Olís-deild kvenna

Olís-deild kvenna

Leikirnir




    Fréttamynd

    Við erum ekki orðnar saddar

    Stjarnan er deildarmeistari kvenna í handbolta eftir magnaðan sex marka sigur á Fram. Garðbæingar eru því búnir að vinna tvo stóra titla í vetur en Stjörnustúlkur eru ekki hættar og ætla sér meira.

    Handbolti
    Fréttamynd

    Algjör forréttindi að fá að vera með

    Eftir að hafa neyðst til að hætta aðeins 27 ára gömul og ekki spilað handbolta í tvö ár hefur Stjörnukonan Rakel Dögg Bragadóttir snúið aftur á völlinn með stæl. Hún er tvöfaldur bikarmeistari, komin aftur í íslenska landsliðið og spilar af fullum krafti, bæði í vörn og sókn.

    Handbolti
    Fréttamynd

    Stjörnuliðin finna sig vel í bikarúrslitunum

    Stjörnukonur urðu bikarmeistarar annað árið í röð um helgina og hafa þar með unnið bikarinn átta sinnum. Kvennalið Stjörnunnar lék sinn fyrsta bikarúrslitaleik árið 1986 en stelpurnar úr Garðabænum náðu aðeins að vinna einn af fyrstu sjö bikarúrslitaleikjum sínum.

    Handbolti
    Fréttamynd

    Draumabyrjun Stjörnukvenna skóp sigurinn

    Stórkostleg byrjun Stjörnunnar lagði grunninn að sigrinum á Fram, 19-18, og öðrum bikarmeistaratitli Garðbæinga í röð. Stjörnukonur voru tilbúnar strax frá upphafsflauti á meðan Framkonur sáu sér ekki fært að byrja leikinn fyrr en eftir 20 mínútur.

    Handbolti
    Fréttamynd

    Sebastian látinn fara

    Stjórn handknattleiksdeildar Selfoss sagt upp samningi við Sebastian Alexanderson og Zoran Ivic sem þjálfað hafa kvennalið Selfoss frá vordögum 2016. Uppsögn þeirra tekur þegar gildi.

    Handbolti
    Fréttamynd

    Rakel: Vissi strax að við myndum klára þetta

    "Við mætum ótrúlega klárar til leiks og tilbúnar að berjast. Ég vissi strax að myndum klára þetta þó við vissum að þær myndu saxa á,“ sagði Rakel Dögg Bragadóttir eftir sigur Stjörnunnar á Fram Coca-Cola bikar kvenna í dag.

    Handbolti