú sama. Sjálfsagt munar hér talsvert um rannsóknir embættis sérstaks saksóknara, sem fékk 72 sinnum heimild til símhlerana í fyrra. Fastir pennar 11. nóvember 2011 10:02
Aðeins of glæsileg uppbygging Aðstaða til íþróttaiðkunar á Íslandi hefur tekið gríðarlegum stakkaskiptum á undanförnum árum. Ný fjölnota íþróttahús og gervigrasvellir sem nota má allt árið hafa komið til sögu í fjöldamörgum sveitarfélögum. Þetta hefur komið öllum íþróttaiðkendum til góða, ekki sízt börnum og unglingum. Þótt mörg þessara mannvirkja hafi risið í samstarfi íþróttafélaga og sveitarfélaga hafa skattgreiðendur borið mest af kostnaðinum og glæsileg uppbygging íþróttamannvirkja á sinn þátt í fjárhagsstöðu margra sveitarfélaga, sem er ekki alveg eins glæsileg. Fastir pennar 8. nóvember 2011 06:00
Tíminn senn á þrotum Enn bætist í þá mynd sem birzt hefur að undanförnu, meðal annars í fréttaskýringum hér í Fréttablaðinu, af umfangsmiklum fyrirtækjarekstri stóru bankanna. Í „mjúkum faðmi bankanna“ hvíla nú 137 fyrirtæki, samkvæmt upplýsingum sem Fjármálaeftirlitið gaf í svari við fyrirspurn Félags atvinnurekenda. Mörg þeirra hafa verið í fangi fjármálastofnana í 30 mánuði eða meira. Fastir pennar 7. nóvember 2011 06:00
Keppni um að minnka flokk Líklega er það rétt sem Hanna Birna Kristjánsdóttir, sem nú hefur tilkynnt að hún sækist eftir formennsku í Sjálfstæðisflokknum, segir í Fréttablaðinu í gær að formannsslagur þeirra Bjarna Benediktssonar snúist fremur um aðferðir og persónur en pólitískar áherzlur. Að minnsta kosti verður ekki séð að neinn grundvallarmunur sé á pólitík formannsins og áskorandans. Fastir pennar 5. nóvember 2011 06:00
Við gerum of lítið Fréttablaðið segir frá því í dag að formaður flóttamannanefndar velferðarráðuneytisins, Íris Björg Kristjánsdóttir, vonist til að hægt verði að taka á móti flóttafólki á vegum Flóttamannahjálpar Sameinuðu þjóðanna, svokölluðum kvótaflóttamönnum, á næsta ári. Þó sé óvíst að fjárveitingar fáist til þess. Fastir pennar 4. nóvember 2011 06:00
Peningar í vinnu Skráning smásölufyrirtækisins Haga í Kauphöllina – og fleiri fyrirtækja sem stefna á að sigla í kjölfarið eins og sagt var frá í fréttum Fréttablaðsins í gær – er mikilvægt skref í endurreisn íslenzks efnahagslífs. Fastir pennar 3. nóvember 2011 06:00
Frjáls för, fáfræði og fordómar Sú staðreynd að pólskir ríkisborgarar rændu skartgripabúð hefur komið af stað einkennilegri umræðu um þátttöku Íslands í Schengen-samstarfinu, sem kveður á um afnám vegabréfaeftirlits og frjálsa för milli aðildarríkjanna. Fastir pennar 2. nóvember 2011 06:00
Þór er skip nýrra tíma Óhætt er að segja að tilkoma nýja varðskipsins Þórs marki kaflaskil hjá Landhelgisgæzlunni. Íslendingar eiga nú loksins gæzlu- og björgunarskip sem stenzt allar nútímakröfur, en Gæzlan fékk síðast splunkuný skip um miðjan áttunda áratug síðustu aldar. Enda segja forsvarsmenn Landhelgisgæzlunnar skipið koma þeim inn í 21. öldina. Fastir pennar 31. október 2011 09:32
Hlustar enginn? Enn bætast við hrollvekjandi upplýsingar um áhrif fyrirhugaðra breytinga ríkisstjórnarinnar á fiskveiðistjórnarkerfinu á afkomu sjávarútvegsins. Fastir pennar 29. október 2011 06:00
Stjórnsýsluafrek Staðan sem búið er að koma Bankasýslunni í er ekta íslenzkt stjórnsýsluafrek. Stofnunin hefur enga stjórn, engan forstjóra (nema þennan sem sagði upp í sumar og er á förum), nýtur einskis trúverðugleika lengur og virðist ekki í stakk búin að sinna sínum lögbundnu verkefnum. Fastir pennar 27. október 2011 06:00
Spurning um pólitískan vilja Við þekkjum orðið vel talið um að allt sé að fara til andskotans á evrusvæðinu, evran muni líða undir lok og allt það. Sumir tala eins og þeir hlakki beinlínis til. Það getur verið gagnlegt að bregða upp samanburði við önnur öflug gjaldmiðilssvæði. Það gerði Tristan Garel-Jones, fyrrverandi Evrópumálaráðherra í ríkisstjórn Íhaldsflokksins í Bretlandi, í grein í Financial Times í fyrradag. Fastir pennar 26. október 2011 06:00
