Olís-deild karla

Olís-deild karla

Leikirnir




    Fréttamynd

    Engin úrslitakeppni í handboltanum

    Ársþing Handknattleikssambands Íslands var haldið í kvöld og voru þar nokkrar áhugaverðar breytingatillögur uppi á borðinu. Tillaga Hafnafjarðarliðanna Hauka og FH um fjölgun liða í deildinni og úrslitakeppni var dregin til baka. Mótinu verður þó breytt nokkuð og nánar verður greint frá því hér á Vísi í fyrramálið.

    Handbolti
    Fréttamynd

    Stjarnan í deildarbikarinn

    Handbolti Stjarnan úr Garðabæ tryggði sér í gær fjórða sæti DHL-deildar karla þegar liðið lagði Akureyri, 35-31, í hreinum úrslitaleik um síðasta sætið sem tryggir sæti í deildarbikarnum að lokinni deildarkeppninni.

    Handbolti
    Fréttamynd

    Fylkir og ÍR fallin - Ólafur varði 29 skot í marki Vals

    Gríðarleg spenna var í dag í næst síðustu umferð úrvalsdeildar karla í handbolta. Toppliðin Valur og HK unnu leiki sína því ráðast úrslit í deildinni ekki fyrr en í lokaumferðinni, en Fylkir og ÍR töpuðu leikjum sínum í dag og eru því fallin úr deildinni.

    Handbolti
    Fréttamynd

    Valsmenn upp að hlið HK

    Valur er kominn aftur upp að hlið HK á toppi DHL-deildar karla eftir að liðið burstaði Íslandsmeistara Fram 29-19 í stórleik kvöldsins. Valur og HK hafa 29 stig á toppnum og ljóst að spennan verður gríðarleg í síðustu umferðunum. Fram er með 22 stig í þriðja sæti deildarinnar.

    Handbolti
    Fréttamynd

    HK á toppnum

    Þrír leikir fóru fram í DHL deild karla í handbolta í kvöld. HK er eitt á toppnum eftir sigur á ÍR 35-28 á útivelli en ÍR er í botnsæti deildarinnar. Haukar unnu mikilvægan sigur á Stjörnunni 29-21 og fengu mikilvæg stig í botnbaráttunni. Staða Fylkis versnaði til muna eftir að liðið steinlá 31-22 fyrir Akureyri fyrir Norðan.

    Handbolti
    Fréttamynd

    Fylkir lagði Hauka

    Fylkir vann afar mikilvægan 26-24 sigur á Haukum í fallbaráttunni í DHL-deild karla í handbolta í dag. Þá vann botnlið ÍR óvæntan útisigur á Stjörnunni 26-25 og fyrr í dag vann Fram sigur á Akureyri 29-27.

    Handbolti
    Fréttamynd

    HK vann öruggan sigur á Val

    HK komst í dag upp að hlið Vals á toppi DHL-deildar karla með 29-22 sigri á heimavelli í einvígi liðanna. Liðin hafa bæði hlotið 27 stig. Jafnt var á með liðunum í hálfleik en heimamenn stungu af í þeim síðari og unnu öruggan sigur.

    Handbolti
    Fréttamynd

    Uppgjör HK og Vals í Digranesi

    HK tekur á móti Val í DHL-deildinni í dag. Nánast er um að ræða hreinan úrslitaleik í Íslandsmótinu. Valur setur aðra hönd á bikarinn með sigri en HK sprengir mótið í loft upp nái það að landa sigri.

    Handbolti
    Fréttamynd

    Valsmenn komnir með tveggja stiga forystu

    Valsmenn náðu í kvöld tveggja stiga forystu í DHL-deild karla í handbolta með því að leggja nýkrýnda bikarmeistara Stjörnunnar örugglega af velli í Laugardalshöllinni, 31-25. Valsmenn voru með yfirhöndina nánast allan leikinn og unnu verðskuldað.

    Handbolti
    Fréttamynd

    HK og Fram skildu jöfn - ÍR lagði Fylki

    HK og Fram gerðu jafntefli, 25-25, í DHL-deild karla í handbolta í dag. Úrslitin þýða að HK er enn á eftir á Valsmönnum í baráttunni um Íslandsmeistaratitilinn en bæði lið hafa hlotið 25 stig. Valur á hins vegar leik til góða gegn nýkrýndum bikarmeisturum Stjörnunnar kl. 18 í dag. Í hinum leik dagsins vann ÍR lið Fylkis, 30-29.

