

Olís-deild karla
Leikirnir

Þorgils Jón hættir við að elta ástina og verður áfram hjá Íslandsmeisturum Vals
Þorgils Jón Svölu Baldursson hefur ákveðið að elta ekki ástina til Danmerkur og leika með Íslandsmeisturum Vals á komandi leiktíð. Frá þessu greindi félagið fyrr í dag.

Bergur Elí til liðs við Íslandsmeistara Vals
Bergur Elí Rúnarsson er genginn í raðir Íslandsmeistara Vals. Hann semur til tveggja ára.

Evrópubikarkeppnin sendir Eyjamenn til Ísrael
ÍBV mun leika gegn ísraelska liðinu Holon HC í fyrstu umferð Evrópubikarkeppni karla í handbolta. Dregið var í höfuðstöðvum evrópska handknattleikssambandsins, EHF, í morgun.

ÍBV dregur umdeilda ákvörðun til baka
Íþróttabandalag Vestmannaeyja mun falla frá þeirri ákvörðun frá 15. mars sl. um tekjuskiptingu milli knattspyrnu- og handknattleiksdeildar félagsins.

Krísa hjá ÍBV | Vinnubrögð leitt til vantrausts
Aðalstjórn ÍBV þarf að fara að leysa hnúta sem myndast hafa innan félagsins vegna umdeildrar ákvörðunar sem hún tók vegna skiptingar fjármagns til íþróttadeilda innan ÍBV.

Framarar fá liðsstyrk frá Selfossi
Selfyssingurinn Alexander Már Egan mun leika með Fram á næsta tímabili í Olís-deildinni í handbolta. Alexander skrifar undir tveggja ára samning í Grafarholtinu.

Þórir Ólafsson tekur við Selfyssingum
Handknattleiksdeild Selfoss hefur samið við Þóri Ólafsson um að stýra karlaliði félagsins á komandi tímabili í Olís-deild karla.

Halldór Jóhann að yfirgefa Selfyssinga
Samkvæmt öruggum heimildum Vísis er handknattleiksþjálfarinn Halldór Jóhann Sigfússon að yfirgefa herbúðir Selfyssinga.

Stefnir í hitafund í Eyjum: „Átt andvökunætur og oft verið nálægt tárum yfir þessu“
Það stefnir í mikinn hitafund í Vestmannaeyjum í kvöld þegar aðalfundur ÍBV Íþróttafélags fer fram. Fyrr í dag sagði handknattleiksráð félagsins af sér vegna mikillar óánægju með skiptingu fjár á milli handboltans og fótboltans hjá félaginu.

Segja af sér og lýsa yfir vantrausti á aðalstjórn ÍBV
Stjórn handknattleiksdeildar ÍBV hefur lýst yfir vantrausti á aðalstjórn félagsins og séð sig tilneydda að segja af sér störfum.

„Hef ekki náð hátindi míns ferils“
Handknattleiksmaðurinn Aron Dagur Pálsson skrifaði undir samning við Íslands-, bikar- og deildarmeistara Vals í vikunni, en hann kemur til liðsins frá Noregsmeisturum Elverum. Aron segir nokkur tilboð hafa legið á borðinu, en honum hafi þótt Valur vera með mest spennandi verkefnið í gangi.

Aron Dagur semur við Val
Stórar fréttir voru að berast frá Hlíðarenda fyrir skömmu þegar Valsarar tilkynntu nýjasta liðsstyrkinn fyrir komandi leiktímabil, Aron Dag Pálsson.

Róbert fær liðsstyrk til Gróttu
Elvar Otri Hjálmarsson hefur gengið til liðs við Gróttu frá Fjölni. Elvar skrifaði undir tveggja ára samning við Gróttu.

Efnilegur hornamaður í raðir FH
FH hefur samið við Arnar Stein Arnarsson, efnilegan hægri hornamann, sem spilaði áður með Víking. Arnar Steinn skrifar undir samning í Kaplakrika til þriggja ára. Frá þessu er greint á Facebook-síðu félagsins.

Grótta fær danskan leikmann fyrir komandi átök
Handknattleiksdeild Gróttu hefur samið við danska handknattleiksmanninn Theis Koch Søndergård um að leika með liðinu á komandi tímabili í Olís-deild karla.

„Rosalega bjart framundan hjá okkur ÍR-ingum“
Bjarni Fritzson skrifaði í dag undir þriggja ára samning við handknattleiksdeild ÍR og mun því þjálfa liðið næstu árin í Olís-deild karla í handbolta. Hann segir verkefnið sem framundan er spennandi.

