Umfjöllun: Hörður - Valur 28-45 | Miskunnarlausir Valsarar á Ísafirði Tómas Helgi Wehmeier skrifar 25. nóvember 2022 21:44 Valsmenn unnu öruggan sigur í kvöld. vísir/diego Íslands- og bikarmeistarar Vals unnu vægast sagt sannfærandi sigur er liðið heimsótti botnlið Harðar vestur á Ísafjörð í Olís-deild karla í handbolta í kvöld, 28-45. Leikurinn hófst af miklum hraða og komust Valsarar í stöðuna 2-8, þegar að rétt rúmar átta mínútur voru búnar af leiknum. Harðar-menn náðu sér ekki á strik í fyrri hálfleik og voru í miklu basli með hraða Vals-manna. Eftir tuttugu mínútna leik leiddi Valur með átta mörkum, 10-18 og voru alls ekki hættir að keyra á áttavillta leikmenn Harðar. Bergur Elí Rúnarsson, leikmaður Vals, skoraði fimm mörk úr sjö skotum í fyrri hálfleik og minnti svo sannarlega á sig. Harðar megin var Suguru Hikawa ljósið í myrkrinu í sóknarleik þeirra og skoraði fjögur mörk úr fimm skotum. Í lok fyrri hálfleiks lenti Arnór Snær Óskarsson, leikmaður Vals, í samstuði við Endjis Kusners, leikmann Harðar, og lá Arnór þjáður eftir á vellinum. Vonandi eru þetta ekki alvarleg meiðsli hjá Arnóri Snæ þar sem dagskrá Vals-manna er ansi þéttskipuð og Arnór nýlega valinn í æfingahóp íslenska landsliðsins. Þegar flautað var til hálfleiks leiddi Valur með tíu mörkum, 15-25. Síðari hálfleikur hélt uppteknum hætti, Valsarar stigu ekkert á bremsuna, héldu áfram að keyra á varnarlausa Harðar-menn og neyddist Carlos Martin Santos, þjálfari Harðar, að taka leikhlé eftir fjögurra mínútna leik til að stöðva blæðinguna þar sem Valur var komið í þrettán marka forystu, 17-30. Valsarar náðu að hrista vel í hópnum í kvöld, allir leikmenn á skýrslu fengu mínútur og ungir og efnilegir leikmenn Vals komu inn á. Breki Hrafn Valdimarsson, leikmaður Vals, kom sterkur inn og skoraði frábært mark þegar að fimm mínútur voru til leiksloka. Leikurinn var aldrei í hættu fyrir Val og endaði leikurinn með sautján marka sigri Valsmanna, 28-45. Stefán Freyr Jónsson, markmaður Harðar, varði fjórtán skot (24 prósent) og stóð sig sæmilega þrátt fyrir að varnarleikur Harðar-manna hefði verið arfaslakur. Þorgils Jón Svölu Baldursson, leikmaður Vals, átti frábæran leik í dag og endaði leikinn með hundrað prósent skotnýtingu. Var eins og klettur í vörn og skoraði síðan sjö mörk úr jafnmörgum skotum. Afhverju vann Valur? Valsarar mættu algjörlega miskunnarlausir til leiks á Ísafirði, sjóðandi heitir eftir leik við Flensburg síðastliðinn þriðjudag. Þeir refsuðu Harðar-mönnum trekk í trekk og létu aldrei undan. Valur náði einnig að hreyfa til í leikmannahópi sínum og ferskir fætur inn á hverju sinni á meðan Harðar-menn héldu illa við hraða Valsara og lentu í miklu basli varnarlega. Sóknarleikur Harðar var alls ekki upp á marga fiska á meðan vörn Valsara var gríðarlega hreyfanleg og erfitt var að finna opin færi. Valsarar betri í öllum aðgerðum í kvöld. Hverjir stóðu upp úr? Þorgils Jón Svölu Baldursson, leikmaður Vals, átti frábæran leik fyrir lið sitt í kvöld og skoraði sjö mörk úr jafnmörgum skotum. Vignir Stefánsson minnti einnig rækilega á sig í kvöld og var einnig með hundrað prósent skotnýtingu í kvöld, skoraði sex mörk úr sex skotum. Vörn Vals-manna verður einnig að fá hrós, þeir spiluðum frábæra vörn í dag og Harðar-menn lentu á algjörum vegg í sókn. Harðar megin var það Suguru Higawa sem stóð upp úr fyrir sitt lið í kvöld. Hann var allt í öllu í sóknarleiknum og skoraði sjö mörk úr fjórtán skotum. Hvað gekk illa? Sóknarleikur Harðar-manna var alls ekki fullnægjandi í kvöld. Þeir voru smeykir við Valsarana og hikuðu mikið í aðgerðum sem endaði með töpuðum bolta og Valur refsaði hratt í hraðaupphlaupum.Varnarleikur Harðar var hreint út sagt daufur, lítil hreyfing á mönnum og klaufaleg brot.Hörður átti ekki möguleika gegn frábæru liði Vals. Hvað gerist næst? Hörður fær Hauka í heimsókn til Ísafjarðar laugardaginn 3.desember klukkan 16:00 Valur á síðan leik við ÍBV í Vestmannaeyjum laugardaginn 3.desember klukkan 14:00. Valur á einnig leik í B-riðli Evrópudeildarinnar í handbolta karla á þriðjudaginn kemur þegar þeir heimsækja Kristján Örn Kristjánsson og félaga í Pays d’Aix UC og er leikurinn sýndur í beinni útsendingu á Stöð2Sport. Olís-deild karla Valur Hörður Handbolti