    Handbolti
    Fréttamynd

    Frábær endasprettur tryggði Akureyri sigur

    Haukar máttu þola tap á heimavelli sínum fyrir Akureyri í DHL-deild karla í handbolta í dag, 27-28. Heimamenn fóru afar illa að ráði sínu á lokasprettinum eftir að hafa verið með forystu stærstan hluta leiksins. Akureyri er nú komið með 18 stig og fjarlægist óðum fallbaráttuna en Haukar eru áfram með 12 stig og í bullandi fallbaráttu.

    Handbolti
    Fréttamynd

    Haukar með forystu í hálfleik gegn Akureyri

    Haukar hafa 15-13 forystu gegn Akureyri nú þegar flautað hefur verið til hálfleiks í viðureign liðanna í DHL-deild karla í handbolta. Guðmundur Pedersen hefur skorað fimm mörk fyrir Hauka og Nikola Jankovic sömuleiðis fyrir Akureyri. Í DHL-deild kvenna er HK að bursta Gróttu og leiðir 18-10 eftir fyrri hálfleik.

    Handbolti
    Fréttamynd

    Sigur hjá toppliðunum

    Toppliðin þrjú í DHL-deild karla í handbolta unnu öll leiki sína í dag þegar fjórir leikir voru á dagskrá í deildinni. Valsmenn eru sem fyrr á toppnum eftir 35-29 sigur á Fylki í dag og HK heldur öðru sætinu eftir góðan útisigur á Stjörnunni 26-25.

    Handbolti
    Fréttamynd

    Valsmenn á toppinn

    Valsmenn eru einir í efsta sæti DHL-deildar karla í handbolta eftir leiki dagsins. Valur vann góðan sigur á Akureyri 32-28, en á sama tíma gerðu HK-menn jafntefli við Fylki 25-25 í Digranesi. Þá unnu ÍR-ingar óvæntan sigur á Haukum 32-27.

    Handbolti
    Fréttamynd

    Neitar að greiða dómurunum

    Þorsteinn Rafn Johnsen, formaður handknattleiksdeildar Stjörnunnar, var foxillur út í þá Gísla Hlyn Jóhannsson og Hafstein Ingibergsson sem dæmdu leik Fram og Stjörnunnar í gær.

    Handbolti
    Fréttamynd

    Stjörnumenn voru sjálfum sér verstir

    Stjörnumenn drógust aftur úr í baráttunni um Íslandsmeistaratitilinn í gær þegar liðið tapaði gegn Íslandsmeisturum Fram á heimavelli, 25-29, í fjörugum og hörðum leik. Stjarnan leiddi með þremur mörkum í leikhléi en kastaði síðan frá sér leiknum með klaufaskap. Stjörnumenn fá tækifæri til hefnda í bikarúrslitaleiknum um næstu helgi.

    Handbolti
    Fréttamynd

    Góður sigur hjá Fram

    Framarar unnu sætan sigur 29-25 á Stjörnunni í dhl deild karla í handbolta í dag eftir að hafa verið undir 13-10 í hálfleik. Tite Kalandadze skoraði 10 mörk fyrir Stjörnuna og Roland Eradze varði 20 skot í markinu, en Jóhann Gunnar Einarsson skoraði 11/6 mörk fyrir Fram og gamla brýnið Zoltan Belanyi skoraði 5 mörk úr 5 skotum í síðari hálfleiknum.

    Handbolti
    Fréttamynd

    HK upp að hlið Valsmanna í DHL-deildinni

    HK komst upp að hlið Valsmanna á toppi DHL-deildar karla þegar liðið bar sigurorð af Akureyri í Digranesi í dag, 31-23. Framarar unnu öruggan sigur á ÍR, 43-34, og Stjarnan sigraði Fylki í Garðabænum, 27-24, í öðrum leikjum dagsins.

    Handbolti
    Fréttamynd

    Jafntefli hjá Val og Haukum í Laugardalshöllinni

    Valur og Haukar skildu jöfn, 27-27, í leik liðanna í DHL-deild karla í handbolta í Laugardalshöllinni í dag. Valsmenn mega vera ánægðir með að hafa hlotið annað stigið í leiknum en Haukar höfðu lengst af 3-4 marka forystu í síðari hálfleik. Valur er með 21 stig á toppi deildarinnar en HK, sem er í öðru sæti með 19 stig, á leik til góða gegn Akureyri á morgun.

    Handbolti
    Fréttamynd

    Fram í úrslitaleikinn

    Karlalið Fram tryggði sér í kvöld sæti í úrslitaleiknum í ss bikarnum með góðum sigri á Haukum á Ásvöllum 37-30 í undanúrslitum. Stjarnan lagði ÍR fyrr í kvöld og það verða því Fram og Stjarnan sem leika til úrslita í keppninni. Haukar og Grótta mætast í úrslitaleiknum í kvennaflokki.