Óviss vorkoma Víg Muammars Gaddafí, fyrrverandi leiðtoga Líbíu, í síðustu viku batt enda á fjörutíu og tveggja ára blóðuga harðstjórn í landinu. Að því leyti markar það kaflaskil og hefur orðið mörgum tilefni til að fagna. Fastir pennar 25. október 2011 06:00
Ójafn leikur Bankinn telur sig nú hafa náð tökum á rekstrinum og ætlunin er að selja félagið í byrjun næsta árs, samkvæmt svörum sem Fréttablaðið fékk hjá Arion banka. Fastir pennar 24. október 2011 07:00
Spurning um trúverðugleika Í umræðum um ráðningu nýs forstjóra Bankasýslu ríkisins hefur Páll Magnússon, bæjarritari í Kópavogi, sem var ráðinn til starfans, mátt þola alls konar ómaklega gagnrýni. Páll hefur ekki gert neitt rangt; hann sótti bara um starf og var ráðinn. Ekki verður séð að pólitísk tengsl eða klíkuskapur hafi ráðið neinu um niðurstöðuna. Ráðningin er þó gagnrýni verð en sú gagnrýni á að beinast að öðrum. Fastir pennar 20. október 2011 11:11
Spark í afturendann Ákvörðun Alcoa um að blása af álver á Bakka við Húsavík er áfall fyrir áform um að efla fjárfestingu í landinu og fjölga störfum. Fastir pennar 19. október 2011 06:00
Kapp eða forsjá Allar forsendur ættu nú að liggja fyrir til að meta hvort fyrirhuguð Vaðlaheiðargöng geta staðið undir sér með veggjöldum. Síðustu tölurnar bættust í reikningsdæmið þegar tilboð bárust í verkið í síðustu viku. Lægsta tilboðið nemur 8,9 milljörðum króna en kostnaðaráætlun Vegagerðarinnar var upp á 9,3 milljarða. Fastir pennar 17. október 2011 06:00
Betra ESB fyrir íslenzka bændur? Fyrirhugaðar breytingar á landbúnaðarstefnu Evrópusambandsins, sem sagt var frá í fyrradag, hljóta að fá rækilega skoðun hér á landi; hjá þeim sem taka þátt í aðildarviðræðum við Evrópusambandið, hagsmunasamtökum bænda og neytenda og umhverfissamtökum. Fastir pennar 14. október 2011 06:00
Peningana vantar Stjórnendur Landspítalans taka þessa dagana óvinsælar og erfiðar ákvarðanir um sparnað í rekstri spítalans. Tilkynnt hefur verið að St. Jósefsspítala í Hafnarfirði verði lokað um áramótin og sjúklingunum dreift á aðrar deildir spítalans. Þá hefur verið ákveðið að loka réttargeðdeildinni á Sogni í Ölfusi og flytja starfsemina að Kleppi í Reykjavík. Fastir pennar 13. október 2011 06:00
Upp úr kviksyndinu? Kristinn H. Gunnarsson, fyrrverandi alþingismaður, skrifaði góða grein hér í blaðið í gær um þá sjálfsblekkingu, sem alltof margir virðast enn lifa í, að „hægt sé að strika út efnahagsáhrif hrunsins og hverfa aftur til lífskjara ársins 2007“. Fastir pennar 12. október 2011 06:00
Skammsýn skattahækkun Ríkisstjórnin áformar að lækka skattafrádrátt vegna iðgjalda til viðbótarlífeyrissparnaðar úr fjórum prósentum af launum fólks í tvö. Þetta er að sjálfsögðu skattahækkun á almenning, þótt forystumenn ríkisstjórnarinnar reyni að halda öðru fram. Fastir pennar 10. október 2011 06:00
Hendum ekki hefðunum Borgarráð hefur samþykkt tillögur mannréttindaráðs Reykjavíkurborgar um samskipti leik- og grunnskóla borgarinnar við trúfélög. Þær hafa tekið verulegum breytingum frá upphaflegri gerð, flestum til batnaðar. Fastir pennar 8. október 2011 06:00
Innantómt píp Fréttablaðið sagði frá því í gær að Matvælarannsóknir Íslands (Matís), opinbert hlutafélag sem heyrir undir sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytið, hefði sótt um 300 milljónir króna í svokallaðan IPA-styrk frá Evrópusambandinu. Peningarnir eru ætlaðir til tækjakaupa þannig að Matís geti framkvæmt ýmsar lögbundnar mælingar í þágu matvælaöryggis. Fastir pennar 6. október 2011 06:00
Öryggisventill fer í stjórnarandstöðu Forsetinn og ríkisstjórnin eru komin í stríð. Hafi það ekki legið ljóst fyrir eftir árásir forsetans á stjórnina fyrir fáeinum vikum er það klárt eftir harðorð andsvör ráðherra á Alþingi í fyrrakvöld. Fastir pennar 5. október 2011 10:00
Lýðskrumskast Bankarnir njóta lítilla vinsælda þessa dagana. Það mátti sjá á kröfuspjöldum á Austurvelli í gærkvöldi og ekki síður heyra í ræðum þingmanna í umræðum um stefnuræðu forsætisráðherra. Þeir stukku hver af öðrum upp á vagninn og dembdu sér yfir bankana í sameiginlegu lýðskrumskasti. Fastir pennar 4. október 2011 08:43