Íslands- og bikarmeistarar Vals unnu vægast sagt sannfærandi sigur er liðið heimsótti botnlið Harðar vestur á Ísafjörð í Olís-deild karla í handbolta í kvöld, 28-45. Leikurinn hófst af miklum hraða og komust Valsarar í stöðuna 2-8, þegar að rétt rúmar átta mínútur voru búnar af leiknum. Harðar-menn náðu sér ekki á strik í fyrri hálfleik og voru í miklu basli með hraða Vals-manna. Eftir tuttugu mínútna leik leiddi Valur með átta mörkum, 10-18 og voru alls ekki hættir að keyra á áttavillta leikmenn Harðar. Bergur Elí Rúnarsson, leikmaður Vals, skoraði fimm mörk úr sjö skotum í fyrri hálfleik og minnti svo sannarlega á sig. Harðar megin var Suguru Hikawa ljósið í myrkrinu í sóknarleik þeirra og skoraði fjögur mörk úr fimm skotum. Í lok fyrri hálfleiks lenti Arnór Snær Óskarsson, leikmaður Vals, í samstuði við Endjis Kusners, leikmann Harðar, og lá Arnór þjáður eftir á vellinum. Vonandi eru þetta ekki alvarleg meiðsli hjá Arnóri Snæ þar sem dagskrá Vals-manna er ansi þéttskipuð og Arnór nýlega valinn í æfingahóp íslenska landsliðsins. Þegar flautað var til hálfleiks leiddi Valur með tíu mörkum, 15-25. Síðari hálfleikur hélt uppteknum hætti, Valsarar stigu ekkert á bremsuna, héldu áfram að keyra á varnarlausa Harðar-menn og neyddist Carlos Martin Santos, þjálfari Harðar, að taka leikhlé eftir fjögurra mínútna leik til að stöðva blæðinguna þar sem Valur var komið í þrettán marka forystu, 17-30. Valsarar náðu að hrista vel í hópnum í kvöld, allir leikmenn á skýrslu fengu mínútur og ungir og efnilegir leikmenn Vals komu inn á. Breki Hrafn Valdimarsson, leikmaður Vals, kom sterkur inn og skoraði frábært mark þegar að fimm mínútur voru til leiksloka. Leikurinn var aldrei í hættu fyrir Val og endaði leikurinn með sautján marka sigri Valsmanna, 28-45. Stefán Freyr Jónsson, markmaður Harðar, varði fjórtán skot (24 prósent) og stóð sig sæmilega þrátt fyrir að varnarleikur Harðar-manna hefði verið arfaslakur. Þorgils Jón Svölu Baldursson, leikmaður Vals, átti frábæran leik í dag og endaði leikinn með hundrað prósent skotnýtingu. Var eins og klettur í vörn og skoraði síðan sjö mörk úr jafnmörgum skotum. Afhverju vann Valur? Valsarar mættu algjörlega miskunnarlausir til leiks á Ísafirði, sjóðandi heitir eftir leik við Flensburg síðastliðinn þriðjudag. Þeir refsuðu Harðar-mönnum trekk í trekk og létu aldrei undan. Valur náði einnig að hreyfa til í leikmannahópi sínum og ferskir fætur inn á hverju sinni á meðan Harðar-menn héldu illa við hraða Valsara og lentu í miklu basli varnarlega. Sóknarleikur Harðar var alls ekki upp á marga fiska á meðan vörn Valsara var gríðarlega hreyfanleg og erfitt var að finna opin færi. Valsarar betri í öllum aðgerðum í kvöld. Hverjir stóðu upp úr? Þorgils Jón Svölu Baldursson, leikmaður Vals, átti frábæran leik fyrir lið sitt í kvöld og skoraði sjö mörk úr jafnmörgum skotum. Vignir Stefánsson minnti einnig rækilega á sig í kvöld og var einnig með hundrað prósent skotnýtingu í kvöld, skoraði sex mörk úr sex skotum. Vörn Vals-manna verður einnig að fá hrós, þeir spiluðum frábæra vörn í dag og Harðar-menn lentu á algjörum vegg í sókn. Harðar megin var það Suguru Higawa sem stóð upp úr fyrir sitt lið í kvöld. Hann var allt í öllu í sóknarleiknum og skoraði sjö mörk úr fjórtán skotum. Hvað gekk illa? Sóknarleikur Harðar-manna var alls ekki fullnægjandi í kvöld. Þeir voru smeykir við Valsarana og hikuðu mikið í aðgerðum sem endaði með töpuðum bolta og Valur refsaði hratt í hraðaupphlaupum.Varnarleikur Harðar var hreint út sagt daufur, lítil hreyfing á mönnum og klaufaleg brot.Hörður átti ekki möguleika gegn frábæru liði Vals. Hvað gerist næst? Hörður fær Hauka í heimsókn til Ísafjarðar laugardaginn 3.desember klukkan 16:00 Valur á síðan leik við ÍBV í Vestmannaeyjum laugardaginn 3.desember klukkan 14:00. Valur á einnig leik í B-riðli Evrópudeildarinnar í handbolta karla á þriðjudaginn kemur þegar þeir heimsækja Kristján Örn Kristjánsson og félaga í Pays d’Aix UC og er leikurinn sýndur í beinni útsendingu á Stöð2Sport.