    Handbolti
    Fréttamynd

    Stjarnan í úrslit

    Stjarnan tryggði sér í kvöld sæti í úrslitum ss-bikarsins í karlaflokki þegar liðið lagði ÍR á heimavelli sínum 27-24. Stjarnan mætir Haukum eða Fram í úrslitaleik keppninnar, en þessi lið eigast við í hinum undanúrslitaleiknum klukkan 21 í kvöld.

    Handbolti
    Fréttamynd

    Valur burstaði ÍR

    Fjórir leikir voru á dagskrá í dhl deild karla í handbolta í dag. Topplið Vals burstaði ÍR í Austurbergi 35-23, HK lagði Hauka 33-28 á Ásvöllum, Fram burstaði Fylki á útivelli 38-29 og þá vann Stjarnan góðan útisigur á Akureyri 31-24.

    Handbolti
    Fréttamynd

    Aron Kristjánsson tekur við Haukum

    Aron Kristjansson mun taka við þjálfun meistaraflokks karla hjá liði Hauka á næsta keppnistímabili. Þetta var tilkynnt á blaðamannafundi á Ásvöllum síðdegis. Aron mun taka við af Páli Ólafssyni, sem þó mun áfram starfa hjá Haukum.

    Handbolti
    Fréttamynd

    Valur og HK unnu bæði leiki sína

    Staða efstu liða í DHL-deild karla í handbolta breyttist ekkert eftir leiki dagsins því Valur og HK unnu bæði leiki sína í dag. Valsarar höfðu betur gegn Íslandsmeisturum Fram í Safamýrinni, 27-26, og í Digranesinu vann HK ungt lið ÍR með sannfærandi hætti, 36-31.

    Handbolti
    Fréttamynd

    Stjarnan upp í 3. sæti eftir sigur á Haukum

    Stjarnan lagði Hauka af velli, 31-28, í viðureign liðanna í DHL-deild karla í handbolta sem fram fór í Garðabænum í kvöld. Með sigrinum er Stjarnan komið upp í 3. sæti deildarinnar, aðeins tveimur stigum á eftir toppliði Vals. Síðarnefnda liðið á reyndar leik til góða gegn Fram á morgun.

    Handbolti
    Fréttamynd

    Mikilvægur sigur Fylkis

    Fylkir vann mjög mikilvægan en jafnframt sannfærandi sigur á Akureyri í DHL-deild karla í handbolta í Árbænum í dag, 29-23. Fylkismenn hafa endurheimt Guðlaug Arnarson, Heimi Örn Árnason og Agnar Jón Arnarsson, og munaði miklu um þá í leiknum í dag.

    Handbolti
    Fréttamynd

    Keflvíkingar fá til sín nýjan Bandaríkjamann

    Úrvalsdeildarlið Keflavíkur í körfubolta hefur náð samningi við Bandaríkjamanninn Jesse King sem áður lék með Texas A&M háskólanum. King er 26 ára framherji og bakvörður og er um tveir metrar á hæð. Hann er væntanlegur til Keflavíkur fyrir helgina. Þetta kemur fram á vef Keflavíkur í dag.

    Körfubolti
    Fréttamynd

    Bikarmeistararnir mæta ÍR

    Í hádeginu var dregið í undanúrslitin í bikarkeppninni í handbolta. Bikarmeistarar Stjörnunnar í karlaflokki mæta ÍR og þá eigast við Haukar og Fram. Í kvennaflokki eigast við Haukar og Valur annarsvegar og hinsvegar Grótta og ÍBV. Leikirnir fara fram dagana 20. og 21. febrúar.

    Handbolti
    Fréttamynd

    Minningarmót um Eið Arnarson um næstu helgi

    Á föstudag og laugardag verður haldið minningarmót í handbolta um Eið Arnarson og fer það fram á Strandgötu og Ásvöllum Fjögur lið taka þátt í mótinu, Haukar, Haukar U, Fylkir og lið Halldórs Ingólfssonar Stavanger frá Noregi.

    Handbolti
    Fréttamynd

    Þetta gerist ekki á hverjum degi

    Feðgarnir Bjarki Sigurðsson og Örn Ingi Bjarkason spiluðu saman síðasta föstudag þegar Afturelding lék gegn Gróttu í 1. deild karla í handbolta. Þetta er í fyrsta sinn sem þeir feðgar leika saman en Bjarki er þjálfari Aftureldingar, sem situr í toppsæti deildarinnar.

    Handbolti