Bjarni tekur aftur við ÍR
Bjarni Fritzson hefur tekið við sem þjálfari karlaliðs félagsins og skrifað undir þriggja ára samning. ÍR-ingar greindu frá þessu í dag.

Grímur hættir hjá ÍBV
Grímur Hergeirsson verður ekki í þjálfarateymi ÍBV í Olís deild karla í handbolta á næstu leiktíð.

Lokahóf HSÍ: Magnús Óli mikilvægastur og Óðinn Þór bestur | Rut Arnfjörð vann tvöfalt
Lokahóf Handknattleikssambands Íslands fór fram í dag. Magnús Óli Magnússon, leikmaður Vals, var valinn mikilvægasti leikmaður Olís deildar karla á meðan Rut Arnfjörð Jónsdóttir var valin mikilvægust í Olís deild kvenna.

Valsmenn ráða ríkjum í úrvalsliði úrslitakeppninnar
Tölfræðivefurinn HB Statz tók saman úrvalslið úrslitakeppni Olís deildar karla í handbolta. Það ætti ekki að koma mikið á óvart að leikmenn Íslandsmeistara Vals eru allsráðandi.

Leitar að liði nálægt Lovísu
Þorgils Jón Svölu Baldursson, leikmaður þrefaldra meistara Vals, leitar sér nú að liði í Danmörku til að geta fylgt kærustu sinni, Lovísu Thompson, eftir. Ekkert er þó enn í hendi.

Leiðin liggur af Nesinu í Úlfarsárdalinn
Fram heldur áfram að safna liði fyrir næsta tímabil og hefur nú sótt annan leikmann frá Gróttu. Í síðustu viku samdi Ívar Logi Styrmisson við Fram og nú hefur Ólafur Brim Stefánsson farið sömu leið.

Utan vallar: Komust á Rushmore-fjall íslenska handboltans
Valur var með langbesta lið landsins í handbolta karla í vetur. Það er staðreynd, ekki skoðun. En hversu gott er Valsliðið 2021-22 í sögulegu samhengi?

„Hugsaði um hvað ég gæti gert til að vera besti liðsmaðurinn“
„Kóngurinn er mættur,“ sagði Stefán Árni Pálsson, stjórnandi Seinni bylgjunnar, þegar handboltamaðurinn og skemmtikrafturinn Agnar Smári Jónsson mætti ber að ofan í settið eftir að Valsmenn tryggðu sér Íslandsmeistaratitilinn í handbolta síðastliðinn laugardag.

Umfjöllun og myndir: ÍBV - Valur 30-31 | Valsmenn kórónuðu draumatímabil
Valur er Íslandsmeistari karla í handbolta annað árið í röð og í 24. sinn alls eftir sigur á ÍBV, 30-31, í Vestmannaeyjum í dag. Valsmenn unnu einvígið, 3-1.

Erlingur: Eiginlega bara ekkert sár með neitt
Erlingur Richardsson, þjálfari ÍBV, var nokkuð sáttur með spilamennsku síns liðs í dag þrátt fyrir ósigur sem skilaði Valsmönnum Íslandsmeistaratitlinum í handbolta.

„Að vera þjálfari eru bullandi áhyggjur út í eitt“
„Mér líður þokkalega, ég skal viðurkenna það,” sagði Snorri Steinn Guðjónsson, þjálfari Vals í viðtali við Stefán Árna Pálsson og félaga eftir að Valsmenn tryggðu sér Íslandsmeistaratitilinn í handbolta.

Meyr eftir kveðjuleikinn: „Brotnaði lúmskt niður“
Einar Þorsteinn Ólafsson lék sinn síðasta leik fyrir Val þegar liðið tryggði sér Íslandsmeistaratitilinn með sigri á ÍBV, 30-31, í Eyjum. Einar er á förum til Fredericia í Danmörku.

„Að vera með þessum helvítis kóngum í liði“
Mikilvægasti leikmaður úrslitaeinvígis Olís-deildar karla, Stiven Tobar Valencia, var að vonum í skýjunum eftir að Valsmenn urðu Íslandsmeistarar eftir sigur á Eyjamönnum, 30-31, í Vestmannaeyjum í dag.

Sjáðu umdeilda dóminn sem réði úrslitum: „Dómararnir í ruðningsham“
Umdeildur ruðningsdómur undir lok 31-30 sigurs Vals á ÍBV hafði mikið að segja í úrslitaeinvígi liðanna í Olís-deild karla að Hlíðarenda í gærkvöld. Sérfræðingar Seinni bylgjunnar voru sammála um að dómurinn hafi verið rangur og gagnrýna misræmi í dómgæslu í einvígi liðanna.